Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.08.1966, Side 5

Alþýðumaðurinn - 11.08.1966, Side 5
Egill Þórláksson (Minningarörðj flutt í Ak.kirkju 29. júlí sl.) ENGINN hefir nokkrutíma séð Guð“. Sannleiksgildi þessarar ritn- ingargreinar má vera öllum ljóst, samkvæmt þeim skilningi, sem þar er í það lagður, að „sjá GUð“. Eftirtektarvert er til saman- hurðar, að Hann, sem „sýndi oss föðurinn", flutti öllu mann- kyni þann boðskap, að „sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá“. í einhverju'm skilningi er þá jarðneskum mönnum unnt að sjá Guð. Samt er alls enginn þeirra fullkomlega hjarta- hreinn.. Virðist því mega skilja orð Jesú svo, að mönnunum gefist það, að sjá Guð, í þeim mæli sem hjarta þeirra er hreint. Þessar hugsanir koma til mín, þegar ég virði fyrir mér líf og persónuleika Egils Þórláksson- ar kennara. Ég spyr sjálfan mig: Þekkti ég nokkurntíma á minni alllöngu lífsleið hjartahreinni mann en hann, — mann, sem opnari væri fyrir opinberun Guðs í því, er hann vissi sann- ast' og fegurst? Egill fæddist að Þóroddsstað, Köldukinn, 6. marz 1886. For- eldrar hans voru hjónin, Þór- lákur Stefánsson frá Ytri- Skjaldarvík við Eyjafjörð og Nýbjörg Jónsdóttir frá Stafns- ■holti, Reykdælahreppi, S.-Þing. Börn þeirra voru sex: Ásgeir var elztur, lengst af til heimilis á Akureyri, varð skammlífur. Þá Jón, nú látinn, bjó lengi á Akureyri, síðast að Munkaþver árstræti 6, kvæntur Elinbjörgu Baldvinsdóttur. EgiII var 3. barnið. Þá Katrín, um skeið búsett í Fljótum, Skagafirði, nú í Hafn- arfirði. Þá Soffía, látin fyrir mörgum árum, ógift. Nýbjörg yngst, gift Kjartani Sigtryggssyni, Akureyri. Hálfsystir þessara systkina var Sigríður Þórláksdóttir kenn ari á Akureyri. Hennar er minnzt að félagsstörfum og mánnkostum. Látin nú fyrir fá- um árum. Egill mun hafa verið korn- ungur, er hann fluttist með for- eldrum sínum frá Þóroddsstað að Sáltvík, skammt frá Húsa- vik. Þaðan fluttist fjölskyldan að ísólfsstöðum, Tjömesi. Og þar lézt heimilisfaðirinn (d. 2. marz 1894). Egill var þá 8 ára að aldri. Móðir hans varð manni sínum langlífari um rúma 2 ára tugi (d. 27. okt. 1915). Unni Egill móður sinni mjög. Er heimilisfaðirinn lézt, dreifðist fjölskyldan. Þá bjuggu í Stafni, Reykjadal, orðlögð ágætishjón, Páll Helgi Jónsson og Guðrún Tómasdóttir. Ný- björg frá Stafnsholti og Guðrún í. Stafni voru miklar vinkonur. áakir þeirrar vináttu tóku Stafns-hjónin Egil í fóstur þeg- ar, er faðir hans dó. Á þessu mikla þrifnaðar- og mannúðar- heimili ólst Egill upp til 18 ára aldurs. Má geta þess nærri, að uppeldið þar hefir mótað hann mjög til snyrtimennsku og grandvarleiks í allri breytni. Þess er vert að geta hér, að nefnd Stafns-hjón ólu síðar upp Pál H. Jónsson, sem lengi var kennari við Laugaskóla og mörgum er kunnur og kær, m. a. fyrir víðtæk menningarstörf í heimahéraði sínu og víðar. Páll er nú staddur erlendis, og getur því ekki fylgt fósturbróð- ur sínum og tryggðavini til grafar. Eftir 18 ára aldurinn tók Egill að brjótast til mennta, — og þá með þeim ráðum, sem fátækum æskumönnum á þeirri tíð voru helzt tiltæk, svo sem að stunda kaupavinnu á sumrum og búa við skrínukost á vetrum. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akur- eyri 1907, en kennaraprófi í Reykjavík 1910, þá 24 ára gam- all. Hóf hann þá þegar sinn kunna og merka kennsluferil, sem segja má að náð hafi óslit- ið fram að síðustu áramótum, þ. e. sem næst hálfan 6. áratug. Fyrstu 6 árin var hann barna kennari í Bárðardal. Þar fann hann brúði sína, Aðalbjörgu Pálsdóttur, — dóttur Páls hrepp stjóra á Stóruvöllum. Stóð brúðkaup þeirra 18. júlí 1915. Aðalbjörg bjó manni sínum fyr irmyndarheimili, smekkvíst og hlýlegt. Þar komu margir og þar þótti gott að koma. Ágæt sambúð þessara hjóna hefir nú varáð í 51 ár. Næstu 3 kennsluárin mun Egill hafa stundað einka- kennslu, einkum á Akureyri. Því næst er hann kennari við barna- og unglingaskólann í Húsavík í 20 ár, síðan við Barna skóla Akureyrar í 10 ár, en við Gagnfræðaskóla Akureyrar frá 1949 og fram um miðjan áttræð isalduiy: — síðustu árin sem stundakennari. En starfskröft- um hans og starfslöngun var þá langt frá þ.ví lokið. Hefir hann verið eftirsóttur kennari lítilla barna eftir að hann lét af störf- um í gagnfræðaskólanum og allt til þess, er hann lagðist sjúk ur til bana í janúarmánuði síð- astliðnum. Árin, sem Egill kenndi í Húsa vík, voru honum falin ýmis önn ur störf. Hann sat í yfirskatta- nefnd, vár ullarmatsmaður o. fl. Var honum treyst í hvaða starfi sem var. Qg frágangurinn á því, sem hann skilaði frá sér, skýrsl um og þessháttar, bar af flestu því, sem menn eiga kost á að sjá þeirrar tegundar. Hann rit- aði afburðá trausta og fagra rit hönd, — virðist aldrei hafa leyft sér óvandaða flýtisskrift. Honum var nautn í að kynnast góðum penna, og bar hann þá í minni, líkt og menn muna gæð- ing, sem þeir hafa komið á bak og fengið fjörsprett úr. Vitað er að hanii gerði sér stundum ferð til að hitta slíkan penna, fá að skrifa með honum nokkur orð og njóta viðkomu hans við pappírinn. Ritstörf Egils á þessum árum voru nokkur. Greinar í blöðum og tímaritum, starfrófskver, sem gefið var út a. m. k. þrisvar, og uppeldismálaritgerðir, er hann kallaði Bernskumál. Allt ber þetta höfundinum vitni um skýrleik, fágun og áhuga fyrir því, sem menn mega bezt gera. Agli og Aðalbjörgu varð ekki barna auðið. En þau endur- guldu þann kærleika, sem Egill hafði notið í uppfóstri hjá góðu fólki, með því að ala upp tvö börn. Sigríður Friðfinna Kristjáns- dóttir, kona Jónasar skjalavarð ar Kristjánssonar frá Fremsta- Felli, kom til þeirra tveggja mánaða móðurlaust barn, og ólu þau hana upp sem eigin dótt ur. Síðan ólu þau upp son henn ar, Egil Hreinsson, sem nú er að verða fulltíða maður og á skammt til stúdentsprófs. Það vita allir, sem til þekkja, að hjónin hafa umvafið fóstúrbörn sín ástríki og umhyggju. Egill Þórláksson var glæsi- menni í sjón, hár maður og all- ur vel á sig kominn. Sá ég þess éngin merki, þegar ég kynntist honum, að hann hefði átt við talsvert heilsuleysi að stríða á yngri árum. Þó mun svo hafa verið. Mér fannst alltaf að hann mundi vera sterkari maður, — kannske meðfram vegna þess, að ég veit þess mörg dæmi, að sterkir menn skrifa ágæta rit- hönd. Og oft horfði ég með að- dáun á þessa karlmannlegu, fallegu og vel snyrtu- fingur, sem létú pennann dansa eftir vild á pappírnúm. En rnesta aðdáunarefnið var þó skapgerð hans og lífsviðhorf. Dýpst í þessum persónuleika, sem var svo kempulegur í sjón og gæddur glöggum vitsmun- um, bjó barnslega hreint inn- ræti, sem ekkert vildi og ekk- ert viðurkenndi annað en grand vara, vakandi góðvild, sannleik og fegurð. Ég veit að hann var viðkvæm ur í lund og talsvert skapríkur. Honum stóð ekki á sama um hlutina. Ég get aðeins gizkað á, að hvé miklu leyti Ijúfmennska hans var eðlis- og uppeldisarf- ur frá foreldrum og fósturfor- eldrum. Hitt má telja víst, að lífsviðhorf hans hafi — að ekki óverulegu leyti — verið sjálfs- uppeldi. Það var, hygg ég, auð- veldara á hans unglingsárum en það virðist vera á vorri tíð, að rótfesta í sál sinni trúna á rétt og sigur hins góða. Bjart- sýnin lá í loftinu. Meðan sár- ustu fjötrar fátæktar og allskon ar harðneskju og ranglætis voru að falla af fólkinu, vaf yndislegt að virða fyrir sér mildi, tillitsserni' og samúð, svo sem komandi og sjálfsagða hluti á nýrri réttlætisöld. Og meðan ýmsar miðaldakenningar, með ógnunum sínum og stórudómum yfir mannlegu eðli, voru að missa tökin á þjóð vorri, var það einfalt mál, að hverfa beint til Nýjatestamentisins og hlusta á sjálfan Mannssoninn, sem sagði: „Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir“, — „leyf- ið börnunum að koma til mín, því að slíkra er guðsríkið“, — „sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá“. Þannig var það á þeirri tíð engan veginn ókarlmannlegt, heldur beinlínis karlmannleg skylda góðs manns, að taka sjálfan sig tök- um og leitast við að hreinsa hjarta sitt, og opna það þannig fyrir hinu sanna, fagra og góða, — hinu sann-mennska, þar sem Guð býr og opinberar sig. Gjarna má ég geta þess hér, að fyrir 2 árum, eða svo, vildi svo til að á vegi mínum varð bók, sem Egill Þórláksson hafði átt. Bók þessi er á dönsku máli (þýdd úr þýzku) og heitir „Selv opdragelse", — sjálfsuppeldi. Að mínu viti er hún ágætlega rituð, í þeim trúar- og hugsjóna anda, sem sveif yfir öld vorri ungri. Sjáanlega hefir Egill þaullesið bókina. Hefir hann á sinn smekkvísa hátt stöðugt bætt við nýjum og nýjum eftii— tektar- og áherzlumerkjurp við þá kafla og málsgreinar/ sem honum fannst mest til um. Svo mjög var bókin honum kær, að nú hafði hann tekið hana út úr safni sínu og sent hana vini sín- um, — þeim, sem honum þótti líklegastur til að skilja hana og meta. Að lesa og athuga þessa bók, með öllum hennar áherzlu- merkjum, er að horfa beint inn að hjartarótum hins látna vinar okkar, og sjá það óhjúpað það, sem hann vildi sjálfum sér, og það, sem hann vildi öðrum mönnum. Ég endurtek það, að slíkt lífs viðhorf var allnáttúrulegt trú- hneigðum og góðum mönnum á mótunarárum .Egils. Það var á þeirri tíð, að upp risu vitrir og afburða grandvarir menn, sem hugsuðu svona og boðuðu þetta, — menn eins og t. d. séra Magnús Helgason, kennari Egils, eða séra Jakob Kristins- son, sem ritaði bókina „Skap- gerðarlist11. Sú bók er einmitt alláþekk fyrrnefndi’i bók að efni og markmiði. Og þó — þrátt fyrir það, að innræti Egils er svo greinilega í tákni síns tíma — held ég að all ir nánustu vinir hans komi aft- ur og aftur að þeirri hugsun: Egill var einstakur. Hann var frábær. Oft hefi ég um það hugsað, hvílíkt lán, hvílíkt forréttinda- hlutskipti þáð var, að koma frá Vesturheimi til Húsavíkur, öll- um þar og öllu ókunnur, og hitta þar fyrir aðra eins ágætis- menn og Benedikt Björnsson og Egil Þórláksson, — að ógleymd um öðrum mætum mönnum og konum, sem þá störfuðu við barna- og unglingaskóla Húsa- víkur. Með þessu fólki var gott að vera og starfa. Síðan kemur mér það ævinlega ókennilega fyrir sjónir, þegar ég heyri hnjóðað í kennarastéttina. Og ljúfast er mér að líta svo á enn, eins og ég þóttist sannprófa þá, að marga þörfustu verði ís- lenzks þjóðernis og manngildis sé að finna innan þeirrar stétt- ar. Við Egill urðum einhvern- veginn gagnkunnugir, — ég held að segja megi við fyrstu sýn. í návist hans var ég ávallt eins og mér er sjálfum eðlileg- ast. Þar naut ég þess, að hajm var maður, sem bjó yfir góðu einu öllum til handa og var því ótortrygginn og fús til að vænta góðs eins af öðrum. Hann var einkar hógvær og í vissum skiln ingi hlédrægur, en í viðmóti jafnan glaður og gamansamur, Oft var það, er við hittumst, að skraf okkar gekk ærslum næst. Við létum fjúka í kviðlingum og settum það ekki fyrir okkur, þótt ljóðsmíðin væri stundum ekki alveg gallalaus. Annars var Egill skemmtilega hagorð- ur, og munu ýmsir aðrir en ég eiga frá honum fallegar og vel kveðnar vísur. Egill var afar vandvirkur og góður kennari. Það er til marks um ósérhlífni hans og mannúð, að hann færðist ekki undan að kenna þeim, sem verst voru á vegi staddir. Að'tala um Egil sem barnavin, er að segja sögu, sem allir kunna. Að sjá Egil koma frá skóla, umkringdan af börnum, sem öll leituðu færis að komast sem næst honum og helzt að ná í hönd hans, var ár- um saman dagleg sjón í Húsa- vík, enda mörgum minnisstæð. Það var líf hans og nautn, að kenna börnum. Hann hafði ein- stakt eðli og hæfni til að lifa sig inn í hugsunarhátt barna. Þar sá hann svo margt sérkenni legt og skemmtilegt, sem jafn- framt var í hans augum dýr- mætt og yndislegt. Gleymii’ nokkur glettninni og sælunni í svip hans, þegar komið var að honum í hópi barna, niðursokkn um í að kenna þeim, gleðja þau og vernda? Skýringin á þessu er eflaust sú, að' hann átti í talsvert óvenjulegum mæli það barns- lega, hreina hjartalag, sem horf ir skyggnum augum inn í það guðsríki barnssálarinnar, sem Jesús boðaði. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Kveðjustundin er komin. Raddir minninga og saknaðar óma. Þakkarhugir líða á leið með látnum vini. Eiginkonan þakkar ástvini sínum og förunaut langa sam- ferð. Sigríður Kristjánsdóttir ber fram fyrir sína hönd og Egils sonar síns hjartgrónar þakkir til hins látna fósturföður — og þá til fósturmóðurinnar jafn- framt — fyrir vakandi elsku Og handleiðslu. Baldur magister Jónsson, bróðursonur hins látna, hafði eindregið ætlað sér að véra staddur hér í dag, en fékk því ekki við komið. Hann sendir innilegar kveðjur þakklætis-óg virðingar. Þeir eru undra margir, sem nú minnast Egils Þórlákssonar (Framhald á blaðsíðu 2.)

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.