Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.03.1966, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 17.03.1966, Blaðsíða 1
* Opið öll kvöld til kl. 20.00 VERZLUNIN BREKKA Skipuleggjum íerð- | Fyrir hópa og ir endurgjaldslaust | einstaklinga LÖND O G LEIÐIR. Sími 12940 I ÁSKRIFTARSÍMI ALÞÝÐUMANNSINS ER 1-13-99 ALÞYÐUmAÐURINN Skákþing Norðurlands haldið á / Jónas Halldvórsson, skákmeistari Norðurlands XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 17. marz 1966 — 10. tbl. OKÁKÞING Norðurlands var haldið hér í Sauðárkróki dagana 1.—6. marz að Hótel Mælifelli. Teflt var í þremur flokkum, meistaraflokki og fyrsta og öðrum flokki. Efstur í meistaraflokki og þar með skákmeistari Norðurlands varð AMbýSur nýju sÉmstjórahjónin velkomin UM SL. MÁNAÐAMÓT urðu símstjóra skipti hér á Akur eyri. Gunnar Schram lét af störfum og tók við starfi rit- símastjóra í Reykjavík en við starfi hans hér tók Marías Helga son póst- og símstjóri á ísafirði og var hann einnig umdæmis- stjóri pósts og síma yfir Vest- firði, en póst og símstjórastarfi hafði Marías gegnt á ísafirði í tæp 10 ár. Hinn nýi símstjóri okkar hefur tekið virkan þátt í starfsemi S.Í.B.S. og var for- seti samtakanna um skeið. Kvæntur er Marías Bergþóru Eggertsdóttur, ættaðri frá Akur eyri. AM býður hinn nýja sím- stjóra og frú hans velkomin til bæjarins og óskar honum vel'- farnaðar í starfi. ■Tv Marías Helgason og frú. Ljósm.: N. H. Jónas HalldórsSðn og hlaut hann 5 vinninga. Röðin á næStu mönnum varð þessi: 2—3 Hall- dór Einarsson og Hjörleifur Halldórsson með AVz v. 4—6 Baldvin Kristjánsson, Björgúlf- ur Einarsson og Hjálmar Theo- dórsson með 4 v: f fyrsta flokki urðu úrslit þessi: 1. Valgarð Valgarðsson 41/2 v. 2. Hjálmar Pálsson 4 v. 3. Þorsteinn Sigurjónsson 2V2 v. Úrslit í öðrum flokki urðu: 1. Rögnvaldur Árnason ÍV2 v. 2. Sölvi Sveinsson 4 v. og 3. Friði'ik Hansen með 3 vinninga. Á sunnudag var haldið hrað- skákmót og sigraði Jónas Hall- dórsson og hlaut hann 8% v. af 9 mögulegum. Urn kvöldið var haldið samsæti og verðlaun af- hent. Skákstjóri var Árni Þor- björnsson. Nýlega var stofnað félag Ung templara hér og hyggur það á aljmikla starfsemi á næstunni m. a. að Kaía opjð hús fyrir ýmis konar tómstundastarfsemi og dægradvöl, svo sem tafl, spil, borðtennis, bob o. s. frv. Þá eru fyrirhuguð ferðalög í sumai', íþróttastarfsemi o. fl. Formaður félagsins er Jens Guðmundsson, ritari Oli Olafsson og gjaldkeri Elísabet Ögmundsdóttir. Aðalfundur Alþýðuflokksfé- lagsins vai' haldinn 23. febi’úar. Á fundinum var m. a. rætt um bæjarstjórnakosningarnar í vor og kom greinilega í ljós mikill (Framhald á blaðsíðu 2.) \WV N BROTIZT m IHEIMAVIST H.A. F ''YRIR hádegið í gær var brotizt inn í heimavist MA og stolið um 800 kr. Hafði inn- brotsþjófurinn heimsótt 8 her- bergi. Grunur féll fljótt á há- seta af brezka togaranum Luc- ida H 403 frá Hull, en togar- inn kom til Akureyrar í fyrri- nótt. Hafði hásetinn leigt sér herbergi að Hótel KEA. Játaði hann á sig verknaðinn og munu réttarhöld hafa farið fram í málinu í gærkveldi. í gær varð þriggja ára krakki fyrir bíl við Hafnarstræti 20. — Var barnið á magasleða og renndi sér fyrir bílinn, er var á hægri ferð og urðu því -meiðsli barsins eigi alvarleg. ALLIR JAFNAÐARMENN í EINUM FLOKKI Avarp til íslendinga samþykkt á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins 13. marz 1966 Alþýðuflokkurinn er 50 ára. IHÁLFA ÖLD hefur Alþýðuflokkurinn verið í far- arbroddi í baráttunni fyrir íullkomnara lýðræði á Islandi, meiri mannréttindum, vaxandi velmegun, auknum jöfnuði og æ fjölskrúðugri menningu. Fyrir fimm áratugum hófu framsýnir menn og konur merki jafnaðarstefnunnar hátt á loft með stofnun íslenzkra allsherjarsamtaka jafnaðarmanna og verka- lýðssinna, Alþýðuflokksins. Undir hans forystu var hafin sú barátta, sem fært hefur íslenzkum almenn- ingi aukið frelsi og ný réttindi, bætt kjör og betra líf. Sú kynslóð, sem byggir ísland í dag, stendur í þeirri þakkarskuld við alla brautryðjendurna, sem aðeins verður goldin með því að hefja merkið enn hærra á Joft í framtíðinni og unna sér engrar hvíldar í bar- áttunni fyrir því, að íslenzkt þjóðfélag verði fyrir- myndarríki frelsis og öryggis almennrar velmegunar og þjóðfélagslegs réttlætis. Áhrifanna af störfum Alþýðuflokksins í fimmtíu ár hefur gætt mikið og víða. Barátta hans fyrir al- mennum kosningarétti og bættri kjördæmaskipun > setur svip sinn á íslenzkt lýðræði. Forysta hans um almannatryggingar á íslandi og margskonar félags- málalöggjöf á meiri þátt í því en nokkuð annað, að ísland er nú velferðarríki. Barátta hans fyrir opin- berri forystu um stórframkvæmdir og aukna heild- arskipulagningu í atvinnumálum og fjármálum hefur haft stórfellda þýðingu fyrir vöxt þjóðarframleiðsl- unnar og bætt lífskjör. Forysta hans í jákvæðri hags- munabaráttu launþegasamtaka hefur stuðlað að já- kvæðum árangri hennar. Barátta hans fyrir bættri menntun og jafnri menntunaraðstöðu hefur orðið öllum almenningi bæði til menntunarauka og hags- bóta. Frá upphafi sínu hefur Alþýðuflokkurinn tekið þátt í baráttunni fyrir óskoruðu fullveldi fslands og stutt það, að á alþjóðavettvangi stuðlaði fsland að varðveizlu friðar og frelsis og gæzlu öryggis í þeim heimshluta, þar sem landið liggur. Alþýðuflokkurinn mun á næstu árum leggja á það megináherzlu, að stuðla að því, að grundvöllur ís- lenzks atvinnu- og viðskiptalífs verði sem traustastur og fjölbreyttastur, þannig að velmegun alls almenn- ings verði sem mest og batni sem örast. Að þessu marki vill hann að verði keppt með náinni samvinnu ríkisvalds, Iaunþega og atvinnurekenda og með fyllsta stuðningi tækni og vísinda. Jafnframt mun Alþýðuflokkurinn leggja höfuðáherzlu á eflingu fé- lagslegs réttlætis á fslandi, fyrst og fremst með setn- ingu heildarlöggjafar um lífeyri fyrir alla • lands- menn. og ennfremur mun flokkurinn leggja ríka áherzlu á eflingu íslenzkrar menningar með bættu skólahaldi frá bamaskólum til háskóla og öflugum stuðningi við hvers konar menningarstarf og list- sköpun er geri líf þjóðarinnar rikara og fegurra. Ef kjördæmaskipun á fslandi hefði ekki verið ranglát, þegar Alþýðuflokkurinn var stofnaður og raunar haldist ranglát til skamms tíma, og hefðu skammsýnir menn ekki klofið Alþýðuflokkinn þrí vegis í fimm áratuga sögu hans, þá væri Alþýðu flokkurinn hér svipaðrar stærðar og jafnaðarmanna flokkar nágrannalandanna og hefði þá í nánu sam starfi við ósundraða verkalýðshreyfingu getað komið enn meiru góðu til leiðar en honum hefur tekizt Þann lærdóm má draga af hálfrar aldar sögu Alþýðu flokksins, að sundrungin hefur reynzt til ófarnaðar, að þeir sem hurfu úr röðum Alþýðuflokksins og hugðu sig geta náð markmiðum flokksins í samstarfi við önnur öfl og aðra menn en þá, sem störfuðu í Alþýðuflokknum, reyndust fara hörmulega villir vegar. Nú á 50 ára afmæli Alþýðuflokksins, er þess vegna tími til að draga af þessum mistökum hina einu réttu ályktun: fslenzkir jafnaðarmenn eiga allir að fylkja sér í einn flokk, eins og stofnendur Alþýðuflokksins vildu fyrir fimmtíu árum. Alþýðuflokkurinn býður vel- komna til starfa í flokknum alla þá íslendinga, sem vilja efla jafnaðarstefnu og lýðræði á íslandi. Innan Alþýðuflokksins eiga nú allir þeir að sameinast, sem berjast vilja fyrir frelsi og lýðræði á íslandi, fyrir velmegun, jöfnuði og menningu með íslenzkri þjóð. Alþýðuflokkurinn lieitir á fslendinga að efla flokk- inn í því skyni, að þjóðinni megi miða sem örast áfram á braut alhliða framfara og frjálsrar menn- ingar. LEIÐARI: NÝ VERKEFNI Rætt við séra Birgi Snæl íjörnsson, sjá 1 ils. 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.