Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.03.1966, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 17.03.1966, Blaðsíða 7
NÚ GETA ALLIR MÁLAÐ Nýkomnir OLÍU-LITAKASSAR með númeruðum myndflötum. MJÖG FALLEG MÓTIV. Verð frá kr. 98.00. BRYNJÓLFUR SVEINSSON H.F. Það er ágætt að auglýsa í Alþýðumanninum Auglýsingasimi Alþýðumannsins er 1-13-99 Ágrip af sögu Alþýðu- flokksins á Húsavík (Framhald af blaðsíðu 8). verkalýðshreyfingunni. Það er fyrst nú, eftir að þessir menn eru búnir að verða fyrir marg- földum vonbrigðum, fyrst með kommúnistaflokkinn, næst með Sósíalistaflokkinn og nú síðast með Alþýðubandalagið, að þeir eru farnir að sjá, að þrátt fyrir alla klofningana er Alþýðu- flokkurinn sterkasta fylking vinstri manna á íslandi í dag og sú eina, sem líkleg er til að sameina vinstri kjósendur í land inu til nýrrar sóknar fyrir um- bótamálum alþýðustéttanna. Auk afskipta af bæjarmálum hefur Alþýðuflokksfélagið að sjálfsögðu lagt mikið starf af mörkum í sambandi við kosn- ingar til Alþingis. Það var þang að til F.U.J. var stofnað hér, eina flokksfélagið í Suður-Þing- eyjarsýslu og bar því höfuð- þunga alls undirbúningsstarfs við Alþingiskosningar í sýsl- unni, auk frambjóðenda. Þeir menn sem hafa verið frambjóð- endur Alþýðuflokksins í Suður- Þingeyjarsýslu eru: Sigurjón Friðjónsson skáld frá Laugum. Arnór Sigurjónsson ritstjóri. Oddur A. Sigurjónsson skóla- stjóri. Bragi Sigurjónsson banka- stjóri. Axel Benediktsson fyrrver- andi skólastjóri. Alþýðuflokksfélagið beitti sér fyrir því 1961, að kaupa gamalt hús, sem breyta skildi í félags- heimili. Þetta tókst og unnu fé- lagsmenn að mestu sjálfir að breytiftgiim í frísíundum. Hús-; ið var nefnt Hlöðufell og var stofnað um það samnefnt hluta- félag, sem félagið á Vs hluta í. Þar hefur félagið síðan haft góða aðstöðu fyrir starfsemi sína auk þess sem hverskonar önnur félagsstarfsemi og veit- ingarekstur hefur þar verið. Framkvæmdastjóri frá upphafi hefur verið Jón Jóhannesson og ráðskona Ingibjörg Jósefsdóttir. Núverandi stjórn Alþýðu- flokksfélagsins er þannig skip- uð: Guðmundur Hákonarson for- maður, Þorgrímur Jóelsson gjaldkeri, Ólafur Erlendsson rit ari, Ingólfur Helgason varafor- maður, Jón Jóhannesson vara- gjaldkeri og Jóhannes Jónsson vararitari. Endurskoðandi er Jóhannes Guðmundsson og til vara Salomon Erlendsson. BÆJARSTARFSMENN AKUR EYRI! Veitið athygli auglýs- ingu um aðalfund starfs- mannafélagsins, sem er í blað inu í dag. — Stjóm starfs- mannafélags Akureyrarbæjar. S*----------- BARNASAGA ALÞÝÐUMANNSINS Fjallgangan | eftir MÁ SNÆDAL 14 • • 1 TNGIBJÖRG gekk inn í baðstofuna. Jónas maður hennar var nýkominn inn, en hann hafði verið að breiða yfir bólstra á útenginu og hafði verið orðinn holdvotur, því að svo var úrfellið orðið mikið og enn var að herða norðan- vindinn. Hann stóð við gluggann, en útsýnið var orðið lít- ið, því nú hafði þokan falið Stekkjarmelinn líka. „Jónas, ég er orðin hrædd um drengina. Ég skil ekkert í því, að þeir skuli ekki vera komnir heim fyrir löngu. Ég er hrædd um að eitthvað hafi komið fyrir þá. Og þeir fóru iéttklæddir að heiman í morgun. Hvað finst þér, Jónas? Mér finnst að við þurfum að gera eitthvað. Ég er orðin eitthvað svo óróleg“. „Kanski þeir hafi hlaupið niður að Hálsi, eftir að fár að rigna, og séu að bíða eftir að veðrir skáni eitthvað. Það hef- ur verið styttra fyrir þá að hlaupa þangað, ef þeir hafa verið komnir mjög utarlega á Brúnina. Þeir hafa nú alltaf verið hálfgerðar krokur. En mér finnst samt ekki rétt af þeim að hanga þar, því að þeir ættu að vita að úþ yrðir hrædd. En ég skal svo sem ganga úteftir, ef þú kærir þag um“. Ingibjörg fann það á svari bónda síns, að hann var einn- ig orðinn órólegur, þótt hann vildi láta lítið á því bera. „Mér þætti vænt um það. Mér finnst þó einhvern veginn að þeir muni ekki vera þar. Ég veit, að þeir hafa farið eitt- hvað lengra en upp á Brúnir". (Framhald). ----^0»$kvr-...... " ^ - Heyrt, spurt, séð, hlerað 1 (Framhald af blaðsíðu 4) er nú hugsunarháttur sumra foreldra. En ég vil spyrja, eru margar mæður eða foreldrar hér í Akureyrarbæ, er láta börn sín fara fastandi í skólann á morgnana og ef svo er, geta Jiær eða þau, ef þau geta svæft saiuvizku sína bent á Austmar sem sannkallaðann „miskunn- sama Samverja“, en Sverrir skólastjóra og kennara hans, sem forherta ræningja. En án gamans. Eru sumir foreldrar búnir að gleyma því að heimilin hljóta að verða um ókomna framtíð sú uppeldismiðstöð, er veigamest hlýtur að verða, ef þau bregðast er án sanngirnis hægt að kasta grjóti að kenn- urum og skólurn. Ég vil að for- eldrar láti skólastjóra og kenn- ara Gagnfræðaskólans finna að þeir eru með þeim en ekki Austmar og handapati hans, þá er liann sýnir vandlætingu sína þá er kennarar standa á verði á skólalóðinni. HÚN VILL að AM kalli hana Grýlu og AM verður að láta undan, þótt hún sé enganvegin grýluleg. Hún skrapp upp á skrifstofu blaðsins núna fyrir helgina, og Grýla sagði flaum- ósa: Segðu bænum, að við stelp umar erum með Sverri á móti Austmar, og segðu það líka, að það sé ósómi að segja kennara sínum að „éla drullu". Við gónd um á „Grýlu“: Þetta er satt, þetta hefur verið sagt í skólan- inn okkar“. Og svo var „Grýla“ rokin, en við þökkum henni samt fyrir hressandi gustinn og AM. þykist vita, að Grýla sé góður nemandi í gamla og góða „Gaggó“. j t VIÐ AM vill segja afdrátt- arlaust í tilefni þessara tveggja bréfa sína skoðun. For- eldrar og heimili bams eða unglings hlýtur að vera nú sem áður kjölfestan á framtíðarvegi stúlkunnar eða drengsins, ef hún bregst, er ekki hægt að skella skuldinni á skólann eða kennarann. Ef foreldrar styðja Austmar en eigi Sverri í stríð- inu á Skólastíg, þá eru þau að draga enn eina lokuna frá hurð um gegn framtíðargengi ís- lenzkrar þjóðar. DAGBLÖÐIN staglast sí og æ á álbræðslu við Straums- vík. Því þetta latmæli. AM. get ur engan veginn fallizt á þessa nafngift, nema um væri að ræða bræðslu á fiski þeim, sem kallaður er áll. Er það of erfitt fyrir forsætisráðherrann og aðra ráðamenn að kalla þetta a. m. k. málmbræðslu. Við norð anmenn erum a. m. k. eigi orðn ir svo latir, að við getum eigi nefnt hlutina sæmilega réttum nöfnum. i

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.