Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.03.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 17.03.1966, Blaðsíða 2
 =S Íþróttasíáa A.M. iiiiiimiimimimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiitiiiiumimiiimiiiiiiiitiii tiiiiiimMiiiiimiiMiiiiiiiHiiiMmiiMmiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiMiiiiiii RITSTJÓRI: FRÍMANN GUNNLAUGSSON IIMIIMIIIMIMIIMMMMMMIMIMMIMMMIMIIIMIM MMMMtMMMMMMMIMIttMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM AMIIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIl Fjölmenni í Hlíðarfjalli um síðastliðna helgi OÍÐASTLIÐINN sunnudag fór fram við Skíðahótelið keppni ^ barna og unglinga í svigi. Keppendur voru 48 og þar af voru 15 stúlkur. Allir kepptu í sömu braut, sem var um 20 hlið og gekk keppnin mjög vel, tók aðeins IV2 tíma. Geysileg gróska er nú í skíðaíþróttinni á Akureyri og hafa keppt í mótum á annað hundr- að manns í vetur. Skíðaráð Akureyrar og aðrir áhugamenn eiga þakkir skilið fyrir þann áhuga, sem þeir hafa sýnt á að veita hinum yngstu hæfileg og skemmtileg verkefni, en það á eflaust eftir að bera ávöxt. Um hverja helgi sþretta upp drengir og stúlkur með ótrúlega getu og hafa aðkomumenn við orð að á Akureyri sé fram- leitt skíðafólk í stórum slíl. Urslit í mótinu um helgina urðú þessi: Stúlkur 13 og 14 ára. — — -sekr— sek. sek. 1. Barbara Geirsdóttir KA 21,2 — 20,2 - 41,4 2. Sigþrúður Siglaugsdóttir KA 22,6 — 30,6 = 53,2 Stúlkur 11 og 12 ára. sek. sek. sek. 1. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Þ>ór ..... 28,8 — 27,2 = 56,0 2. Þóra Ákadóttir KA 28,2- — 29,4 = 57,6 3. Anna Hermannsdóttir KA . . .. . . . . 31,4 — 26,5 = 57,9 Stúlkur 10 ára og yngri. sek. sek. sek. 1. Sigríður Frímannsdóttir KA 24,3 — 24,4 = 48,7 2. Margrét Þorvaldsdóttir KA . . . . ... ,. 36,9 — 28,0 64,9 3. Margrét Vilhelmsdóttir KA 3Ö,4 — 36,8 = 67,2 Drengir 11 og 12 ára. sek, . sek. sek. 1. Halldór Jóhannsson Þór 18,5 — 18,0 = 36,5 2. Gunnlaugur Frímannsson KA . . 18,3 — 18,6 36,9 3.—4. Sigurjón Jakobsson KA .... t.;.. 19,4 — 18,5 = 37,9 3.—4. Guðmundur Sigurbjömsson Þór . 18,5 — 19,4 = 37,9 Drengir 10 ára og yngri. sek. sek. sek. 1. Arnar Jensson Þór 24,0 — 20,0 = 44,0 2.—3. Ásgeir Sverrisson KA • 22,3 — 22,0 = 44,3 2.—3. Hallgrímur Ingólfsson Þór 22,1 — 22,2 = 44,3 x?xí><í>3xíXí><í><5>$>4><í><5><$>3><Sxí>3>3><í-<íxí>3>4><S><t>3xí>3>S>3>^;><sx->3><->3>$><-><é><$>3xj><í><í><í><3 UNGLINGAMEISTARAMÓTIÐ Á SKÍÐUM í HLÍÐARFJALLI SAMKVÆNIT upplýsingum mótsstjómar unglingameist- aramóts íslands á skíðum 1966, verður mótið haldið í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 26. og 27. marz n. k. Keppt verður í eftirtöld- um greinum: 7,5 km. skíðaganga pilta 14—16 ára. Skíðastökk 14— 16 ára. Norræn tvíkeppni 14 —16 ára. Svig pilta 12—15 ára. Stórsvig pilta 12—15 ára. Alpatívkeppni pilta 12— 15 ára. Svig stúlkna 12—14 ára. Stórsvig stúlkna 12—14 ára. Alpatvíkeppni stúlkna 12—14 ára. Aldur miðast við sl. áramót. Dagskrá mótsins hefur ver ið ákveðin, sem hér segir: Laugardagur 26. marz: Kl. 14 stórsvig pilta 12—15 ára og stúlkna 12—14 ára. Kl. 16-7,5 km. skíðaganga pilta 14—16 ára. Sunnudagur 27. marz: KI. 13 svig stúlkna 12—14 ára, kl. 14 svig pilta 12—15 ára, kl. 15.30 skíðastökk 14—16 ára. Þátttökutilkynningar ásamt 20 kr. þátttökugjaldi fyrir hvern keppan'da í hverri grein skulu hafa borizt móts stjóm, c/o. Guðm. Tuliníus, Hafnarstræti 18 á Akureyri, eigi siðar en að kvöldi þriðju dags 15. marz n. k. IR-INGAR í HEIMSÓIÍN UM HELGINA fá liand- knattleiksmenn á Akur- eyri góða heimsókn, en þá kemur meistaraflokkur karla úr Í.R. og leikur hér tvo Ieiki. — Á laugardag hefst keppni kl. 2 og á undan leik ÍR og ÍBA leikur 3. flokkur karla Þór og KA. Ekki er enn ákveðinn leiktími á sunnudag, en það verður aug lýst í götuauglýsingum. — ÍR-ingar eru nú efstir í ís- (andsmótinu í II. deild með 10 stig. Ekki er að efa að um spennandi keppni verður að ræða. íþróttaunnendum á Ak ureyri er vinsamlega bent á að tryggja sér aðgöngumiða í tíma, þar sem svo takmark aður fjöldi áhorfenda kemst í Rafveituskemmuna. Vel heppnuð úfilega og kvöldvaka hjá 6. bekkjum Oddeyrarskólans TTVAÐ ER ánægjulegra en vera með ungu fólki í leik, starfi og •“ námi þá fundið er að árangur er jákvæður. AM hefur það eftir góðum heimildum, að för sjötta bekkjar Oddeyrarskólans upp í Hlíðarfjall hafi tekizt með ágætum m. a. rómar hótelstjóri Skíða- hótelsins prúðmannlega framkomu nemenda. Þvi vill AM senda Iiinum unga skólastjóra Oddeyrarskólans og kennurum hans hamingjuóskir. Síðastliðinn þriðjudag fóru 6. bekkir Oddeyrarskólans upp í Hlíðarfjall til skíðanáms og úti- legu í Skíðahótelinu. Veður var ágætt og skíðafæri eins og bezt var á kosið. Skíðakennarar leið beindu börnunum, og var þeim skipt niður í flokka og var hverjum flokki falið ákveðið verkefni. Um kvöldið var hald- in kvöldvaka, sem börnin höfðu undirbúið með aðstoð kennara sinna. Margt var þar til skemmt unar, smá leikþættir, söngur, leikið á hljóðfæri, samkvæmis- leikir, kvikmyndasýning o. fl. Kl. 10.15 var kvölddrykkur, en kl. 11 voru öll börnin gengin til náða nema örfá, sem hjálpuðu til við uppþvott. í gær var svo ORKUVER OG DREIFBÝLIÐ f 18. tbl. Dags, ritar Tryggvi Helgason flugmaður langa grein er hann nefnir, „Dettifoss og dreifbýlið“. í grein þessari leit- ast Tryggvi við, að gera saman- burð á þeim vinnubrögðum, sem við höfð hafa verið, við athug- un á virkjunarmöguleikum við Dettifoss og Búrfell og fleiru í því sambandi, t. d. rafmagns- verði, ráfmagnsþörf og staðsetn- ingu fyrirhugaðra stóriðjufyrir- tækja. Ég las þessa grein Tryggva mér til ánægju, en legg engan dóm á þá útreikninga sem þar eru nefndir, og mér finnst grein in eiga fullan rétt á sér, einkum það höfuð sjónarmið, að ekki má, — allra hluta vegna — draga meir en orðið er öll stór- fyrirtæki suður til Faxaflóa, jafnvel þó hægt sé að sanna það með tölum í bráð, að það sé í byrjun ódýrara en staðsetja þau hér fyrir norðan. Þá ber enn að hafa í huga hið forna spakmæli að „í upphafi skal endirinn skoða“. Hefði ekki verið heppilegra þjóðarinnar vegna, að ágóðinn af fyrirhugaðri Alumínverk- smiðju við Hafnarfjörð hefði verið reiknaður svolítið minni í upphafi en reiknað er nú með, því ekki hefði þurft að nota hann til að stöðva flótta frá hinni gullnu strönd Faxaflóa, þó verksmiðjan hefði verið byggð hér fyrir norðan. En gróð inn þarf víst að vera sem mest- ur því hann skal nota að ein- hverju leyti — að sagt er — til að stöðva fyrirhugaðann flótta úr byggðum annarra landshluta. En hvaðan fá þessar stórfram kvæmdir vinnuafl, meðan sog- kraftur þeirra er mestur, með- an uppbygging þeirra varir? Tæpast allt frá þrautpýndum vinnumarkaði við Faxaflóa, og ekki skila þessar framkvæmdir hinum gullna arði strax sem á að verða heimanmundur hinna norðlenzku yngismeyja. Nei ég held varla. Einhvern reynslutíma þarf, og í einhverja varasjóði þarf eflaust að safna þegar þar að kemur. En verður þá ekki nokkuð seint að stöðva það sem stö.ðva átti, því hver stöðvar á að ósi, ef stöðva þarf. Á þessum málum er ábyggi- lega fleiri en ein hlið sem vert er að skoða, en manni finnst stundum, að of mikið hafi verið horft á eina hlið, og það af þeim er bezta eiga að hafa yfirsýn. Ég þakka Tryggva fyrir grein ina og vona, að hann hafi verð- ugri viðfangsefni, en að gerast nemandi — þó boðið sé — í „Kjallaraskóla“ hins endur- reista fslendings. Þau Faxaflóasjónarmið er þar, ríkja, hefði hinum unga ritstjóra eflaust verið hollara, flokks síns vegna og sjálfs síns, ef hann hugsar upp á langlífi hér — sem sumir telja vafasamt — að skilja eftir sunnan Holtavörðuheiðar. Nói Nóason. skíðanáminu haldið áfram og var veður enn prýðilegt og undu börnin sér hið bezta við leik og nám í Hlíðarfjalli og hef ur AM fregnað að kennarar og aðrir er stóðu að þessari ferð barnanna, séu sammála um að hún hafi tekizt með ágætum og börnin hafi sýnt háttvísi í allri umgengni. Ferðin var styrkt af ferðasjóði barnanna, en hann fær tekjur sínar af skólaskemmt unum, en nýlokið er skóla- skemmtun Oddeyrarskólans og var hún endurtekin 7 sinnum og uppselt á allar sýningar. AM vill einnig vekja athygli á smekklegu blaði er Oddeyrar skólinn gefur út er Eyrarrós nefnist. Eyrarrós er fallegt rit, er birtir frumsamið efni nem- enda. Gæti kannski ekki orðið að Kári Húnfjörð, sem er 11 ára núna, verði nýr Steinn eða Davíð, þá er fram líða stundir. í Eyrarrós má m. a. líta eftir- farandi kveðskap eftir Kára: Alltaf snjóar dag frá degi, ekki gott fyrir fót í skó, hvergi er honum frítt á vegi, fyrir þessum mikla snjó. FRA SKIÐARAÐI AKUREYRAR HJÁ bæjarfógetaembættinu 1 Akureyri hafa verið dregii út vinningsnúmer í skyndihapj drætti S. R. A. Eftirtalin núme: hlutu vinning: Nr. 698, far ti Kaupmannahafnar og vikudvöl nr. 840 far til Kaupmannahafn ar og vikudvöl. Handhafár vinningsnúmer: vitji vinningsnúmera sinna hj; Ferðaskrifstofunni Sögu, Aku eyri, sem einnig gefur allar nái ari upplýsingar ~um ferðirnar. (Birt án ábyrgðar) Tókum upp í gær: NYLON-SLOPPA 5 gerðir, verð kr. 675.00 Upplagt sem FERMINGARGJÖF Verzl. ÁSBYRGI Auglýsingasíminn er 1-13-99

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.