Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.09.1960, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 13.09.1960, Qupperneq 1
XXX. árg. Þriðjudagur 13. september 1960 28. tbl. HlBtleysíð hefir reynzt flestn siiMMin órgunhffft UndanteknÍDg, að það hafi verið virt í styrjöEdum síðari ára. Benediht Gröndal, stjórnmála- ritstjóri Alþýðublaðsins, gerir að umlalsefni í Alþýðublaðinu síð- astliðinn sunnudag svonefnda hlutleysissókn Sósíalistaflokksins á þessu sumri og þá samstöðu er hann hefir fengið frá hluta Þjóð- varnarflokksins og Framsóknar- flokksins. Jafnframt birtir Al- þýðublaðið í leiðara fyrri um- mœli ýmissa kommúnista um hlutleysisstefnuna, og eru þau endurprentuð annars staðar hér í blaðinu í svartletursdálki. Grein Gröndals, sem í Alþýðu- blaðinu birtist undir sunnudags- fyrirsögninni UM HELGINA, fer annars hér á eftir: Mikill áróður er hafinn fyrir því, að Island taki aftur upp hlut- leysisstefnu í utanríkismálum, gangi úr Atlantshafsbandalaginu og gerist varnarlaust. Er sjálf- sagt fyrir þjóðina að ræða þessa tillögu, ekki með upphrópunum og hótunum um kjarnorkuárás á land okkar, heldur með rólegri yfirvegun á staðreyndum máls- ins. Getur Island verið hlutlaust? Mundi slíkt hlutleysi auka öryggi þjóðarinnar? Ef raunverulegur friður væri í heiminum, væri hlutleysi ekki til, enda engar andstæðar fylkingar að taka afstöðu til. Því miður er ekki svo. Deilur eru uppi milli stórvelda og stjórnkerfa og hætta á heimsstyrj öld. Vegna þessarar styrjaldarhættu hafa fjölmargar þjóðir skipað sér í bandalög, sem standa hver gegn öðrum, nokk- urn veginn eins og þær mundu skipa sér í fylkingar, ef til styrj- aldar kæmi. Af þessu er augljóst, að hlut- leysi þýðir fyrst og fremst, að við- komandi land ætlar að vera hlut- laust í styrjöld, ef hún brýzt út. Reynslan af hlutleysi. Fyrr á árum höfðu smærri þj óðir sterkan vilj a á að vera hlut- lausar, ef til styrjaldar drægi milli stórvelda, og mikill fjöldi þeirra lýsti yfir hlutleysi. En tæknin tók risastökk og styrjaldir breiddust út. Fleiri og fleiri þjóðir drógust inn í þær á einn eða annan hátt. I síðustu heimsstyrj öld reyndist hlutleysið gagnslaust fyrir lönd eins og Nor-1 eg, Danmörku, Holland, Belgíu og Luxemburg, svo að nok'kur séu nefnd. Þessi ríki hafa ekki lagt aft-1 ' ur inn á braut hlutleysisins. Hins vegar dugði hlutleysið einstaka ríki, sem bjó við sérstakar land- fræðilegar aðstæður, til dæmis Sviss og Svíþjóð. ísland var eitt þeirra ríkja, sem var hlutlaust, en reyndist hafa svo mikla hernaðarlega þýðingu, að það var snemma dregið inn í hringiðu styrjaldarinnar. Sá, sem ræður íslandi, heldur á skamm- byssu við lífæð vesturveldanna, sagði þýzkur herforingi skömmu fyrir stríð. Enginn þýzkur her- maður mun fá að stíga fæti lifandi á Island, sagði Churchill, og sendi her hingað 1940. Islendingar verða nú að gera upp við sig þá spurningu, hvort landið mundi í nýrri styrjöld liafa | svo mikla hernaðarlega þýðingu, að styrjaldaraðilar gœtu ekki lát- ið það afskiptalaust — eða hvort landið er svo þýðingarlaust, að þeir mundu láta það eiga sig. Ef svarið er á þá lund, að hern- aðarleg þýðing Islands sé mikil og styrjaldaraðilar mundu ekki láta það afskiptalaust, þá er hlut- leysi gersamlega tilgangslaust. Við yrðum dregnir inn í styrj- öldina þegar í stað, hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Ef staða Islands er talin vera þannig, að styrjaldaraðilar mundu láta landið afskiptalaust (eins og líklegt er með Sviss), þá er hugsanlegt að taka upp hlut- leysisstefnu. Hernaðarþýðing landsins. I rauninni getur enginn maður efast um svör við þessum spurn- ingum. ísland er hernaðarlega mikilsvert, og þeirri staðreynd getum við ekki breytt. Ef við lýst- um yfir hlutleysi og gerðum land- ið varnarlaust, en styrjöld brytist út, mundu styrjaldaraðilar kepp- ast um að verða fyrstir til að her- nema okkur. Sennilegt er, að slíkt kapphlaup leiddi til vopnaðra á- taka um landið. I byrjun júlí fékkst greinileg staðfesting á því, að þessi skoðuri er rétt. Krustjov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, var á ferðalagi í Austurríki, sem er hlutlaust. Þar lagði hann að Austurríkismönn- um að hætta við hlutleysi sitt og ganga í lið með kommúnistaríkj - um í „friðarbaráttu“ þeirra. Hann sagði, að bandarískar her- stöðvar væru í nágrannaríkjum Austurríkis (sérstaklega á Ítalíu) og hvert ríki, sem hefði banda- rískar herstöðvar nálægt sér, gæti átt á hættu árás Sovétríkjanna, ef styrjöld brytist út. Nú eru bandarískar herstöðvar báðum megin við okkur, í Græn- landi og Bretlandi, svo að þessi hótun Krustjovs hlýtur að eiga sérstaklega við aðst«eður eins og hér væru, ef ísland væri hlutlaust. Þannig er okkur sagt, að við eig- um á hættu rússneska árás í styrj- öld, þótt við værum hlutlausir. Af þessu er auglj óst, að hlutleysi veit- ir íslandi enga vernd. I síðustu heimsstyrjöld höfðu Þjóðverjar mikinn hug á að ná íslandi og koma hér upp kafbáta- og flugvélastöðvum. Þeir gerðu j áætlanir um innrás í land okkar. Þær voru aldrei framkvæmdar ; vegna þess, að hér var varnarlið frá bandamönnum. Á sama hátt er bezta von íslendinga um ör- yggi fólgin í því, að hér sé á hættutímum varnarlið, sem fyrir- varalítið er hægt að styrkja svo, að innrás í landið borgi sig ekki. Enda þótt ísland sé ekki hlut- laust og taki þátt í varnarsamtök- um hinna frjálsu þjóða, þýðir það ekki, að við leyfum, að hér sé komið upp árásarstöðvum, sem kalla yfir sig kj arnorkusprengj - ur. Hér hafa ekki verið langfleyg- ar sprengj uflugvélar eða kjarn- orkuvopn, engin flugskeyti eða kafbátastöð. Hér eru aðeins varn- armannvirki og getur ekki annað verið nema með leyfi okkar sjálfra. Önnur hlið málsins. Hér hefir aðeins verið rætt um hernaðarlegar staðreyndir, sem við komumst ekki hjá að hug- leiða, þótt við séum sjálfir vopn- lausir. Þá er ónefnd sú hlið mál- anna, hvort íslendingar vilja vera hlutlausir í átökunum milli frjálsra lýðræðisríkja annars veg- ar en einræðis- og ofbeldisríkja hins vegar. Höfum við engar skoðanir á því, hvers konar ver- öld við viljum lifa í? Viljum við yppta öxlum og segjast vera hlut- lausir, ef fleiri smáþjóðir eiga að hljóta örlög Eystrasaltsríkjanna? Hér á landi eru til tvenns kon- ar hlutleysissinnar. Annars vegar eru kommúnistar, en að minnsta kosti ráðamenn í þeirra hóp berj- ast fyrir hlutleysi af þeirri á- stæðu, að það hentar utanríkis- stefnu Sovétríkjanna. Þessir menn trúa á þjóðskipulag komm- únismans og vinna vísvitandi að útbreiðslu þess, með því að styðja Sovétríkin. Þeir hafa þjálfaða á- róðursmenn, skipulagðan flokk, blöð, útgáfu, skrifstofur, starfs- menn og nóga. peninga. Þeir stjórna baráttunni. Hins vegar eru menn, sem alls ekki eru kommúnistar, en leggja vestur og austur að jöfnu og ríg- halda í þá gömlu hugsjón smá- þjóðanna að standa fyrir utan á- tök stórvelda. Það er hægt að skilja tilfinningar þessa fólks, en þær standast því miður ekki próf- raun veruleikans í dag. Því er hætta á, að kröftum þessa fólks verði beitt fyrir vagn kommúnista og þeir einir hafi gagn af. íslendingar voru hlutlausir, en lögðu þá stefnu á hilluna eftir að heimsstyrj öld hafði fært þjóðinni heim sanninn um, að hlutleysi dyggði alls ekki. Hvað eftir ann- að hefir verið kosið milli flokka og manna í landinu, meðal ann- ars um utanríkismál. Niðurstaðan er sú, að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill raunhæfa utan- ríkisstefnu, sem byggist á sam- stöðu með hinum frjálsu þjóðum. Þrátt fyrir megnan áróður og tækifærissinnað brölt stjórnar andstæðinga, er engin ástæða til að ætla, að afstaða þjóðarinnar hafi í nokkru breytzt. Síðdegis fyrra mánudag vildi það til hér við höfnina, er tveir átta ára drengir voru á gangi eftir hafnarbakkanum, að öðrum | I drengnum var hrundið í sjóinn af | stærri dreng, er þar var einnig á j ferð. Sá hljóp þegar á burtu og i hugði ekki af afleiðingum af 'gerðum sínum. En, félagi þess, 1 sem í sjóinn féll, varð ekki ráða- | laus. Hann fann bjarghring í nær- I liggjandi bát, kastaði honum til þess, er í sjónum var, og dró hann ' síðan upp. Drengurinn, sem í sjó- inn féll, var lítt syndur, en gat þó haldið sér uppi, þar til hinn hafði náð í bjarghringinn. Engir aðrir voru þarna nærstaddir, og er þ.ví óhætt að fullyrða, að þarna hefði farið illa, ef sá, sem eftir var á þurru, hefði ekki reynzt svo snar- ráður, sem raun ber vitni. Drengurinn, sem björgunaraf- rekið vann heitir Magnús Garð- arsson, Eyrarlandsvegi 27. Kaupfélag: ¥erkamanna opnar útibú að Byggðaveg: 93 Síðastliðinn laugardag opnaði Kaupfélag verkamanna nýtt útibú í Byggðahverfi. Er það til húsa í Byggðaveg 92 andspænis Goða- byggð. I hinni nýju búð eru á boðstól- um alls konar vörur, sem venja er að selja í nýlenduvöruverzlunum, en auk þess mjólk á flöskum, ýms- ar kjötvörur, álegg, brauð o. fl. Sími verzlunarinnar er 2592. Búðin er ekki stór, en smekk- leg og öllu haglega fyrir komið. Hún bætir mjög úr brýnum þörf- um Byggðabúa til matvöruverzl- unar í nágrenni sínu, en fram að þessu hefir verið næsta langt í verzlun úr Byggðunum. Þetta er þriðja útibúið, sem KVA rekur nú, auk búða sinna við Strandgötu. Hin útibúin eru í Norðurgötu 42 og Byggðavegi 145. Framkvæmdarstjóri KVA er nú Haraldur Helgason, en formaður félagsstjórnar Albert Sölvason. KARI ARNORSSON skólastjóri Barnaskóla Húsavíkur. Sigurður Gunnarsson, sem ver- ið hefir alllengi skólastjóri Barna- skóla Húsavíkur, hefir látið af því starfi, en Kári Arnórsson, kennari við Flensborgarskóla, tekur við. Á Ilúsavík er nú risið nýtt hús yfir barnaskólann, hin myndar- legasta bygging innan sem utan, sérstaklega er aðstaða til verk- náms og íþróttaiðkana talin góð. Dalvíkurkirkja vígð Síðastliðinn sunnudag fór fram vígsla nýrrar kirkju á Dalvík. Kemur hún í stað Upsakirkju og kallast Dalvíkurkirkja. Kirkja þessi hefir verið um 5 ár í smíðum og kostar um 1.7 millj. kr. Er hún á fögrum stað efst í þorpinu og hið glæsilegasta guðshús. Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson, framkvæmdi vígsluna, en vígsluvottar voru prestarnir Sigurður Stefánsson, Benjamín Kristjánsson, Pétur Sigurgeirsson, Þórir Stephensen og Stefán Snævarr, er einnig prédikaði. Kirkjukór Dalvíkur undir stjórn Gests Hj örleifssonar annaðist söng. Á 5. hundrað kirkjugesta var við vígsluna, en kirkjan rúmar annars um 300 manns í sæti. Dalvíkurkirkju hafa þegar bor- izt margir góðir munir að gjöf. Knattspyrnumót Norðnrlauds Þessa dagana stendur yfir Knattspyrnumót Norðurlands og er þátttakan óvenjugóð, því að 6 lið keppa um meistaratitilinn: KA, ÞÓR, HSÞ, KS, UMSE og UMSS. Keppninni lýkur á miðviku- dagskvöld og verður skýrt frá úr- slitunum í næsta blaði. ---□----

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.