Alþýðumaðurinn - 19.12.1961, Blaðsíða 5
ÞriSjudagur 19. desember 1961
JÓLABLAÐ
Alþýðumaðurinn — 5
Að Þeistareykjum
Aj Þeistareykjum. — Ljósm.: Guðni Sigurðsson.
MARGIR eru þeir staðir á öræfum íslands, sem
hafa dularfullt aðdráttarafl með nafni sínu einu
saman: Hveravellir, Landmannalaugar, Þeista-
reykir, svo að dæmi séu dregin af jarðhitasvæð-
unum einum saman, en af mörgu öðru er að taka.
Sumir staðirnir valda okkur að vísu vonbrigðum,
þegar við lítum þá augum, svara ekki til seiðsins
í nafninu. Aðrir laða og lokka því meir, sem þeir
eru oftar heimsóttir. Einn af þeim er gróðurvinin
á Reykjaheiði: Þeistareykir.
Það er miður júlímánuður 1961. Veðráttan
hefir verið fremur köld og þurr, sem af er sumri,
og Reykjaheiðin hefir oft verið gróðursælli á
svip en nú um þetta leyti. Samt sem áður fýsti
hugann að heimsækja Þeistareyki og rifja upp
gömul skyndikynni. Þetta hefir átt að gerast mörg
undanfarin sumur, en nú skyldi af því verða.
Klukkan er nær 7 að kveldi, þegar við ökum
frá Húsavík og tökum Reykjaheiðarveg: við hjón-
in og yngsti sonurinn í Volkswagenbifreið. Um
daginn hafði skipzt á skin og skúrir og hafgolu-
belgingur blásið inn dali, en nú hefir lygnt og létt
í lofti og sólskin og bláir skuggar skipta litum í
Kinnarfjöllum, Skjálfandaflóinn blikar eins og
gull og silfur og angan af votu lyngi streymir inn
um opna bílgluggana. Vegurinn hefir auðfinnan-
lega ekki verið skafinn í ár, enda liggur nú höf-
uðleiðin milli Norður- og Suður-Þingeyjarþings
um Tjörnes, svo að um Reykjaheiðarveg er minna
sinnt. Það kemur sér vel, að bíllinn er léttfær og
lipur á vegi og auðvelt að sneiða hjá staksteinum
og vatnsskorningum á honum.
Þegar kemur hærra í heiðarhöllin suður og
upp af Húsavík, getur að líta hina fegurstu útsýn
til vesturs og norður af Reykjaheiðarvegi. Feg-
urst er hún þó um sólstöðuleytið og mun öllum
ógleymanleg, sem sjá. Nú get ég því miður lítið
notið’ útsýnarinnar, því að ég þarf að hafa allan
hugann við aksturinn, en þegar hábrúninni er náð
og grjótin taka við framundan um skeið, finnst
okkur sjálfsagt að nema staðar og rétta úr okkur,
leiða nyrztu slóðir Aðaldals sjónum, Utkinn með
KinnarfjöRin að bakhjarli, láta augu hvarfla um
Náttfaravíkur, Skjálfandaflóa og allt austur um
Grísatungnafjöll, sem nú eru á næsta leiti, og
skyndilega óg óvænt rennur um hug mér við þetta
sjónarsvið lítið kvæðiskorn, sem ég lærði barn,
en hefir sofið óminnissvefni í hugskoti mínu, svo
árum skiptir, þótt raunar sé eftir föður minn:
Lygnir um land og flóa,
lit bregða Kinnar höll.
Kveldsólar geislar glóa
um Grísatungnafjöll.
Utnorður blælygn blikar
breiðfeldur ránar skær.
Lundey í ljósum kvikar,
leiftrum á Tjörnes slær.
Om ber af elfarhjali,
annars er kyrrt og hljótt.
Leggur draumblæju um dali
dúnvængjuð sumarnótt.
Nú blasir okkur einmitt við augum sú mynd,
sem faðir minn hafði þannig dregið upp á tjald
hugans með orðsins list fyrir tugum ára. Kyn-
slóðir koma og hverfa, en tign landsins, fegurð
og helgikyrrð varir, einn nýtur þessa í dag, en
annar á morgun.
En okkur er ekki til dvalar boðið, ef við eigum
að ná gistingu að Þeistareykjum í kvöld, svo að
áfram er ekið. Vegurinn eltir lambær um urðar-
holt og auðnarmela, svonefndan Grjótháls, og
fram með Höskuldsvatni, sem hvorki virðist hafa
aðrennsli né frárennsli, eins konar Dauðahaf í
grjótauðninni, en mun taka sér vatnsmegin úr
fönnum Grísatungnafjalla, er sjaldan verða alveg
snjólaus með öllu. Auðnarlegt finnst okkur hér
um hásumar, en hvílík hefir þá ekki verið sú hei-
slóð, sem hermaðurinn brezki tróð hér einn og
vegvilltur í skammdegi og hríðarveðri á stríðs-
árunum? Segir fátt af einum, hermir gamalt orð-
tæki.
En nú gerist vegurinn greiðfærari um skeið og
við ökum léttan austur um Sæluhúsmúla. Lítil
sem engin merki sér nú sæluhúss þess, er múli
þessi dregur nafn af. Mun það og enda hafa lagzt
af fyrir 2—3 öldum, sumir segja vegna reim-
leika og hefir Björn Þórarinsson Víkingur skráð
snjalla draugasögu þaðan í Huld I. bls. 226, 2.
útg. Er saga sú á þessa leið:
„Eitt sinn lagði maður nokkur, sem Bjarni hét,
upp á Reykjaheiði. Hún er á milli Reykjahverfis
að innan og Kelduhverfis að norðan. Heiðin er
feikilöng og hefir til forna verið byggt sæluhús
á henni miðri, sem nú eru rústir einar. Bjarni
lagði á heiðina innanverða. En þegar hann kem-
ui að sæluhúsinu, er dagur kominn að kvöldi,
líka kominn kafaldsbylur og færð ill. Ræður
hann því af að láta fyrirberast í húsinu um nótt-
ina. Þrep eitt var fyrir inngafli hússins, og áttu
ferðamenn þar náttból. Þar leggst Bjarni fyrir
og sofnar þegar. Dreymir hann þá, að maður einn
ákaflega mikill kemur inn í húsið og þrífur til
hans stundarfast, svo hann færist til í fletinu, og
við það vaknar hann, og hefir hann færzt til í
bólinu. Þá segir Bjami: „Sjáðu mig í friði,
sæmdarkarlinn, Bjarni skal í burtu, þegar dag-
ar.“ Svo sofnar hann í annað sinn. En ekki líður
á löngu, þangað til hinn sami maður kemur og
er nú enn ófrýnilegri en áður, þrífur til Bjarna
og dregur hann framar eftir húsinu. Hrökkur
hann þá upp, og er honum þá kippt ofan af þrep-
inu. Verða honum þá en hin sömu orð: „Sjáðu
mig í friði, sæmdarkarlinn, Bjarni skal í burtu,
þegar dagar.“ í þriðja sinn sofnar liann, og enn
kemur jötunn þessi og er allra illúðlegastur og
kveður vísu með rámri raust:
Enginn bjó mér aumum skjól
út á dauSans hjarni.
Bjóst ég þá í klakakjól.
Komdu með mér, Bjarni!
Og tvítók hann með ógurlegri í’ödd: „Komdu
með mér, Bjarni!“ Snarast hann síðan inn til
hans og hendir honum fram á dyr, og við það
vaknar Bjarni, að hann er þangað kominn. Verð-
ur honum þá skapfátt mjög og segir: „Sjáðu mig
þá aldrei í friði, andskotans karlinn, Bjarni skal
þá samt ekki í burtu fyrr en dagar.“ Síðan sofnar
hann og sefur í góðum friði það, er eftir er næt-
ui. Daginn eftir hélt hann leiðar sinnar.“
Um Sæluhúsmúla beygir vegurinn mjög til
norðurs til Kelduhverfis, en austanhalt í Múla-
tánni stendur járnstöng með spjaldi efst við hún
og vísar það til suðurs og stendur Þeistareykja-
nafn á. Var vegprestur sá hin eina „vera“, sem
við urðum þarna vör, enda mun Bjarni löngu
farinn á veg með sæluhúsráðanda, þótt eigi yrði
það sinn, er sagan gerðist.
Frá Sæluhúsipúla sér vel suður til Þeista-
reykja. Grængular brennisteinsskellurnar blöstu
nú óvenjuglöggt við kvöldsólinni og hveragufur
stigu hátt til lofts í logninu. Þangað var staðar-
•%
legt að sjá eins og löngum fyrr. Til suðvesturs
byrgja Lambafjöll útsýn, og be~r þar Kistu hæst,
en í suðaustri getur að líta Ketilfjall og yfir
Þeistareykjum sjálfum Bæjarfjall, en vestan þess
og austan Lambafjalla tapar útsýnin sér suður á
flatneskjur Hólasands. Nær yppir Mælifell kolli
austan Lambafjalla norðarlega, en í hávestur eru
kennileitin Ilöfuðreiðarmúli með Jónsnípu á öxl
sér. Sagnir og munnmæli varpa dularblæ á þessi
örnefni.
Eftirgrennslan á Húsavík hafði vakið okkur
hugboð um, að ýta væri að jafna Þeistareykjaveg
einmitt þennan dag, enda sáum við þessa merki,
þegar að vegarskilum kom. Við lögðum því ó-
trauð á ruddan veginn, en heldur var hann ófýsi-
legur brátt til aksturs á litlum bíl, því að ýtan
hafði rifið upp all-stóra hraunsteina, sem sums
staðar varð að tína burtu. Varð því varla farið
nema fetið, en það gerði heldur ekkert til, veðrið
var gott og nóg var hásumarsnóttin. En þegar
lengra dró inn á móana, liðkaðist vegurinn held-
ur, enda mættum við nú ýtustjóranum miðleiðis,
þar sem hann var að koma til baka frá Þeista-
reykjum. Höfðum við þaðan í frá „tvískafinn“
veg að aka eftir.
Fagurt var að aka heim Þeistareykjagrundir
í kveldsólinni og reisulegt að sjá hinn nýja
gangnamannakofa Aðaldæla, en það er hið ágæt-
asta sæluhús. Hverareykirnir stigu hátt í logn-
kyrrðinni, en engir húsráðendur voru „heim við
bæ“. Sáum við þó, að þeir mundu ekki langt und-
an, því að mikill köstur girðingarstaura lá í túni,
nýjar bílaslóðir lágu um allar grundir og vel
mátti greina för eftir ýtubelti. „Bær“ stóð opinn,
en neðan úr hrauni heyrðust þungar dunur í
jarðýtu, þótt klukkan væri orðin allmargt.
Svo stóð á, að verið var að undirbúa sand-
græðslugirðingu í Þeistai'eykjahrauni, en sand-
fok sunnan af Hólasandi hefir um undanfarin ár
herjað allfast norður Þeistareykjaland.
(Framhald á bls. 16.)