Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.12.1961, Page 17

Alþýðumaðurinn - 19.12.1961, Page 17
ÞriSjudagur 19. desember 1961 JÓLABLAÐ Alþýðumaðurinn — 17 Minnsti Eng:illinn (Framhald af bls. 3.) Hún var bæði ljót og fánýt. Ef til vill tækist honum að forða henni frá au^liti Guðs áður en hann tæki eftir henni! En það var um seinan! Hönd Guðs hreyfðist hægt yfir hinar björtu raðir skínandi gjafa, nam síðan staðar og hvíldi um síðir á hinni lítilmót- legu gjöf Minnsta Engilsins! Minnsti Engillinn nötraði af skelfingu, því að askjan var opnuð, og nú blasti það við augum Guðs og hinnar hmnesku hirðar hans, sem hann hafði fært Jesúbarninu. Og hver var svo gjöf hans til hins Blessaða barns? Það var meðal annars gullvængjað fiðr- ildi, veitt á björtum sumarmorgni á hinum háu hæðum umhverfis Jerúsalem, himinblátt egg úr fuglshreiðri í trénu, sem skyggði á eldhúsdyrnar heima hjá móður hans. Já, og tveir hvítir steinar frá fljótsbakkanum, þar sem hann var vanur að leika sér ásamt vinum sínum. Á botni öskjunnar var þvæld leðuról, mörkuð tannaförum, sem eitt sinn hafði prýtt háls eftirlætishundsins hans, sem hafði dáið eins og hann hafði lifað, í einlægri ást og ótakmörkuðu trygglyndi. Minnsti Engillinn grét heitum, beiskum tárum, því að nú var honum ljóst, að í stað þess að heiðra Guðssoninn hafði hann guðlastað hörmulega. Hvernig stóð á því, að honum hafði fundizt þessi askja svo dásamleg? Hvernig hafði getað hvarfl- að að honum, að Jesúbarninu gæti þótt vænt um jafn fánýta og ómerkilega hluti? í dauðans ofboði bjóst hann til að hlaupa og fela sig fyrir hinni guðlegu reiði Himnaföður- ins. En snögglega hrasaði hann og datt og valt með angistarópi, saman hnipraður af skelfingu, beint að fótskör hins himneska hásætis! Það varð ógnþrungin þögn í Himnaborginni, þögn, sem eingöngu var rofin af sárum ekka Minnsta Engilsins. Allt í einu heyrðist rödd Guðs eins og himnesk hljómsveit; hún hækkaði og öll Paradís var þrungin hljómi hennar: „Af gjöfum allra englanna er mér þessi litla askja þóknanlegust. Hún hefur að geyma hluti úr ríki jarðarinnar og mannanna, og sonur minn verður í heiminn borinn til þess að ríkja yfir báðum. Þetta eru hlutir, sem sonur minn mun einnig kynnast, elska og meta, og að síðustu,yfir- gefa með söknuði, er hann hefur lokið köllun sinni.“ „Ég tek á móti þessari gjöf í nafni Jesúbarns- ins, sem fæddist í nótt í Betlehem af Maríu mey.“ Það ríkti alger þögn, síðan fór hin grófa, óá- sjálega askja Minnsta Engilsins að lýsa björtum, himneskum ljóma; síðan varð ljóminn að glamp- andi loga, og loginn varð að skínandi geislabirtu, svo að allir englarnir fengu ofbirtu í augun! Enginn, nema Minnsti Engillinn, sá hana hefj- ast upp frá stað hennar við fótskör Drottins. Og hann einn sá hana svífa yfir himinhvolfið og staðnæmast til þess að varpa skínandi hjörtum geislum sínum yfir fjárhús, þar sem barn var að fæðast. Þar skein hún og vísaði veginn á þessari nóttu kraftaverksins mikla, og ljós hennar endurspegl- ast um aldirnar í hjörtum alls mannkyns. En jarðnesk augu, sem einnig blinduðust af ljóma hennar, gátu aldrei vitað, að hin lítilmótlega gjöf Minnsta Engilsins varð að því, sem um aldur og ævi verður kallað: HIN SKÍNANDI BETLEHEMSSTJARNA. Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs ÓSKUM VÉR ÖLLUM VIÐSKI PTA VINUM VORUM. ALÞYÐUBRAUÐGERÐIN H.F. REYKJAVÍK Gat ekki verið þekktur fyrir. Eitt harðindavorið kringum 1870 rak seglskipið Iris á land við Siglunes og hélt Stefán Thoraren- sen, sýslumaður Eyjafjarðarsýslu, uppboð á strandgóssinu. Eitthvað þótti hverfa af rekanum og komu ýmsir málsmetandi menn að máli við sýslumann og vildu að hann rannsakaði þjófnaðinn, svo að sökudólgarnir fengju makleg málagjöld. Sýslumaður lét sér hins vegar fátt um finnast af- skiptasemina og svaraði þeim hvatskeytlega: „Hvað .takið þér mig fyrir? Haldið þér, að ég geti verið þekkt- ur fyrir að vera sýslumaður í sýslu, þar sem allir vœru þjófar?“ Ekki varð af neinni rannsókn. Blessi, blessi. Bölvuð ósköp. Bóndi einn bjó í þjóðbraut, hrekklaus og nœsta trúgjarn. Ein- hverju sinni áttu ungir og galsa- fengnir menn, allir ríðandi, leið um hlaðið hjá bónda, og stóð hann í dyrum úti. Tóku þeir sig þá saman um að ríða greitt með nokkru millibili umhverfis bceinn og kasta alltaf kveðja á karl. Tók hann í fyrstu kveðju hvers og eins með „Guð blessi þig“ og hélt, að alltaf riði nýr gestur hjá. En sein- ast var hann hœttur að hafa tíma til að segja nema „Blessi, blessi, blessi!“ Og að lokum ofbauð hon- um mannstraumurinn, hœtti blessunarkveðjum sínum og varð að orði: „Bölvuð ósköp kemur af manninum !“ Er þetta siður fyrir sunnan? Eitt sinn kom Sunnlendingur norður í land og gisti þar á bœ einum. Gömul kona dró af honum vota sokka og sá þá, að hann hafði sex tœr á öðrum fœti. „Osköp er að sjá þig, maður,“ mœlti hún agndofa. „Ertu skapað- ur svona eða er þetta siður fyrir sunnan?“

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.