Alþýðumaðurinn - 06.11.1962, Side 4
VEITIR UM 1300 MANNS ATVINNU
í blaðinu íslenzkur iðnaður,
ág.—sept. hefti, er m. a. farið svo-
felldum orðum um iðnsýninguna
hér í bæ á liðnu sumri:
„Hinn 29. ágúst s.l. var þess
minnst, að 100 ár voru liðin frá
því, að Akureyri öðlaðist kaup-
staðarréttindi. í tilefni þess var
efnt til iðnsýningar í hinum nýju
húsakynnum verksmiðjunnar Am-
aro, þar sem gefin var góð heild-
armynd af iðnaðarframleiðslunni
eins og hún er á Akureyri í dag.
Það er kunnugra en frá þurfi að
segja, að iðnaðarstarfsemi á Ak-
ureyri stendur með miklum blóma
og fjölbreytni mikil. Þar er m. a.
vefnaðariðnaður, fatagerð, skó-
gerð og leðuriðnaður, skipasmíð-
ar, járniðnaður, matvælaiðnaður,
sælgætisgerð, húsgagnaiðnaður o.
fl. Eru margar framleiðsluvörur
fyrirtækja í þessum iðngreinum
fyrir löngu orðnar landsþekktar
og bera glöggt vitni um kunnáttu
og þekkingu þeirra, sem að fram-
leiðslunni vinna.
í þeim iðngreinum, sem hér að
ofan eru nefndar, var samanlagð-
ur fjöldi vinnuvikna á s.l. ári tæp-
lega 68 þúsund vikur, en það svar-
ar til þess, að til jafnaðar haíi um
1300 manns starfað við iðnaðar-
framleiðslu á því ári. Sýnir það
glögglega, hversu veikamikinn
sess iðnaðurinn skipar í atvinnu-
lífi kaupstaðarins. Framleiðend-
ur eru yfirleitt bjartsýnir á þró-
unarmöguleika iðnaðarins bæði
hvað framleiðslu fyrir innlendan
markað viðvíkur og framleiðslu
til útflutnings, sem þegar er hafin,
þótt segja megi að hún sé enn í
smáum stíl, ef fiskiðnaðurinn er
undanskilinn.
Iðnsýningar sem þessi eru ekki
eingöngu nytsamlegar frá við-
skiptalegu sjónarmiði. Nú sem
stendur liggur gildi þeirra hér á
landi e. t. v. meir í því, að með
þeim gefst almenningi kostur á
að kynnast auknum framförum og
aækni, sem á sér stað á þessif
sviði atvinnulífsins og þeim fram-
tíðarmöguleikum, sem iðnaður-
inn býr yfir.“
Skátum gefið amtmonns-
húsið
Bæjarráð Akureyrar samþykkti
á fundi sínum 18. okt. s.l. að
leggja til við bæjarstjórn, að Ak-
ureyrarkaupstaður gæfi skátum á
Akureyri húseignina Hafnarstræti
49 — amtmannshúsið — og léti
þá hafa tilheyrandi lóð til um-
ráða fyrir starfsemi sína í samráði
við bæjaryfirvöld.
Sú kvöð fylgir gj öfinni, að skát-
ar mega hvorki selja né gefa hús-
ið, né heldur leigja það til langs
tíma án samþykkis bæjarstjórnar.
Vegna afmælishátíðar skáta s.l.
föstudag var þeim tilkynnt þá um
gjöf þessa, þó formleg afgreiðsla
fari fram á máli þessu á fundi
bæjarstjórnar í dag.
Allir bæjarstjórnarmenn höfðu
utan fundar tjáð sig samþykka
gjöfinni.
Verður gerður æfinga-
völlur á Gleráreyrum?
íþróttaráð Akureyrar hefur lagt
til við bæjarstjórn, að gerður
verði knattspyrnu-æfingavöllur
(malarvöllur) af fullri stærð á
Gleráreyrum norður af Gefjun,
norðan ár.
Slíkan völl skortir nú algerlega
hér í bæ og leggur íþróttaráð
áherzlu á gerð vallarins þegar í
stað.
Hermann Stefánsson for-
stöðumaður Sundlaugar
Akureyrar
Meirihluti íþróttaráðs Akureyr-
ar hefur lagt til við bæjarstjórn,
að Hermann Stefánsson, íþrótta-
kennari, verði ráðinn forstöðu-
maður Sundlaugar Akureyrar til
1. júní 1964 með sömu launum
og hann hefur haft.
Bæjarstjórn gengur formlega
írá ráðningu þessari í dgg.
JOLAMERKI
F ramtíðarinnar
fást á Pósthúsinu eins og undan-
farið fyrir hver jól og rennur
ágóðinn til Elliheimilis Akureyrar,
sem loks er orðinn veruleiki eftir
margra ára vinnu Framtíðar-
kvenna og fleiri í þágu þess mál-
efnis.
Við skulum minnast þess, að
margt smátt gerir eitt stórt. Allir,
sem kaupa merkin, eru að leggja
hönd að framhaldandi byggingu
Elliheimilisins.
Hitt er svo annað mál, en má
þó gjarnan geta þess í leiðinni, að
jólamerki Framtíðarinnar frá
fyrri árum eru þegar orðin verð-
mæt söfnunarmerki eigi síður en
mörg frímerki.
SÓLMÁN U Ð U R
heitir ljóðabók, sem bókaútgáfa
Menningarsjóðs hefur gefið út
eftir Þórodd Guðmundsson frá
Sandi. Bókina tileinkar skáldið
móður sinni, Guðrúnu L. Odds-
dóttur.
Sólmánuður er 112 bls. bók í
meðalbroti, og eru í henni nær
40 kvæði.
Þetta er 4. ljóðabók höfundar
auk einnar, sem voru þýdd ljóð.
Árbók Ferðafélags íslands
1962
er nýkomin út og fjallar um Arn-
arvatnsheiði og Tvídægru, þau
heiðalöndin hérlendis, sem sveip-
uð munu mestri dul og ævintýra-
ljóma í hugum fjölda landsmanna.
Þorsteinn Þorsteinsson frá
Húsafelli, kennari á Hvanneyri,
ritar bókina, sem er prýdd fjölda
mynda.
Kvenfélag Akureyrarkirkju þakkar
innilega öllum hinum mörgu, er gáfu
og keyptu muni á nýafstöðnum bazar
félagsins.
Þriðjudagur 6. nóvember 1962
þykktir fnlltrúafnndar
á Vestur-, lorður- og: Austurlandi
Fulltrúafundur kaupstaðanna á
Vestur-, Norður- og Austurlandi
var haldinn á Húsavík 17.—19.
sept s.l. Mættir voru 20 fulltrúar
frá öllum 8 aðildarkaupstöðunum.
Fundarstjóri var Jóhann Her-
mannsson, forseti bæjarstjórnar
Húsavíkur. í stjórn til næstu
tveggja ára voru kjörnir Ásgrím-
ur Hartmannsson, bæjarstjóri,
Ólafsfirði, Bj arni Þórðarson, bæj-
arstjóri, Neskaupstað og Gunnþór
Björnsson, bæjarstjóri, Seyðis-
firði.
Síðasta dag fundarins bauð
bæjarstjórn Húsavíkur fulltrúum
í ferð um héraðið og til kvöld-
verðar í hótel Reynihlíð við Mý-
vatn.
Eftirfarandi tillögur voru m. a.
samþykktar á fundinum:
Fundurinn beinir þeim ákveðnu
tilmælum til þings og ríkisstjórn-
ar, að nú þegar verði endurskoð-
aðar þær reglur, er gilda um lán
á jarðbor til leitunar á heitu vatni
og athugað verði og lögð á það
Sfeinbeck hlaut bók-
menntaverðlaun
Nóbels í ár
Sænska akademían úthlutaði
nýverið bókmenntaverðlaunum
Nóbels og hlaut þau að þessu sinni
bandaríski rithöfundurinn John
Ernest Steinbeck, en hérlendis er
hann þekktastur fyrir skáldsögu
sína Þrúgur reiðinnar, í þýðingu
Stefáns Bjarman.
Steinbeck varð sextugur 27.
febr. s.l.
„Þekkirðu staðinn, Fúsi?"
Þegar í garðinn gætnir menn
grjót til varnar bera,
vita „Brekkubændur“ enn
bezt, hvað þarf að gera:
F riðardúfuf j aðragnið
fellur strax af húsi.
Þá er engin þörf á frið.
Þekkirðu staðinn, Fúsi?
Heimili og skóli, 3.—4. h. 1962 flytur
m. a. þetta efni: Segir þú barni Jjínu
alltaf satt? eftir II. J. M., Kynlíf, eftir
Sigurjón Björnsson sálfr., Gamli maS-
urinn og drengurinn hans (þýtt), Jón
Þ. Björnsson áttræður, Það sem við
skulum EKKI segja börnum okkar um
guð (þýtt), Jóhannes Guðmundsson
sjötugur, Börnin, sem enginn vildi hafa
(þýtt) o. m. fl. varðandi uppeldismál
og félagsmál kennara.
Vorið, 3. h. þ. á. hefst á sögunni Ein
heima, eftir II. J. M., sagt er frá aldar-
afmæli Akureyrarkaupstaðar og mynd-
ir af hátíðinni, þá er þýdd saga, í okk-
ar eigin húsi, og önnur er nefnist Þýtur
í skóginum, leikritið Sambýlingar eftir
Indriða Ulfsson, smásaga eftir Astrid
Lindgren o. m. fl.
megináherzla, að slíkar fram-
kvæmdir verði kostaðar af Ríkis-
sjóði.
Fundur Samlaka kaupstaðanna
á Vestur-, Norður- og Austurlandi
haldinn á Húsavík 17. til 19. sept.
1962, skorar á Alþingi, að gera
eftirtaldar breytingar á lögum nr.
69/1962 um tekjustofna sveitar-
félaga.
1. Að sveitarstjórnum verði
heimilað að innheimta fasteigna-
skatta og aðstöðugjöld eftir sömu
reglum og útsvör.
2. Að sláturhús og mjólkurbú
verði aðstöðugjaldskyld.
3. Að felld verði niður síðasta
málsgrein 10. gr. laganna.
4. Að aðstöðugjald verði því
aðeins frádráttarbært til útsvars,
að það sé greitt að fullu fyrir ára-
mót.
5. Að bankar og aðrar lána-
stofnanir, tryggingafélög, sölu-
sambönd, innflutningsfyrirtæki,
skipafélög og flugfélög verði
landsútsvarsskyld.
6. Að félög og fyrirtæki verði
útsvarslögð á þeim stöðum, sem
starfsemi þeirra fer fram (30. gr.
b-lið verði breytt og 30. gr. j-liður
felldur niður. Vekur fundurinn
athygli á því, að á þessu ári eru
sum stærstu fyrirtæki í aðildar-
kaupstöðunum útsvarslögð að öllu
leyti í Reykjavík.
7. Að felldar verði niður reglur
um skiptingu útsvara sbr. d-k lið
30. gr.
Æskulýðsráð fullskipað'
Þegar Alþm. skýrði frá skipan
Æskulýðsráðs Akureyrar, höfðu
skátafélögin í bænum ekki tilnefnt
fulltrúa sinn í ráðið, en hafa nú
lokið því. Tekur Tryggvi Þor-
steinsson, yfirkennari við Barna-
skóla Akureyrar, sæti í ráðinu
fyrir skáta sem aðalmaður, en
Júdit Jónsbjörnsdóttir, kennari,
sem varamaður.
BÓKÁSÝN I NG
Bókaverzlun Snæbjarnar Jóns-
sonar, Reykjavík, efndi fyrra laug-
ard. til bókasýningar á Gildaskála
KEA. Var hún opin kl. 2—10 dag
hvern þar til að kvöldi 1. nóv.
Aðgangur var ókeypis.
Þarna voru til sýnis (og sölu)
nokkur hundruð bækur frá Ox-
ford University Press og McGraw
-Hill Book Company. Einnig voru
þar bækur frá nokkrum öðrum út-
gefendum. Þarna gaf að líta
ýmsar handbækur, orðabækur,
alfræðibækur, atlasa, ljóðabækur,
skáldsögur, Manuscripta Island-
ica, Konungsskuggsj á og orðabók
Fritzners I—III.
Sextugur varð 4. nóv. s.l. Runólfur
Jónsson, Hamarstíg 38, Akureyri.
8. Að felld verði niður eftirfar-
andi málsgrein í 47. gr. laganna:
„Sveitarstjórn setur nánari reglur
o. s. frv.“.
9. Að lögfest verði ákvæði um
skyldur þeirra aðila, er kaupa eða
hafa til sölumeðferðar fram-
leiðsluvöru atvinnurekanda til að
greiða útsvör þeirra, sbr. ákvæði,
er var í frv. til tekj ustofnlaga er
það var lagt fram á Alþingi, jafn-
fraint- verði lögfest ákvæði um
þóknun til atvinnurekenda fyrir
störf þeirra skv. lögum.
LEIÐRÉTTING
Stefán Reykjalín, bæjarfulltrúi
Framsóknarfl. hér í bæ, hefur
vakið athygli blaðsins á því, að
það sé ekki rétthermi í 34. tbl.
Alþm., að hann hafi greitt tillögu
Jakobs Frímannssonar atkvæði
um undanþágu fyrir benzínsölur
til að hafa opnar kvöldsölur með
gosdrykki og sælgæti, heldur hafi
hann greitt atkvæði gegn undan-
þágunni.
Þetta leiðréttist hér með og
Stefán beðinn afsökunar á mis-
herminu.
Aðrir fulltrúar Framsóknar
greiddu atkvæði með undanþág-
unni, þ. e. Jakob, Arnþór og Sig-
urður Óli, og stendur nýverið í
blaðinu Degi, að sú „skelegga“
barátta gegn „sjoppunum“ hafi
vakið landsathygli!
Afengissalan
I. júli til 30. sept. 1962.
HEILDARSALA
Selt í og frá:
Reykjavík ... kr. 48.883.791.00
Akureyri ... — 7.788.744.00
ísafirði .. ... — 2.025.472.00
Siglufirði ... — 3.540.823.00
Seyðisfirði .. — 4.418.264.00
kr. 66.607.094.00
Á sama tíma 1961 var salan
eins og hér segir:
Selt í og frá:
Reykj avík ... kr. 43.412.197.00
Akureyri ... — 6.694.452.00
ísafirði .. ... — 1.685.449.00
Siglufirði ... — 2.984.700.00
Seyðisfirði .. — 2.561.503.00
kr. 57.338.301.00
Fyrstu níu mánuði þessa árs
nam sala áfengis frá Áfengis- og
tóbaksverzlun ríkisins samtals kr.
168.700.824.00, en var sömu mán-
uði 1961 kr. 142.119.403.00.
Áfengisvarnaráð.
(Heimild: Áfengis- og tóbaks-
verzlun ríkisins).