Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.06.1965, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 03.06.1965, Blaðsíða 8
B4 milljónir ó tspu dri í júnísamkomulaginu í fyrra var því lofað af hálfu ríkisstjórnar- innar, að fyrir mitt þetta ár skyldi hafa verið ráðslafað 250 millj. kr. til að afgreiða fullgildar umsóknir um lán, sem fyrir lágu 1. apríl 1964, til íbúðalána. Þetta loforð hefur nú verið efnt, því að frá því að samkomulagið var gert og þar til nú hefur 254 millj. kr. verið ráðstafað til lán- Vonandi verður nú með nýju júnísamkomulagi stigið heilladrjúgt spor í þessu máli, sem og öðruin. En þá er þetta er skrifað er enn allt í óvissu um úrslit samninga launþega og atvinnurekenda, en vonandi rætist þannig úr, að enn verði jákvætt skref stigið fram á leið til hagsbóta hinum vinnandi stéttum þjóðarinnar. Smárakvartettínn þrítugur Um þessar mundir á Smára- kvartettinn á Akureyr.i 30 ára afmæli. Arið 1935 var hann stofnaður af fimm félögum úr Karlakór Akureyrar, þeim Jóni Guðjónssyni bakara, Sverri Magnússyni blikksmið, Magnúsi Sigurjónssyni bólstrara, Gústaf Jónssyni rafvirkja og Jóni Þór- arinssyni bifreiðastjóra. Var sá síðastnefndi stjórnandi og út- setjari kvartettsins. Tveir félaganna, Magnús og Gústaf, hafa starfað allan tím- ann, en árið 1941 koma í stað Jóns G. og Sverris þeir Jóhann Kanráðsson og Jón Bergdal, en við andlát Jóns kom Jósteinn Rdðstefna um atvinnumál Ráðstefna um alvinnumál á Norðurlandi var haldin á Akur- eyri dagana 29. og 30. maí sl. Þátttakendur • í ráðstefnunni voru 39 kjörnir fulltrúar frá fimm kaupstöðum og átta stærri kauptúnum á Norðurlandi. Þá voru boðnir til ráðstefnunnar allir alþingismenn úr kjördæm- um Norðurlands og ennfremur fulltrúi frá Sambandi ísl. sveit- arfélaga. Formaður undirbúningsnefnd- ar, Áskell Einarsson, setti ráð- stefnuna kl. 1.30 e. h. á laugar- dag 29. maí í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Ilann gat aðdrag- anda ráðstefnunnar og megin- verkefna. Koin fram í ræðu lians, að ráðstefnan er haldin að forgöngu bæjarstjórnanna á Norðurlandi, sem skipuðu und- irbúningsnefndina og í þeim til- gangi að hefja samstarf á milli sveitarfélaga með líka atvinnu- liætti, um framgang sameigin- legra hagsmunamála fjórðungs- ins nú í dag, jafnframt því að benda á ráð til þess að treysta atvinnulífið til frambúðar og finna leiðir til samvinnu um upp byggingu Norðurlands, með heildarskipulagningu og framtíð aráætlun um framkvæmdir og framfarir. Fundarstjóri var kjörinn Jón ísberg, sýslumaður, Blönduósi, og fundarritarar voru Kristján Helgi Sveinsson, Sigurður Tryggvason og Árni Jónsson. 1 upphafi ráðstefnunnar flutti fjármálaráðherra, Magnús Jóns- son, ávarp og gat þess, að rík- isstjórnin hyggðist beita sér á næsta Alþingi fyrir nýrri laga- setningu um framkvæmdasjóð strjálbýlisins. I ávarpi fulltrúa Sambands ísl. sveitarfélaga, Unnars Stef- ánssonar, komu fram upplýsing- ar um þær fyrirætlanir, sem efst- ar eru á baugi um skipulags- bundna uppbyggingu landshluta t. d. Vestfjarðaáætlunina. Þá gat hann um í helztu atriðum hvern- ig aðrar þjóðir, t. d. Norðmenn, höguðu uppbyggingu lands- byggðarinnar og benti á að margt mtetti af þeim læra. Fyrir ráðstefnunni lágu frá undirbúningsnefnd greinarger^,- ir og lillögur varðandi atvinnu- ástand og úrbætur frá kauptún- um og kaupstöðum á Norður- landi, auk annarra þingskjala. Ráðstefnunni var skipað í 3 verkefnanefndir, er skiptu þann- ig með sér verkum: framtíðar- mál, atvinnumál og skyndiúr- ræði. Á laugardagskvöld bauð bæj- arstjórn Akureyrar fulltrúum til kvöldverðar í Skíðahótelinu. Fundir á ráðslefnunni hófust að nýju á sunnudag kl. 2 e. h. Hátíðahöld sjómannadagsráðs fóru vel og skipulega fram um sl. helgi, enda var veðurguðinn hliðhollur, því að sannkölluð hitabylgja gekk yfir og undi fólk sér prýðilega í góðviðrinu, eftir kuldagarra síðustu daga. Á laugardagskvöld fór fram róðrarkeppni og sigruðu Ár- skógsstrendingar. Á sunnudag var samkoma við Sundlaugina undir stjórn Jón- asar Þorsteinssonar og munu samkomugestir hafa skipt þús- undum. Lúðrasveit Akureyrar skemmti gestum, séra Birgir Snæbjörns- son flutti messu, Friðþjófur Gunnlaugsson skipstjóri minnt- ist sjómannskonunnar, tvær hetj Konráðsson inn í kvartettinn og er hann þannig skipaður nú. Fyrsti undirleikari var Áskell Jónsson, en við starfi hans tók síðar Jakob Tryggvason og hef- og að loknum umræðum um til- lögur og nefndaálit var gengið lil afgreiðslu mála. Allar álykt- ariir ráðstefnunnar voru sam- þykktar samhljóða. í þeim kem- ur m. a. fram, að nauðsynlegt sé að á Norðurlandi fari fram svæðisskipulagning og kerfis- bundin hyggðauppbygging. Lýst er ánægju yfir fyrirhugaðri slofnun framkvæmdasjóðs strjál- býlisins. Lögð áherzla á skipu- lagða alvinnuuppbyggingu með auknu fjármagni og verkaskipt- ingu í atvinnugreinum á milli byggðarlaga. Þá taldi ráðstefnan nauðsyn, að ríkisstjórnin hlutaðist til um að bæjar- og sveitarfélöguin verði lánað fé þegar í vor til atvinnuaukningar. Atvinnuleysis bætur verði hækkaðar og fjár- magni atvinnuleysistrygginga- Framliald á bls. 6. ur hann annast um árabil undir- leik og æfingar. Alll frá því að Smárakvartett- inn söng fyrst opinberlega á kon- sert 1944 má segja að lífsferill hans hafi verið óslitinn sigur- ganga. Ótaldar eru þær stundir, sem hann hefur stytt mönnum, hér í bænum, við alls konar tækifæri, svo ekki sé talað um fjölda ferða um nágrannasveitir. Eini hluti landsins, sem þeir hafa ekki heimsótt enn, er Vest- fjarðakjálkinn, en þangað hyggj- ast þeir leggja leið sína í suin- ar. Ávallt hafa móttökur verið glæsilegar, hvar sem þeir hafa komið. Kvartettinn liefur sungið inn á fjórar plötur fyrir „Fálkann“, alls 10 lög, og ótalin eru þau skipti, sem raddir þeirra hafa borizt á öldum Ijósvakans, og ávallt berast óskir um að þeir láti til sín heyra, í útvarpi, af plötum, eða á opinberum kon- sertum. Þrátt fyrir bítlamenn- ingu og önnur tónlistarafkvæmi nútímans er Smárakvartettinn ekki síður vinsæll í dag en fyrir 30 árum. Stjarna þeirra er enn skær og skínandi. Vonandi eiga þeir enn eftir að skemmta okkur með fögrum röddum sínum um ókomin ár. í kvöld hafa þeir afmæliskon- sert í Samkomuhúsi Akureyrar, Þar rifja þeir upp brot úr ævi- ferli sínum með tónum gamalla laga, en einnig munu þeir skeyta v,ið nýjan kapitula, ný lög og ljóð. Alþýðumaðurinn sendir þeim beztu óskir og þakklæti fyr ir ánægjuríkar stundir liðinna ára. Akureyringar léku knattspyrnuna - Valur hirti stigin Aknrejpringrar fjölmenna á hátíð sjónianna ur hafsins voru heiðraðar, -þeir Jóhann Jóha)íinsson og Arin hjörn Árnason, og verðlaunaaf hending fór fram fyrir bezt verk aðan fisk, lilutu þau Harðbaks menn, og sundkeppni hleypti spenning í áhorfendur. Atlastöngina hlaut að þessu sinn.i Björn Arason. En það, sem lireyf mest, var koma blandaðs kórs frá Song- laget í Osló, er mætti í glæstum þjóðbúningi og söng af listfengi undir stjórn Egil Nordsjö, einn- ig sýndu Norðmennirnir þjóð- dans'a. Um kvöldið var stiginn dun- andi dans í helztu samkomuhús- um bæjarins. Lið í. B. A. lék annan leik sinn í 1. deildar keppninni i knattspyrnu sl. sunnudag á Laug ardalsvellinum í Reykjavík, við Val. I upphafi leiks tóku Vals- menn forystuna, skoruðu 2 mörk á fyrstu 10 mínútum leiksins og sýndu þá oít góðan leik, en síð- an vart frekar í fyrri hálfleik. Tóku Akureyringar þar með leikinn í sínar hendur og sóttu jafnt og þétl með þeim árangri, að Skúli Ágústsson skoraði tvö mörk í síðari hluta hálfleiksins, eftir þróttmiklar sóknarlotur Ak- ureyringa. Áttu þeir auk þess mörg tækifæri önnur, sem nýtt- usl þeim ekki til marka, og voru yfirleitt ofjarlar Valsmanna, bæði að liraða og öryggi. End- aði fyrri hálfleikur þannig með jafnlefli, og datt engum í hug annað en Akureyringar myndu vinna auðveldlega í þeim siðari. En á annan veg fór, þrátt fyrir góðar sóknarlotur, skoruðu þeir ekki fleiri inörk í leiknum. Valsmenn skoruðu liins vegar tvö í viðbót og hirtu þannig næsta auðveldlega tvö dýrmæt stig af í. B. A. Næsti leikur Akureyringanna verður á annan í hvítasunnu hér á Akureyri, og leika þeir þá við Akurnesinga. 0 FJLVGFÉLJVC ttLÞYDU rvi a i > i j i v i rj n

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.