Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.10.1963, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 08.10.1963, Blaðsíða 4
KjMum tMhfcalar reittor stuinmflir i tlMskjör Á fundi kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Húsavík s.l. sunnudag var einróma samþykkt svofelld ályktun: „Fundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, lialdinn á Húsavík 6. okt. 1963, færir kjósendum flokksins beztu þakkir fyrir starf og stuðning í alþingiskosningunum s.l. vor. Fundurinn harmar hins vegar að sjálfsögðu og telur mikinn skaða fyrir kjördæmið, að Alþýðuflokkurinn fékk eigi kjörinn þingmann í kjördæminu, og skorar á alla flokksmenn og velunnara flokksins að leggja fram enn aukið starf, svo að við næsta alþingiskjör hljóti flokkurinn þingmann úr kjördæminu." Níkil ufsneiij víi OríimeT i nmar 3477 býli aí 4550 býlii alls höfðn verið í árslok 1962 Uppgripaafli af ufsa var við Grímsey í sumar, en annar afli hefur að verulegu leyti brugðizt. Þannig liafa þorskveiðar við eyna brugðizt að mestu í sumar. Rauðmagaveiðar brugðust einnig að verulegu leyti, meðal annars vegna gæftatregðu í vor. Þá er svipaða sögu að segja af síldar- vertíðinni. I sumar var aðeins saltað í 1077 tunnur í Grímsey en í fyrra nam söltun þar nær fer- földu magni, eða um 4 þús. tunnur samtals. Sýslunefnd Eyjafjarðar- sýslu mælir með sfofnun héraðsskóla í sýslunni Á fundi sýslunefndar Eyja- fjarðarsýslu þessa árs var sam- þykkt svofelld ályktun: „Sýslufundur Eyj afj arðarsýslu 1963 lýsir. eindregnum stuðningi sínum við tillögu þá til þings- ályktunar, sem fram kom á síðasta Aþingi um héraðsskóla í Eyja- fjarðarsýslu. Telur sýslunefndin þetta brýnt nauðsynjamál og skor- ar á Alþingi og ríkisstjórn -að hrinda því í framkvæmd svo fljótt sem auðið verður.“ Flutningsmaður þingsályktunar- tillögu þeirrar, sem hér er vitnað til, var Ingvar Gíslason, alþm. Alþýðumaðurinn vill taka und- ir það álit sýslunefndar, að hér sé nauðsynjamáli hreyft, og æski- legt sé, að því verði hið fyrsta komið í framkvæmd, þar eð mik- ill hörgull er á skólarými fyrir ungmenni sýslunnar og oft um langan veg að sækja til úrlausnar, stundum meiri og minni bið á, að hún fáist. Fullvíst er, að afkoma Gríms- eyinga hefði orðið bágborin, ef ufsaveiðarnar hefðu ekki bjargað vertíðinni hjá þeim. Tólf Gríms- eyjarbændur lögðu stund á ufsa- veiðar í vor og sumar og öfluðu samtals um 900 lestir. Að afla- verðmæti nemur það nokkuð á 2. millj. króna. I vor keyptu Grímseyingar tvo stóra snurpiboðarbáta með vél- um, nælonnótum og öðru tilheyr- andi, sem áður hafði tilheyrt Snæ- fellinu á Akureyri, og notuðu þá m. a. til ufsaveiðanna. Örstutt var á miðin, og eins og fyrr segir, uppgripaafli í allt vor og sumar. Til þess að koma aflanum frá sér leigðu Grímseyingar 15 lesta hót frá Húsavík, „Hrönn“, sem flutti ufsann ýmist til Hjalteyrar, Ólafsfjarðar, Siglufjarðar, Húsa- víkur eða Sauðárkróks, þar sem fiskurinn var seldur fyrir kr. 2.36 pr. kg. Stundum barst það mikill afli á land í Grímsey, að eyjar- skeggjar urðu að fá fleiri báta til flutnings. Galdrameistarann norður við heimskaut kallar hann sig, er norskur og gengur undir nafninu Bobby. Hann er frá bænum Skien og skemmtir þessa viku á Hótel KEA. Bobby kveður sig víða hafa sýnt galdrabrögð sín, fyrst og fremst í Noregi og allt norður á Svalbarða. Meðal töfrabragða sinna nefn- ir hann könnu, sem aldrei tæmist, en forvitnum er bezt að sjá með eigin augum, hvort hann skýrir þar rétt frá. í árslok 1962 töldust 5450 býli hér á landi, og höfðu 2.458 þeirra þá hlotið rafmagn frá samveitum, Séra Fjalar Sigurjónsson hverfur fró Hríseyjar- og Árskógsprestakalli Að því er Alþm. hefur fregnað, mun séra Fjalar Sigurjónsson, sem um allmörg ár hefur gegnt Hríseyjar- og Árskógsprestakalli við ágætar vinsældir, hverfa frá því brauði nú á haustdögum og taka Kálfafellsstað í Suðursveit. Auk sálusorgarstarfs síns hefur séra Fjalar haft á hendi fyrir Hrís- eyjarbúa margháttuð félagsmála- störf, svo sem löngum hefur verið hlutskipti góðra presta, og er sókn- arbörnum hans mikil eftirsjá að honum og f j ölskyldu hans úr Hrís- ey- Tryggvi Helgason athugar ný kaup á flugvélum Tryggvi Helgason flugmaður á Akureyri dvelur vestan hafs um þessar mundir, og er að athuga um kaup á litlum flugvélum hjá bandaríska hernum, er heppilegar þættu til styttri flugferða hér á landi. Vélar þær, sem fyrst komu til athugunar voru tveggja hreyfla og eitthvað notaðar. Tryggvi Helgason á 3 kennslu- flugvélar fyrir og sjúkraflugvél- ina, sem er þeirra stærst og tekur 5 manns. flaug frá Akureyri fyrra föstudag tilReykjavíkur. Var hann frúHall- dóra Jónsdóttir, kona Karls Magnússonar, járnsmiðs hér í bæ, en systir Björns Jónssonar, al- þingismanns. Með henni tóku sér og far maður hennar og dóttir, en er suður kom, tók forstjóri F.Í., Örn Johnsen, móti frú Halldóru og færði henni fagran blómvönd frá félaginu og bauð henni, manni hennar og dóttur í Þjóðleikhús- kjallarann og að sjá leikritið Gísl í Þjóðleikhúsinu. Fargjöld þeirra en 1019 frá einkarafstöðvumyeða alls 3477 býli verið rafvædd. Samkvæmt rafvæðingaráform- um 1963 og 1964 eiga 571 býli til viðbótar að hafa fengið rafmagn í árslok 1964, eða alls ættu þá um 4050 býli af 5450 býlum að hafa verið rafvædd. Ef gert er ráð fyrir, að rafvæð- Eins og Alþmi hefur sagt frá, tekur senn til starfa nýr heima- vistarbarnaskóli að Laugalandi á Þelamörk. Er hann ætlaður fyrir börn úr Glæsibæjar-, Skriðu- og Öxnadalshreppum. Skólastjóri hefur verið settur Tveir guðfræðingar útskrifasf' í gær luku tveir guðfræðingar prófi við Háskóla íslands, þeir Bolli Þ. Gústavsson, Akureyri, og Lárus Þ. Guðmundsson frá ísa- firði. i Bolli og Lárus eru báðir stúd- entar héðan úr Menntaskólanum. SNORRI ÁSKELSSON setjari, andaðist 1. okt. s.l. Varð bráðkvaddur við vinnu sína í prentsmiðjunni Gutenberg í Rvílc. Snorri heitinn var lengi starfs- maður í Prentverki Odds Björns- sonar, annálsfær vélsetjari og öndvegismaður að dómi allra, er kynntust honum. hjóna og dótturinnar voru endur- greidd. Þess skal hér getið, að fyrsti far- þegi F.í. var Ingólfur Kristjáns- son, bóndi á Jódísarstöðum. Sú ferð var farin 4. júní 1938. Frá þeim degi, unz frú Halldóra Jóns- dóttir steig um borð í farkost F.Í., hefur það flutt 734.683 farþega innanlands og 265.317 farþega landa milli. Eftir 21 árs starf hafði F.í. flutt 500 þús. farþega, en 51/? ári betur milljón. Hröð þróun má segja í loftsamgöngum. rafvædd ing hvers býlis, sem þá er eftir — um 1400 talsins -—- kosti ríkið 100 þús. kr., sem mun algert lágmark, eða alls um 140 millj. kr., hlýtur sú spurning að vakna, hvort ekki sé hagkvæm lausn fyrir alla aðila, að sum þessara býla séu lögð nið- ur, en ríkið aðstoði bændur á þeim með myndarlegum hætti til að kóma sér upp nýju býli, þar sem allar aðstæður væru hag- felldar. Jóhannes Óli Sæmundsson, áður námsstj óri á Austurlandi, en kenn- arar Sæmundur Bjarnason, mörg ár skólastjóri í Hrísey, og Guð- rún Jónsdóttir, kona hans. Þá er risið að Litlu-Laugum í Reykj adal nýtt barnaskólahús, sem taka á til notkunar í vetur. Skólastjóri þar er Dagur Sig- urjónsson, en kennari Ingigerður Jósefsdóttir. K. A. sigraði Meistaramóti Norðurlands í knattspyrnu lauk fyrra sunnudag hér á vellinum með leik KA og Þórs. Sigraði KA með 1:0 og hlaut miestaratignina. Aðeins þrjú félög tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Hið þriðja var HSÞ. Fyrri leikirnir fóru þannig, að Þór vann HSÞ með 4:2 og KA vann HSÞ með 7:3. Vann KA því mótið á 4 stigum. RISÁSKJALDBAKA Hinn 1. okt. fannst á reki á Steingrímsfirði vestur skjald- baka, sem reyndist rúml. 2 m á lengd, og breiddin. var 1,4 m og bægslin auk þess um 1 m. Hún vóg yfir 700 pund. Fundur skjaldböku þessarar er að því leyti merkur, að slíkt er einsdæmi hér við land. Skjald- bökur þessarar tegundar eiga heimkynni sín í mun heitari höf- um. ALÞÝÐU MAÐURINN miljóiiasiti farþegri _ Flagfélags Islauds Tveir nýir skólar

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.