Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.11.1962, Page 2

Alþýðumaðurinn - 06.11.1962, Page 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 6. nóvember 1962 Ekkert lé ónotað ALÞÝÐUMAÐURINN Ritstjóri: Bragi Sigurjóntion, Bjarkarstíg 7. Sími 1604. Útgefandi: AlþýSuflokksfélag Akureyrar Verð kr. 50.00 á íri. Lausasala kr. 2.00 blaðið. Prentimiðja Björnt Jónttonar hf. Mindu þejr m góðir Ef einhver hluti félagsmanna í Kaupfélagi Þingeyinga og Kaup- félagi Eyfirðinga tækju upp á þeim vinnubrögðum á aðalfund- um félaganna ár eftir ár að deila á félagsstjórnina fyrir allt í senn: of háa álagningu á vöruna, of litlar framkvæmdir, of háa vexti á út- og innlánum, „frystingu“ á innlánsdeildarfé og fé í öðrum sjóðum félaganna og tregðu á því að lána bændum og öðrum félags- mönnum til ýmissa framkvæmda, svo sem bygginga og vélakaupa, eins og lánbeiðendur teldu sig þurf a, mundu kaupfélagsstj órarnir, Finnur Kristjánsson og Jakob Frímannsson, telja sig hafa sjálf- sögð svör á höndum: Verði álagn- ing minnkuð, minnka tekjur kaup- félaganna. Minnki tekjurnar, er minna fé afgangs til framkvæmda. Lækki þeir innlánsvexti, minnka innlagn- ir og minna fé fæst í reksturinn eða til útlána. Lækki þeir útlánsvexti, og auki lánastarfsemi, mundi hvort tveggja gerast, að þeir réðu ekki við eftirspurn og hefðu þó gengið á nauðsynlega reksturssjóði sína, svo að þeir yrðu að leita æ meir á náðir banka um rekstursfé, unz einn góðan veðurdag yrði þar al- gerlega skrúfað fyrir vegna hotn- lausra skulda. Eitthvað á þessa leið mundu Finnur og Jakob svara gagnrýn- inni og jafnvel ekki stilla sig um að sveigja að gegnrýnendum um fávísi í fjármálum. Og langflestum kaupfélags- mönnum mundi þykja svör Finns og Jakobs skynsamleg og rök þeirra augljós. Ekki fyrir að synja, að gallharðir Framsóknar- menn bættu við í hugskoti sínu: Anzi er nú framkvæmdarstjórinn okkar skynsamur maður og greinaglöggur! — Nú hefur það hins vegar gerzt á alþingi, á 4. ár, að stór hópur þingmanna, stjórnarandstaðan, hefur haldið uppi nákvæmlega sömu gagnrýni á fj ármálastefnu ríkisstjórnarinnar og hér var að framan rakin sem hugsanleg gagn- rýni á fj ármálastj órn K.Þ. og K.E.A. Það er mikið talað um „bind- ingu“ sparifj ár, sem líka er kölluð „frysting“. Nota Framsóknarmenn það mjög 1 áróðri, að hundruð milljóna liggi „ónotaðar“ í geymsluhólfum Seðlabankans, og stafi það af samdráttarstefnu og illvilja ríkisstjórnarinnar og bankastjóranna, að þetta fé er ekki lánað út innanlands. Gylfi Þ. Gíslason fletti rækilega ofan af þessum blekkingum, er hann malaði Eystein í einvíginu í neðri deild í fyrradag. Þá upp- lýsti Gylfi, að engir peningar liggja ónotaðir hjá Seðlabankan- um, heldur hefur bankinn látið alla sína peninga annað hvort í afurðalán eða í gj aldeyrisinneign þjóðarinnar erlendis. Ef einstaklingur ætlar að leggja fyrir 800 krónur til öryggis fyrir fjölskyldu sína, verður hann að taka þá peninga af kaupi sínu eða öðrum tekjum. Hann getur ekki bæði lagt krónurnar fyrir og eytt þeim. Eins er með ríkisbúskapinn. Fremstir í þessum gagnrýn- endahópi standa menn eins og Ey- steinn Jónsson, varaformaður S.Í.S., Karl Kristjánsson, formað- ur stjórnar K.Þ., og Skúli Guð- mundsson, sem mikið hefur verið við kaupfélagsmál riðinn. Þeir heimta lækkun á tekjum ríkisins (tollalækkanir), en hækkun niður- greiðslna, uppbóta og fjárfram- laga til ýmissa framkvæmda. Þeir heimta lækkun innláns- vaxta, sem mundu minnka innlán, en krefjast jafnframt meiri útlána. Þeir styðja allar kröfur um hækkað kaup, hverjir, sem þær gera, en jafnframt halda þeir fram, að allar atvinnugreinar landsmanna séu að sligast undan rekstursvandræðum, og verður þá ýmsum spurn: Hvar á að taka auknar kaupgreiðslur? Ríkisstj órnin svarar gagnrýni stj órnarandstöðunnar með líkum rökum og Finnur og Jakob mundu svara líkri gagnrýni á reksturs- háttu sína, en nú bregður svo við, að það, sem þeim þykir sjálfsagt, að þeir geri í kaupfélagsrekstri sínum, og fylgismenn þeirra dást að þeim fyrir, það finnst þeim — og a. m. k. einsýnustu fylgjendum þeirra — forkastanlegt, að ríkis- stjórnin geri. Nú heitir það ekki: Anzi er kaupfélagsstjórinn okk- ar skynsamur maður og greina- glöggur — heldur: Voðalegir öfuguggar í fjármál- um sitja í ríkisstjórn. Gaman væri hins vegar að heyra Eystein, Karl og Skúla fella dóm um það á aðalfundi S.Í.S. eða einhvers kaupfélags, hve mikið mannkaup væri í þeim, er gagn- rýndu S.Í.S. eða kaupfélög með líkum hætti og þeir gagnrýna nú ríkisstjórnina og með sömu rök- um. Auðvitað mættu þeir ekki skynja hliðstæðuna, og mun þá heldur enginn efast um niðurstöðu þeirra. Ef íslenzka þjóðin vill eiga 80 milljóna gjaldeyrissjóð, verður hún að taka hann af tekjum sín- um. Það er þetta, sem hinar bundnu inneignir í Seðlabankan- um gera. Gylfi upplýsti, að í stórum dráttum væru ástæður Seðlabank- ans sem hér segir: Bankinn hefur þetta fé: Seðlavelta............. 600 millj. Eigið fé .............. 200 millj. Mótvirðisfé ........... 350 millj. Sparifé ............... 500 millj. Samtals 1650 millj. Bankinn notar féð svona: Lán landbúnaðar .... 258 millj. Lán sjávarútvegs .... 563 millj. Gjaldeyrisforði .... 816 millj. Samtals 1637 millj. Af þessu verður augljóst, að eigi að taka bundna spariféð af bankanum, verður annað hvort að minnka útlán til framleiðslunnar eða eyða gjaldeyrissjóðnum. Gylfi Kvöldvökuútgáfan á Akureyri (Kristján Jónsson, bæjarfógeta- fulltrúi) gefur á þessu hausti út þrjár bækur. Er ein þeirra, Lára miðill, þegar komin á markaðinn og hefur verið getið hér í blaðinu, en um hinar tvær hefur útgáfan sent blaðinu eftirfarandi upplýs- ingar: I. íslenzkar ijósmæður. 1. bindi safnritsins íslenzkar ljósmæður. Sr. Sveinn Víkingur hefur verið ráðinn ritstjóri verks- ins. í þessu bindi birtast frásögu- þættir og æviágrip 26 lj ós-mæðra, hvaðanæva að af landinu, sem lærðu fyrir 1912. Suma þættina skrifa ljósmæðurnar sjálfar, en aðrir eru skrifaðir af kunnugum og færum mönnum. íslenzkar ljósmæður eiga langa og merka sögu, sem er nátengd ævikjörum og lifnaðarháttum ís- lenzku þjóðarinnar. í bókinni seg- ir frá margs konar hetjudáðum ljósmæðranna sjálfra, ævikjörum íslenzkrar alþýðu og viðburðarík- um ferðalögum á sjó og landi. Árið 1946 hóf sr. Björn 0. Björnsson 'söfnun efniviðar í þetta verk á vegum Bókaútgáfunn- ar Norðra og vann þar mikið og gott starf. Á síðastl. vetri yfirtók Kvöldvökuútgáfan safn sr. Björns og réð sr. Svein Víking, eins og áður segir, til að vinna úr því og halda efnissöfnun áfram. Kvöldvökuútgáfan er þess full- viss, að með útgáfu þessa 1. bind- is sé hafið gott og merkt verk. Saga ljósmæðranna í landinu er lærdómsríkt dæmi um fórnarlund íslenzkra kvenna, mannkærleik þeirra og líknarstörf, sem jafnan hafa verið unnin, án þess að séð væri til endurgjalds. krafði Eystein um svar, hvort hann vildi láta gera. Vafðist það fyrir Eysteini, sem von var. Ef Seðlabankinn dregur úr lán- um til framleiðslunnar kemur það við kjarna efnahagslífsins. Ef hins vegar bankinn eyðir gjaldeyris- forðanum, lendum við aftur í hin- um gömlu gjaldeyrisvandræðum, verðum fljótlega skuldugir erlend- is, verðum að taka upp víðtæk innflutningshöft og horfast í augu við vöruskort. Er það þetta, sem Eysteinn vill? Er það þetta, sem þjóðin vill? Eysteinn Jónsson stóð sjálfur að setningu laga um Seðlabanka, þar sem binding sparifjár var heimiluð. En nú er hann í and- stöðu og þekkist ekki fyrir sama mann, •— berst á móti binding- unni. Framsókn er að reyna að veifa framan í landsmenn 500 milljónum, sem hún muni lána út, ef hún fær ráðið. En þessar 500 milljónir eru ekki lausar. Ef þær væru teknar og lánaðar út, mundi fylgja gj aldeyrisvandræði, er- lendar skuldir, innflutningshöft og vandræði. Því heitir útgáfan á alla, sem eiga í fórum sínum þætti um látn- ar eða lifandi lj ósmæður, að koma þeim til sr. Sveins Víkings eða Kvöldvökuútgáfunnar og stuðla að því að æviágrip núlifandi ljós- mæðra verði skráð. Kvöldvökuútgáfan treystir því, að þessari bók verði vel tekið og með því tryggt framhald verksins. II. Því gleymi ég aldrei. Þetta eru frásöguþættir eftir 21 höfund um ógleymanleg atvik úr lífi þeirra. í bókinni eru fimm þættir úr verðlaunasamkeppni útvarpsins, verðlaunaþættir Ragnheiðar Jóns- dóttur, Kristjáns Jónssonar og Þórunnar Elfu Magnúsdóttur, og auk þeirra þættir Jochums Egg- ertssonar og Árna Óla. Hins veg- Stjórn Eimskipafélagsins hefur ákveðið að leita tilboða erlendis frá í smíði tveggja eða þriggja vöruflutningaskipa, sem fermi sem næst 900 tonn af vörum og hafi um 70 þúsund teningsfeta lestarrými. Slík skip eru um 1000 tonn D.W. Eimskipafélagið hefur allt frá upphafi látið smíða skip sín af traustustu gerð með þeim full- koinnasta úthúnaði, sem hverju sinni hefur verið fáanlegur og verður ekki vikið frá þeirri stefnu. Með því að smíða slík skip tel- ur Eimskipafélagið möguleika á að bæta verulega þjónustu sína við hafnir úti á landi, þannig að Stekkm nokkrum kros! í Framsóknarblaðinu Einherja lesum vér 27. okt. s.l. svofellda „LEIÐRÉTTING í grein, sem birtist í Einherja 29. sept. s.l., um Svein Guðmunds- son, kaupfél.stj. á Sauðárkróki í tilefni af 50 ára afmæli hans 28. apríl s.l., segir, að afmælisbarn- inu hafi verið íærð gjöf ásamt skjali, sem undirritað hafi ver- ið „af stjórnarnefndarmönnum, gömlum og nýjum . . . .“ Þar sem ég undirritaður hlýt að teljast meðal nýrra stjórnarnefnd- armanna Kaupfélags Skagfirð- inga, vil ég, til þess að fyrirbyggja misskilning, hér með lýsa því, að að ég hefi eigi undirritað skjal það, er hér um ræðir. Með þökk fyrir birtinguna. Sauðárkróki, 6. okt. 1962. Jóh. Salberg Guðmundsson.“ Þeim til skýringar, sem ekki þekkja Salberg, er hann sjálft yfir- vald Skagfirðinga og einn af for- ystumönnum Framsóknar í hér- aði, og verður þá leiðréttingin neyðarlegt umhugsunarefni Ein- herjum Framsóknar. ar eru allir hinir þættirnir nýir og áður óbirtir, og er þar þá fyrst að nefna þátt eftir þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Aðrir höfundar eru: Árelíus Níelsson, Einar Ásmundsson, Einar Krist- jánsson, Eiríkur Sigurðsson, Hólmgeir Þorsteinsson, Ingólfur Kristjánsson, Kristján frá Djúpa- læk, Magnea Magnúsdóttir, Páll Kolka, Rósberg Snædal, Sigurður Einarsson, Stefán E. Sigurðsson, Stefán á Svalbarði, Sveinn Vík- ingur og Þorsteinn Stefánsson. Margir þessara þátta eru sér- stæðir og stórvel skrifaðir, og þykjumst við mega vænta, að marga fýsi að kynna sér þá, enda eru slíkir menningarþættir yfir- leitt eftirsótt lesefni. Verði þessari bók svo vel tekið sem við væntum, hefur útgáfan í hyggju að halda áfram á sömu braut á næstunni. eitt af þessum skipum sigli í áætl- unarsiglingum umhverfis landið og hin tvö skipanna, milli íslands og Evrópuhafna, með það fyrir augum fyrst og fremst, að þau flytji vörur beint til hafna úti á landi án umhleðslu í Reykjavík. Með þessu móti fá vörueigendur vörurnar fyrr í hendur en ella, og við það sparast einnig mikill um- hleðslukostnaður. Hugmyndin er að hraða nú sem mest nauðsynlegum undirbúningi að fyrrgreindum framkvæmdum og verður fyrst unnið að öflun tilboða í nýsmíðarnar, útvegun lána og nauðsynlegra byggingar- leyfa. Alþ.bl. 20/10 ’62. B«ehur iró Kvöldvöhuúlgdfunuí EIMSKIP HYGGST SMÍÐA ÞRJÚ V ÖRUFLUTNIN G ASKIP

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.