Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.08.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 18.08.1966, Blaðsíða 2
Akureyringar ern í 1, sæti í l.-deildarkeppninni SÍÐASTLIÐINN íimmtudag léku Akureyringar við KRv ihér á íþróttavellinum, og va'r“ það 8. leikur Akureyringa í L_ deildarkeppninni, en KR hefur leikið einum leik minna. Þessi leikur var mjög þýðing armikill fyrir bæði liðin og gætti smá taugaspennu framan ;• af leik. Akureyringar voru þó allan tímann ákveðnari og áttu hættulegri sóknarlotur, sem ekki nýttust nema í eitt skipti, er Kári Árnason lyfti knettin- um yfir úthlaupandi markvörð KR-inga. Þetta eina mark kom þó ekki fyrr en liðnar voru 20 mín. að síðari hálfleik. Þessi sigur Akureyringa færði þá upp í 2. sæti í I. deildar- keppninni með 9 stig og hafa því Akureyringar enn mögu- leika til sigurs í deildinni. ‘ AthyglisveiT var hve Akur- eywliðið. var hvatt óspart af áhorféndum ög hafði það mikil :..áhrif;til hins'betra. Ættu áhorf- endur ekki að liggja á liði sínu er, Akureyringar leika við Val hér'fýiíé norðan, en það verður síðasti leikur Akureyrarliðsins á heimavelli í deildarkeppninni í ár. En hvort sem ÍBA nær langt eða ekki, er það fyrir öllu að li'ðið sýni baráttuvilja og leik gleði, sem var aðaleinkenni liðs ins í leiknum við KR-inga. Þ. GLÆSILEG FRAMMISTADA HSÞ HIÐ FYRSTA bikarmeistara- mót í frjálsum íþróttum var háð á iTáúgárdalsvellinum í Reykjavík um sl. helgi og vakti sérstaka athygli frábær frammi staða Þingeýinga í keppninni. Urðu þeir í öðru sæti á eftir KR er varð bikarmeistari í þessari skemmtilegu keppni og er stjórn FRÍ hér vissulega á réttri braut og ber að þakka henni fyrir. HÚNVANN FYRIRUMSE IBikarkeppni Frjálsíþrótta sambands íslands sigraði UMSE í einni grein og var það í kúluvarpi kvenna. — Sigurvegarinn var Emelía Baldursdótir frá Syðra-Hóli í Ongulsstaðarhreppi, félagi í UMF Árroðinn. Varpaði Emelía. hún kúlunni 9,19 m, sem er hennar langbezti árangur til þessa. AM langaði til að birta mynd af fyrsta sigurvegara UMSE í Bikarkeppni FRÍ — og því var slegið á þráðinn, að Syðra-Hóli, og föluð var mynd af sigurvegaranum, og tók Emelía þeirri bón vel, og sannar þau ummæli blaðs- ins, myndin, sem við birtum hér með af Emelíu. Þar sem núverandi ritstjóri AM er enn félagi í UMSE gat hann ekki staðist þá freistingu, að leggja spurn- ingar fyrir Emelíu og hún tók því mjög vinsamlega. — Hvað hefur þú keppt á mörgum héfaðsmótum UMSE, Emelía? — Ég held einum fjórum sinnum. — Hvernig líkaði þér að keppa í Reykjavík? — Mjög vel. — Varstu ekki dálítið spennt fyrir keppnina? — Furðulega lítið. Annars komu úrslitin mér rnjög á óvart, og víst er ég ánægð með úrslitin. Þú hyggst halda áfram að stunda íþróttir? — Já, a. m. k. eitthvað fyrst um sinn. AM þakkar Emelíu fyrir greið svör og vinsamleg og óskar henni til hamingju með sigurinn og væntir þess jafnframt að heyra oft nafn hennar nefnt á komandi ár- um þá er sagðar eru fréttir frá leikvangi eyfirzkrar æsku hvort sem keppt er í djörfum og drengilegum leik heima í héraði eða að heim- an. AM telur , þetta enga svartsýni því Emelía á Syðra-Hóli er aðeins 16 ára að aldri. Þökk fýrir Emelía og. til hamingju með sigur- inn. s. j. Tvö Reykjavíkurfélög, KR og ÍR tóku þátt í mótinu og 4 hér- aðssambönd, HSÞ, UMSE, HSK og HSH. (Framhald á bls. 7) Hér skall hurð nærri hælum. Úr leik ÍBA og KR. Ljósm.: N. H. Héraðsmót Unpennasambðnds Skagafjarðar Fjögur félög tóku þátt í mótinu HÉRAÐSMÓT UMSS var haldið á Sauðárkróki 13. og 14. ágúst. Þátttakendur voru til muna fleiri en verið hefur á mótum undanfarin ár. Fjögur ungmennafélög sendu keppend ur, Framför Lýtingsstaðahreppi, Glóðafeykir Akrahreppi, Höfð- strendingur Hofsós og nágrenni og Tindastóll Sauðárkróki. — Mótsstjóri var Guðjón Ingi- mundarson formaður UMSS. Úrslit í einstökum greinum: KARLAGREINAR: 100 m. hlaup. sek. 1. Gestur Þorsteinsson H 11,5 2. Ragnar Guðmundsson T 11,6 3. Ólafur Ingimarsson T 11,9 400 m. hlaup. sek. 1. Ragnar Guðmundsson T 54,4 2. Gestur Þorsteinsson H 55,2 3. Ólafur Ingimarsson T 57,2 800 m. hlaup. mín. 1. Ólafur Ingimarsson T 2.15,5 2. Tómas Þorgrímsson H 2.20,2 3. Sigfús Ólafsson H 2.21,1 1500 m. hlaup. mín. 1. Sigfús Ólafsson H 5.11,2 2. Pálmi Rögnvaldsson H 5.14,9 3. Hörður Ingimarsson T 5.15,4 Hástökk. m. 1. Gestur Þorsteinsson H 1,66 2. Ólafur Ingimarsson T 1,61 3. Ragnar Guðmundsson T 1,52 Langstökk. m. 1. Gestur Þorsteinsson H 6,83 2. Ragnar Guðmundsson T 6,20 3. Páll Ragnarsson T 5,70 Þrístökk. m. 1. Gestur Þorsteinsson H 13,31 2. Ragnar Guðmundss. T 12,75 3. Sigmundur Guðm. H 12,06 Kúluvarp. m. 1. Stefán Pedersen T 12,17 2. Óskar Eiríksson F 10,61 3. Gestur Þorsteinsson H 10,36 Kringlukast. m. 1. Óskar Eiríksson F 36,22 2. Gestur Þorsteinsson H 34,37 3. Ragnar Guðmundss. T 31,30 Spjótkast. m. 1. Gestur Þorsteinsson H 46,58 2. Trausti Fjólmundss. H 43,63 3. Jón S. Helgason T 39,20 4x100 m. boðhlaup. sek. 1. A-sveit Tindastóls 48,2 (Skagafjarðarmet) 2. A-sveit Höfðstrendings 48,5 3. B-sveit Tindastóls 52,4 KVENNAGREINAR: 100 m. hlaup. sek. 1. Helga Friðbjarnard. H 14,6 2. Edda Lúðvíksdóttir T 14,9 3. Kristín Jónsdóttir H 14,9 Langstökk. m. 1. Helga Friðbjarnard. H 4,10 2. Kristín Jónsdóttir H 4,08 3. Sigurlaug Jónsdóttir T 4,03 Kringlukast. m. 1. Anna P. Þorsteinsd. H 24,59 3. Kristín Jónsdóttir H 21,46 Kúluvarp. m. 1. Kristín Jónsdóttir H 8,36 2. Anna P. Þorsteinsd. H 7,33 3. Agnes Gamalíelsd. 7,19 4x100 m. bcðhlaup. sek. 1. A-sveit Höfðstr. 60,8 2. A-sveit Framför 63,5 3. B-sveit Höfðstr. 69,9 Bezta afrek kvenna var há- stökk Kristínar Jónsdóttur 1,36 m., sem gefur 672 stig, en bezta afrek karla var 100 m. hlaup Gests Þorsteinssonar 11,5 sek., sem gefur 737 stig. HAGKAUP AKUREYRI Væntanlegir hálfsíðir NYLONSLOPPAR NÝKOMIÐ: Fjölbreytt úrval af KJÓLUM Íþróttasíáa A.M. RITSTJÓRI: FRÍMANN GUNNLAUGSSON

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.