Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.04.1966, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 14.04.1966, Blaðsíða 4
i!iiiiSiiiiSS(iiiiSii****liiiSiKtiilll{IISiiltlllllllllllllllll||||Hllllllllllllltllllllllllllllllllltl|||||t||||t||||||||||||||||||||flllllllllllllllllll «11II111f11111111111111111111|• 11■ |• |• 111|111111111111111111u1111111111111111■ I<111111• ■ • ■ 11>11■ I■ III*111SI 0 AL IM &ÝÐ X' Ritstjóri: SIGURJÓN IÓHANNSSON (áb.). Útgefandi: ALÞÝÐUFLOXKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Afgreiðsla og‘ auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæð, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri UMAÐURINN ÁBYRGÐ KJÓSANDANS ÞF.SSA DAGANA er ýmist verið að leggja síðustu | hönd á framboð til bæjar- og sveitarstjórnarkosn- \ inga eða þau hafa þegar verið birt. Stjórnmálaflokk- i arnir vanda framboð sín eftir getu og þykir mikilsvert | að geta boðið kjósendum að velja virta og hæfa menn | til sveitar- og bæjarmálaforystu, enda ekki um að deila, | að forsjá slíkra mála er bæði vandasöm og ábyrgðar- ! mik.il og þeim, sem undir búá, mikilsvert, að vel fari f úr hendi. En hér kemur ábyrgð kjósandans mjög við | sögu, hans er að velja og- hafna. Með atkvæði sínu f ákveður hann, eftir hvaða styrkleikahlutföllum flokk- I arnir deila með sér forystunni, og þau hlutföll ráða oft 1 úrslitum um það, hvort forystan er djörf eða deig, sam- | lient eða ósamhent. | TMTARGIR kjósendur gera sér þess fulla grein, hve I vald þeirra er mikið og kjörrétturinn dýrmætur. i Aðrir láta sér fátt um finnast. Oft heyrist kosinni for- i ystu hallmælt fyrir linku, hlutdrægni og úrræðaleysi, f en sjaldnar gera þeir, sem þannig tala, sér grein fyrir í hlut sínum að þessum ágöllum: að þetta er forysta, i sem þeir hafa verið hluttakendur í að velja. Ef menn í hugleiða þettí) vel, verður þeim fullljóst, að kosninga- i réttur er tnikil réttindi, mikil ábyrgð og mikið vald, i sem fara þarf með af mikilli kostgæfni. - | ¥¥ÉR á Aktireyri hafa kjósendur um fjölda ára veitt | *-•* (illum stjórnmálaflokkunum nokkujrt brautar- | gengi í bæjarstjórn, en mismikið. Basjarmálabaráttan i hefir sjaldan verið mjög hörð og um mörg fram- i kvæmdamál bæjarins hefir náðst víðtækt samkomtdag, i en venjulega tekið talsverðan tíma, vegna þess að sam- i hæfa hefir þurft mismunandi sjónarmið og ákveðinn, i ráðinn meirihluti hefir ekki leitt úrlausnir mála heil i kj(>rtímabil nema stundum. = A LLT síðastliðið kjörtímabil var þannig enginn •^*- ábyrgur meirihluti í bæjarstjórn Akureyrar. Kjós- endur færðu að vísu Framsókn og Alþýðubandalaginu meirihlu.ta, en þessir aðilar þorðu ekki að neyta hans | nema stundum, og þá helzt í eigin hagsmunaskyni i frernur en bæjarmálefnum. F.ngin samhent fyrirfram :i mörkuð bæjarmálastefna ríkti. Afleiðingin varð sú, að jl framkvæmdastjórn bæjarins hafði mjiig óákveðinn og ij reikandi húsbónda yfir sér. Hún vissi ekki frá mánuði til mánaðar — og stundum varla frá viku til viku — ;; hvaða verk henni yrði falið að framkvæma né hvernig jj ætlazt væri til, að unnið skyldi að verkefnunum. Þetta jj er að kjósa yfir sig hik, og því megum vér Akureyrar- jj búar ekki við fremur en aðrir. Vér eigum og verðum II. að draga sóknarfánann að húni. jj i LÞÝDUFLOKKIJRINN birtir í dag framboðslista f jj J * sinn hér í bæ og framboðslista víðar í kjördæminu. f jj Einkenni þessara framboða er, hve margt er ungra og i jj" nýrra rnanna á listunum. Með því vill Alþýðuílokkur- = jj inn undirstrika fylgi sitt við og vilja sinn til forystu um i jf sókriarstefnu í athafna-, efnahags- og menningarlífi i jj bæjar- og sveitarfélaganna. Á þennan hátt skýrskotar ! ij hann til kjósenda að veita flokknum brautargengi til j jj að beita sér að loknum kosningum fyrir myndun j jj ábyrgs meirihluta, er geri sér framkvæmdaráætlun fyr- i jj ir kjörtímabilið útog vinni síðan að festu og djörfung i jj að.því að auka og efla hlut bæjar- og sveitarfélags síns i I í elnahags-, framkvæmdar- og menningarsókn þjóðar- i j innar. = j ¥¥OFNUM HIKI, kjósum sókn. Þannig.og þannig að- i j ■*■■*• eins fer kjósandi af fullri ábyrgð með atkvæði sitt i j og leggur gull í lófa framtíðarinnar. ^<,iiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiitiiitiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu» HÚN er svo sem dásámleg ein ingin innan Alþýðubanda- lagsins, a. m. k. á Húsavík, er sézt bezt á því, að í þágu ein- ingarinnar er að hálfu fulltrúa þess bornir fram 2 lisíar til bæj- arstjórnarkjörs. Sameiningin blívur svo sem Hannibal, Gils og Brynjólfur. Ólafur okkar Hannibalsson ætti að slá þessu dálítið sterkt upp í Frjálsri þjóð og benda á sameiningartáknið frá Húsavík. VIÐ gefum S. D. orðið. Hann spyr fyrst. Finnst þér ekkt að kennárar og prófdóm'arar eigi að vera lýtalaus fyrirmynd nemenda sinna? Hvernig lítur þú t. d. á það, að kennari við bílstjóranámskeið svo eitthvað sé nefnt, skuli vera fullur í tím- um, og þeirra á milli, svo að jafnvel tímar falla niður af þeim orsökum? Og S. D. heldur áfram: „Fallega sagt“, varð mér að orði þegar ég las orð frá ein- um sem labbar um götuna, í síðasta Alþýðumanni. Vil ég bæta þar við, að holræsamenn- irnir kunna líka sín verk. En það er ekki nóg að verkamenn- irnir séu góðir, ef aðstaðan til verknaðar eru torvelduð af þeim sem ráða. T. d. hafa hol- ræsahreinsarar hér nú engin tæki. Hin svonefnda „fjöður“, sein var aðaltækið og var 60 m. HEYRT SPURT r HLERAD löng, en nú eru aðeins 20 metra leifar eftir af henni. Nýtízku tæki eru til, vélknúnir gormar sem m. a. eru notaðir í Reykja- vík. Hér er ekkert gert til að fá góð tæki, en þrátt fyrir það er tekið verkstæðisgjald af öllum sem þiggja aðstoð. Ég legg til að allir neiti að greiða, þangað til allt er í lagi. Svo vil ég benda á að maðurinn með snjóplóginn heitir Gunnar, en ekki Sveinn. —=f==S SVO kemur hér pistill frá S. D. í léttari dúr. Nýlega var ég sem oftar, að vinna á götum bæj arins. Hjá mér var í starfinu maður sem er æstur kommi. Gekk maður annar um götuna framhjá okkur. Benti ég félaga mínum á hann og segi: „Þarna er ritstjóri Alþýðumannsins“. „Ha“, segir félagi minn. „Er þetta ritstjóri AM, já, krataleg ur er hann, alveg eins og and- skotinn uppmálaður, já, ekki spyr ég að“. Nú vildi ég ekki vera að ergja karlgreyið, sem með mér vann, með því að mót- mæla honum. Glotti ég bara of- an í götuna og liugsaði að þama sæi maður og heyrði sjálfan kommúnisman eins og andskot- ann uppmálaðan. Sérstaklega af því að félagi minn er ekki par fríður, og hefur einu sinni orðið fyrir þeirri skrítlu fullur, að álpast til að gægjast ofan í tóma tunnu, sem ofurlítil vatnslögg var í. Sá hann mannsmynd speglast í lögginni, gekk nokkra hringi kring um tunnuna, leit við og við ofan í pollinn, imz liann segir mjög undrandi: „Hver andskotinn er í tunn- unni“? (Framhald á blaðsíðu 7.) • AF NÆSTU GROSUM* IIJÚSKAPUR. Á skírdag voru gefin saman brúðhjónin ung- frú Sólrún Sveinsdóttir hjúkr unarkona, Systraseli og Húnn Snædal flugumferðarstjóri, Byggðaveg 147, Akureyri. — 10. apríl voru gefin saman brúðhjónin ungfrú M4ría El- ín Ingvarsdóttir og Jónas Gunnþór Vilhjálmur Þórar- insson matsveinn, Hlíðargerði 16, Reykjavík. — 11. apríl 11. apríl voru gefin saman brúðhjónin ungfrú Laufey Bjarnadóttir og Kjartan Stefánsson iðnnemi. Heimili þeirra er að Strandgötu 21, Akureyri. MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 10.30 f. h. á sunnudaginn kem ur. Ferming. Sálmar nr. 372, 590, 594, 595, 591. P. S. KVENFÉLAGIÐ FRAMTÍÐIN hefur mérkjasölu n. k. laug- ardag', /16. apríl. Allur ágóði rennur til Elliheimilis Akur- eyrar. — Stjórnin. FERÐAFÉLAG Akureyrar held Ur skemmtikvöld í Alþýðu- húsinu n. k. laugardag kl. 20.30. Sjáið nánar auglýsingu í blaðinu. JVmtslióka safntð er opið alla virka daga frá kl. 2—7 e. h. KVIKMYNDIN Kraftaverk á Jövu, verður sýnd að Sjónar- hæð n. k. föstudag kl. 8,30. — Aðgangur ókeypis. ZÍON. Sunnudaginn 17. apríl sunnudagasköli kl. 11 f. h. Öll börn velkomin. Samkoma kl. 8.30. Allir velkomnir. FJÁRÖFLUNARDAGUR Kven félagsins Hlífar er á Sumar- daginn fyrsta. — Merki verða seld allan daginn. Bazar og kaffisala verður að Hótel KEA og barnasýningar í báð- um kvikmyndahúsunum. All- ur ágóðinn rennur til reksturs Barnaheimilisins Pálmholts. Sjá nánar götuauglýsingar. HJÓNAEFNI. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Snjó laug Ósk Aðalsteinsdóttir Karls-Rauðatorgi 10 Dalvík og Þorsteinn Pétursson Gler- áreyrum 2 Akureyri. HJÓNAEFNI. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Reg- ína Gunnarsdóttir frá Dal- vík og Stefán Einarsson húsa- smíðanemi, AÐALSAFNAÐARFUNDUR Akureyrarsóknar 1966 verður haldinn í kirkjunni 14. apríl og hefst kl. 16. Kosinn verður einn fulltrúi í sóknarnefnd- ina til næstu 6 ára. Sóknar- nefnd. 4

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.