Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.09.1965, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 30.09.1965, Blaðsíða 8
Frá sjósókn og aflabrögðum á Norðurlandi A Lí»ÝÐUMANNINN vantar enn duglega fréttaritara sem víðast að a£ landinu. Með því að fá fréttir úr byggð og bæ kemst blaðið í betri snertingu við líf og störf fólksins, og það er einmitt óskadraumur blaðsins. Að þessu sinni er tímaritið Ægir okkar fréttaritari og hér greinir frá aflabrögðum norðanlands í ágúst. Skagaströnd Fimm þilfarsbátar og trilla reru með dragnót og færi og öfluðu 18,5 lestir af kola og 26,6 lestir af bolfiski. Ógæftir voru seinni hluta mánaðarins. Sauðárkrókur Sjö dekkbátar reru með drag- nót og öfluðu 45 lestir af þorski, 116 af ýsu og 60 af kola. Að- komubátar lögðu á land 22 lest- ir af ufsa. Ógæftir voru seinni hluta mánaðarins. 1 Hofsós Fjórir dekkbátar og ein trilla reru með dragnót. Afli var tregur seinni hluta mánaðarins. Siglufjörður Landað var 200 lestum af ufsa fyrri hluta mánaðarins, en ekk- ert eftir miðjan mánuð. Opnir bátar öfluðu lítið. Ólafsf jörður Fjórir dekkbátar reru með HENNI ER alveg sama, hvað sumir kalla blaðið. Hún er ánægð með Alþýðu- manninn. Við höfum stækk- að upplag blaðsins um 25% og ætlunin er að stækka það enn um 25% fyrir áramót, því að sóknin heldur áfram. Við biðjum alla vini blaðs- ins að taka þátt í sókninni með okkur, því að margar hendur vinna létt verk. Við þökkum hlýjar kveðjur, allt frá ísafirði vestra til Kefla- vík syðra. — Við reynum áfram að auka fjölbreytni blaðsins og ef þetta blað þykir nokkuð þyngslalegt, viljum við trúa ykkur fyrir því, að það er kvefinu að Kenna, en blaðið hefur ekki nema einn starfsmann. En svo hittumst við heil í næsta blaði, hvort sem það verður í næstu viku eða seinna, ef prentarar og prentsmiðju- eigendur koma sér ekki sam- an. — Bless á meðan. dragnót og ofluðu 190 lestir, mest kola. Fjórtán trillur reru með færi og öfluðu 63 lestir af þorski og tveir aðkomumátar lögðu upp 72 lestir, mest kola. Dalvík Átta dragnótabátar lögðu afla sinn upp hér. Afli á bát var frá 7—34 lestir yfir mánuðinn. Fyr- ir ufsaveiði tók alveg um miðj- an mánuð, enda ógæftir. AUs bárust á land 350 lestir af fiski. Af því voru 172 lestir af ufsa, óslægðum. Hrísey Bátar frá Hrísey fóru 155 sjó- ferðir og öfluðu alls 217,5 lest- ir. Aflinn var aðallega ýsa og ufsi. Árskógsströnd Þrír dekkbátar reru með drag- nót og einn opinn með h'nu. Gæftir voru stopular seinni hluta mánaðarins. Hauganes Tveir dekkbátar reru þaðan með dragnót og með nót á ufsa- veiðum. ..........•» ' á * f: . . i k Akureyri Togarar ÚA lönduðu 1266 lest- um í 10 veiðiferðum, -mest af þorski og karfa. Afli var treg- ur hjá opnum bátum. Grenivík Fjórir dekkbátar reru með dragnót og einn með línu, einn- ig reru nokkrar trillur. Ógæft- ir voru seinni hluta mánaðar- ins. Grímsey Tveir dekkbátar og tíu til tólf trillur reru þaðan með færi og fengu 73,6 lestir, sl. m. h. Ógæft- ir voru seinni hluta mánaðar- ins. Flatey Tveir dekkbátar og tveir opnir bátar fóru 63 sjóferðir með færi j og öfluðu 42 lestir af þorski, óslægðum. Húsavík Fimm dekkbátar og nokkrar trillur öfluðu alls 510 lestir, þar af voru 311 lestir ufsi. Þórshöfn Sex dekkbátar reru með drag- nót ög tíu opnir með færi. Afl- inn alls 132,2 lestir bolfiskur og 3,1 lest koli. Hér höfum við birt nokkrar þurrar tölur, er greina frá at- háfnalífi í norðlenzkum ver- stöðvum. * =s Sjötugur sæmdarmaður EINN af vinsælustu borgurum Akureyrarbæjar, Óli P. Kristjánsson, póstmeistari, varð 70 ára þann 28. þ. m. og færir Alþýðumaðurinn honum, þótt seint sé, beztu heillaóskir. Það er vissa blaðsins að ófáir em- bættismenn, hér í bæ, hafa not- ið jafn almenns trausts og Óli póstmeistari, einnig virðist starfs lið hans allt vera samvalið hvað lipurð, velvild og greiðasemi snertir. Þessi staðreynd ber stjórnanda Pósthússins fagurt vitni. Því væntum við þess að hinn aldni, en þó ungi póst- meistari okkar, finni heila vin- áttu í fáorðri kveðju blaðsins. 0M ALÞÝÐUMAÐURINN —------- XXIXV. árg. - Akureyri, fimmtudaginn 30. september 1965 - 35. tbl. Minnisvarði að Hofsá AFHJÚPAÐUR var s.l. sunnu- dag að Hofsá í Svarfðardal minnisvarði um hinn kunna Vestur-íslending, Soffanias Thorkelsson, en Soffanías var, sem kunnugt er, Svarfdælingur að ætt, fæddur að Ytri-Másstöð- um í Skíðadal en fluttist að Hofsá og dvaldi þar sín uppvaxt arár. Soffanías fluttist til Vest- urheims og varð þar kunnur iðjuhöldur, en sýndi jafnan ræktarsemi æskustöðvum sín- um m. a. gaf hann Svarfaðar- dalshreppi 70 þúsund kr., er verja skyldi til skógræktar í dalnum, og var sá skógarreitur staðsettur að Hofsá og einmitt í þeim lundi var minnisvarðinn staðsettur. Minnisvarðinn er eftir Jónas Jakobsson mynd- höggvara, en Svarfaðardals- hreppur og Dalvíkurhreppur önnuðust framkvæmdir. Við af- hjúpunina flutti oddviti Svarf- \ dæla ávarp, Karlakór Dalvíkur söng undir stjórn Gests Hjör- leiíssonar, Þórarinn Kr. Eldjárn flutti ræðu cg að henni lokinni afhjúpaði aldinn vinur Soffanías ar minnisvarðann, Tryggvi Jó- hannsson fyrrv. bóndi að Ytra- Hvarfi. Aðalsteinn Óskarsson, oddviti Dalvíkur, afhenti skóg- ræktarnefnd Svarfdæla stytt- una til varð veizlu og veitti Þorleifur Bergsson á Hofsá, formaður skógræktarnefndar, minriisvarðanum viðtöku. Á minnisvarðanum má líta eftirfarandi áletrun: „Til minn- ingar um Vestur-íslendinginn Soffanías Þorkelsson, hafa Svarfdælingar látið gera varða þennan árið 1965.“ •iiiiMmiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii mmmiii* ,t-*’r: *?C\/. ■ ~ . • A .r;1 Úr Glerárhverfi. — Ljósmynd: Niels Hansson. HALLO KAUPENDUR EG æíla að biðja þessa ungu stúlku að minna ykkur á áskriftargjaldið. Það er að- eins 150 krónur, og vitið þið það, góðir Akureyringar, að sveitafólkið er miklu dug- legra að greiða. Fimm Ey- i firðingar komu í gær, Hörg- i dælingur í dag, og svo mætti i lengi telja. Ég veit að þið i takið undir við fjörlegt halló stúlkunnar. 'immmmii 11111111111111 ELDGOS INNI Á ÖRÆFUM? IMORGUN varð vart við gos- mökk inni á öræfum og voru það veðurathugunarmenn á Hveravöllum, er urðu þess var- ir. Var flogið yfir þetta svæði. fyrir hádegi, en einskis varð. vart. En stuttu síðar tilkynntu veðurathugunarmenn enn að þeir sæju gosmökk nálegtSátu, sem er um 40 km noröaustur af Hveravöllum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.