Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.12.1961, Qupperneq 7

Alþýðumaðurinn - 19.12.1961, Qupperneq 7
ÞriSjudagur 19. desember 1961 JÓLABLAÐ Alþýðumaðurinn — 7 Eg sef hjá Bellu Ball og gerist Kristsriddari ÉG FLIJTTI vestur á bóginn til samlanda minna og settist að hjá ógiftri konu, sem stjórnaði þar húsi einu allstóru og seldi mönnum fæði og hús- næði. Var þar íslenzka allmikið töiuð, og hafði ég gaman af að heyra hana eftir að hafa hlustað mig þreyttan á allt bullið í innflytjendahúsinu, þar sem allar þjóðir jörmuðu saman, rétt eins og dómsdagur væri kominn. Gisti- og fæðissöluhúsið var aldrei kallað ann- að en borðingshúsið, og þeir, sem voru þar í fæði, var sagt að væru í borði hjá Bellu eða miss Ball, sem hússtýran nefndi sig, og við, sem höfð- um þar húsnæði líka, sváfum allir hjá Bellu, eftir því sem þessum borðmönnum hennar sagð- ist frá, og var ég lengi að skilja þann forlagaleik orðanna, því að eftir því sem ég mundi bezt, hafði ég aldrei sofið hjá kvenmanni, og þótti mér 'skolli hart að láta kenna mér nokkuð svoleiðis, alsaklausum manninum, en gat þó ekkert að gert, því að allir hlógu að mér, bæði á ensku og ís- lenzku, þegar ég vildi fá mig afsakaðan. En ís- lendingar í Vesturheimi munu þeir fyrstu, sem í borð hafa farið og í borði verið, þó að andarnir séu taldir þar á undan þeim, bæði í því og öðru. Mikið saknaði ég matarins að heiman og var þó fæðið gott hjá Bellu Ball. Eða það sögðu allir að minnsta kosti. En mér leiddist þessi eilífi haframjölsgrautur á morgnana og langaði í skyr. Þegar harðfiskur og hákarl var nefndur, kom vatn í munninn á mér. Mig dreymdi um flatbrauð og pottbrauð á nóttunni, rúllupylsur, magála, döndla, lundabagga, bringukolla, súr svið og slátur, hval, skötustöppu, rauðmaga, hangikjöt, rikling og þúsund fleira góðgæti. En draumarnir rættust aðeins í ólseigum kýrsteikum, hvítum ofnbrauðum með oblátubragðleysi og límkennd- um skorpukökum, sem allir kölluðu pæið. Var pæið etið seinast allra mata og átti víst að vera til þess að líma matinm við magann. En öllu venst maður í þe'ssum heimi, og svo fóru leikar að lokum með matinn hérna, að ég hafði fullgóð not af honum, eins og haft er eftir grænum, mál- lausum granta, sem hlýddi á enska messu í fyrsta skipti. Bella Ball var væn stúlka, dugnaðarvargur, og stóð vel í stöðu sinni, en ekki var hún stórgáfuð, en þó jafnvíg á ensku sem íslenzku. Hafði hún komið ung telpa að heiman, verið fyrst látin passa ensk börn og unnið síðan mörg ár í ensk- um vistum, áður en hún byrjaði á þessu starfi. Ekki hafði ég verið hjá henni í marga daga, þegar því var skotið að mér af einum borðmanninum, að hún hugsaði um engan nema Krist. „Það þykir mér gott að heyra“, sagði ég, og hugsaði til þess með'gleði, hve vel hún mundi halda sinn harnalærdóm og hve heppinn ég hefði verið að lenda á svona trúuðu heimili. „Svo þér þykir gott að heyra það!“ sagði hann svo háðslega, að ég stórreiddist fyrir allra okkar hönd. „En veiztu, að hún er of góð að lenda í lclónum á honum?“ spurði hann, og nú hvarf háðið og eldur mikillar afbrýði blossaði í aug- um hans. Mér hvarf reiðin og ég sárvorkenndi manninum. Annað hvort hlaut hann að vera versta tegund únitara, sem ég vissi, að var slæðingur af þarna á strætunum, eða hann var bandvitlaus, sem var lítið betra. Eg ætlaði mér ekki að fara að ÚR DAGBÓK BJARTS DAGSSONAR (SAGA, 5. árg.) rífast um trúmál á þessu sviði, enda var orð- hragðið þannig lagað hjá honum, að ég var öld- ungis forviða. Annars hafði mér líkað vel við þennan mann þessa fáu daga, sem við höfðum kynnzt. Hann hafði talað mest við mig af öllum og gefið mér ýmsar góðar bendingar, sem ókunn- um mönnum kemur oft vel að fá fyrstu dagana, sem þeir dvelja í stórborg, og verið mér að ýmsu leyti hjálplegur. „Ég álít samt alla sæla, sem lenda í faðmi Krists“, sagði ég eins hægt og þýðlega og mér var unnt, því að ég sá, að maðurinn var í mikilli æsingu. „Asna-grantinn þinn! Hvern fjandann sjálfan þekkir þú Krist? Hann er kannske ekki búinn að fleka þær fáeinar? Þig geri ég vita það! Svona látið þið, heimskastir hinna heimsku! Þykjast' allt vita, þegar þið komið að heiman, þó þið kunnið ekki að skeina ykkur skammarlaust!“ Jón Hermann var svo reiður, þegar hann sagði þetta, að hann harði saman hnefunum. Mér var alveg sama um skammirnar um mig. En hitt, hvernig hann talaði um Krist, var óþolandi. Ég svaraði honum í mikilli alvöru: „Ef þig.langar til að berja mig fyrir trú mína, vantrúaði spottari, þá eru hérna báðar kinnarn- ar.“ Og ég lagði undir flatt framan í hann, en hann glápti á mig orðlaus af undrun. Augna- brýnnar hófust upp og munnurinn stóð opinn, svo að skein í sterklegar framtennur undir rauðu yfirvararskegginu, og það var eins og öll vitglóra væri þurrkuð úr svipnum, rétt eins og þegar trú- laus maður mætir anda, sem hann heldur, að sé ekki til. Þetta espaði mig og gerði mig svo reiðan, að nú var það ég, sem reiddi upp hnefann og sagði ógurlegum róm: „Trúníðingur, þú sem gerir gys að því æðsta og blandar saklausri matmóður þinni og ást henn-, ai á trúarbrögðunum saman við svarta vantrúar- mold hjarta þíns! Vei þér, vei þér! Vík frá mér Jón Hermann!“ Raunar var það nú Jón, sem stóð kyrr í sömu sporunum, en ég sem gekk til dyra, því að ég áleit mig of góðan til að eyða fleiri orðum við hann. En þá greip hann í öxl mér. Þessu líka heljartaki. Og nú var hann búinn að ná svipnum aftur. Hann sleppti ekki takinu, en sagði í reglu- legum sýslumannsróm: „Ef þú ert ekki fullkominn fábjáni, þá reyndu að gera mér grein fyrir þessu óskiljanlega með- haldi með Krist Goodison, sem snuðar húsmóður okkar í hvert einasta skipti, sem hann sendir henni matvælin. Svo getum við seinna jafnað sakirnar um vantrúarnafnið, sm enginn hefir hingað til gefið mér.“ ■ Nú var það hlutskipti mitt að góna á hann eins og glópaldi. Krist Goodison? Hann hlaut að vera vitlaus, en hann hélt mér föstum á öxlinni, svo að eitthvað varð ég að gerá: „Hver er Krist Goodison?“ spurði ég. „Þú ættir líklega að þekkja hann. Svo talar þú að minnsta kosti. Hann heitir, eða hét á ís- lenzku, Kristján Guðjónsson. Hann hefir einu sinni komið sjálfur með matvæli til miss Ball, síðan þú komst.“ Ég hefði hnigið niður á gólfið, ef Jón hefði ekki haldið mér uppi á öxlinni.. „Nei! Hvað gengur að þér, maður? Er þetta hræðsla eða yfirlið?“ Eg svaraði þessu ekki, en stamaði: „Er það þessi maður, sem þú meintir áðan, þegar þú sagðir, að Bella hugsaði um engan nema Krist?“ „Auðvitað! Hver skollinn annar hefði það svo sem átt að vera?“ „En því kallar þú manninn Krist?“ „Af því að allir kalla hann það. Það er enskt nafn, stafað C-h-r-i-s og framborið Kriss.“ „En mér heyrðist þú alltaf vera að tala um Krist. — 0, nú skil ég. T-ið heyrðist ekki hjá mér. Ég segi sjálfur Kriss-kirkja í stað þess að herða á t-inu, og það gera margir íslendingar í eignarfalli orðsins. Og nú getur þú kannske rennt grun í það, í hverju misskilningurinn liggur milli okkar.“ Jón Hermann sleppti öxlinni á mér. Eitt augna- blik færðist breitt bros yfir andlitið. Svo varð það alvarlegra en áður. Hann tók hönd mína og þrýsti hana þétt. „Eftir þetta skulum við vera vinir í Kristi“, mælti hann. „Jú, takk, sömuleiðis“, svaraði ég, en hann hristi höfuðið og gekk frá mér, og hefir ætíð reynzt mér góður drengur síðan, enda hefi ég nú reynt að brjóta það ekki af mér, og leið ekki á löngu, þar til ég varð honum að happi, þótt ekki væri ég búinn að dvelja lengi í henni Ameríku. Kvenfélag AlþýSuflokksins á Akureyri óskar öllum meðlimum sínum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. Félag ungra jafnaðarmanna á Akureyri óskar öllum meðlimum sínum gleðilegra jóla og jarsœls komandi árs. Alþýðuflokksfélag Akureyrar óskar öllum meðlimum sínum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.