Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.08.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 18.08.1966, Blaðsíða 8
VinnuafIsskortur háir framkvæmdum á vegum BÆJARSTJÓRINN á Akureyri hélt blaðamannafund sl. föstu- dag og skýrði frá framkvæmdum á vegum .bæjarins. Því miður gat blaðamaður AM ekki mætt á fundinum sökum anna við út- gáfu blaðsins, er kom út þennan dag. En bæiarstjórinn veitti blað- inu þá vinsemd, að hafa samband við blaðamann þess um kvöldið fcg skýrði frá því helzta, sem fram kofn á fundinum fyrr um daginn. frá því er skýrt var frá í vor og munu aðalframkvæmdir hefjast næsta sumar. Tæknideild bæj- arins vinnur ómetanlegt verk og eru árásir á hana ómaklegar. Margt fleira kom fram í við- talinu við bæjarstjórann, þótt eigi sé sagt frá að sinni. Bæjar- stjóri kvað gagnrýni til góðs Það kom skýrt fram í viðtal- inu við bæjarstjórann að vinnú aflsskortur háir mjög fram- Itvæmdum á vegum bæjarins, ýantar bæði verkstjóra, verka- amenn og fagmenn í nær allar starfsgreinar. Bæjarstjóri kvað að fi'amkvæmdarstjórn bæjar- ins hefðu nú í sumar lagt aðal- áherzlu á tvær byggingarfram- kvæmdir á vegum sínum þ. e. HOFÐINGLEGAR GJAFIR FYRIR nokkru bárust Verka- lýðsfélaginu Einingu á Ak- ureyri höfðinglegar gjafir, er telur á milli 400 og 500 bindi. AM þykir vissulega vert um að geta, en gagnrýnir það jafn- framt, að stjórn Einingai' skyldi éigi senda út fréttatilkynningu til blaða í sambandi við þéssar rausnarlegu gjafir. Blaðamaður AM hefur lítt verið í bænum að undanförnu — og því eigi fylgzt með fréttum og gangi mála í höfuðstað Norðurlands, eins og æskilegt væri, og því hafa fréttatilkynningar í póst- hólfi blaðsins verið blaðinu góður leiðarvísir, en enga til- ikynningu hefur AM fengið — varðandi þær höfðinglegu gjaf- ir, er sagt var frá í síðasta tölublaði Verkamannsins, er út kom s.l. föstudag. Þar er skýrt frá því, að Elísabet Eiríksdótt- ir, ásamt Guðmundi Björnssyni bónda í Hraukbæ, hafi gefið Verkalýðsfélaginu Einingu hús ið að Þingvallastræti 14, og einnig veglegt bókasafn og enn fremur, að Stefán E. Sigurðsson verkamaður hafi gefið félaginu bókasafn sitt, er samkvæmt upplýsingum Verkamannsins, AM vill, þó seint sé, þakka gefendum, og væntir þess jafn- framt, að njótendur þessara eft irminnilegu gjafa ávaxti hin gefnu verðmæti ríkulega í anda frelsis og bræðralags. Spurning vikunnar INÆSTA BLAÐI mun Stefán Eiríksson afgreiðslumaður Morgunblaðsins svara spurn- ingu blaðsins, er hljóðar svo: Hvernig finnst þér búið að íþrótlum í Akureyrarkaupstað? svo fremi að hún þjónaði eigi Iðpskóía^ og fjidbýlishúsið og rætni Qg öðrum miður jákvæð_ um sjónarmiðum og tekur AM undir það og þakkar um leið bæjarstjóra fyrir símtalið. hefir nú“fýrsta fjölskyldan flutt inp í húsið," Vonir standa til að Iðnskólahúsið verði fokhelt í haust ef veðurfar verður hag- stætt. EÍns og fram hefir komið í AM hefir ekkert verið unnið við nýju lögreglustöðina í sum- ar og einnig mjög lítið við bók- hlöðuna, en eins og um er getið áður, stafar það m. a. af vinnu- aflsskorti. Byggingarmarkaður- inn á Stór-Reykjavíkursvæð- inu virðist bjóða í vinnuafl héð an. Eins og kunnugt er, er nú malbikun Glerárgötu lokið og hófust framkvæmdir um mal- bikun flugvallarins í þessari viku og mun verkið standa í 4—5 vikur. Ef tíð verður hag- stæð í haust mun verða haldið áfram malbikun gatna og er næsta verkefni á því sviði Laugagata. Enginn getur borið á móti því að að malbikun Akur eyrarflugvallar er. hagsmuna- mál Akureyringa og því munu flestir sætta sig við að malbik- unartæki bæjarins séu tekin í þær framkvæmdir fremur en það drægist um ófyrirsjáanleg- an tíma, eins og annars hefði orðið. Stöðugar rannsóknir fara fram í sambandi við nýja vatns veitu og þá einkum varðandi Glerá og Þveráreyrar, einnig hefur verið borað í bæjai'land- inu í leit að vatnsæðum, en þær ha.fa engan árangur borið. Mik- ill hörgull er á stai'fsmönnum . hjá vatnsveitunni, sem í bygg- ingar-iðnaðinum. Ekkert hefur breytzt í sam- bandi.yið dráttai'brautina nýju ALÞYÐUMAÐURINN XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 18. ágúst 1966 — 28. tbl. Sigurvegararnir í góðaksturskeppninni. Ljósm.: N. H. ni í ri BINDINDISFÉLAG ökumánna á Akureyri efndi til góðaksturs keppni sl. laugardag, 13. ágúst. Fi'amkvæmdastjói'ar B.F.Ö. og V.Á.V. (Varúð á vegum), þeir Ásbjörn Stefánsson og Sigurður Ágústsson höfðu komið frá Reykjavík til aðstoðar við und- búning og framkvæmd. Eftir langstæða leiðindatíð var veður hið bezta þennan dag, og bæjar búar því mjög bundnir við sitt, nauðsynjavei'k eða skemmti- ferð með fjölskyldunni. Með- fram þessa vegna varð þátttaka minni en ella og mun ei'fiðara að fá fólk til starfa, en svona keppni útheimtir marga til að- stoðar, eða 50—60 manns, ef vel á að vera. Þegar á hólminn kom rættist þó sæmilega úr þessu, NORÐLENZKT FRAMTAK Mbirtir í dag forsíðufrétt um merkisatburð í sögu Norð urlands, er sannar, að enn er til stórhugur, dugnað- ur og framtak norðan heiða og þess vill AM geta að Slipp- stöðin b.L hefur nú samið um smiði á tveim 480 tonna skip- ,um fyrir Sunnlendinga, og er þegar byrjað á smíði hins fyrra. Einnig finnst AM gleðilegt að heyra að fleiri aðilar sýna dugmikið framtak urn þessar mundir. Blaðið hefir frétt að Valtýr Þorsteinsson útgerðarmaður sp að koma upp niðurlagningaverksmiðju. Einnig hefur blað- ið fregnað að Valbjörk h.f. sæki enn fram á sunnlenzkum niarkaði, en éins og kunnugt mun öllum, er Hótel Loftleiða í Reykjavík búið húsgögnum frá Valbjörk h.f., og nú hefir ” blaðið hlerað að Valbjörk h.f. eigi að annast smíði á nýjum húsgögnum. í stúdentagarðana báða þar syðra. Þetta finnst blaðinu gleðilegar fréttir og vonar að fleiri slíkar geti AM sagt frá í næstu blöðum. Fréttir er segja frá NORÐLENZKU FRAMTAKI. þótt seinna yrði byrjað, en ætl- að vai'. Þátttakendur urðu 12 og stóðu allir sig vel í mörgum greinum, þótt útaf bæri hjá sumum í veigamiklum atriðum. En keppnisraunir voru mjög margar, bæði varðandi réttan akstur, þekkingu á vél og öku- í-eglum, ásamt leikni við stjórn bifreiðarinnai'. Ekin var ein hringferð um bæinn, þar sem verðir voru staðsettir á mörg- um stöðum til að fylgjast með, hvernig snúist var við vei'kefn- um í hverjum stað og þau af hendi leyst, svo og að svara spurningum. Einkunnagjöfin í svona keppni er þess eðlis, að bezt er að fá sem lægsta tölu; gefin er talan 1—30, eftir því, hve verk- efnið er laklega af hendi leyst. T. d. ef svar vantaði við einni spurningu af fjórum, var gefin einkunn 2, en ef öllum var rétt svarað gafst 0 (núll). Fyrir það að sirina ekki stöðvunarskyldu fyllilega kom 25 í einkunnai'- dálkinn og fyrir það að bakka á pokann (sem eins vel gat ver- ið srriábarn) var einkunn 30, en þessar háu tölur hlutu, því mið ur, einn og einn. Þá fengu mai'g ir mínus vegna ónákvæmni í beygjum og stefnumerkjagjöf. Leikniprufur (sumar) voru öðr um þræði til gamans, gengu mis jafnlega, en höfðu minni áhrif á einkunn og úrslit. Keppni af þessu tagi mun ái-eiðanlega vekja athygli og áhuga bæði keppenda og þeirra er á horfa, til þess að temja sér meiri gætni og nákvæmni með bílinn sinn í umferðinni. Um kvöldið söfnuðust kepp- endui', framkvæmdastjórn keppninnar, ásamt fulltrúum frá lögreglu og bifreiðaeftirliti að kaffiborðum í Café Scandia. Voru þar ræður fluttar og margt rabbað. Sigurður Ágústs son gerði grein fyrir keppninni og lýsti úrsliturri. Ásbjörn Stef- ánsson afhenti fögur verðlaun, áletraða silfurbikai'a, þeim þrem, sem beztum árangri (lægstri einkunnatölu) náðu.. 1. Rögnvaldur B. Olafsson, Brekkugötu 45 (eink. 56). 2. Gunnar Eðvaldsson, Greni- völlum 20 (eink. 63). 3. Björn Sigmundsson, Löngu- mýri 20 (eink. 68). Þeir næstu í í'öðinni voru mjög nálægt þessum, en þeir slökustu náðu talsvei't upp á 2. hundraðið. Bindindisfélag ökumanna á Akureyri vill að lokum þakka öllum þeim mörgu, ekki sízt ungum skátum og tveimur frúm, sem góðfúslega hjálpuðu til við mót þetta. Innan skamms verða þeir og þær meðal kepp- enda í góðakstri. (Fréttatilkynning) =s SUMARMOT AVEGUM æskulýðsfélags þjóðkirkjunnar í Hólastifti verður haldið sumarmót við Vestmannsvatn um næstu helgi. Dagskrá mótsins er fjölbreytt. Á laugardag verður sameigin- leg helgistund, kvöldvaka, kveiktur verður varðeldur og flugeldasýning. Á sunnudag verður hlýtt á rnessu hjá séra Sigurði Guðmundssyni á Grenj aðarstað.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.