Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.06.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 03.06.1966, Blaðsíða 2
 s Íþróttasíáa A.M. RITSTJORI: FRIMANN GUNNLAUGSSON WllllHIIIIIHHIHIHIimiHIIIHHmmHHIHimiHIHmHHIIIIIIHimmHimlHHtHmHHII KJVATTSPYRNA I. DEILD ÍBA-ÞRÓTTUR 1:1 ÍRA 0G ÞRÓTTUR léku sinn fyrsta leik í ís- landsmótinu síSastliðinn mánu- dag. Akureyringar léku betur og sigurinn blasti við þar til 2 mín. voru eftir af leik, er Þrótt- ur jafnaði. Laugardalsvöllur var blautur og háll og rigning var á er leik urinn hófst. Akureyringar tóku strax frumkvæðið í leiknum og er 10 mín. voru af leik höfðu skapast þrjú dauðafæri er mis- tókust. Á 15 mín. kom fyrsta markið og hið eina er ÍBA tókst að skora og var Valsteinn þar að verki, lék frá vinstri inn að marki og skaut, knötturinn hrökk í varnarmann og í mark. í þessum hálfleik átti Þróttur ekkert tækifæri, sem nokkuð hvað að og reyndi lítið á vörn Akureyringa. Heldur jafnaðist leikurinn í seinni hálfleik úti á vellinum en Akureyringar réðu þó að mestu gangi leiksins og áttu mörg skot að marki og fékk Þróttur á sig ótal horn en tækifæri þeirra voru sára fá. Þegar tvær mín. voru eftir af leik ná Þróttarar upphlaupi, sem endar með því að Jens Karlsson fær knöttinn á vítapunkti, óvaldaður og spyrn- ir að marki, Samúel kemur út en knötturinn rúllar rólega í netið út við hliðarstöng. í Akureyrarliðinu bar mest á Valsteini, Kára og Magnúsi en í heild var liðið samstillt og eng in slakur hlekkur í því, en enda hnútinn vantar, mörkin, og þarf Jiðið að leggja sérstaka rækt við að læra að nýta tækifærin, sem gefast framan við mark and- stæðingsins. =s KA-STÚLKUR TIL REYKJAVÍKUR IDAG (föstud.) fór 18 manna hópur úr KA í keppnis- ferð til Reykjavíkur. Eru þetta meistara- og 2. flokkur kvenna. StúJkurnar keppa við VaJ og FH, en Valur er íslandsmeistari í meistaraflokki og léku Vals- stúlkurnar úrslitaleik við FH og sigruðu eftir harða keppni. KA-stúlkurnar eru vel að þess ari ferð komnar, hafa þær lagt hart að sér við æfingar í vetur og uppskeran orðið góð. Þjálf- ari stúlknanna er Jón Stein- bergsson. Fararstjóri verður Hafsteinn Geirsson. 1 Þróttárliðinu var vörnin betri helmingur liðsins, átti erfiðan cjag og bjargaði oft á síðustu stundu..- Dómari var Steinn Guðmunds son, en línuverðir Jóhann Gunn laugsson og Hinrik Lárusson. J. S. Úr leik Hauka og fBA. Ljósm.: Níels Hansson. FH og Haukar í heimsókn UM HVÍTASUNNUNA komu góðir gestir í heimsókn til KA, en það voru meistaraflokk ur kvenna úr FH og meistara- flokkur karla úr Haukum. Leik ið var á laugardag og hvíta- sunnudag. Á laugardag fóru leikar þann ig að FH vann KA 6:4 í meist- araflekk-i - kvenna, en Haukar unnu ÍBA 20:19 í meistara- flokki karla. Leiðindaveður var þegar leikir. þessir fóru fram. Á undan þessum leikjum fór fram Jeikur„í II. flokki kvenna á millf KÁ og '-Þórs og sigraði KÁ 5:3. Á hvítasunnudag léku FH og Höukar aftúr ög var nú komið mjög gott veður, sólskin og logn. í meistaraflokki kvenna sigraði nú KA 5:4 eftir jafnan og skemmtilegan leik. í meist- araflokki. karla unnu Haukar 26:19 og sýndu mjög góðan handkhattleik. Fyp-stu 10 til 15 mínútur síðari hálfleiks voru afburðavel leiknar hjá Hauk- um. Leikur ÍBA-liðsins var lélegur, einkum þó varnarleik- urinn. Mikil ánægja var með heim- sókn þessa, góður handknatt- leikur sýndur og framkoma íþróttafólksins góð, en það stakk mjög í stúf við heim- sóknir Ármenninga á undan- förnum árum um hvítasunn- una. '■ S SMITH 9.3 -10.1 - 20.3 TOMMIE SMITH, heimsmet- hafinn í 220 yarda hlaupi, vann nýlega í San Jose þrjú hlaup á afburðagóðum tímum, 100 yarda á 9,3 sek., 100 metra á 10,1 og 220 yarda á 20,3i sek. s= Leikir Akureyringa í I. deild Allir leikirnir eiga að hef jast kl. 4 e. h. 19. júní (Laugardalsvöllur)................. VALUR—Í.B.A. 26. júní (Ákureyrarvöllur)................... l.B.A.—f.A. 10. júlí (Akureyrarvöllur)................. Í.B.A.—Í.B.K. 16. júlí (Laugardalsvöllur)................. K.R.—Í.B.A. 24. júlí (Akureyrarvöllur)................... l.B.A.—K.R. 31. júlí (Akureyrarvöllur)........... Í.B.A.—ÞRÓTTUR 7. ágúst (Njarðvíkurvöllur).............. l.B.K.—-Í.B.A. 26. ágúst (Akureyrarvöllur)................. l.B.A.—VALUR 4. september (AkranesvöIIur) .............. l.A.—Í.B.A. --- -------------------------------- NOREGSFÖR Í.B.A. KNATTSPYRNUMENN úr íþróttabandalagi Akureyrar fóru til Noregs þann 23. maí s.l. — Við liittum fararstjóra þeirra, Jens Sumarliðason á fömum vegi nú fyrir skemmsfu og spurðum hann um förina. Hvert var ferðinni heitið og hve marga daga voruð þið í ferðinni? Flogið var héðan frá Akur- eyri beint til Aalesund mánu- daginn 23. maí, þaðan morgun- inn eftir með bíl til Oslo yfir Dofrafjöll, niður Guðbrandsdal og gist eina nótt í Lillehammer og komið til Oslo 25. maí, síð- ari hluta dags. í Oslo var gist í þrjár nætur, einn dagur fót í keppnisferðalag til Aurskóg, sem er 4 þúsund manna bær austur af Oslo, um 35 km frá landamærum Svíþjóðar, en 2 dagar. notaðir til kynnisferða í börginni. Skoðuðum við þar Holmenkollen, Vigelundsgarð- inn, Ráðhúsið o. fl. Þá bauð knattspyrnusambandið norska okkur að sjá tvo kappleiki. Annar var landsliðið norska gegn pressuliði og fór sá leik- ur 11:1 fyrir landsliðið, sem sýndi mjög góða knattspyrnu, en hinn leikurinn var milli I. daildarliðanna Vaalerengen og Liseby, og sigraði Vaalerengen 4:2. Hvað voru leiknir niargir leikir í ferðalaginu? Tveir. Sá fyrri í Aalesund, sáma dag og við komum út, en hinn í Aurskog, 26. maí. — í Aalesund var leikið við lið, sem heitir Herd og er ofarlega í þriðju deildinni norsku, en deildarskiptingin skiptist í a. m. k. sex deildir í Noregi. Veð- ur var ekki ákjósanlegt, rigning og völlurinn mjög blautur og gljúpur, og varð Ijótur á að líta eftir leikinn. Þar sigraði Hard með 4:0. í Aurskog var leikið við annarar deildarlið, sem ber sama nafn og bærinn. Því miðu’r var þennan dag rigning eins og í Aalesund, en völlurinn þó ekki eins slæm- ur. Leikar þar fóru 2:0 fyrir Aurskog. Heldur þú að Ieikmenn ÍBA liafi haft gagn af þessari ferð? Já, ég er viss um það. Þetta voru þeirra fyrstu leikir á sumrinu. Þarna léku þeir á grasvöllum, þó við erfið skil- yrði, og voru þar að auki áhorfendur að tveim kappleikj- um, sem vel voru leiknir, báð- ir á Ulleval leikvanginum í Oslo. Það eitt, að knattspyrnu- menn okkar voru saman í sex daga í nýju umhverfi, á von- andi eftir að hafa góð áhrif á liðið. Eitthvað að lokum? Já, ég vil þakka þeim, sem greiddu götu okkar, bæði hér heima og eins í Noregi — og hópnum vil ég þakka samver- una, sem var í alla staði hin ánægjulegasta. s. j. / 1 ZSIVOTZKY UNGVERSKI heimsmethaf- imi í sleggjukasti, Zsivotz- ky (73,74), virðist vera í af- burðagóðri æfingu. Hann hef- ur keppt fjórum sinnum á þessu sumri og vinningsköst hans hafa verið 71,08 — 71,94 — 71,26 og 71,00. Hann keppti í síðustu viku í Budapest og var kastserían þessi: 70,02 — 70,20 — 71,00 — 70,28 — óg. — 71,00! « iii i ii iii i n iiniimit 111111111 ii •••iiimiii 111111 n n 1111111111» [ Vormót í frjálsum | [ íþróttum í kvöld j | HIÐ ÁRLEGA Vormót frjáls í 1 íþróttamanna fer fram í I 1 kvöld á íþróttavellinum og 1 i hefst kl. 20.00. Keppt verður i I í 7 greinum, 100, 400 og 1500 | i m. hlaupum, kúluvarpi, | | kringlukasti, langstökki og i í hástökki. Fer keppni einnig i i fram í sveina- og drengja- i i flokkum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.