Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.06.1965, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 24.06.1965, Blaðsíða 3
3 ARDITR Á aðalfundi Flugfélags íslands h.f., sem haldinn var 4. júní s.l., var samþykkt að greiða hluthöfum 10% — tíu af hundr- aði — arð af hlutabréfum sínum fyrir árið 1964. Arðmiðum ber að framvísa hjá gjaldkera á aðalskrifstofu félagsins í Bændahöllinni, eða í afgreiðslum vorum utan Reykjavíkur. Fiugfélag íslands h.f. SKÓVINNUSTOFUR LOKAÐAR! Athugið að vinnustofur okkar verða lokaðar á laugardögum í sumar. Aðra daga opið til kl. 7 e. h. KARL JÓHANNSSON, skósmiður. HALLDÓR ÁRNASON, skósmiður. Verkamenn vantar nú þegar í góða og örúgga vinnu. Iðnnám kemur til greina. BYGGINGAFÉLAGIÐ DOFRI H.F. Sími 1-10-87. BARNASAN DALAR KVENSKÓR o g STRIGASKÓR í mörgum gerðum og stærðum. LEÐURVÖRUR H.F. fa N ý j u n g DÖMUBUXUR hnésíðar Verzl. Ragnlieiðar 0. Björnsson Símanúmerið er 4-11-20 HÓTEL HÚSAVÍK Minningarspjöld Kvenfélagsins Hlífar fóst í Bókabúð Jóhanns Valdimarssonar í Hafnarstræti. F Y R I R SYKURSJÚKA: Sultur Marmelaðe Aprikósur Rauðrófur Rauðkól Ferskjur Alls konar saft Ávaxtadrykkur. Eplagrautur Kaupfélag verkamanna Kjörbúð DANSKAR S U LT U R margar tegundir í pokum, ódýrt. COCKTAILBER í pokum. Kaupfélag verkamanna Kjörbúð og útibú FERÐASETT °9 PLASTKOLLAR Kaupfélag verkamanna KJÖRBÚÐ Heimsókn í Hraðfrystihús Ú. A. Framhald af 4. síðu. þá er liann var ungur, en svo léttara verði fyrir hann að sýna mér trúnað, ætla ég að játa fyrir honum svona innan sviga eins og Kristmann, að blágresi í hvammi orkaði þannig á mig sveinstaulann, að ég fleygði frá mér orfi og Ijá og kraup þeirri fegurð er við blasti sjónum, framdi sem sagt grófleg vinnu- svik, brást foreldrum mínum í hörðu brauðstriti á árinu því er Framsókn vildi ekki þjóðnýta Kveldúlf, þáverandi flotholt Sjálfstæðisflokksins, og í ljúf- leika þeirra minninga er ilmur og fegurð blágresisins vakti hjá mér, mildar það gleymsku hinna akureyrsku blómarósa, og ég veit að svo muni vera um Karl líka er hann minnist sinna drýgðu æskusynda, (en þetta átti nú að vera innan sviga), þótt þær gleymi stöku sinnum að vinna er vinna og að Hrað- frystihús Ú. A. unir eigi því að rómantík sé sett ofar en miskunn- arlaust tikk takk klukkunnar er kallar á þær, að þorskurinn bíði En af stuttri kynningu þykist ég þess fullviss, að við Karl mæt- umst hér á miðri leið í fullvissu um að þær ungu stúlkur er létu rómantíkina ráða meir gerðum sínum en skylduna við þjóðina og þorskinn, eigi eftir að verða nýtir þjóðfélagsþegnar. Cr útsýnisturni Karls sér vítt um vinnusal og eigi þarf lengi um að litast til að sjá að mikill meirihluti starfsfólks er æsku- fólk, fallegt og ákveðið í hreyf- ingum og fasi. Æði oft sé ég að augu fag- urra meyja beinast að stjórn- palli verkstjórans og af hégóma- girni minni eða óskhyggju vona ég, að til mín sé augnatillitið, en veit þó að.það er gloppótt blekking. En því ekki að neyta þeirrar aðstöðu sem blaðamanni er gefin og taka eina blómarós tali og Anna Marrý heitir hún og er Jónsdóttir og minnir á blágresi út í Skíðadal, eins og það leit út þá er ég var ungur. Ég spyr Onnu hvernig henni líki vði bónusinn, og svarar hún því h.iklaust að liann sé til mikilla hagsbóta og hann sé ei neinn ægivaldur er knýi til þrældóms, en veiti þó um 90 kr. á tímann og á léttum og snörum hreyfing- um Önnu, sá ég, að hún gæti stigið dans að vinnudegi lokn- um og Anna er ákveðin í því að una hjá Karli í sumar og bæta sér upp rýra vertíðarvist í Njarð- víkum frá sl. vetri. Eg kveð Önnu, er minnir á blágresi og mæli máli Gunnar Aspar 16 ára, jafnaldra Önnu, hann hælir einnig bónuskerfinu og unir vel hag sínum, þó skilst mér, að Krossanes freisti hans örlítið, en þar er enginn bónus og víst gæti síldin gleymt Krossa nesi, kannski meira öryggi að vera áfram hjá Karli verkstjóra. Birgir Styrmisson heitir geð- þekkur 14 ára unglingur, búinn að leggja um 11 þús. til liliðar síðan hann slapp úr skóla í vor. Ákveðinn piltur er stakk kyrfi- lega upp í mig er ég spurði, hvort „Gaggó“ eða Frystihúsið væri skemmtilegri vettvangur. Birgir er ákveðinn áð ljúka landsprófi, en að því loknu er allt óráðið sem vonlegt er. stund- um er hann þreyttur á kvöldin, en þó stundum rekin tá í knött að loknum vinnudegi. Hér skal staðar numið þótt meira mætti segja. Þakka Karli verkstjóra enn á ný fyrir heim- boðið, þakka augnatillit ungu stúlknanna sem þó eflaust voru ætluð Karli og síðast en ekki sízt þakka ég dömunum X. X., R. R. og K. K. er stuðluðu að þessari ánægjustund mér til handa. S. J. 600.000 mól Framhald af 1. síðu. Eskifjörður 54.386 Reyðarfjörður 35.025 Fáskrúðsfjörður 40.051 Breiðdalsvík 13.557 Leyfi til söltunar var gefið föstudaginn 18. júní s.l. en lítið hefur enn verið saltað vegna þess hve síldin hefur verið blönduð. (Frétt frá Fiskifélagi íslands) Slll l l benzfn ogf olínr Opið til B.M Ferðanesti við EyjafjarSarbraut Beztu húsgögn in hjd | Hafnarstræti 81 1 Sími 1$36

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.