Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.06.1965, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 03.06.1965, Blaðsíða 4
4 Búdarfundír KEA Tjónabœtur Samvinnutrygginga 95,25 prc aj iðgjöldum Nýlega er lokið svonefnduni búðarfundum Nýlenduvöru- deildar K/E. A., en fyrir tveim- ur árum tók deildin upp þá ný- breytni að bjóða húsmæðrum til stuttra funda í útibúa því er þær verzluðu við. Samtals sóttu þessa fundi 170 húsmæður. Rætt var um tilgang búðarfundanna, kjörbúðirnar, vörufjölbreytnina, þjónustuna í búðunum, kassamjólkina, heim- sendingarnar, arðmiðana, stofn- sjóðinn, Sjafnarvörurnar, Flóru- vörurnar, brauðin, smjörlíkið o. fl. o. fl. Við rjúkandi kaffi var rætt Akureyri er landsfræg fyrir blýleika og fagurt umhverfi og eru Akureyringar að vonum stoltir af slíkri viðurkenningu og er það í fyllsta máta mannlegt, og eigi skal ég mótmæla því, að bærinn er fagur, en nægir sú notalega fullvissa ein til að tryggja framlíðargengi höfuð- staðar Norðurlands? Mér er það mjög til efs, og rökin fyrir efunargirni minni eru húsalóftir og auð steinhús vitt um sveitir landsins, þar sem töfrandi fegurð ríkir þó í al- mætti sínu. Nokkur kynni mín af bænum síðustu daga, eftir nær 20 ára fjarveru, kom mér til að hrökkva ónotalega við, því að mér virtist blasa við lík mynd og af blóm- legu bóndabýli, er áður vitnaði um stórbug og reisn ráðenda, en hnípir nú staðnað og dæmt lil auðnar. Það var-líkt því og Akureyr- ingar hefðu sofið að mestu öll þessi ár, aðeins rofið blundinn öðru hvoru og lagt þá nokkra götu spotla og fáeinar gangstétL- arhellur og dundað við breyl- ingar á ráðhúslausu Ráðhús- torgi, en svo hafi verið liægt á sér á ný í notalegri fullvissu um yndisleik staðariris. um málin fa áhuga og hrein- skilni. Kornu húsmæðurnar með margar góðar tillögur og ábend- ingar sem teknar verða til greina, enda aðalmarkmið þessara funda að komast eftir óskum félags- manna og v.iðskiptavina svo að verzlunin megi þjóna þeiin sem bezt. Á öllum fundunum mætti deildarstjóri Matvörudeildar, eftirlitsmaður matvörubúðanna og útibússtjóri viðkomandi úti- bús. Meðfylgjandi mynd er búðarfundinum í Ránargötu 10. Á meðan hefur Reykjavík orðið ríki í ríkinu og nýr kaup- staður hefur þotið upp í ná- grenni höfuðborgarinnar, sem innan líðar mun vera orðinn fjölmennari en Akureyri. Fh'amsókn segir með rétLu að ekki sé hægt að lifa á rómantík einni saman í sveilum landsins. Má ekki sama segja um Akur- eyri og væri þess vegna ekki rétt að vakna Akureyringar? Þið getið notið fegurðar bæj- ar ykkar og umhverfis, þótl hressandi gustur framsækni og stórhugar rífi upp mosaskófir stöðnunar og athafnaleysis. Annars mun Islandssagan ár- ið 2000 greina frá því, að Stór- Reykvíkingar séu búnir að kaupa upp eyðistaðinn Akureyri og þar hyggist þeir eyða sumarleyfi sínu í hrífandi fegurð Súlna og Vaðlaheiðar. Gestur. Munið minningarspjöld Kvenfé- lagsins Hlífar. Ollum ógóSa varið til fegrunar við BarnaheimiliB Pálm- holt. Minningarspjöldin fást-1 Bóka- búð Jóhanns Valdemarssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttur, Hliðarg. 3. Náttúrugripasafnið er opið al- menningi á sunnudögum kl. 2—4 Aðalfundir Samvinnutrygg- inga go Líftryggingafélagsins Andvöku voru haldnir í Keflavík 21. þ. m. Fundinn sátu 14 fuU- trúar víðsvegar að af landinu, auk stjórnar og nokkurra starfs- manna félaganna. I upphafi fundarins minntist formaður stjórnarinnar, Er- lendur Einarsson, forstjóri, Karls Hjálmarssonar fyrrv. kaupfélagsstjóra, sem lézt á s.l. ári, en hann hafði átt sæti í full- trúaráði félaganna frá upphafi til ársins 1961. F undarstj óri var kj örinn Svavar Árnason, oddviti, Grinda- vík, en fundarritarar þeir Oskar Jónsson, fulltr., Selfossi, Jón Einarsson, fulltr., Borgarnesi, og Jón S. Baldurs, fyrrv. kaup- félagsstjóri, Blönduósi. Stjórnar- formaður, Erlendur Einarsson, forstjóri, flutti skýrslu stjórna félaganna, og framkvæmdastjór- inn, Ásgeir Magnússon, skýrði reikninga þeirra. Félögin fluttu aðalskrifstofur sínar á árinu 1964 í nýtt eigið ' • húsnæði að Armúla 3 í Reykja- vík. Jafnframt var gerð róttæk breyting á skipulagi félaganna. Hin gamla deildaskipting var lögð niður og ný tekin upp, en ýlarfega var skýrt frá hinu nýja fyrirkomulagi í blöðum og út- varpi á sínum tíma. Á árinu opnuðu félögin nýja umboðsskrifstofu með Sam- vinnubankanum í Hafnarfirði, á Akranesi og á Patreksfirði og Kaupfélag Isfirðinga opnaði sérslaka vátryggingadeild, sem annast umboðsstörf fyrir félögin á Isafirði. Heildargjaldatekjur Sam- vinnulrygginga námu á árinu kr. 154.969.240 og höfðu aukizt um kr. 24.900.541 eða um 19.14% frá árinu 1963. Er um að ræða. iðgjaldaaukningu í flestum tryggingagreinum, en nokkuð mismunandi eftir teg- udnum. Heildarljón Samvinnutrygg- inga á árinu námu kr. 144.508.- 082, og höfðu aukist um Kr. 53.948.016 eða um 59.57% frá árinu 1963. Er þetta mesta aukn- ing tjónabóta á einu ári í sogu félagsins og tjónaprósentan er nú 93.25% af iðgjöldum á móti 69.6% árið áður. Mjög mikið tap varð á ábyrgð artryggingum bifreiða og reynd- ist því óhj ákvæmilegt að hækka iðgjöldin verulega frá 1. maí 1965. Þrátt fyrir hin gífurlegu tjón reyndist unnt að endurgreiða tekjuafgang að upphæð kr. 4.450.000 á móti kr. 7.050.000 árið áður, og eru þá heildar- greiðslur tekjuafgangs frá upp- hafi orðnar kr. 56.170.736. Bónusgreiðslur til bifreiðaeig- enda fyrir tjónlausar tryggingar námu kr. 8.611.000 á árinu. Iðgjaldatekjur Líftrygginga- félagsins Andvöku námu kr. 2.396.000 1964. Tryggingastofn nýrra líftrygginga á árinu nam kr. 12.597.000 og trygginga- stofninn í árslok kr. 113.382.000. Trygginga- og bónussjóðir námu i árslok röskum 27 millj. króna. Úr stjórn áttu að ganga Er- lendur Einarsson, Jakob Frí- mannsson og Karvel Ogmunds- son og voru þeir allir endur- kjörnir. All miklar umræður urðu um tjónavarnir og öryggis- mál og voru eftirfarandi álykt- anir þar að lútandi samþykktar einróma: „Átjándi aðalfundur Sam- vinnutrygginga haldinn í Kefla- vík 21. maí 1965, varar ein- dregið við hinni sívaxandi verð- bólgu, er hefur, auk annarra skaðlegra áhrifa, leitt til aukins reksturskostnaðar tryggingafé- laga og stóraukinnatjónabóta, sem félögin hafa óhjákvæmilega orðið að mæta með hækkuðum iðgjöldum. Fundurinn vekur athygli á þeim geigvænlegu fjárupphæð- um, sem fara forgörðum hér á landi á ár.i hverju vegna slysa og annarra óhappa. Tjónabætur tryggingafélaganna námu á fimmta hundrað milljóna króna á s.l. ári og er þá engin tilraun gerð til þess að meta til fjár þær hörmulegu afleiðingar slysa, sem aldrei verða með peningum bætt- ar. Skorar því fundurinn á lands- menn alla að gera nú stórátak til þess að draga úr hinum tíðu slysum og afleiðingum þeirra, en slíkt álak er jafnframt raunhæf- asta skref.ið til þess að lækka- iðgjöldin. Hvetur fundurinn til sam- starfs um þessi mál á sem breið- ustum grundvelli og lýsir því yfir, að Samvinnutryggingar munu nú sem fyrr veita hvern þann stuðning til úrbóta, sem þær megna.“ „Átjándi aðalfundur Sam- vinnutrygginga haldinn í Kefla- vík 21. maí 1965 vill að gefnu tilefni beina þeirri áskorun til viðkomandi yfirvalda, að þau lilnefni jafnan fulltrúa frá trygg- ingafélögunum í þær nefndir, sem þau skipa til þess að fjalla um öryggis- og umferðarmál.“ I tilefni af samþykkt danska Jrjóðþingsins á afhendingu ís- Ienzku handritanna samþykkti fundurinn, að Samv.innutrygg- ingar afhentu handritastofnun íslands að gjöf kr. 100.000, sem varið yrði til áhaldakaupa eftir nánara samkomulagi við for- stöðumenn Handritastofunar- innar. Að loknum aðalfundinum liélt stjórnin fulltrúum og allmörgum gestum af Suðurnesjum hóf að Aðalveri í Keflavík. Stjórn félaganna skipa: Er- lendur Einarsson, formaður, ís- leifur Högnason, Jakob Frí- mannsson, Karvel Ogmundsson og Ragnar Guðleifsson. Framkvæmdastj óri félaganna er Ásgeir Magnússon. Seinpfmtli Hinn 25. f. m. átti Jón Jóns- son, kennari á Dalvík, sextugs- afmæli. Meginstarfsvið Jóns liefur ver ið skóla- og kennslumál, einnig stundaði hann búskap lengi á- sarnt kennslustörfum. Jón var um árabil skólastjóri Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, en nú síðustu árin hefur hann kennt við unglingaskólann á Dalvík. Jón hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum og þótt ötull og drengilegur liðsmaður. Þótt seint sé árnar Alþýðu- maðurinn Jóni allra heilla á þessum tímamótum í ævi hans. v Hafldór Jónsson skókmeistari Akureyrar • Nýlokið er Skákþingi Akur- eyrar, skákmeistari í meistara- flokki varð Halldór Jónsson eft- ir einvígi við Jón Björgvinsson. í unglingaflokki sigraði Svein björn Björnsson. Keppendur í meistaraflokki voru 11. A F M Æ L I Anna Helgadóttir, Munka- þverárstræli 33 á Akureyri, átti 60 ára afmæli í gær. Anna hef- ur um skeið verið formaður Kvenfélags Alþýðuflokksins á Akureyri, og hefur hún innl af hendi mikið starf fyrir flokkinn. Alþm. sendir henni beztu ósk- ir og þakkir. LATIÐ FJIJKA frá

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.