Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.09.1965, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 02.09.1965, Blaðsíða 5
- Ræff við Jóhannes Haraldsson 1 (Framhald af blaðsfðu 8). væri í P. O. B., er hann fædd- ur 13. ágúst 1916, sonur hjón- anna Onnu Jóhannesdóttur og Haraldar Stefánssonar, en þau hjón fluttu búferlum að Ytra- Garðshorni þá er Jóhannes var á sjötta ári og þar var heimili hans þar til er hann hóf búskap í Laugahlíð, en árið 1958 flytur hann búferlum til Dalvíkur og hefur lengst af verið starfsmað- ur kaupfélagsins. Kvæntur er Jóhannes Steinunni Pétursdótt- ur frá Ingvörum og eiga þau hjónin 4 börn. Það er ósköp notalegt að koma utan úr slyddunni inn á vistlegt og hlýlegt heimili þeirra hjóna að Smáravegi 12 og gott hefði verið að una þar lengri stund en tóm gafst til að þessu sinni. Auðvitað er fyrsta spurning mín um viðhorf Jóhannesar til æskunnar. — Því hefur verið stungið að mér, Jóhannes, að ég væri að gera Alþýðumanninn að æsku- lýðsblaði og því skal fyrst spyrja. Hvert er viðhorf þitt til æskunnar? — Hvað það snertir, að þú sért að gera blað þitt að æsku- lýðsblaði, þá er álit mitt það að þá fyrst er hvaðeina á framfara- braut, bæði blöð og annað, sem gefur gaum að málefnum æsk- unnar. Tómlæti í æskulýðsmál- um er að mínum dómi mjög varhugavert, sér í lagi, þegar ungmenni þroskast fyrr og eru þróttmeiri en áður, miðað við sama aldur og ótal margt, sem rétt er að æskunni er vægast sagt hæpið uppeldislega. Það ber því að fagna hverju því verki er miðar að bættum upp- eldisíegum áhrifum. Æskan er ekki á neinum glötunarbarmi svo fremi að uppalendur bregð- ist ekki skyldum sínum. — Er þróttmikið félagslíf á Dalvík? — Já, það má segja það. Hér er ungmennafélag, skátafélag, leikfélag, kvenfélag, karlakór, Lionsklúbbur og sitthvað fleira og mörg af þessum félögum hafa unnið ágætt starf. — Dalvík er vaxandi kaup- tún. — Það er rétt, að þorpið stækkar nokuð ört. Fólki hefur liðið hér vel, en það mun vera hér eins og á svipuðum stöðum öðrum, að tekjur manna og at- vinna er ekki nógu trygg. Hér hefur allt byggzt á sjávarútvegi, og þó atvinnuvegur sá gefi oft góðar tekjur, geta þó orðið á því slæmar misfellur. Ég held að æskilegt væri að fleira fólk, eða stærra hlutfall af fólksfjöld- anum, hefði tekjur af iðnaði. Fjölbreyttara atvinnulíf er skil- yrði fyrir því að vöxtur þorps- ins haldi áfram í náinni framtíð. — Er húsnæðisskortur á Dal- vík? — Hei, ekki er hægt að|segja það. Hér hefur allmikið verið byggt að undanförnu. Nú eru í byggingu um 10 íbúðarhús, misjafnlega langt komin. Þá er hér í byggingu stórt og mikið íþróttahús og standa vonir til að það verði komið í nothæft ástand haustið 1966. — Telur þú rétt að sameina Dalvíkurhrepp og Svarfaðardals hrepp að nýju? — Það held ég ekki, nema því aðeins að hreppar verði sam einaðir í enn þá stærri einingar. — Þú varst lengi bóndi. Álít- ur þú að erfiðara sé að búa nú en áður? — Ég veit ekki. Þó ég hafi verið bóndi um skeið og gefið þeim atvinnuvegi auga síðan, er ég ekki viss um að ég sé dóm- bær á það. Mig grunar þó að það hafi árað heldur betur fyrir bændur síðustu árin. En ein- yrkjabúskapur er og hefur ver- ið hreinn þrældómur, það þekki ég, og tækni og vélvæðing leys- ir ekki að öllu þann vanda, því að vélar reka beinlínis á eftir manninum, ef þær eiga að vinna sitt verk svo að gagni komi. — Hvort kantu betur við þig í sveitinni eða þorpinu? — Ef ég á að vera alveg hrein skilinn, þá held ég að ég hafi kunnað betur við mig í sveit- inni. í þéttbýlinu hættir manni til að fara í öllu troðnar slóðir og temja sér hætti fjöldans. í sveit eða strjálbýli gefst frekar tækifæri til sjálfstæðrar hugs- unar og athafna, þar er maður ekki eins rígbundinn við þenn- an mér liggur við að segja „kúa- götuhátt“, sem allt of oft setur svip sinn á líf manna í þéttbýl- inu. — Svo að við snúum okkur að æskunni á ný. Ertu mótfall- inn því, Jóhannes, að kosninga- aldur verði lækkaður? — Ég hef ekki mikið hugsað það mál, en vil þó benda á, að óréttlátt má telja að unga fólk- ið sé svift þessum réttindum, enda krefst þjóðfélagið svipaðra - Sjóstangaveiðimót (Framhald af blaðsíðu 8). Sunnudaginn 5 sept. verður farið frá Akureyri á sama tíma og daginn áður og komið að landi kl. 17.00. Um kvöldið verður sameigin- legt borðhald í Sjálfstæðishús- inu, úrslitum lýst og verðlaun- um úthlutað og mótinu slitið. Samkvæmt viðtali við for- stjóra Sögu á Akureyri, í gær, mun verða góð þátttaka í mót- inu. skyldna af því og þeim sem eldri eru. — Og í lokin Jóhannes. Sum- um finnst bindindishreyfingin vera stöðnuð í baráttunni við Bakkus konung, hver er þín skoðun? — Það er nú við ramman reip að draga, þar sem Bakkus er og stundum finnst manni eng inn árangur nást í þeirri bar- áttu, að koma honum á kné. Ég held að baráttan gegn áfengis- bölinu, hafi ekki lagað sig eftir breyttum aðstæðum. Drykkju- skapur okkar íslendinga er þannig, að það verður að taka hann sem sjúkdóm og haga bar- áttuaðferðum samkvæmt því. Það er þétt og hlýtt handtak Jóhannesar þá er hann kveður mig í forstofudyrum og ég þakka fyrir spjallið. Dalvík á marga vaska drengi og ekkert oflof tel ég það vera þótt ég full- yrði að Jóhannes Haraldsson sé einn þeirra góðu drengja. Þorp- ið hnípir hrollkalt í slyddunni, e. t. v. snjóar í Skíðadal, en þangað skal samt förinni heitið. S. J. Samstarf þakkað Um leið og Alþýðumaðurinn væntir ánægjulegra samskipta við P.O.B.menn, færir hann starfsmönnum Prentsm. Björns Jónssonar heilar þakkir fyrir samstarfið á liðnum árum. Sérstaklega þakkar sveitamað- ur úr Svarfaðardal fyrir vel- vild og margháttaða fyrir- greiðslu á þessu sumri og árnar Björnsmönnum allra- 4ieill§ í framtíðinni, mieð 'þéirri játn- ingu, að ef P.O.B.menn eru eins vænir drengir, sem fyrstu HIÐ gamla og góða skip, Dagný er allir Akureyringar þekktu var brennt í Sandgerðisbót að kvöldi hins 31. ágústs. Hafnrsjóður Akureyrar átti skipið um 10 ára skeið. Dagný var áður fyrr mikið aflaskip, m. a. aflahæst á síld- veiðum nokkrum sinnum. KJÖRDÆMISMÓT A VESTFJÖRÐUM SUNNUDAGINN 22. ágúst sl. var haldið á Þingeyri Kjör- dæmismót Alþýðuflokksins á Vestfjörðum. Formaður kjör- dæmisráðsins, Pétur Sigurðs- son, vélstjóri, ísafirði, setti mót- ið og var hann einnig fundar- stjóri. Gestur mótsins var dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, ritari Alþýðuflokks- ins. Framsöguræður fluttu þeir Gylfi Þ. Gíslason og Birgir Finnsson, alþm. Aðrir er tóku til máls, voru þeir Bjarni Frið- riksson, Suðureyri, Eyjólfur Bjarnason, Suðureyri, Sigurður Jóhannsson, fsafirði, Kristján Þórðarson, Breiðalæk á Barða- strönd, Steinn Emilsson, Bolung arvík, Ágúst H. Pétursson, Pat- reksfirði og Unnar Stefánsson, Reykjavík. Mótið var fjölsótt og tókst með ágætum. Eftir fundinn var fundarmönnum boðið til kaffidrykkju og síðan var dansleikur um kvöldið. Greidd 4.88% verðlagsuppbó! KAUPLAGSNEFND hefur reiknað kaupgreiðsluvísitölu eftir vísitölu framfærslukostnað ar í ágústbyrjun 1965, í sam- ræmi við ákvæði fyrri málsgr. - Aukin lán til verka- mannabústaða (Framhald af blaðsíðu 1). smíðum á 19 stöðum á landinu, samtals 18.110.000 krónur. Fjár til þessara lána er aflað frá við- skiptabönkum samkvæmt fram- kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinn ar og fyrir milligöngu Seðla- banka íslands. Samkvæmt gildandi lögum um verkamannabústaði, geta þeir einir fengið þessi lán, sem eru innan við ákveðið tekjuhá- mark. Það mark er nú 120.000 kr. að viðbættum 12.000 kr. fyr- ir hvert barn. Miðað er við með- altal framtalinna tekna síðustu 3 ár. Tekjumarkið hefur verið hækkað til samræmis við breytt verðlag í landinu. 2. gr. laga nr. 63/1964, og reynd- ist hún vera 171 stig. í fyrri málsgr. 3. gr. sömu laga er svo fyrirmælt, að greiða skuli verðlagsuppbót sem svar- ar 0.61% af launum og öðrum vísitölubundnum greiðslum fyr- ir hvert stig, sem kaupgreiðslu- vísitala hvers þriggja mánaða tímabils er hærra en vísitala 163 stig. .Samkvæmt því skal á tímabilinu 1. september til 30. nóvember 1965 greiða 4.88% verðlagsuppbót á laun og aðrar vísitölubundnar greiðslur. At- hygli er vakin á því, að þessi verðlagsuppbót skal ekki reikn- uð af launum að viðbættri þeirri verðlagsuppbót (3.66%), sem gildir á tímabilinu júní—ágúst 1965, heldur miðast við grunn- laun og aðrar grunngreiðslur. Verðlagsuppbót á vikulaun og mánaðarlaun skal, samkv. ákvæðum nefndra laga, reikn- uð í heilum krónum, þannig, að sleppt sé broti úr krónu, sem ekki nær hálfri krónu, en ann- ars hækkað í heila krónu. kynni benda vissulega til, þá verði hann að viðurkenna, að það sé dálítið gaman að verá blaðamaður á Akureyri. Því skal kvatt með þakklæti og heilsað af bjartsýni nýjum samstarfsmönnum. S. J. - BREYTINGAR ... (Framhald af blaðsíðu 1). hefur Eggert verið einn af fremstu forvígismönnum verka- lýðshreyfingarinnar um árabil. Eggert fæddist 6. júlí 1925 í Keflavík og er sonur hjónanna Margrétar Guðnadóttur og Þor- steins Eggertssonar skipstjóra. Ólst Eggert upp í Keflavík til sextán ára aldurs, en þá drukkn aði faðir hans, og fluttist fjöl- skyldan eftir það til Reykjavík- ur. Eggert stundaði fyrst bygg- ingavinnu í höfuðstaðnum, en hóf síðan nám í múraraiðn. Lauk hann því 1947 og stund- aði síðan múrverk meira eða minna allt fram til 1960, er hann tók við starfi skrifstofu- stjóra í Húsnæðismálastofnun- inni. Hefur hann þannig haft náin kynni af byggingamálum, en þau hafa verið eitt mesta áhugamál hans. Hefur hann átt upptök að mörgum góðum til- lögum varðandi skipan húsnæð- ismála, og jafnan stefnt að auk- inni aðstoð við alþýðu manna á því sviði. Strax á námsárunum hóf Egg- ert margvísleg afskipti af fé- lagsmálum og var kosinn í stjórn Iðnnemasambandsins og Múraranemafélagsins. Árið eft- ir að hann gekk í Múrarafélag Reykjavíkur var hann kjörinn ritari þess og gegndi því starfi í fimm ár, en eftir það var hann formaður félagsins í önnur fimm ár. Hann hefur setið öll þing Alþýðusambands íslands síðan 1952 og var eitt kjörtíma- bil varaforseti þess. Snemma fékk Eggert áhuga á Alþýðuflokknum og gekk til starfa í röðum hans. Gekk hann greiða leið fram í foi'ustusveit flokksins og hefur verið einn vinsælasti og farsælasti leiðtogi yngri kynslóðarinnar í flokkn- um. Hann hefur vei'ið foi'maður Alþýðuflokksfélags Reykjavík- ur. Hann hefur lengi setið í mið stjórn Alþýðuflokksins og er nú formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Eggert var í kjöri á Seyðis- firði 1953 og varð þá landskjöi-- inn þingmaðui'. Síðan hefur hann vei'ið í framboði í Reykja- vík og setið óslitið á þingi. Hann hefur lengi verið varaforseti Efri deildar og eitt þing forseti deildarinnar. Kvæntur er Eggert Jónu Jóns dóttur og eiga þau fjögur börn.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.