Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.05.1966, Page 5

Alþýðumaðurinn - 26.05.1966, Page 5
Það er brýn nauðsyn að hér á Ákureyri rísi upp fullkomin umferð- armiðsfcð ekki einungis fyrir Ákureyrí, heldur fyrir Norðurland allf segir KARL JÖRUNDSSON, forstjóri Ferðaskrifstofunnar Sögu JÆJA, GÓÐIR LESENBUR. Þá sleppum við blessaðri pólitíkinni úr viðtali á 5. síðu AM, og undirritaður er nú svolítið feginn að kosningahríðinni er lokið og nú er liægt að fara inn á rýmra svið en að undanförnu. AM spjallar að þessu sinni við Karl Jörundsson forstjóra Ferðaskrifstofunnar Sögu. Hann er ættaður frá Hrísey og hjarta Eyjafjarðar gengur víst næst Svarfaðardal í augum s. j. Hvað hefir þú starfað lengi að ferðamálum Karl? Ég hefi starfað að þeim mál- um síðan að Ferðaskirfstofan Saga var opnuð hér í byrjun júnímánaðar 1963. Er ekki starfsemi Sögu orðin allvíðtæk og umfangsmikil? Jú, það má segja það. Við höf- um nú í afgreiðslu nálega öll sérleyfi hér Norðanlands, má tilnefna: Akureyri—Reykjavík, Akureyri—Dalvík, Húsavík, Austurland, Kópasker, Hjalt- eyri og nú í sumar bætist við nýtt sérleyfi, er ekki hefir verið hjá okkur áður, en það er Akur eyri—Siglufjörður. Má því segja að Saga sé orðin nokkurskonar umferðarmiðstöð á Akureyri. En finnst þér ekki orðin nauð- syn á að fullkomin umferðar- miðstöð- rísi hér á Akureyri? Jú, tvímælalaust. Nú er búið að stofna fullkomna umferðar- miðstöð í Reykjavík, og tel ég því eðlilegt að Akureyri verði næst til að koma á fót slíkri stofnun. Ég legg áherzlu á það, að einmitt þetta er ekki svo veigalítið atriði ef Akureyri ætl ar sér að gegna forustuhlutverki í ferðamálum almennt eins og verið hefir. Ert þú bjartsýnn á að sú um- ferðarmiðstöð rísi hér í náinni framtíð? Já, ég er mjög bjartsýnn í því efni og treysti bæjarstjórn til öflugrar forgöngu, en þetta þol- ir enga bið, og er ég segi það er mér ekki sízt í huga skipulags- mál bæjarins, því að án efa þarf slík miðstöð að vera staðsett sem næst miðbænum. En myndi ekki slík starfsemi verða talin nokkur lýti á mið- bænum? Nei, engan veginn. Ég álít að bæði sé hægt að koma upp fal- legu einnar hæðar húsi með góð um bílastæðum í kring og svo að hinu leyti má gróðursetja tré og rækta fallega grasbletti í smekklegum reitum til fegrun- ar staðnum. Telur þú að Akureyri eigi sér framtíð sem ferðamannabær? Já, hiklaust. Akureyri tel ég fegursta bæ landsins og ég vona að við getum veitt gestum góða þjónustu, og í sambandi við mót tökur ferðamanna vil ég geta legum viðskiptavinum. Þessi fyrirgreiðsla er sem sagt endur- gjaldslaus. Aftur á móti greiða þau okkur umboðslaun hin þess, að við höfum hér góð gisti- hús og gistirými mun enn anna hér eftirspurn, meira að segja yfir sumarmánuðina. Hvað við gerum fyrir ferðafólk, er rétt að taka fram að við skipuleggj- um skoðanaferðir um bæinn og 4 sinnum í viku eru farnar ferð ir um næstu sveitir. En ég vil taka fram að okkur vantar hér árvissar hátíðir er aðrir staðir hafa yfir okkur. Má þar til nefna þjóðhátíð Vestmannaeyinga og sæluviku Skagfirðinga og Hún- vetninga. Þyrftu ferðaskirfstof- urnar og ýmis félagasamtök með tilstuðlan bæjarfélagsins að hrinda í framkvæmd hátíðaviku hér í höfuðstað Norðurlands. Það myndi stuðla að auknum ferðamannastraumi til Norður- lands. Þið annist fyrirgreiðslu fyrir fólk er fer út fyrir pollinn? Já, fólk sem hyggst ferðast utan, snýr sér til okkar og önn- umst við hverskonar fyrir- greiðslu er það fer fram á t. d. seljum við flugfarseðla með báð um íslenzku flugfélögunum og eins erlendum, einnig seljum við farmiða með skipum, járn- brautum og önnumst pantanir á hótelherbergjum og aðra fyrir- greiðslu er viðskiptavinir óska. En þið takið auðvitað þóknun fyrir alla þessa þjónustu? Þetta er sú spurning er oft ber á góma, þegar fólk skiptir við okkur, en þessu er fljótsvar- að. Við tökum enga greiðslu fyr ir okkar þjónustu frá væntan- Karl Jörundsson. ýmsu þjónustufyrirtæki er við skiptum við. Svo í lokin Karl. Er ekki eitt- livað nýtt á döfinni hjá ykkur? Jú, víst má segja það. Mig langar sérstaklega til að geta svokallaðra IT-ferða sem við er- um nú að skipuleggja til Reykja víkur. IT-ferðir eru byggðar upp þannig, að innifalið er í flugferð fram og til baka, gist- ing og morgunverður. Hvað kostnað snertir eru þessar ferð- ir mun hagkvæmari heldur en fólk fari á sínum eigin vegum. Eins má geta þess að við erum orðnii' umboðsmenn fyrir Flug- sýn h.f. í Reykjavík og mun hefjast reglubundið áætlunai'- flug milli Akureyrar og Nes- kaupstaðar tvisvar í viku frá júníbyrjun. Nú á næstunni mun Flugsýn kaupa 32. sæta Douglas flugvél, er annast mun farþega- flug á milli. Er ekki nokkur vafi á því, að fólk mun nota þessar ferðir og þá sérstaklega áhafnir Örlítið grín í lokin NÚ MUN „huldumaðurinn11 vera búinn að yfirgefa Er- ling því að engin véfrétt gat að líta í síðasta Degi og óskum við hér með Degi til hamingju að vera nú aftur orðinn húsbóndi á sínu heimili. En Akureyring- ur er vissulega sakna véfrétt- anna úr Degi skal hugga með því að „huldumaðurinn“ mun koma fljótt aftur því að stutt er til Alþingiskosninga, því miður fyrir Erling en lesendum Dags til ánægjuauka. Margar léttar sögur ganga um bæinn frá kosn- ingaslagnum og mun AM birta sumar þeirra í næsta blaði í þættinum Heyrt, spurt, séð og hlerað. Það er svolítill húmor í þeim, eins og hjá Erlingi'í þætti hans stórt og smátt, en einn gamansamur Framsóknarmaður sagði við AM í dag: „Ég kenni í brjóst um Arnþór að hann skyldi ekki falla með Ingi- björgu“. AM heldur að þessi Framsóknarmaður sé meiri grín isti en jafnvel Erlingur. norðlenzkra síldveiðiskipa sem þurfa að bíða löndunar þar eystra, eða ef bræla er og land- lega verður. Enn ein sþurning. Hvernig líkar þér starfið, já, ög viðskipta vinirnir? Mér líkar starfið mjög vel og samskipti mín við viðskiptavin- ina einnig hefir verið mjög ánægjuleg, og þá sérstaklega hefir mér fundist gott að gera fólki til hæfis í sambandi við utanlandsferðir. Vil ég biðja AM fyrir beztu kveðjur til allra þeirra mörgú er leitað hafa til Sögu um fyrirgreiðslu. AM er ljúft að skila kveðju Karls og svo þakka ég honum fyrir innlitið og spjallið og við sendum báðir hlýjar kveðjur út í Hrísey (ég spurði að vísu ekki Karl eftir því). Svo vona ég með honum að senn rísi upp um ferðarmiðstöð á Akureyri. Það er eitt af því marga er koma þarf ef Akureyri ætlar sér að verða norðlenzk höfuðborg. Þökk fyrir Karl. s. j. Fáorð kveðja til Verka- mannsins I’ SL. VIKU stiniplaðí Verka niaðui-inn mig sem lygara ódrengskaparmann og mál- efnasnauðan aumingja. Ég skal hlýta þeim dómi ef næsti Verkamaður birtir undirskrifaða yfirlýsingu frá Herði Aðólfssyni og Am- finni Arnfinnssyni að þeir séu samþykkir dómsniður- stöðu Verkamannsins og þá einnig það að leitað hafi ver- ið til þeirra hvað dóms- úrskurð snertir. Ef svo reyn- ist þá mun ég hverfa frá rit- stjórn AM, því eigi skal lyg- ari og ódrengskaparmaður ritstýra lengur en orðið er tnálgagni jafnaðarmanna á Norðurlandi. Þú átt næsta leikinn Björn Jónsson. Gerðu svo vel. Með sósíalískri kveðju. Sigurjón Jóhannsson. s Miklir erfiðleiliar Svarfaðardal 23. maí. E. J. HÉR ER enn geysilegur snjór og vart sér enn nokkur gróður, þar sem autt er orðið. Sauðburður er víðast langt kom inn, og hefir þurft að hafa lamb- fé allt í húsi og vita allir er til þekkja, hve geysileg vinna og erfiði liggur í því. Ef eigi fer að hlýna í veðri er hætt við að all- almennur heyskortur verði, en “S GLEYMDIST EKKI STÆRSTISTÓLLINN í leiðara blaðsins Dags stóðu þessi smekklegu orð s.l. mið- vikudag (gær): „Sumir skýra þetta (fylgisaukningu Alþýðu- fl. á Akureyri) með því, að veg- ur Braga hafi vaxið, er hann skipti um stól. Með sömu rök- um mætti álykta, að tap Sjálf- stæðisflokksms hefði orðið enn meira en það varð, ef Sólnes hefði farið úr sínum stól.“ En hvað segir þá Dagur um stólinn, sem Jakob situr í og flestir bæjarbúar vita um stærð ina á? Á að skilja þessi oi'ð blaðsins óbeint svo, að næsta lít ið yrði úr fylgi Framsóknar hér í bæ, ef Framsóknarmaður yrði að standa upp úr honum? vonandi fer nú að breyta til batnaðar, en óhætt mun að full- yrða að bændur hafa beðið mik- ið tjón vegna þessara miklu vor- harðinda, eftir mjög erfiðan vet- ur. Eins og gefur að skilja munu öll nauðsynleg vorverk verða óvenju seint unnin vegna þess hve snjóa leysir seint. Um síðustu helgi hélt Sam- band eyfirzkra kvenfélaga sam- bandsþing sitt að Húsmæðraskól anum að Húsabakka og mættu fulltrúar frá flestum kvenfélög- um í sýslunni. Ferming verður hér á annan í hvítasunnu. ■s „HAFÖRNINN“ SKAL ÞAÐ HEITA , Siglufirði 25. maí. J. M. STJÓRN síldarverksmiðja rík- isins var á fundi í gær í Reykjavík. Þar var ákveðið heiti á hinu nýja síldarflutninga skipi verksmiðjanna, og kemus skipið til að heita Haförninn. Heimahöfn skipsins verðuií Siglufjörður. Sigurður Jónsson fram- kvæmdastjóri S. R. fer utan um helgina til þess að taka á móti skipinu.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.