Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.10.1963, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 08.10.1963, Blaðsíða 2
2 RITSTJÓRI: BRAGI SIGURJÓNSSON . BJARKARSTÍG 7 . SÍMI 1604 ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUREYRAR . VERÐ KR. ; ■ 70.00 Á ÁRI . LAUSASALA KR. 2.00 BLAÐIÐ . SETNING OG .- ■ ' PRENTUN: PRENTSMIOJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. . AKUREYRt HHHBHBBBSBHHBHBHEHHHBBBHBEflHHHBHHBHHBHBHBHHHHflHEHBnHI^HHHHHH Hlyti lianii fylg:i§tap af hófsamari malfliitiiin^i? Það er löngu orðið samróma álit allra óhlutdrægra manna, að núverandi stjórnarandstaða Framsóknarfl. sé sú illvígasta og ófyrirleitnasta stjórnarandstaða, sem hér í landi hafi verið rekin um áratuga skeið. Jafnvel kommúnist- arnir séu hófsamari. Aðeins stjórnarandstaða Sjálfstæðis- flokksins gegn vinstri stjórninni geti talizt hafa jaðrað við ófyrirleitni Framsóknar í málflutningi nú — en hafi þó verið málefnalegri. Meðan Sjálfstæðið var í sínum heiftarham gegn vinstri stjórninni, hafði forysta Framsóknarfl. mjög á orði, að þannig væri ekki hægt að túlka landstjórnarmál, eins og Sjálfstæðið gerði, nema fyrir dómgreindarlausar hóp- og flokkssálir. Er þá Tíminn — og Dagur — að lýsa áliti sínu á kjós- endum Framsóknar með málflutningi sínum nú? Óttast þeir fylgistap hjá „dómgreindarlausum hóp- og flokkssálum“ sínum, ef þeir rangtúlka hlutina ofurlítið minna? Þannig spyrja nú margir, og þykir satt bezt að segja Fram- sókn sýna fylgjendum sínum furðulega fyrirlitningu. Eitt slíkt dæmi getur að líta í blaðinu Degi s.l. laugardag í rammaklausu, er ber nafnið Þriggja mánaða ganga. Þar er ríkisstjórnin sökuð um að hafa orsakað eftirfarandi m. a. undanfarna þrjá mánuði: 1) 600 millj. kr. óhagstæðan viðskiptajöfnuð 8 fyrstu mán- uði ársins. Ekkert minnzt á, að öll síldarframleiðslan er ókomin teknamegin í gjaldeyrisviðskiptin. 2) Vinnudeilur, en undan skotið, að þær hafa yfirleitt verið leystar án alvarlegra verkfalla og án afskipta ríkisvalds- ins. 3) Verðhækkanir á vörum, en ekki nefnt, að verðhœkkanir á innkeyptri vöru stafa í nœr öllum tilfellum af hœkk- unum á heimsmarkaðsverði, hvað ísl. ríkisstjórn ræður næsta lítið við, en innlend vara — m. a. búvara — hefur hækkað a. m. k. að meginhluta vegna kauphækkana, sem ríkisstjórnin liefur varað við, en Framsóknarfl. talið sér hagkvœmt að stuðla að. 4) Afnám viðskiptafrelsis. Hitt ekki nefnt, að „afnámið“ felst í þrengri lieimild til viðskiptaskuldar erlendis en verið hefur um skeið, og er þó viðskiptafrelsi áfram drjúgum meira en var fyrir tíð núverandi ríkisstjórnar. 5) Þá er ríkisstjórnin sökuð um að hafa valdið upplausn í menningarmálum: „Þjófnaðir, rán, ávísanafals, sjóð- þurrðir, líkamsárásir, fjöldavitfirring ungmenna, vinnu- svik og nauðganir,“ eins og segir í grein Dags. Oss verður aðeins á að spyrja: Hvers konar þjóð er það, sem ein ríkisstjórn getur snarbrjálað svo sem Dagur segir Hver d oð bera kostnoðinn a{ ouglýs- ingum og uppsetningn merkja! Ntrætisvagfnanefnd ikilar álifi Hinn 5. febr. s.l. kaus bæjar- stjórn Akureyrar þriggja manna nefnd til að gera tillögur til bæjar- stjórnar — í samráði við for- stjóra Strætisvagna Akureyrar — um betra skipulag ferða og bætta þjónustu vagnanna. I nefndina voru kjörnir: Arn- þór Þorsteinsson, Arni Jónsson og Jón Ingimarsson, og hinn 1. þ. m. komu tillögur hennar fyrir bæjarstjórn, og hljóðaði bréf nefndarinnar til bæjarstjórnar um hlutverk sitt, starf og tillögur þannig: „Strætisvagnanefndin, sem kos- in var á bæjarstjórnarfundi 5. febrúar s.l. til þess að gera tillögur til bæjarráðs, um bætta strætis- vagnaþjónustu í bænum, hefur haldið nokkra fundi, rætt við framkvæmdastjóra strætisvagn- anna, Jón Egilsson, og ennfremur kynnt sér flest, sem að rekstri vagnanna lýtur. Nefndin gerir eftirfarandi til- lögur til bæjarráðs: 1. Að MýrarvÉigur verði gerður akfær á milli Norðúrbyggðar og Vanabyggðar, til þess að hægt verði að taka upp nýja leið á suðurbrekkunni. 2. Að athugaðir verði möguleik- ar á því að endurbæta veginn, meðfram Lundgarði í Glerár- hverfi. 3. Að sett verði upp um 40 skilti (sem munu vera til) á þeim stöðum, sem strætisvagnarnir hafa viðkomu. 4. Að strætisvagnaleiðirnar séu auglýstar vel í blöðum, enn- fremur með því að gefin verði út sérstök auglýsingaspj öld, í karton stærð, þar sem til- greindar séu ferðir vagnanna, og þeim dreift til bæjarbúa. 5. Nefndin hefur samið ferða- áætlun fyrir strætisvagnana frá 1. okt. þ. á. í samráði við framkvæmdastjóra vagnanna, Jón Egilsson. Er í þessari nýju áætlun leitast við að koma til móts við óskir þær, sem nefnd- inni hafa borizt og nefndin telur að horfi til bóta. Má þar m. a. benda á kvöldferðir alla daga til kl. 11. Vagnarnir verða nú við sjúkrahúsið 5 mínútur yfir þrjú og 5 mínút- ur yfir 4 daglega, og á flest- um leiðum eru nýjar götur teknar inn í leiðirnar o. fl. o. fl. 6. Nefndinni hefur verið ljóst, að eitt stærsta málið varðandi bætta strætisvagnaþjónustu í bænum væru vagnarnir sjálfir, og væri því mikils um vert, að strætisvagnarnir séu af full- komnustu gerð á hverjum tíma. Nefndin hefur rætt þessi mál m. a. nokkrum sinnum við Jón Egilsson, framkvæmda- stjóra. Hefur hann sýnt mik- inn áhuga og skilning á þessu máli, og er árangurinn sá, að nú hefur f ramkvæmdastj óri strætisvagnanna fest kaup á tveimur nýjum vögnum af Volvo-gerð, annar með sæti fyrir 36 farþega og stæði fyrir 24 eða fyrir 60 manns, hinn með sæti fyrir 30 manns og stæði fyrir 30, einnig samtals 60 manns. Er fyrri vagninn væntanlegur um n.k. áramót, en liinn á fyrrihluta næsta árs. Að lokum viljum við taka fram, að þótt oss sé ljóst, að við ýmsa örðugleika sé að etja í sambandi við rekstur strætisvagna hér í bænum og öll vandamál verða eigi leyst með skjótum hætti, þá lítur nefndin hins vegar svo á, að ef bæjarráð og bæjarstjórn tekur þær tillögur til greina, sem nefnd- in hefur orðið sammála um, þá teljum við, að þessi strætisvagna- mál komist í betra horf. Við teljum svo hér með að nefndarstarfi okkar sé lokið. Virðingarfyllst. Arnþór Þorsteinsson. Jón Ingimarsson. Um lið 3 og 4 í tillögunum urðu nokkrar umræður. Spurðist Ingólfur Árnason fyrir um það, hver ætti að sjá um uppsetningu merkja og kosta það verk, svo og auglýsingar. Bæjarstjóri kvaðst telja, að það ættu Strætisvagnar h.f. að gera, enda mundu þeir hafa gert svo fyrr varðandi merki og auglýsingar, er snertu rekstur þess. Jón Ingimarsson dró í efa, að þetta væri rétt, og raunar skipti ekki máli, hvor aðilinn gerði þetta, bara að það væri gert. Bær- inn styrkti fyrirtækið Strætis- vagna Akuröyrar h.f. hvort eð væri, eins og allir vissu nánast eins og það bæði um og „kontrol“- laust. Ingólfi Árnasyni þótti það furðuleg skoðun, að sama væri, hvort bærinn eða fyrirtækið bæri ca. 30—40 þús. kr. kostnað. Bær- inn fyndi kannske engin ósköp fyrir þessu, en fyrirtækið munaði verulega um að losna við nefnd útgjöld, og að sínu áliti kæmi ekki annað til greina en að það ætti að bera þennan kostnað. • Arnþór Þorsteinsson sagði, að nefndin hefði ekki talið í sínum verkahring að kveða á um, hver bæri kostnað af úrbótum, heldur gera tillögur um þær. Það hefði hún gert og skilað góðu starfi að sínu áliti. Stefán Reykjalín lagði til, að ágreiningsliðunum yrði vísað til bæjarráðs með heimild til úr- lausnar. Var svo samþykkt. Ritstjórasbipti við Alþýðublalið Gísli J. Ástþórsson, sem verið hefur ritstjóri Alþbl. nokkur und- anfarin ár við ágætan orðstír, hef- ur nú látið af ritstjórn þess, en við tekið Gylfi Gröndal, ritstjóri Fálkans undanfarið, snjall og hugkvæmur blaðamaður. Þá hefur Björgvin Guðmunds- son, aðstoðarritstjóri við Alþýðu- bl. nokkur undanfarin ár og áður mörg ár fréttastjóri þess, fjölhæf- ur og duglegur blaðamaður, einnig hætt störfum við blaðið. Fréttastjóri verður Árni Gunnars- son, sem undanfarið hefur verið blaðamaður við Alþbl., en rit- stj órnarfulltrúi verður Eiður Guðnason. Þá hefur Sunnudagsblaðið aftur hafið göngu sína, og nú í nýju broti. Ritstjóri þess er Högni Egilsson. Árni Jónsson.“ með þriggja mánaða göngu? Ætli þeir séu ekki fáir annars meðal hugsandi manna þjóðarinnar, sem afgreiða framan- greindar þjóðfélagsmeinsemdir á jafneinfaldan hátt og ritari Dagsrammans: Bara að ásaka ríkisstjómina! Spurningin er: Fyrir hvaða fávita er blaðið að skrifa? Ber að skilja þessi skrif svo, að það sé skoðun Fram- sóknarforystunnar, að flokkurinn tapaði fylgi, ef hann ræddi viðfangsefnin málefnalega?

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.