Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.03.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 17.03.1966, Blaðsíða 5
Ég vildi ekki skipta á iiokktirs annars, segir séra Birgir Snæbjörnsson, en hann er gestur blaðsins í dag ISÍÐASTA BLAÐI lofuðum við viðtali við æskulýðsfulltrúa Ak- ureyrarbæjar Hermann Sigtryggsson, en sökum anna gat hann eigi komið því við að þessu sinnr. Við slógum á þráðinn til séra Birgis Snæbjörnssonar og föluðum viðtal og þrátt fyrir mikið ann- ríki offraði hann okkur tíma. AM telur enga ástæðu til að kynna séra Birgi fyrir lesendum sínum og því skal strax hefja viðtalið. starfi mínu og starfi Hvað er langt síðan þú hófst prestskap? Ég var vígður til Æsustaða- prestakalls hinn 15. febr. 1953 af þáverandi biskupi herra Sigur- geiri Sigurðssyni. í því presta- kali voru fimm söfnuðir, og þekkti ég aðeins tvo menn í þessum sóknum, er ég hélt norð ur. Reynsla þín af prestsstarfinu séra Birgir? í stuttu máli sú, að ég vildi ekki skipta á starfi mínu og starfi nokkurs annars. Það hef- ur fært mér mikla gleði, en einnig á stundum vonbrigði. Helzta harmsefnið er það, hve ónýtur þjónn mér finnst ég vera, mesta gleðiefnið vissan um það, að til er hulin hönd, sem hjálpar þegar mest á ligg- ur. Starfið hefur fært mér mik- inn fjölda góðra vina í þeim þrem prestaköllum, sem ég hef þjónað, og fyrir liðsemd þeirra og vináttu er ég mjög þakklát- ur. Hvenær finnst þér reyna mest á þig í sambándi við starf þitt? Að sjálfsögðu er oft mjög erfitt að standa andspænis mik- illi sorg, og þung verða sporin þegar flytja á váleg tíðindi og slysafréttir. Ef ekki væri jafn- fram hægt að flytja fyrirheiti frelsarans um eilíft líf, mundi mig oft bresta kjark. Það er líka léttir að finna, á sorgar- stundum, hjá fólki almennt ein lægt trúartraust og þann ómet- anlega styrk, sem það veitir. En þótt þessi þáttur í starfi prests- ins hljóti að reyna hann mjög, þá er hitt ekki síður erfitt að horfa upp á missætti hjóna og margháttað böl, sem menn hafa kallað yfir sig og heimili sín. Það er hörmulegt þegar heimil- in, sem eiga að vera hornstein- ar margs þess bezta í lífinu, eru gerð að kvalastað. Finnst þér kirkjan í dag hafa aðlaðað sig nógu vel eftir breytt um aðsíæðum? í innsta eðli sínu hlýtur kirkjan að vera hin sama um aldaraðir. Grundvöllurinn sem hún byggir á er Kristur, og honum verður ekki breytt. Mannlegt eðli er einnig samt við sig nú og á dögum Jesú frá Nazaret, og því eiga alvöruorð hans og fagnaðarboðskapur al- veg eins erindi við menn á atóm öld. Hitt er svo annað mál hvern ig koma á boðskap hans til kyn- slóðar sem lifir við aðstæður gjör ólíkar því er áður getur. Kirkjan hefir á síðast liðnum áratugum farið inn á nýjar brautir. Ber þar fyrst að nefna stóraukið barna- og æskulýðs- starf, sumarbúðir, vinnubúðir og ýmiss konar starf á vegum kvenfélaga og bræðrafélaga safn aðanna. Þá má minnast á kirkju vikur, helgileiki og fasta þætti kirkjunnar í útvarpi. Brátt kem ur svo íslenzkt sjónvarp og vafa laust mun kirkjan hasla sér þar völl. En kirkjan getur, eðli sínu samkvæmt, ekki lotið að neinu því sem er lágt og lítil- mótlegt og notað slíkt fyrir tál- beitu í harðri samkeppni um mannssálirnar. í þess stað höfð- ar hún til hins helga og háa og öruggari leið mun það til þess að glæða hið góða og göfuga í hverri sál. Finnst þér að kirkjan gæti ekki verið frjóari afhneiður gegn drykkjuskap og öðru er nú leiðir unglingana á villi- götur? Ef kirkjan sæi ósk sína ræt- ast um það að Kristur lifði í hverjum manni og væri leiðar- Ijós þeirra allra þá væri ekkert áféngisböí í landi hér. Ef kirkj- an gæti fengið menn almennt til þess að taka Guð alvarlega með í reikninginn þá rakaði rík ið ekki saman blóðpeningum fyrir áfengi, engin hús, sem otuðu slíkum ófögnuði að æsku- fólki, engir menn sem létu ágirndina lokka sig til þeirra óhappaverka að ofurselja hina ungu vínnautninni. Vitið þið prestarnir í raun og sannleika þá staðreynd hve ofur þung vandaniál nútímaþjóðfélag leggur unglingunum á herðar? Ég hugsa að starfsmenn kirkj unnar geri sér það ljóst, ekki síður en aðrir, eins og glöggt kemur fram í því að kirkjan réttir æskunni hönd og býður liðssinni sitt, ásamt öðrum fé- lagasamtökum og skólum. Ég veit að prestar bera vinarhug til fermingarbarna sinna og biðja þess af hjarta að þeim megi vel farnast. Þessi vinátta varir lengi og kemur fram í því að glaðst er þegar góðar fréttir berast af þessum vinum og hryggst ef illa fer fyrir þeim. Fús er presturinn áreiðanlega að veita þessum vinum þá hjálp er hann getur, hins vegar Séra Birgir Snæbjörnsson. á hann erfitt með að neyða henni upp á neinn. Og vissulega mótast viðleitni presta sem ann ara manna af því að allt er í veikleika gjört. Hvað um æskulýðsstarf kirkj unnar hér á Akureyri? Það hófst með komu séra Péturs Sigurgeirssonar hingað til Akureyrar árið 1947. Síðan hafa starfað sunnudagaskóli og æskulýðsfélag, og hefir þessi starfsemi orðið öðrum til fyrir- myndar. í sunnudagaskólanum eru stundum mætt á sjöunda hundrað börn. Æskulýðsfélagið starfar í þremur deildum, drengja- og stúlknadeild vetur- inn eftir fermingu og aðaldeild fyrir eldri félaga. Fundir eru haldnir hálfsmánaðarlega og oft hafa mætt þar 50—60 ungmenni. Markmið félagsins er m. a. það, að hjálpa ungmennunum til þess að standa við fermingarheitið og hvetja þá til þess að þjóna Guði, náunga sínum og ætt- jörð og láta þau finna til ábyrgð ar þeirrar sem á herðum þeirra hvílir og ekki verður vellt yfir á aðra. Það er stundum spurt hver árangur sé af þessu starfi. Um það erum við ekki dómbærir, getum raunar aðeins beðið Guð að blessa ávexti þess sem þarna er sáð. Hitt vitum við að þessi börn kunna að spenna greipar og eiga þannig lykil að leið sem getur orðið þeim til óumræði- legrar blessunar þegar á bjátar. Myndirðu þiggja boð ritstjóra AM, ef hann biði þér í nætur- keyrslu um miðbæinn, þá er dansleikjum er lokið? Ég hefi átt leið um miðbæinn á þessum tíma, séð margt sorg- legt og sannfærst um það að ein hverjir hafa framið lögbrot í stórum stíl. Þess vegna veit ég ekki hvort ritstjóri Alþýðu- mannsins getur sýnt mér nokk- uð nýtt. En ef hann gæti smal- að saman löggjöfum landsins ásamt þeim se_m gæta eiga þess að lögum sé framfylgt og for- ráðamönnum danshúsanna, skyldi ég gjarna slást í för með þeim og ræða málin opinskátt. Heldurðu ekki séra Birgir, að það sé erfiðara fyrir ungt fólk nú að ná til guðs, en þá er við vorum ungir? Ég held að Guð hafi ekkert breytzt og heyri enn sínum himni frá til okkar hvert sinn sem við áköllum hann. Hins vegar hygg ég að erfiðara sé fyrir unga og aldna að fá ró og frið til þess að tilbiðja Guð sinn á þessum hraða og hávaða tím- um. Gætirðu sagt lesendum AM frá eftirminnanlegasta atburð- inum í sambandi við starf þitt? Margt af því sem í hugann kemur er bundið þagnarheiti, þar sem það snertir ýmsa aðra. En einn atburður verður mér þó minnisstæður allt mitt líf. Einn stórhríðardag messaði ég í Akureyrarkirkju yfir aðeins tveimur auk starfsliðs kirkjunn ar. Stundin er mér ekki hug- stæð vegna þess hve fáir komu heldur af þeim sökum að ég og þeir sem í kirkjunni voru urðu fyrir áhrifum sem erfitt er að skýra. Ertu ánægður með núverandi fyrirkomulag varðandi kjör presta? Ég tel ýmsa anninarka á fyrir komulagi því sem ríkir um prestskosningar og trúi ekki öðru en úr megi bæta. Ég hefði vel treyst biskupum þeim sem verið hafa í embætti síðan ég hóf prestsstörf til þess að skipa presta. Hins vegar er ég hrædd ur við að fela pólitískum ráð- herrum slíka aðstöðu. Svo að síðustu. Heldurðu að nokkur prestur efist um að guð sé til? Það held ég að komi alls ekki til mála. AM þakkar séra Birgi fyrir komuna og undirritaður veit að hann myndi reyna að bregða birtu á veg minn, þótt ég knýi á dyr hans að nóttu til. s. j. Skákþing Norðurlands (Framhald af blaðsíðu 1.) áhugi hjá fundarmönnum um að gera hlut flokksins sem stærstan. Formaður félagsins var kosinn Jón Karlsson en aðrir í stjórn þeir Birgir Dýr- fjörð, Erlendur Hansen, Eihar Sigtryggsson og Sigmundur Pálseon. STAKAN okkar i Rögnvaldur rögn- VALDSSON leit inn tU okkar á dögunum og allir vita að Rögnvaldur er hagyi'ðingur góður. Hann lofaði okkur að heyra þessa vísu er hér fer á eftir og auðvitað látum við vísnaþátt AM njóta góðs af. Rögnvaldur er hér að kvitta fyrir „limruverk11 er birtist í næst síðasta blaði AM. Okkur finnst þetta harla góð staka: AM fékk í grautinn grjóa gefins svo að dregur. Seiglingsmaður Sigurjón, i en svolítið kratalegur, AM þakkar Bl. sk. í Reykjavík fyrir eftirfarandi kveðju til þáttar blaðsins, „Stakan okkar1:: Vekur gleði vísan mér verður málið lireinna. Ég skal muna eftir þér ! einhverntíman seinna. AM er sannfærður um, að þetta loforð verður haldið. Næstu vísur eru eftir Ingu Skarphéðins á Blönduósi og við látum skýringar hennar fylgja með. Þegar einkasonurinn er far- inn til Akureyrar, stendur stóllinn hans auður við borð- ið. Mér það bæta mætti trautt. Mjög það lætur nærri, þegar sætið þitt er autt, þá er gleðin fjærri. Heimilisvinur kom í heim- sókn um kvöld, en svo vlidi til, að ég varð lasin nótt- ina eftir. — Hann hringdi nokkru síðar og fékk þessa stöku í símann. III er þessi árans líðan, ekki bætir þetta haginn. Ég hef verið ófrísk síðan — að þú komst á laugadaginn. Ég hlustaði fyi'ir nokkru á Norðlending tala um „Daginn og veginn“ í útvarpið. Var mál hans skörulega flutt. Ræddi hann af nokkrum hita um sunnanmenn. Kom þetta þá í hug mér. Sátu hljóðir sunnanmenn, sem á glóðum staddir. Norðurslóðir eiga enn ýmsar góðar raddir. Aðeins til Ingu: Ritstjóri AM er svolítið hégómlegur eins og aðrir dauðlegir menn og vill trúa henni fyrir því, að honum þykir vænt um vís- una. • \ Verið þið sæl að sinni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.