Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.12.1961, Page 16

Alþýðumaðurinn - 19.12.1961, Page 16
16 — Alþýðumaðurinn JÓLABLAÐ Þriöjudagur 19. desember 1961 Að Þeistareykjum (Framhald af bls. 5.) Tveir menn voru nú að undirbúningsstörfum þarna, mæla út girðingarstæði, en innan tíðar var væntanlegur vinnuflokkur til að setja girðinguna upp. Við gengum nú í „bæinn“ á Þeistareykjum, bárum svefnpoka í svefnloft og tókum upp eldun- arfæri. Síðan fórum við feðgar að leita vatns, en uppgönguauga lítið er í túnkarganum niður af rústum hins gamla Þeistareykjabæjar. Heldur er það óræsilegt vatnsból og vatnið ívolgt með brennisteinskeim. Lengra niður frá var enn að vísu nóg vatn í grunnri tjörn vestur undir hrauni, en það var snertuspölur. í þurrkasumrum þornar sú tjörn og getur orðið erfitt að fá vatn á þessum slóðum. Er ekki ósennilegt, að vatnið hafi verið nokkurt vandamál Þeistareykjabúum, meðan býl- ið var í byggð. A •rústum Þeistareykjabæjar er nú kofi, sem gangnahestar voru hafðir í um nætur til skamms tíma, en nú munu klárarnir gista leitarmannakof- ann, sem var, síðan leitarmannaskálinn nýi reis: timburbygging vegleg í A-stíl, járnklædd á steyptum grunni. Á elzta leitarmannakofanum, þeim í rústum Þeistareykjabæjar, lá reimleikaorð, og eitt sinn sá leitarmaður er þar hugðist dvelja einn um nótt, draug dingla snjóugum fótum inn um inn- gönguaugað og berja þeim klökugum saman. Brá leitarmanni svo við þetta, að hann æddi út í hríð og náttmyrkur og brauzt til byggða um nóttina við illan leik. Annars á hinn eiginlegi Þeista- reykjadraugur að vera í mórauðu hundslíki og nefndist Þeistareykjamóri, en að sögn er hann nú löngu hættur að gera vart við sig. Er við höfðum hitað okkur kvöldhressingu, sáum við, hvar húsráðandi kom neðan Þeista- reykjagrundir. Reyndist þar kominn Valtýr bóndi Guðmundsson á Sandi og tók hann okkur fork- unnarvel, þótt við hefðum gert okkur heimakom- in. Litlu á eftir kom ýtustjóri, annar Aðaldæling- urinn til, og skömmu síðar kom Þórarinn Jó- hannesson, bóndi í Krossdal í Kelduhverfi og eftirlitsmaður sandgræðslu í Þingeyjarþingi. Kom hann með stóran vörubíl, er sonur hans ók, lestaðan girðingarstaurum. Þar sem brugðið gat til beggja vona um gott morgunveður, þótti okkur Akureyrai'búum ráð að nota kvöldið, þótt raunar væri komið fast að nótt, og ganga á Bæjarfjall. Gerðum við svo. Þetta er lágt fjall og auðgengt, því að það má heita gróið með geirum upp á brún. Hafa jarð- hiti og hveragufur gert sitt til að skapa þennan gróður sem og hinn blómlega gróður á Þeista- reykjagrundum. Kynlegt er að sjá, hve víða jarð- gufur koma fram, upp eftir allri hlíð og jafnvel uppi í fjallsbrún, en aðalhverasvæðið liggur í sprungu frá austri til vesturs norðan undir Bæjar- fjalli við rætur þess og hlunkar þar og dunkar í mörgum leirhverum, en gular og grænar brenni- steinshrúkur auka á litbrigði landsins. Uppi er Bæjarfjall gróðurlítið og klapparhæð skammt ofan brúna er svo vandlega vindsorfin, að varla sést þar sandkorn, hvað þá jarðvegsögn. Er ekki ósennilegt, að Vetur kóngur dansi þar stundum faldafeyki. Af Bæjarfjalli er víðsýnt norður um Keldu- hverfi og Axarfjörð, og austur á öræfi, en í vest- ur byrgja Lambafjöll útsýn. Eru þau æði brúna- þung frá Þeistareykjum að sjá með myndarleg- um hamraflugum, en suður af þeim lyftir Gusti kolli sínum, og mun þar gustsamt oft og tíðum. Drjúgur sýnist spölurinn frá Gusta og að Þeista- reykjum, og ekki hefir Stóri-Gísli, síðasti ábú- andi Þeistareykja, verið mösulbeina, ef sönn er sú sögn, sem geymzt hefir í Þingeyjarþingi, að hann hafi um vetur borið konu sína á handlegg sér þá leið, er hana þraut gönguna, sjúka, þegar þau voru á heimleið frá messu að Grenjaðarstað. Mun og annar staður á Norðurlandi vart hafa átt lengri kirkjuleið en Þeistareykir, meðan þeir voru í byggð. Meðan við virðum fyrir okkur útsýnina af Bæjarfjalli, rifja ég upp í huganum þau þrjú skipti, sem ég hefi áður komið á þennan stað: Fyrst sem unglingur í fjallrekstri, lykkja, sem lögð var á leið í vorhlýrri næturþoku og komið í þetta undraland í upprofi morgunsólar, þegar þokan gufaði upp af hrauni og sandi, fjöll stukku alsköpuð út úr ósæinu, en grænar grundir með hvítum hverareykjum komu manni, sem vakað hafði á annan sólarhring við rúning og fjárrekst- ur, síðasta spölinn um gróðurlausa sanda í hvítri ullarþoku, til að finnast tíminn stjaldra við í spurn og furðu. Næst um hásumardag í glaðasól og stafalogni eftir skemmtilega för um Gæsadal, á Jónstind á Gæsafjöllum og síðan um götuslóða sunnan með Kvíhólafjöllum. Um grundir Þeistareykja dreifði sér þá fjöldi fjár á beit og varð næsta flemsturs- fullur við komu hinna óboðnu gesta inn í öræfa- kyrrðina. Þá virtist mér Þeistareykjagrundir rót- þéttar eins og ræktargott tún, nú hafði ég tekið eftir því, er ég gekk um þær fyrr um kvöldið, að víða var í þeim mikill mosaþófi. Var gróðrinum að hraka eða hafði ég ekki litið landið sömu raun- sæisaugum fyrr? Loks um síðsumarkvöld í upprofi eftir hlýja sunnanskúr. Bláir skuggar undir Skeiðinni í Lambafjöllum. Roðagyllt ský á för norður á milli Höfuðreiðármúla og Grísatungnafjalla. Blátt heiði yfir Bóndhólsskarði. Og enn var maður kominn hér. Enn sýndu Þeistareykir sig í nýju ljósi: í hljóðri næturhelgi undir kyrrum áttleysisskýjahimni. Morguninn eftir var sól um Þeistareyki og bjart að líta austur í Bóndhólsskarð. En þoku- kúfur'sat á Kistu og skýjaýfingur var yfir Grísa- tungnafjöllum. Sennilega héldist sólskinið ekki lengi. Við tókum því daginn snemma og brugð- um okkur austur í Bóndhólsskarð. Þar kvíslast fjárstígar víða um hlíðarslakkann upp í skarðið, en hér og þar stíga heitar gufur upp úr jörðinni, ekki skarpheitar, ’eins og sjá má á því, að niður í einni jarðgufuholunni sá ég músagríslinga skjót- ast um og hverfa út undir bakka. Þar virtist þeirra hús. Af suðurhorni Ketilsfjalls er allvíðsýnt. Sér vel norður um Kelduhverfi og Axarfjörð, austur um Gjástykki og suðaustur um Þórunnarfjöll, Hrútafjöll og Eilíf. Sérstætt og tignarlegt örnefni það, Eilífur. Þegar við snúum heim til Þeistareykja, er sól horfin bak við ský og þokan hefir þyngt á sér á Kistu. Heim grundirnar hvarflar hugurinn að því, að oft hljóti skúr og skin að hafa skipt lífi Þeistareykjabúa skörpum línum. Afskekkt hefir hér hlotið að vera með fádæmum og auðnarlegt að líta yfir fannaþiljur og hjarnbreiður Reykja- heiðar um langa og kalda vetur. Ekki furða, þótt munnmæli sköpuðust um bjarndýraheimsóknir, en þau herma, að tvívegis hafi byggð lagzt niðut’ á Þeistareykjum vegna hervirkja hvítbjarna. En í dásemdum gróandinnar, hásumardýrðar og helgihljóðra síðsumarnótta hefir harðneskja og heljartök langra vetra gleymzt, og allt til 1873 eru Þeistareykir, þessi öræfastaður, í byggð, að vísu slitrótt og langtímum í eyði, en alltaf lokk- andi. Og hver veit, nema hann eigi eftir að byggj- ast enn? Staðurinn var eign Múlakirkju, en furðulítið er raunar vitað um sögu hans. Síðustu ábúendur voru Sigurður Guðmundsson, föðúrbróðir Fjalla- Bensa, og Stóri-Gísli Gíslason, sonur Skarða- Gísla. Byggði Sigurður Þeistareykjastað upp að nýju 1868, eftir að hann hafði þá verið nær öld í eyði, og bjó þar í 3 ár, um skeið með 8 manns í heimili. En Stóri-Gísli bjó þar síðastur manna 1871—1873, með 7 manns í heimiíi, en þá fór jörðin aftur í eyði, og hefir ekki verið þar byggð síðan. Á síðasta fjórðung 19. aldar voru Englend- ingar að fálma utan í brennisteinsnám að Þeista- reykjum og höfðu við orð að leggja þangað járn- braut frá Húsavík, en lítið varð úr náminu og ekkert úr járnbrautarlagningunni. Síðan hafa Þeistareykir verið óskorað afréttarland Aðaldæla og Reykdæla og fásóttir nema af gangnamönnum og einstaka ferðalöngum. En ekki er ósennilegt, að fleiri og fleiri leggi þangað leiðir sínar á næstu árum, sé sumarvegi vel haldið við, því að nú er þar komið ágætt sæluhús og friðsælli og ævintýralegri öræfaslóðir getur varla, hitti menn þar á gott veður. Br. S. ----—-------------— VERKAMANNAFÉLAG AKU REYRARKAU PSTAÐAR óskar öllum meðlimum sínum og allri alþýðu gleðilegra jóla og farsæls komandi órs. r Oskum öllum viðskiptavinum vorum gleðilegra jóla og farsæls komandi órs. Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri l

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.