Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.10.1966, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 13.10.1966, Blaðsíða 7
MALLORCAFÖRIN ÁNÆGJULEG ; (Framhald af blaðsíðu 1) Raupmannahöfn verið til nokk urra óþæginda á heimleið, því að ókleyft var að lenda og sneri flugvélin til baka og lenti í Diisseldorf í Þýzkalandi. Eftir 5; tíma var reynt aftur, en enn reyndist ókleyft að lenda á Ka- strup, en í þetta skipti var lent á-Málmey og síðan tekin ferjan til Hafnar. Dvalið var 7 daga á Mallorca og var veður nokkuð hagstætt, en þó var síðustu dag aha allsólarlítið, hiti komst upp í 30 stig. Ferðafélagarnir skoð- uðu Dropahellinn heimsþekkta, og kvað Jón hann hreint ver- aidárundur. Einnig var horft á nautaat og sagði Jón, að sér findist það í engu mennileg í- þrótt, fremur einkenni villi- mennsku. Þátttakendur voru 22 allir frá Akureyri að einum undanteknum, Sigtý Sigurðs- syni á Dalvík. Fararstjóri var Jón Egilsson forstjóri. AM þakkar Jóni fyrir stutt - Heimili og skóli 'V. (Framhald af blaðsíðu 8). helgar sig að mestu uppeldis- máhim. AM vill óhikað hvetja lésendur sína til að kaupa Heim íji og skóla. Núverandi ritstjóri þess er Eiríkur Sigurðsson, en formaður Kennarafélags Eyja- fjarðar er Indriði Úlfsson yfir- kennari, Sjá nánar frétt á öðrum stað í blaðinu. — Kosningaaldurinn (Framhald af blaðsíðu 5) námi, starfi og stríði á ókomn- um árum, og veit að þau verða öll dugmiklir þegnar landsins okkar. Svörin gefa AM það til kynna, að æskan mun eigi verða tómlát um þjóðmál, og í trausti á æskuna mun AM herða róður inn fyrir auknum réttindum æskufólks, svo sem lækkun kosningaaldurs. AM biður að heilsa öllum í Heimavist M. A. og óskar heilla á komandi vetri. spjall og einnig verkalýðsfélög- unum fyrir þetta virðingar- verða framtak. - HEYRT, SPURT... (Framhald af blaðsíðu 5.) mjólkurkassa auk venjulegs heimkeyrslugjalds. Hún er bú- sett í Glerárhverfi. BÓNDI kvartar undan því að dóttir sín hafi mætt ókurteisi af starfsfólki í einni deild KEA. Hafi hún farið fram á það að fá skrifaða vöruúttekt ina en verið neitað. Hinn sama dag var hún að leggja inn dilka sína og átti einnig inneign og auk þess vann hún við fyrir- tæki er KEA rekur. ÞAÐ HEFIR vakið reiðiöldu í bænum lokun kvöldsalna klukkan 8 og munu þau bréf er AM liafa borizt í sambandi við þetta mál geta fyllt heilt blað AM vill minna fulltrúa jafnaðar manna í bæjarstjórn Akureyrar á það að annar borgarfulltrúi Alþýðuflokksins í Reykjavík, Óskar Hallgrímsson, berzt nú fyrir bættri þjónustu í höfuð- borginni hvað kvöldsölu snert- ir, þó geta Reykvíkingar keypt t. d. maltöl í gegn um lúguop til kl. 23.30 að kvöldi, sem Akur- eyringi er meinað eftir kl. 20. AM fagnar að s. j. við AM á flokksbróður í Rvik er lítur á kvöldsölur sem jákvæða þjón- ustu, en ekki sem eitthvert fúa fen spillingar. Viðreisn krefst með réttu að horft sé í aurana. Það er öryggi í því að eiga t. d. 3 flöskur af maltöli fyrir sjúkl- ing með nýrnasteina en hvers vegna þarf nefndur sjúklingur að gjalda þess að hann er norð- ur á Akureyri, en ekki í Reykja vík, ef steinarnir skyldu segja til sín eftir kl. 8 að kvöldi. En engin viðreisn er í því að láta sjúklinginn kaupa maltið á mun dýrara verði á H. A. eða á Hótel KEA en í kvöldsölum ef þær væru opnar. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, GUÐMUNDAR PÉTURSSONAR, útgerðarmanns, Akureyri. Fyrir hönd vandamanna. Kristján P. Guðmundsson. Prestskosning í Hrís- eyjarprestakalli PRESTKOSNING fór nýverið fram í Hríseyjarprestakalli. Umsækjandi var einn, séra Kári Valsson og náði hann ekki lögmætri kosningu, hlaut hann 120 atkvæði, en í prestakallinu eru 328 á kjörskrá. sma AUGLYSINGAR am IBUÐ TIL SOLU Þriggja herbergja íbúð á Oddeyri er til sölu. Upplýsingar hjá undirrituðum. Sigurður M. Helgason, sími 1-15-43. ELDRI DANSARNIR í Alþýðuhúsinu laugar- dagskvöldið 15. október. Miðasala kl. 8. NEMO LEIKUR. Alþýðuhúsið. KRAKKAR Alþýðublaðið vantar dug- legt barn til að bera út blaðið. Upplýsingar gefur Jóhannes Óli Sæmunds- son, sími 1-23-31, eða Sigurjón Jóhannsson, sími 1-13-99. KRAKKAR AM vantar duglegt barn, til að bera út blaðið til kaupenda í nokkrar götur á Ytri-Brekkunni. Uppl. í síma 1-11-99. D R E N G I R Kvikmyndasýning frá dýragörðunum í London og Beirút n.k. mánudag kl. (5 e. h. að Sjónarhæð. NÝJAR HANNYRÐAVÖRUR eftir helgi. Verzlunin DYNGJA s BARNASAGA ALÞÝBUMANNSINS Fjallgangan ] ;eftir MÁ SNÆDAL 25 SIGURÐUR bóndi var kominn af léttasta skeiði, en þó miðaði honum drjúgpin upp með Skuggá. Hann heyrði köllin af og.til og í hvert skipti tók Sámur undir með háu gelti. Hrópin virtust konla úr mynni Skuggadals. Leiðin þangað var roskur kílómetri og yfir all brött gil að fara er lágu skáhallt niður -í Skuggárgil. Sámur gamli var alltaf nokkurn spotta á tindan, en hann hafði hægt ferðina þá er hann sá að húsbóndi sinn kom á eftir. Það var engin hætta á því að Sáinnr ,myndi ekki auðveldlega finna þann er í nauðum var s'taddur. Köllin urðu alltaf skýrari og skýrari eftir að lengra var komið upp í fjallið, og þá er Sigurður kom upp úr síðasta gilinu á leið í Skuggadal sá hann ein- livern staulast niður með árgilinu, óstyrkum fótum, og hvað var þetta. Hann sá ekki betur en þetta væri barn, og þó Sig- urður væri orðinn sveittur og móður hljóp hann síðasta spottann. Jú, víst var þetta lítill drengur í rifnum og blautum föt- um, blóðrisa á höndum og andliti og auðsjáanlega að þrot- um kominn. Hann rétti báðar hendur á móti Sigurði og hann hrópaði enn: „Gunnar er í sprungu upp í jöklinum, ó hjálpaðu, hjálpaðu honum.“ Framhald. S —...........................................^ Fulltrúar á þing A.S.Í. Verkalýðsfélag Grenlvíkur. Aðalfulltrúi: Arthúr Vilhelms son. Varafulltrúi: Jakob Þórð- arson. Sjómannafélag Akureyrar. * Aðalfulltrúar: Tryggvi Helga son og Jón Helgason. Varafull trúar: Hörður Frímannsson og Helgi Sigfússon. Verkalýðsfélag Arnameshrepps Aðalfulltrúi: Karl Sigurðs- son. Varafulltrúi: Agnar Þóris- son. Hið nýendurreista verkalýðs félag í Ólafsfirði kaus engann fulltrúa á þing ASÍ. Harmar AM þær fréttir, en skorar jafn- framt á unga inenn í Ólafsfirði að auka veg og virðingu félags ins í framtiðinni. Framkvæmda stjóri félagsins nú er Sveinn Jóhannesson. AM vill spyrja hann í fullri vinsemd, hvort hann sé ánægður með það, að félag hans á engann fulltrúa á allsherjarþingi alþýðustéttanna. Með spurningunni sendir AM beztu kveðju til Ólafsfjarðar. =s AÐALFUNDUR FUJ AÐALFUNDUR félags ungra jafnaðarmanna verður hald inn föstudaginn 21. okt. n. k. Fundarstaður og tími nánar auglýst í næsta blaði. Ályktanir kjördæmisráðsfundarins (Framhald af blaðsíðu 8). inn í fræðslukerfið ,svo þeir. svari til 3. og 4. bekkjar gagnfræða- stigsins. Tækniskóli verði efldur og garðyrkjuskóli stofnaður. 6. Sjónvarp á Norðurlandi á næsta vori. Fundurinn treystir því að hafið verði endurvarp íslenzka sjón- varpsins eigi síðar en næsta vor. Hér lætur AM staðar numið í dag. Þökk fyrir, Iesendur góðir. AM birtir framhald í næsta blaði. fLJCI 1 DCM7ÍM nn A| j|| jntLL btNlm 0Q ULiU !K og ymisiegi onnoo in Diireioa. Opið til kl. 23.30. FERÐANESTI - Sími 1-24-66

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.