Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 25.11.1965, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 25.11.1965, Blaðsíða 8
Garnaveiki í sanðfé í Skagafirði Bankahús í byggingu á Sauðárkróki Sauðárkróki 21. nóvember.— J. K. fTÚDARFAR hefur verið mjög gott að undanfömu — hægviðri, ■A- bjart og vægt frost lengst af, og snjólaust er með öllu. — Úti- vinna við nýbyggingar fer enn fram af fuiluih krafti, bæði smíða- vinna og uppgröftur úr grunnum. Nú í haust var hafist handa um byggingu á nýju bankaúti- búi Búnaðarbankans. Er það nokkuð stór bygging, sem mun koma til með að setja svip á bæinn. Bankaútibúið er nú með starfsemi sína í ófullnsegjandi húsnæði, þar sem Sparisjóður Sauðárkróks var, en bankinn yfirtók starfsemi hans sem kunnugt er. Garnaveiki er nú komin upp í sauðfé í fyrsta skipti hér vestan Vatna. Er það í Brennigerði í Skarðshreppi. Var öllu fé þaðan lógað sl. miðvikudag og fleiri kindum sem gengið höfðu með Brennigerðisfénu. Áður hafði % Sr. B jarni Jónsson vígslubiskup látinn EINN MERKASTI kirkjuhöfð- ingi þessarar aldar, séra Bjarni Jónsson vígslubiskup, andaðist 19. nóv. sl. og fór útför hans fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Með séra Bjarna er genginn einn merkasti kirkjuhöfðingi Ólafsfirðingar - Dalvíkingar Mhefir í dag póstlagt áskriftarlista til ykk- ar og væntir blaðið þess, að þið takið þeim vel, en áskrift arsöfnun munu fréttaritarar AM annast, þeir Ingólfur Jónsson húsasmíðameistari á Dalvík og Jón Steinsson verkstjóri í Ólafsfrði. AM þætti það spennandi, ef nokk ur keppni yrði á milli stað- anna í þessu efni og mun blaðið birta niðurstöður í keppninni, þá er listamir koma til baka. AM kvíðir engu fyrir úrslitunum og bíður hér með fyrirfram tugi nýrra áskrifenda á Dalvík og í Ólafsfirði vel- komna í lesendahóp sinn. v Drukknir Bretar í FYRRAKVOLD urðu háset- ar á brezkum togara er lá hér við bryggju all örlátir í því að blóta Bakkusi og þurfti að leita aðstoðar lögreglunnar að koma þeim um borð, en togar- inn sigldi úr höfn um kvöldið. En þá er togarinn var að leggja frá bryggju tókst einum hinna ölvuðu háseta að stökkva frá skipi á bryggju og skiptu skip- stjórnarmenn sér eigi af því en sigldu frá landi, en hinn brezki strokumaður gisti í fangaklefa lögreglunnar um nóttina. Tog- arinn var frá Grimsby. þessarar aldar, virtur og vin- sæll af öllum íslendingum, ekki einungis sem kirkjunnar-þjónn, heldur og líka sem sannur mað- ur og góður íslendingur. Mun nafn sr. Bjarna verða skráð á spjöld íslenzkrar sögu um alda- raðir, svo fremi að saga þjóðar okkar og tunga glatist eigi. Allmikill snjór ff Svarfaðardal í gær. E. J. pÉR VAR töluverð snjókoma í gær og frameftir nóttu, en birt hefir í dag. Hér er því kom- inn töluverður snjór og mun vera orðið allþungfært smærri bílum, en ekki hafa truflast mjólkurflutningar. Síðastliðinn laugardag var haldið að þing- húsinu að Grund hið svokallaða „hjónaball“, sem er orðin nokk- uð árviss skemmtun og er það Kvenfélagið Tilraun er gengst fyrir samkomunni. Var fjöl- menni mikið og skemmtu Svarf- dælingar sér hið bezta, eins og þeirra er vandi. verið slátrað þaðan 8 kindum og reyndust 7 af þeim sýktar. Mikið er um rjúpu í nágrenn- inu og veiði dágóð stundum, þó að ekki sé um uppgrip að ræða við það sem mest gerist arinars- staðar. Dráttarvélar hi. sýna dieselvélar UM SfÐUSTU helgi höfðu Dráttarvélar h.f. í Reykja- vík sýningu á díselvélum frá Perkinsverksmiðjunum í Peter- borugh í Bretlandi. Var sýning in haldin í húsnæði Véladeild- ar KEA. Kynningu á vélunum önnuðust sölustjóri Dráttavéla h.f., Vilhjálmur Pálmason og deildarstjóri Véladeildar KEA, Þórgnýr Þórhallsson. Margir lögðu leið sína á sýninguna, og nutu góðrar fræðslu forsjá- manna um vélar þær, er til sýn- is voru, hvort sem um báta- bíla- eða vinnuvélar var um að ræða. Fjölmenni á kirkjuhátíðinni SÍÐASTLIÐINN sunnudag fjöl menntu Akureyringar í kirkju sína í tilefni af 25 ára afmæli hennar. Sóknarprestarn ir, sr. Pétur Sigurgeirsson og Birgir Snæbjörnsson önnuðust predikun og altarisþjónustu, en sr. Benjamín Kristjánsson pró- fastur flutti þætti úr akur- eyrskri kirkjusögu. Kirkjukór- inn söng og organistinn, Jakob Tryggvason lék á orgelið. Kirkjunni barzt fögur blóma- karfa frá bæjarstjórn Akureyr- ar og biskup landsins sendi árn- aðaróskir, og fögur kveðja barzt frá ekkju sr. Bjarna Jónssonar vígslubiskups. ALÞYÐUMAÐURINN XXXV. árg. - Akureyri, fimmtudaginn 25. nóvember 1965 - 42. tbl. JÓLHEIMA AFRONI Sérstök lág jólafargjöld til Islands um hátíðina HINN 1. desember n. k. ganga hin lágu jólafargjöld Flug- félags íslands í gildi Jólafargjöldin gilda nú frá fleiri erlendum borgum en áður, eða alls fimmtán. Jólafargjöldin eru um 30% lægri en venjuleg fargjöld á sömu flugleiðum. Þau gilda sem fyrr segir frá 1. des. til 1. jan. 1966, en auk þess er gildis- tími hvers farseðils einn mán- uður frá því ferð er hafin. Þessi sérstöku ódýru jólaíar- gjöld munu enn sem fyrr auð- velda námsfólki, svo og öðrum íslendingum sem erlendis dvelja, að halda jól og nýár heirna á Fróni. Flugfélagið beinir þeim til- mælum til aðstendenda náms- fólks ytra, og- annara þeirra er =000« =s -«NV Ljósmyndari AM, Níels Hansson, tók þessa mynd fyrir stuttu í Reykjavíkurhöfn, og er hún af bandrísku skipi, sem er talið vera hraðskreiðasta vöruflutningaskip heims imi þessar mundir. það heitir Mormacargo. hafa í hyggju sð notfæra sér þessi sérstöku fargjöld, að hafa samband við skrifstofur Flug- félags íslands, sem veita allar nánari upplýsingar. 11 m 111111 ii 11 ■ ■ ■ 11 ■ 11 n i Færð þyngist SAMKVÆMT upplýsingum frá Vegagerð ríkisins hefir færi mjög þyngst hér í nágrenn inu undanfarin dægur. Víða hafa vegir alveg lokast, t. d. á Austfjörðum og víðar. Illfært mun eða ófært vera orðið stór- um bílum austur fyrir heiði | Jólablað A. M. ) JÓLABLAÐ AM mun að j öllu forfallalausu koma i i út fimmtudaginn 16. desem- I i ber. Undirbúningur er þeg- i I ar hafinn varðandi efni blaðs i i ins. Það er tilmæli blaðsins \ i til velunnara, að þeir sendi i I því efnivið, en ætlunin i i er að jólablaðið verði fjöl- i 1 breytt að efni. Einnig óskar i i blaðið eftir góðum samskipt- = i um við auglýsendur. Enn er i i of snemmt að skýra frá efni i i blaðsns, en við vonum að i i þar megi finna lesefni bæði i i fyrir unga og gamla. ~iiiimimimimiiiiiiiiiiiDiitiiimiiiiiiiiimmiiiiiiiii. Vinna í Tunnu- verksmiðjunni 5 daga í viku Siglufirði í gær. J. M. ALLMIKIL snjókoma hefir verið hér að undanförnu og er hér kominn töluverður snjór og Skarðið að sjálfsögðu ófært. Nokkurrar missagnar gætti í síðasta blaði AM um vinnu í Tunnuverksmiðjunni, því að eft ir fréttinni að dæma mætti ætla að þar væri unnið aðeins annan hvorn dag. Hið rétta er að þar vinna 40 menn 5 daga í viku þ.e. vinna laugardaginn af sér og er því unnið 2 daga vikunnar til 5 en 3 daga til kl. 7.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.