Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.10.1963, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 08.10.1963, Blaðsíða 3
3 BÉtr Kwld- r Samkvæmt upplýsingum frá Kvöklvökuútgáfunni, gefur hún á þessu ári út eftirgreindar bækur: Skáldkonur fyrri alda, II. bindi, eftir frú Guðrúnu P. Helgadóttur, skólastj óra. í þessari bók eru meðal annars þættir um Ljósavatnssystur, Stein- unni í Höfn, maddömuna á Prest- bakka, Látra-Björgu og Vatns- enda-Rósu. Margt nýtt kemur fram í bók þessari um ævi og skáldskap þessara kvenna. Eftir þeim viðtökum, sem I. bindi þessa verks fékk, munu margir bíða með eftirvæntingu eftir framhaldinu. —0— Því gleymi ég aldrei, II. bindi. í þessa bók rita 19 menn og konur þætti um eftirminnilega at- burði úr lífi þeirra, þar á meðal Sigurður Nordal, prófessor, Guð- mundur skáld Böðvarsson, Guð- rún frá Lundi, Egill Jónasson, Húsavík, Olafur Jónsson, ráðu- nautur, séra Sveinn Víkingur o. f.l Fyrra bindi þessarar bókar var meðal metsölubóka síðasta árs og hlaut hvarvetna ágæta dóma. Þættir þeir, sem birtast í þessari bók, greina frá margs konar reynslu höfundanna á landi,' sjó og í lofti, og munu ekki síður en frásagnir fyrri bókarinnar reyn- ast girnilegir til fróðleiks og skemmtunar. —0— íslenzkar ljósmæður, II. bindi. í þessari bók birtast þættir um 29 ljósmæður hvarvetna að af landinu. Sumir þættirnir eru rit- aðir af ljósmæðrunum sjálfum. Þar segir frú mannúðar- og líkn- arstarfi ljósmæðranna og ævin- týralegum ferðalögum á sjó og landi við hin erfiðustu skilyrði. Allir eru þættir þessir óvenju vel skrifaðir, og víða bregður fyrir lærdómsríkum myndum af þjóð- lífinu, eins og það var um og eftir síðustu aldamót og fram á síðustu áratugina, en fáir þekktu betur r- Oss vantar nú þegar afgreiðslumann til starfa við söluskrif- stofu vora á Akureyri. Enn fremur stúlku til þess að annast símaafgreiðslu o. fl. á Akureyrarflugvelli. Umsóknir, er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum, sendist starfsmannahaldi félagsins í Reykjavík fyrir 10. þessa mánaðar. BOMSUR KARLMANNA UNGLINGA og B ARN A nýkomnar. Verð fró 110 kr. * Kaupfélag verkamanna Vefnaðarvörudeild Mihið úrvol af PLASTBÚSÁHÖLDUM KAUPFÉLAG VERKAMANNA KJÖRBÚÐ NÝKOMIÐ lífsbaráttu fólksins í landinu en ljósmæðurnar. Fyrra bindi þessarar bókar hlaut mikla útbreiðslu og lofsam- lega dóma gagnrýnenda. Umboðsmaður útgáfunnar hér á Akureyri er Jón A. Jónsson, Hafnarstræti 107. TILKYNNING FRÁ EFNAVERKSMIÐJUNNI SJÖFN Vöruafgriðslan er flutt í Hvannavelli 12. Símar 1512 og 1700. — Opið frá kl. 9—6, nema laugardaga 9—12. GARDINUEFNI í úrvali DAMASK mikið úrval SÆNGURVERALEREFT margar gerðir KOFLOTT EFNI 4 litir, í dúka og eldhúsgardínur BARNANATTFOT, allar stærdir, margar teg. EFNI I SKYRTUR, margir litir. Kaupfélag verkamanna Vefnaðarvörudeild Drekkið kaffi í CAFÉ SCANDIA Opið k. 7—23.30 NYKOMIÐ UNDIRFÖT — NÁTTKJÓLAR NÁTTFÖT — NÆRFÖT GREIÐSLUSLOPPAR BARNANÆRFÖT, ullar BARNAGALLAR SOKKABUXUR UNGBARNATREYJUR BLEYJUBUXUR Kaupfélag verkamanna Vefnaðarvörudeild. Akureyringar! TILKYNNING FRÁ STRÆTISVÖGNUNUM Kynnið yður hinar nýju leiðir Strætisvagnanna. '■— Upplýs- ingar í vögnunum og á Ferðaskrifstofunni í Túngötu 1. — Sími 1475. Strætisvagnar Akureyrar. TILKYNNING um umferð í Akureyrarbæ. Samkvæmt samþykktum bæjarstjórnar hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar á umferð í bænum og viðeigandi merki samkvæmt reglugerð frá 24. marz 1954 verið sett upp: I. Umferð um Eyjafjarðarbraut hefur forgang fyrir umferð af flugvallarafleggj ara. Umferð úr Skipagötu hefur forrétt fyrir umferð frá höfninni. Umferð um Glerárgötu og Norðurgötu hefur forgang fyrir umferð um Gránufélagsgötu. Umferð á Þingvallastræti nýtur forréttar fyrir umferð frá Helgamagrastræti. Umferð á Hrafnagilsstræti nýtur forréttar fyrir Möðru- vallastræti, Laugargötu, Skólastíg og Austurbyggð. II. Bifreiðastöður eru bannaðar á öllu Helgamagrastræti. Bæjarfógetinn á Akureyri, 1. október 1963. Aiigljsina hbi gjaldamœta Gjaldmælar fyrir bifreiðir hafa verið settir upp við Hafnar- stræti milli Kaupvangsstrætis og Ráðhússtorgs og gildir um þá reglugerð samþykkt af bæjarstjórn 10. sept. s.l. og koma ákvæðin til framkvæmda mánudaginn 7. október n.k. Bæjarfógetinn á Akureyri, 4. október 1963. FRIÐJÓN SKARPHÉÐINSSON.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.