Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.07.1965, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 22.07.1965, Blaðsíða 2
2 RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.), ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUDMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399 PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI Mótsagnakend röksemdafœrsla Næst á eftir Heljarslóðarorustu Gröndak munu ekki meiri ýkjuskrif hafa séð dagsins ljós ó íslandi en leiðaraskrif Tímans og Þjóðviljans gegn stjórnarháttum núverandi ríkis- stjórnar. Sá er liins vegar munurinn, að Gröndal var vísvit- andi að gera að gamni sínu, og tókst það af andagift sinni og frumlegheitum, en leiðarahöfundar nefndra blaða vita vísast ekki nema takmarkað af ýkjum sínum og alls ekki af gamansemi þeirri, er þeir vekja, því að til þess skortir þá glöggsýni og kímnigáfu. Allir muna, að þessir leiðarahöfundar fullyrtu, þegar ríkisstjórnin tók við, að hún mundi leiða landsmenn beint inn í kreppu og atvinnuleysi. Þegar það varð ekki, heldur þvert á móti óx velmegun og atvinnulíf blómgaðist, þá staf- aði slíkt fyrst og íremst af sérstöku góðæri að sögn leiðara- höfundanna, en þegar sú fullyrðing fann ekki hljómgrunn, þá var orsökin sú, að ríkisstjórnin liefði í veigamiklum at- riðum sveigt sig eftir áhendingum og vilja stjórnarandstöð- ymár, sögðu þessir vísu menn, og voru þar með orðnir tví- saga öllum til athlægis. Þá er almenningi minnisstætt, að stjórnarandstaðan hef- ur þing eftir þing fullyrt, að ríkisstjórnin vanáætlaði tekj- ur og ofáætiaði gjöld ríkisins, og iiafa þingmenn Framsókn- ar og Alþýðubandalags verið ósparir að bera fram liækk- unartillögur og leiðarahöfundarnir að rökstyðja réttmæti þeirra. Þeir hafa og ýtl undir hvers konar kröfur á hendur ríkissjóði, eins og hann gæti endalaust miðlað, en öllum nýjum álögum ríkisins, sem nauðsynlegar hafa reynzt til að vega á móti nýjum útgjöldum, sem þessir herrar hafa mjög stutt, hafa þeir kallað skattpíning. Nú þegar þau slæmu tíðindi verða kunn, að halli hefur verið á rekstri ríkissjóðs sl. ár og verður því miður líklega einnig í ár, reka leiðara- höfundarnir upp fagnaðaröskur: Hér gefur á að líta sukk og eyðslu ríkisstjórnarinnar, segja þeir, en hæla sér og ílokki sínum á næstu blaðsíðu fyrir. einhverjar nýjar fram- kvæmdir, nýjar uppbætur'eða nýja kostnaðarliði, sem þeir hafi — og flokkar þeirra — knúið stjórnina til að taka upp eða inna af hendi. Efnn sprettinn á ríkisstjórnin að þjösnast áfram og engu sinna nema eigin vilja og ofríki, í næsta leiðara er henni svo lýkl við reyr af vindi skekinn, láti eftir Pétri í dag og Páli á morgun og viti ekki sitt rjúkandi ráð. Svo þegar „vit- leysan,“ sem ríkisstjórnin var að gera í gær, reyndist hið bezta ráð að dómi alþjóðar, þá eru leiðarahöfundarnir með pennan á lofti í dag að fullyrða, að ráðin séu satt bezt að segja þau, sem þeir — og flokkar þeirra — hafi neytt rík- isstjórnina til að nota! Efn/, er Það þarf kjark til þess að gefa út ljóðabók á Islandi, því að liðinn er sá tími, er íslenzk þjóð svalg í sig hvert ljóð, er í letur var fært, jafnt „holtaþoku- væÞ1 og perlur Jónasar. En nú á vordögum gerðust þau tíðindi, að ungur Akureyr- ingur kveður sér hljóðs í höllu Braga, feimnislaust og án afsök- unarbeiðni og vel sé honum fyr- ir, og víst er að því ánægjuauki, að fólk virðist liafa greint tóna frá fiðlu hans, og sem meira er, numið staðar og hlustað. Vissulega á Anton Friðþjófs- son það skilið, að hafa fundið hljómgrunn, þólt ekkert stæði á hak við hann, er tryggt gæti honurn sigur, npma Ijóð hans ein. Hver sem les Næturljóð hans, hlýtur að finna það, að hér fer mikið efni, sem er of dýrmætl, að fara megi forgörðum. Við lestur Næturljóða er auðfundinn hinn frjói andi höfundar og að hann hefur náð að tendra kynd- il, og liann skæran, með sinni fyrstu ljóðabók, en kyngimagn- að bálið sé enn leynt, þótt víða hregði birtii frá því og lesand- inn finni óheizlaða orku á hak við Ijóðstafi hans. Davíð fann sig ekki allan í „Svörtum fjöðrum“ og meistar- inn Steinn Steinarr fann sig aldr ei allan, ekki einu sinni í „Tím- inn og valnið,“ og því skal þá undra, þótt Anton nái eigi öllu, er andi hatis býr yfir í sinni fyrstu ljóðahók. Lífsreynsla er sjálfsagt holl- ur skóli með hæfilegri hlöndu af harmrænu, en það hygg ég að lífsreynsla Antons sé næstum of mikil og orki neikvætl á skálda- gáfu hans. Steinn Steinarr játaði það fyr ir undirrituðum, að þjáning væri eigi jákvæðasta aflið til góðrar uppskeru á akri andans, heldur góðleikinn í töfrum feg- urðar, er lýstur hjarta reynand- ans dag og ár, mótvæg.i gegn þjáningunni. Og viss er ég í því, að þá er Anton hefur fund- ið það mótvægi í hjarta sínu, hefur hann náð til bálsins, er hans fyrsta ljóðabók gefur aug- ljós fyrirheit um, að hann eigi má ekki í fórum sínum, og kannski hann nú þegar liafi fundið það. Vissulega eru Ijóð Antons misjöfn að gæðum, líkt og lijá öðrum skáldum og víða er fund ið, að það er túlka álti, er eigi með öllu náð, en er þó skynjað að loknum lestri og ekkert kvæða hans er það léttvægt, að betur væri óbirt, hæfileikar skáldsins eru auðsæir hverjum þeim, er nenning hefur til að hugsa að loknum lestri. Eftir allýtarlegan lestur eru flest kvæði Antohs mér næsla hugstæð og valið næsta erfit't ef tilgreina ætti heztu ljóð hans, en |)ó skal hér birta hrot úr tveim Ijóðum hans, er mér eru hugþekkust: Hr. ritstjóri: 1 blaði yðar í sl. mán. hirt- ist smágrein eftir hr. S. JI. Steindórsson. I miðkafla þessar- ar greinar, er komist þannig að orði, að ókunnugir kynnu að álykta svo, að upplýsingar og orð, sem í greininni eru notuð, væru frá mér komin. Svo er 0 ekki, ég viðhafði ekki orð eins og —- „gróðabrall Skagfirðinga“ „snærisdræsur,“ „plankar fljót- andi á sjónum“ og „snúa fugl- inn úr hálsliðnum við þóknan- lega henlugleika.“ Þá mótmæli glatast Úr kvœðinu „Vicf hótelj'lugga“: Ef sjáið þið víf, með svarta lokka um enni, segið þá ég híði eftir henni. Voni í kvöl, að komi hún lil haka kaldar nætur aflur hjá mér vaka. Hjá mér aftur vetrarnætur vaka. Eirðarleysi: Að fíflsins hætti, án fyrirhyggju var för mín gerð. Gcng ómælisstræti auðra horga, einn á ferð. Knúinn áfram af kynjaafli. Ég kem. Ég verð. Mig lang ar í frið, en lífið mér neitar að leila hans. Allt kvæðið er játning skálds- ins, þótt upphafið sé hér aðeins birt, um að ungu skáld.i gerist kulsamt undir Svörtuloftum og vissulega má finna heita þrá þess eftir því að gyðja fegurðar- innar opni leið með töfrasprota sínum til fegurri heima. Með þeirri ósk að svo verði, flyt ég hinu unga skáldi heila þökk fyr.ir hók hans og hið hon- um faraheilla. S. J. ég þvi, að mér hafi orð.ið skraf- drjúgt um veiðiaðferð þessa. Af þeim tíma, sem fór til þess að lýsa eyjunni og örnefnum henn- ar, eyddi ég um einni mínúlu til að fræða ferðamannahópinn um að flekaveiðin mundi vera gömul, og því íil staðfestingar .vitnaði ég í orð Hallgríms heit- ins Péturssonar í tólfta passíu- , sálmi 9 versi — „sem fugl við snúning snýst sem snaran held- ur“ og þar sem Hallgrímur var uppi á sautjándu öldinni, en þessi tilvitnuðu orð benlu ó- tvírætt til þess að liann hefði haft kynni af þessari veiðiaðferð enda fæddur og uppalinn á Höfðaströndinni, sönnuðu þau, að veiðiaðferðin væri minnst 300 ára gömul, en sennilega eldri. Með þökk fyrir birtinguna. Alberl Sölvason. Minningarspjöld Slysavarnarfé- lagsins eru seld ó skrifstofu Jóns Guðmundssonar, Geislagötu 10. Alþjóð skemmtir sér konunglega. Alveg sérstaklega þykja leiðaraskrif Tímans skemmtileg. Það er staðhæft um land- ið þvert og endilangt, að megi taka skrif þessa blaðs hátíð- lega, þá liafi Framsóknarflokkurinn afrekað a. m. k. tvö- falt í stjórnarandstöðu í 6 ár, á við það, sent hann hafi af- rekítð öll ríkisstjórnarár sín frá stofnun flokksins. Og veri hann þá sem lengst í sljórnarandstöðu, Jjlessaður, bætir fólk við og brosir. Athugasemd

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.