Alþýðumaðurinn - 19.12.1961, Side 3
Þriðjudagur 19. desember 1961
JÓLABLAÐ
Alþýðumaðurinn — 3
EINU SINNI í fyrndinni — fyrir mörgum öld-
um samkvæmt dagatali okkar mannanna, en að-
eins í gær samkvæmt hinu guðlega tímatali himn-
anna — var í Paradís ósköp vesæll, skelfing ó-
hamingjusamur og soxgbitinn smáengill, sem
gekk á himnum undir nafninu Minnsti Engillinn.
Hann var nákvæmlega fjörgra ára, sex mán-
aða, fimm daga og tjörutíu og tveggja mínútna
gamall, þegar hann kom fyrir hinn virðulega
dyravörð, er gætti hins gullna hliðs himnanna.
Minnsti Engillinn stóð með þrjózkusvip og
reyndi að láta sem hann léti sig engu skipta slíka
ójarðneska dýrð og væri hvergi smeykur. En
neðri vör hans titraði, og lítið tár gerði honum
urslausar tilraunir, sem lyktaði vanalega með
því, að hann lokaði augunum, tók um freknótta
nefbroddinn, taldi upp að þrjú hundruð og þrem
og kastaði sér síðan út í geiminn!
En vegna þeirrar sorglegu staðreyndar, að
hann gleymdi alltaf að hreyfa vængina, sneru
fætur Minnsta Engilsins venjulega upp á fluginu,
og geislabaugurinn fór venjulega í þveröfuga átt.
Af því, sem á undan er sagt, geta allir skilið,
hvers vegna það hlaut að koma að því, að Minnsti
Engillinn yrði að ganga undir aga. Því var það
einn eilífðardag, að honum var fyrirskipað að
mæta fyrir Engli Friðarins.
Minnsti Engillinn greiddi sér, viðraði vængina
til þess að leika ræningjaleik í, sólin, regnið,
myrkrið, dögunin og þykka, brúna moldin svo
mjúk undir fótum!
Engillinn Skilningsgóði brosti, og í augum
hans brá fyrir glampa af endurminningunni um
annan lítinn dreng endur fyrir löngu. Síðan
spurði hann Minnsta Engilinn, hvað gæti glatt
hann mest í Paradís. Smáengillinn hugsaði sig
um andartak og hvíslaði síðan í eyra hans:
„Það er lítil askja undir rúminu mínu heima.
Ef ég gæti aðeins fengið hana!“
Engillinn Skilningsgóði kinkaði kolli. „Þú
skalt fá hana,“ lofaði hann, og hraðfleygur sendi-
hoði var þegar sendur eftir henni.
CHARLES TAZEWOLL:
MIMSTI EIVGILLIIVIV
þá smán að mynda nýjan farveg eftir andlitinu,
sem' var raunar útgrátið fyrir, og það nam ekki
staðar fyrr en á freknóttum nefbroddi hans.
Og það var ekki nóg með það! Meðan hinn
vingjarnlegi dyravörður var að skrá nafn hans í
hina miklu bók, reyndi Minnsti Engillinn — sem
hafði gleymt vasaklútnum heima — að dylja tár
sín með því að sjúga upp í nefið. Mynduðust við
það ógn óengilsleg hljóð, sem gerðu hinum góða
dyraverði svo hverft við, að það henti hann, sem
aldrei áður í eilífðinni hafði átt sér stað, -—■ að
hann setti stóra blekklessu í bókina!
Upp frá þeirri stundu var himnafriðurinn aldei
sá sami og áður, og Minnsti Engillinn varð ör-
væntingarefni allra hinna himnesku herskara.
Skerandi blístur hans hljómaði öllum stundum á
hinum gulhiu strætum. Það gerði spámönnunum
bilt við og truflaði hugleiðingar þeirra. í þokka-
bót söng hann bæði hátt og hjáróma á söngæfing-
um himnakórsins og eyðilagði með því hin himn-
esku áhrif söngsins.
Og þar sem hann var svona lítill og því svona
lengi á leiðiimi til kvöldbænanna, kom Minnsti
Engillinn alltaf of seint, og hann rakst alltaf á
vængina á einhverjum, þegar hann þusti á sinn
stað.
Enda þótt ef til vill hefði verið hægt að fyrir-
gefa honum þennan skort á háttvísi, var útlit
Minnsta Engilsins þó hálfu verra en framkoma
hans. Það kvisaðist meðal englanna og erkiengl-
anna, að hann líktist ekki einu sinni engli í út-
liti!
Og þeir höfðu rétt fyrir sér í því! Geislabaug-
ur hans var dökkur og gljáalaus, þar sem hann.
var vanur að halda um hann með litlu, búsnu
hendinni sinni, þegar hann hljóp, og hann var
alltaf á hlaupum. Meira að segja þótt hann stæði
kyrr, hegðaði geislabaugurinn hans sér ekki eins
og geislabaugum ber að gera. Hann var alltaf að
síga niður fyrir annað hvort augað, eða jafnvel
að detta af honum og velta eftir einhverju hinna
gullnu stræta — eins og til þess að láta elta sig
um allt!
Já, og það verður einnig að viðurkenna það,
að vængir hans voru honum hvorki til prýði né
gagns. Öll Paradís stóð á öndinni, þegar Minnsti
Engillinn húkti eins og óhamingjusamur spörfugl
á yztu brún logagylltra skýja og bjóst til að fljúga.
Hann snerist ótal hringi, og eftir margar árang-
sína, fór í næstum hreinan kyrtil og þrammaði
síðan hnípinn áleiðis til staðar dómsins. Hann
reyndi að fresta þeirri hörðu raun, sem hann átti
fyrir höndum, með því að slóra á leiðinni. Hann
staðnæmdist um stund í Stræti Verndarenglanna
til þess að skoða lista yfir þá, sem nýkomnir voru
til himnaríkis, þótt öllum á himninum væri það
ljóst, að hann var alls ekki læs!
Loksins nálgaðist hann hægt dyr hinnar guð-
legu réttvísi, sem voru auðþekktar á logagylltum
metaskálum, sem voru uppi yfir þeim. Minnsta
Englinum til mikillar undrunar barst út ómur af
söng glaðværrar raddar!
Minnsti Engillinn tók af sér geislabauginn,
púaði vandlega á hann og fægði hann á kyrtlin-
um sínum, en framkvæmd sú bætti skiljanlega
ekki útlit þeirrar flíkur, sem hafði þó ekki verið
of gott fyrir. Síðan læddist hann inn!
Söngvarinn, sem venjulega var kallaður Eng-
illinn Skilningsgóði, virti litla sökudólginn fyrir
sér, og Minnsti Engillinn reyndi þegar í stað að
gera sig ósýnilegan með þeirri frumlegu aðferð
að draga hálsmálið á kyrtlinum sínum upp fyrir
höfuð, rétt eins og lítil skjaldbaka, sem dregur
sig í skel sína.
Þá gat Engillinn Skilningsgóði ekki varizt
hlátri, og við það hlýnaði þeim litla heldur um
hjartaræturnar. Síðan sagði Engillinn: „Jæja,
það ert þú, sem hefur undanfarið verið að gera
himnaríki svona óhimneskt! Komdu hérna, snáði,
og segðu mér allt af létta!“
Minnsti Engillinn kíkti varlega upp úr kyrtl-
inum sínum. Fyrst sást annað augað, síðan hitt.
Allt í einu, næstum áður en hann vissi af, var '
liann seztur í skaut Engilsins Skilningsgóða og
var farinn að skýra fyrir honum, hvað það væri
erfitt að lifa fyrir dreng, sem allt í einu er orð-
inn engill og á að hegða sér samkvæmt því! Já,
og hvað sem erkienglarnir sögðu, hafði hann að-
eins rólað sér einu sinni, ja, kannski tvisvar.
Jæja þá; hann hafði rólað sér þrisvar sinnum á
Gulhia Hliðinu. En það var aðeins til þess að
hafa eitthvað fyrir stafni!
Það var nú einmitt það, sem var að! Það var
ekkert fyrir smáengil að gera! Og hann leið af
heimþrá! Það var ekki það, að Paradís væri ekki
nógu dásamleg! En jörðin var líka fögur! Hafði
ekki sjálfur Guð skapað hana? Þar voru tré til
þess að klifra í, lækir til þess að fiska í og hellar
Margir dagar eilífðarinnar liðu, og allir í
Himnaríki undruðust þá breytingu, sem orðið
hafði á Minnsta Englinum, því að hann var allt
í einu orðinn sælasti smáengill á himnum. Fram-
koma hans var óaðfinnanleg, og jafnvel þeir
vandlátustu gátu ekki fundið að útliti hans. Og
á ferðum hans um himingeiminn mátti vissulega
með sanni segja, að hann flygi eins og engill!
Þá rann upp sú stund, að Jesús, sonur Guðs,
skyldi fæddur af Maríu meyju í Betlehem. Þegar
sú dýrðlega fregn barst út á himnum, fögnuðu
allir englarnir og hófu upp raddir í himneskum
söng, til þess að lofsyngja kraftaverk kraftaverk-
anna, fæðingu frelsarans.
Bæði englar og erkienglar lögðu á hilluna sín
fyrri störf og kepptust við að búa til gjafir handa
Jesúbarninu. Allir, nema Minnsti EngiHinn.
Hann settist á efsta þrep hins Gullna stiga og beið
þess óþreyjufullur, að andinn kæmi yfir hann.
Hvað gæti hann gefið, sem fyndi náð fyrir
augliti Guðs? Lengi hugleiddi hann að semja lof-
gjörðarsöng, en Minnsti Engillinn hafði ekki
snefil af hljómlistargáfu.
Síðan var hann mjög hrifinn af þeirri hugmynd
að semja bæn! Bæn, sem myndi lifa að eilífu í
hjörtum mannanna, þar sem hún yrði fyrsta bæn-
in, sem Jesúbarnið heyrði. En Minnsti Engillinn
var einnig gersneyddur allri skáldgáfu.
„Hvað, ó, hvað gæti lítill engill gefið, sem
væri hinu heilaga barni samboðið?“
Stund kraftaverksins mikla var næstum runn-
inn upp, þegar Minnsti EngiUinn tók ákvörðun
sína.
Þegar sá langþráði dagur var runninn upp,
tók hann gjöfina stoltur fram úr felustaðnum að
skýjabaki og lagði hana með lotningu fyrir
framan hásæti Guðs. Gjöfin var lítil, grófgerð,
ósjáanleg askja; en í henni voru allir hans dýr-
mætustu hlutir, sem jafnvel sonur Guðs hlaut að
kunna að meta!
Lítil, grófgerð, ósjáanleg askja lá meðal hinna
dýrðlegu gjafa frá öllum englum Paradísar!
Gjafa, sem höfðu svo dýrðlega fegurð til að bera,
að bæði himnaríki og veröldin öll upplýstust af
ljóma þeirra! Þegar Minnsti Engillin sá dýrð
þeirra, skynjaði hann allt í einu, að gjöf hans til
Guðssonarins væri óverðug, og hann óskaði af
heilum hug, að hann gæti tekið hana aftur.
(Framhald á bls. 16.)