Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.10.1963, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 08.10.1963, Blaðsíða 1
ALÞÝÐU MADURINN Shélarnír tcknir til storfo Rúmlega 3500 nemendur í skólum bæjarins Fundnr kjördœmísrdðs Alþýðuflokksins í Rorðurlandskjördsmi eystru vottur rdðherrum flokksins þnkkir tg traust Hvetur til framhaldandi stjórnarsamstarfs Skólar bæjarins hafa nú allir verið settir nema Gagnfræðaskól- inn, sem settur verður í dag. Nem- endur allra hinna starfandi skóla eru samtals um 3500—3550, og hafa aldrei verið fleiri. Menntaskólinn var settur að venju 1. okt. Nemendur eru 420. Tveir nýir fastir kennarar starfa við skólann: Þórir Sigurðsson og Eyjólfur Kolheins, og tveir nýir stundakennarar: Helgi Hallgríms- son og Jón Margeirsson. Sigurður L. Pálsson hefur leyfi frá störfum vegna veikinda. Gagnfrœðaskólinn verður settur kl. 2 í dag í Akureyrarkirkju. Sverri Pálssyni hefur verið f'alin skólastjórn hans í veikindafor- föllum Jóhanns Frímanns. Nem- endur verða um 630 í 24 bekkjar- deildum. Tvær deildir skólans verða til húsa í Oddeyrarskólan- um. Björn Bjarman, Guðmundur Mislitar fanir eftir Kristin Reyr Efni bókarinnar er safn af gam- anvísum, revýusöngvum og skop- kvæðum frá ýmsum tímum. — Skiptist bókin í þrjá kafla, sem heita: Kvartélaskiptastemmningar, Keflavíkursöngvar og Kómíkur- tímaspeglanir. Kristinn Reyr birti um skeið gamankveðskap sinn undir dul- nefninu Fuglinn, svo sem í Spegl- inum, Faxa og fleiri ritum. Er þann kveðskap að finna í þessari bók, en annað efni hennar hefur hvergi birzt áður. Mislitar Fanir eru sjötta bók höfundar, en þær fyrri eru: Suð- ur með sjó, Sólgull í skýjum, Turnar við Torg, Teningum kast- að, Minni og menn. Mislitar fanir hafa að geyma 42 kvæði. Bókin er 112 blaðsíður, prentuð í Alþýðuprentsmiðjunni h.f. Myndamót: Litróf, bókband: Félagsbókbandið. Höfundur gerði kápu- og kaflateikningar. Þorsteinsson, Héðinn Jónsson, Jensína Jónsdóttir og Þórður Gunnarsson hverfa sem kennarar frá skólanum, en nýir fastakenn- arar við skólann verða Jens Sumarliðason, Gylfi Garðarsson, Árni Óláfsson og Magnús Aðal- björnsson, auk sex nýrra stunda- kennara. Alls verða 37 kennarar við skólann. Barnaskóli Akureyrar var settur 1. okt. I skólanum eru í vetur um 800 börn. Bekkjardeildir eru 28. Nýir kennarar eru Halldóra Þór- hallsdóttir og Hulda Árnadóttir. Handavinnu drengja kenna Þórð- ur Friðbjarnarson og Jens Halse. Oddeyrarskólinn var settur s.l. laugardag. Þar eru um 350 börn við nám í vetur, og skólahúsið hefur nú allt verið tekið til notkun- ar og umsjónarmaður ráðinn að skólanum, Torfi Vilhjálmsson. Glerárskólinn var settur 1. okt. Nemendur eru 108. Kennaralið óbreytt. Iðnskólinn var settur 1. okt. Nemendur eru 140—150. Kennsla 4. bekkjar fer fram í Húsmæðra- skólanum til áramóta, en 3. bekkjar eftir áramót. Kennsla 1. og 2. bekkjar fer aðallega fram í Gagnfræðaskólanum. T œkniskólinn, undirbúnings- deild, ný skólastofnun hér, var settur 3. okt. Skólastjóri er skóla- stjóri Iðnskólans, Jón Sigurgeirs- son, auk hans kenna við skólann Aðalgeir Pálsson, rafmagnsverk- fræðingur, Aðalsteinn Jónsson, efnaverkfræðingur og Skúli Magnússon, gagnfræðaskólakenn- ari. Nemendur eru 13, kennt er í Geislagötu 5. Tónlistarskólinn var settur s.l. föstudag. Nemendur eru 50—60, og aðalkennarar þeir sömu og s.l. ár. Karlakór Akureyrar óskar eftir nýjum söngmönnum í hópinn. Hafiff samband viff Jónas Jónsson, Hrafnagilsstræti 23, sími 2138. Kj ördæmisráð Alþýðuflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra hélt fund á Húsavík s.l. sunnudag. Mæt'tir voru fulltrúar af Akureyri, Húsavík, úr S.-Þing. og Raufar- höfn, en fulltrúar af Dalvík, Ólafs- firði og Þórshöfn gátu ekki komið því við að mæta. . Formaður kjördæmisráðs, Bragi Sigurjónsson, setti fundinn og nefndi til fundarstjóra Einar M. Jóhannesson, Húsavík, og fundarritara Sigursvein Jóhannes- son, Akureyri. I ályktunarnefnd voru til- nefndir Friðjón Skarphéðinsson, Steindór Steindórsson, Tryggvi Sigtryggsson, Guðmundur Hákon- arson og Einar F. Jóhannesson. Á fundinum voru mörg mál Leikfélag Akureyrar er nú að hefja vetrarstarfsemi sína og standa nú yfir æfingar á Þrett- ándakvöldi eftir W. Shakespeare. Þetta er í fyrsta skipti sem L.A. ræðst í að sýna leikrit eftir Shake- speare og er það nú gert til að minnast 400 ára afmælis þessa höfuðsnillings enskra bókmennta, en verk eftir hann verða á þessu leikári sýnd víða um heim. Leik- urinn er í 5 þáttum og eru hlut- verk 17 talsins. Með stærri hlutverk fara Björg Baldvinsdóttir, Þórhalla Þor- steinsdóttir, Brynhildur Stein- grímsdóttir, Guðmundur Gunn- arsson, Jóhann Ögmundsson, Jón Kristinsson, Sigtryggur Stefáns- son, Haraldur Sigurðsson o. fl. Búningar eru fengnir að láni frá London og eru í þeim klass- iska stíl sem tilheyrir Shakespeare- sýningum. Stjórnandi söngva og undirleiks er Guðm. Kr. Jóhanns- son. Leikstjóri er hinn kunni leik- ari og leikstjóri Ágúst Kvaran, en hann lék eitt stærsta hlutverkið, fíflið, í Reykjavík árið 1926 við rædd, bæði flokksmál og landsmál og gerðar ályktanir um ýmis þau mál, sem nú eru efst á baugi. Verður heildarályktun fundarins birt í næsta blaði. Eftirfarandi tillaga kom fram á fundinum og var samþykkt ein- róma: „Fundur kjördæmisráðs Al- þýðuflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra, haldinn á Húsavík 6. okt. 1963 þakkar ráðherrum flokksins giftudrjúg störf í ríkis- stjórn og örugga forystu þeirra í þeim höfuðmálum, sem undir þeirra ráðuneyti lúta, svo sem félags- og menningarmálum, hafn- ar- og sjávarútvegsmálum og ut- anríkismálum. Telur fundurinn rétt að halda hina ágætustu dóma. Frumsýning er ráðgerð seint í þessum mánuði. Aðalfundur L.A. var haldinn í Samkomuhúsinu s.l. sunnudag og var þar rætt um fjármál L.A. og vetrarstarfið. Eðvarð Sigurgeirs- son sýndi kvikmyndir af gömlum leiksýningum hér, Gamla Heidel- berg og Lénharð fógeta 1945. Félagatala L.A. er nú 53 og hef- ur aldrei verið meiri í sögu fé- lagsins. Félagið hefur í samráði við húsvörð Samkomuhússins, Jón Kjartansson, látið lagfæra og mála æfingasal og búninga- geymslu L.A. í Samkomuhúsinu. Þá hefur félagið einnig í hyggju að konia upp lítilli skrifstofu í Samkomuhúsinu, sem verði opin hálfsmánaðarlega fyrir félags- menn og aðra leiklistarunnendur, sem vildu kynna sér leikrita- og myndasafn félagsins. Stjórn L.A. skipa nú Jóhann Ögmundsson form., Haraldur Sigurðsson rit- ari, Kristján Kristjánsson gjald- keri. (Frétt frá L.A.). núverandi stj órnarsamstarfi áfram, meðan reynslan sýnir, að hægt er að þoka þar fram stefnu- málum Alþýðuflokksins og auka þannig velmegun þjóðarinríar. Treystir fundurinn því, að ráð- herrar flokksins haldi, svo sem þeir hafa gert, fast og vel á mál- stað hans.“ Stjórn kjördæmisráðsins skipa nú: Bragi Sigurj ónsson, Akureyri, formaður, Steindór Steindórsson, Akureyri, ritari og Einar M. Jó- hannesson, Húsavík, gjaldkeri. Varastjórn skipa: Kristján Jó- hannesson, Dalvík, Magnús E. Guðjónsson, Akureyri, og Sig- urður Guðjónsson, Ólafsfirði. Hásetahlutur á Ólafi Magnússyni nær 130 þús. kr. Ólafur Magnússon, eitt af skip- um Valtýs Þorsteinssonar, Akur- eyri, varð með aflahæstu síld- veiðiskipunum í ár. Hásetahlutur mun hafa orðið tæpar 129 þús. kr. að því er einn hásetinn hefur skýrt Alþm. frá. Stöðumælar settir upp í Hafnarstræti I gærmorgun komu til notkun- ar nær 20 stöðumælar í Hafnar- stræti hér í bæ. Gjald fyrir 30 mín. stöðu kostar þar nú 2 kr., og er þessi háttur á hugsaður til öryggis og auðveldunar í umferðinni. Stöðumælarriir eru settir upp að ósk umferðarnefndar og sam- þykkt bæjarstjórnar, en koma seinna í notkun en til var ætlazt vegna óviðráðanlegra tafa við út- vegun og uppsetningu mælanna. Bæjarstjórn hefur samþykkt reglugerð fyrir stöðumælana, og það er von hennar og stjórnenda umferðamála í bænum, að al- menningur taki þessari nýbreytni vel. Bifreiðarstjórar gæti þess að leggja rétt við mælana og allir bæjarbúar verði samtaka um að forða skemmdum á hinum dýru tækjum, mælunum. Leikfélag Akureyrar æfir Þrettándakvöld

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.