Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.12.1960, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 20.12.1960, Qupperneq 1
XXX. árg. Þriðjudagur 20. desember 1960 42. tbl. (jtibú Búiwiarfc«nlwm g Ahoreyri 30 SÍÐASTLIÐINN sunnudag, 18. desember, voru 30 ár liðin frá stofnun útibús Búnaðarbanka ís- lands á Akureyri, en það var opn- að í húsakynnum Kaupfélags Ey- firðinga 18. des. 1930. í upphafi lagði aðalbankinn útibúinu til 300 þús. kr. stofnfé, og 1935 var það hækkað um 200 þús. kr., en 1948 var útibúinu gert að greiða allt stofnféð upp til aðalbankans og hefir einskis stofnfjár notið síðan. Til fróðleiks má geta þessa um útlán útibúsins: 31. des. 1931 voru þau 266.- 383.30 kr. — 31. des. 1945 voru þau 4.499.858.77 kr. — 30. nóv. 1960 voru þau 24.885.592.62 kr. Eins og fyrr getur, var útibú Búnaðarbankans hér fyrst til húsa í húsakynnum Kaupfélags Eyfirðinga, en árið 1939 keypti útibúið Strandgötu 5 og hefir ver- ið þar með skrifstofur sínar og af- greiðslu síðan. Fyrsti útibússtjóri Búnaðar- bankans hér var Bernharð Stef- ánsson, alþingismaður, og veitti hann því forstöðu, unz núverandi útibússtjóri, Steingrímur Bern- harðsson, tók við 15. ágúst 1959. Gjaldkeri útibúsins var um fjöl- mörg ár Elías Tómasson, i og gegndi hann raunar útibússtjóra- starfi langtímum saman, þegar Bernharð sat þing. Núverandi gjaldkeri er Jóhann Helgason. Utibú Búnaðarbankans hefir gegnt miklu og nauðsynlegu hlut- verki hér í héraði og nágranna- sveitum og hefir sýnt og sannað, að stofnun þess var sjálfsögð. Það hefir notið vinsælda og trausts undir stjórn og forsjá úti- bússtjóranna, og er þá að sjálf- sögðu hlutur Bernharðs Stefáns- sonar stærstur, þar sem hann studdi stofnunina fyrstu sporin og kom henni á fullorðins ár, ef svo mætti taka til orða. Það eru gömul og ný sann- indi, að fjármagn er afl þess, sem gera skal. Því er það mikilsvert ára hverju byggðarlagi og hverjum landsfjórðungi að eiga innan sinna vébanda hæfilega margar traustar lánastofnanir. Ein þeirra, hvað okkur Norðlendinga snertir, er útibú Búnaðarbankans. Því munu allir, er þennan sann- leik skilja, senda útibúinu þær af- mælisóskir, að það megi enn vaxa og vel dafna um ókomin ár. FRAMSÓKN TRYGGÐI EINARI SÆTI í NORÐURLANDARÁÐ í síðastliðinni viku var kjörið á Alþingi í Norðurlandaráð, 2 í efri deild og 3 í neðri deild, þ. e. 5 menn alls. Það bar til tíðinda við kosningu þessa, að Framsókn- armenn tryggðu kjör Einars 01- geirssonar í ráðið með því að stilla einum færra í neðri deild á lista sinn en þeir gátu kjörið þing- liðs síns vegna. Og svo segja menn, að Fram- sókn sé ekki holl vinum sínum! Verður einn af togurnm G. A. gerðnr út á línu í reynslnskyni ? Verða vextir lækkaðir úr áramótnm? Þegar vextir voru hækkaðir snemma á þessu ári, tók ríkis- stjórnin það skýrt fram, að það væri bráðabirgðaráðstöfun til að minnka spennuna í óhóflegri fjár- festingu og örva sparifjármyndun, en lækkun vaxta mundi koma strax til álita, þegar nokkurs jafn- vægis tæki að gæta í peningamál- um. Nú hefir heyrzt, að ríkisstjórn- in hafi undanfarna mánuði haft vaxtaspursmálið til ítarlegrar at- hugunar, og vel kunni svo að fara, að vextir verði lækkaðir um nk. áramót eða frá og með 1. marz nk., en helzt var gert ráð fyrir í upp- hafi, að vaxtahækkunin stæði einmitt í hámarki eitt ár til eitt og hálft og færi svo að þokast niður, svo að vel kann þessi fregn að vera sönn, þótt Alþýðumaðurinn hafi ekki staðfestingu fyrir því. Eins og að venju lætur, talar stjórnarandstaðan svo, sem vaxta- lækkunin verði sér að þakka, ef af henni verður, og treystir á, að al- menningur hafi gleymt því, að ríkisstjórnin lýsti því yfir í upp- hafi, að vextir mundu lækkaðir nokkuð, strax og fært þætti. Krossanesverhsmiðjon hefir sent á erlendan markað meginhluta mjölframleiðslu sinn- ar á þessu ári. Voru allar mjöl- geymslur verksmiðjunnar orðnar fullar og stóð á flutningum, en nú hefir sem sagt rætzt svo úr, að til- tölulega lítið er eftir ófarið af mjöli, og mun það tekið til út- flutnings þegar í næsta mánuði. Talsverðar skipakomur hafa verið hingað til bæjarins undan- farið og gengið erfiðlega að fá nógan vinnukraft til upp- og út- skipunar, m. a. varð að leita eftir nemendum í G. A. og mönnum ut- an úr sveit til að vinna við mjöl- útskipun frá Krossanesverk- smiðju á dögunum. TUNNUVERKSMIÐJAN TEKUR TIL STARFA Þegar eftir áramótin mun tunnuverksmiðjan hér taka til starfa og er tunnuefni væntanlegt milli jóla og nýjárs. Ætlunin er að geyma allar tunnur undir þaki í vetur og verða þær því jafnóðum fluttar í geymslu, en ekki staflað úti, en á því hafa tunnurnar þótt spillast stórlega undanfarið. Tunnuverksmiðjan veitir um 40 manns atvinnu, meðan hún starfar, og skiptir það því miklu fyrir atvinnulíf bæjarins, að hún sé í gangi vetrarmánuðina, með- an atvinna er þrengst á öðrum sviðum. Innbrot í íjárhús Nokkuð hefir borið á því und- anfarið, að óþurftarmenn hafi gert það að leik sínum að brjót- ast inn í fjárhús um nætur hér ofan til í bæjarlandinu, hleypa hrútum til ánna og skilja síðan við húsin opin, svo að féð er komið út í veður og vind, þegar eigandi vitjar þess um morgun. 1 Hér er um slæman grikk að ræða, og ekki innbrotsmönnum að þakka, þótt ekki muni hafa týnzt nein kind enn að fullu frá húsi, en hins vegar bakað eigend- um talsverða leit. Nokkrir fjáreigendur munu Horðanhríð EINHVERN TÍMA hefði það ekki þótt frétt, að norðanhríð gerði í desembermánuði, en slík einmunatíð hefir verið í vetur allt fram til þessa, að hríðarveður er viðburður. Síðan hríðarákast kom undir nóvemberlokin, hefir varla kom- ið snjókorn úr lofti, og sl. viku mátti heita rakin sunnanátt með vægu frosti eða frostleysu, unz á laugardag að brá til norðanáttar og gerði hríðarveður um nær allt land. Gekk veðrið vestan yfir landið og mun hafa verið stórhríðarveð- ur með slögum á fjallvegum um allt Norðurland á laugardag og sunnudag, en fast að stórhríð í byggðum norðaustanlands, enda veðurhæð þar meiri. Ekki fylgdi veðri þessu mikil fannkoma, en þó mun færð hafa orðið þung á ýmsum vegum, þar sem ekki reif, og tafsamt varð ýmsum, sem á ferð voru í bifreið- um, meðan veðrið stóð. Bezta veður var komið í gær. in leitað eftir nokkurri fjárveit- þegar hafa búið svo um hurðir húsa sinna, að nokkuð óvænt geti þar mætt þeim, sem við þær rjála að óþörfu og í leyfisleysi, og væri að vísu aðeins makleg málagjöld, sem hrekk hafa í huga. í ALLT HAUST og vetur fram til þessa hefir verið góður afli fyrir Norðurlandi á línu, og hafa sumir bátanna haft prýðisgóða vertíð. Ilins vegar hefir verið hin mesta ördeyða hjá togurunum, og er nú svo komið, ef ekki rættist fljótt úr, að vonlaust má með öllu telja að halda slíkum tapveiðum áfram. Stjórn Utgerðarfélags Akureyr inga hefir haft í athugun undan- farið að láta einn togara félagsins hefja veiðar með línu í reynslu skyni, en þar sem hér er um nýj ung að ræða, sem alls ókunnugt er um fyrir fram, hvernig muni gefast, hefir framkvæmdarstjórn- in leitað eftir nokkurri fjáráveit- ingu úr fiskimálasj óði til þessara tilrauna, en einnig þarf að semja sérstaklega um kj ör háseta við veiðar þessar, þar eð engin á- kvæði í kjarasamningum sjó- manna munu beinlínis fjalla um kjör á línuveiðum á togurum. Allt er þetta nú í athugun, en segja má, að hér sé stefnt inn á BREYTING A UT- BURÐI Sú breyting verður á útburði jólapósts, að allur póstur, sem auðkenndur er með árituninni „Jól“, verður borinn til viðtak- enda á Þorláksmessu og aðfanga- dag, en ekki jafnóðum og hann berst pósthúsinu ,eins og verið hefur tvö síðustu ár. Það eru vin- samleg tilmæli til bæjarbúa, að þeir skili pósti sínum sem fyrst, til þess að auðvelda vinnu, og alls ekki síðar en fyrir kl. 24 mið- vikudaginn 21. desember. Búast má við, að póstsending- ar, er síðar koma í póst, verði eigi bornar út fyrr en eftir jól. Athugið: 1. Skrifið greinilega utan á bréf- in og auðkennið þau með á- letruninni Jól. Látið eigi peninga í almenn bréf. J ólakort með áprentuðum heillaóskum og aðeins undir- skrift sendanda má senda í opnu umslagi sem prentað mál, en handrituð jólakort má ekki setja í umslög nema sem bréf. Frímerkið öll bréf í hægra horni. athyglisverða braut í veiðum, og þá auðvitað alveg sérstaklega, ef hún skyldi gefa góða raun. Betri- fiskur ætti óumdeilanlega að fást- á línu en í tog og þá um leið betri vara vonandi úr hráefninu. ALÞINGI FRESTAÐ Alþingi var frestað i gær, en mun væntanlega koma saman um miðjan janúar. Enda þótt fjárlög hafi verið af- greidd fyrir 1961, bíða allmörg þýðingarmikil mál afgreiðslu. Má þar nefna endurskoðun bankamála, skattamála og vænt- anlega lögum um verkamannabú- staði. ÍBÚAR AKUREYRAR 1. des. sl. 8.785 Samkvæmt bráðabirgðaathug- un manntalsins hér 1. des. síðastl. reyndust íbúar Akureyrar (þeir sem lögheimili áttu í lögsagnar- umdæmi Akureyrar) 8785 tals- ins. Á manntalsskrár komu hér alls liðlega 9.500 manns, en í þéirri tölu eru, auk fastra íbúa Akureyr- ar, skólanemendur í vetrardvöl hér og aðrir staddir hér, en heim- ilisfastir annars staðar. 2. 3. Um 29 þiis. mál síldar í Krossanes Síðastliðið laugardagskvöld munu hafa verið komin um 29* þús. mál síldar í Krossanesverk-. ’ smiðju, síðan síldveiðin hófst hér, á Pollinum og innanverðum Eyja- firði í vetrarbyrjun. Áflahæst síldveiðiskipanna er Gylfi. Hefir aflað um 8 þúsund mál. Síldveiðar þessar hafa veitt all- mörgum hina beztu atvinnu ogy prýðistekjur í aðra hönd, og Krossanesverksmiðja, sem annars mundi lítið sem ekki hafa starfað umræddan tíma vegna siglinga togaranna með aflann út, hefir gengið dag hvern og veitt um 20 manns stöðuga atvinnu. 4. Gleðileg jól! (Frá Póststofunni.) INNBROT j PÓSTHÚSIÐ Aðfaranótt sl. föstudags var brotizt inn í Pósthúsið hér á Ak- ureyri og hafði þjófurinn á brott með sér 500 kr., en það voru einu peningarnir, sem þar var að hafa. Spjöll voru engin framin. Heima er bezt, jólaheftið, flytur m. a. þetta efni: Líður að jólum eftir ritstjórann, Steindór Steindórsson, Jólin vest-: an hafs eftir Friðrik A. Friðriks-; son, Tuttugu ára túristaþætti eftir Rósberg G. Snædal, Um Fljóts-' hlíð og Fljótshlíðinga eftir Þor- stein Jósefsson, Lífið-í loftinu eft- ir Steindór Steindórsson, þá eru ■ framhaldssögurnar eftir Ingi- björgu Sigurðardóttur og Guð- rúnu frá Lundi, þátturinn Hvað ungur nemur, Bókahillan og Myndasagan. Margar myndir prýða að venju ritið.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.