Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.10.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 27.10.1966, Blaðsíða 2
 N róttasíáa A.M. (iiimMnnimuiiiiiiimiiiiiHHiiiiiimiiiiiimiiniiMiiiiimiiiniiiimimiiiinniiimmtnntniiimiiiniiiiimiiiiiiiiuimiiiiniiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiniiniiniiiiiiiiiiiiiiimiii RITSTJÓRI: FRÍMANN GUNNLAU G S S O N tmnmnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnm iiiiiiimiimmimiimmiimiiiiiiiitimiii:*iimmimiimmiimmiiiiimmi/uiiiiiiiimiiiiiiiiim'miiiimiimiiiiiimmmmititMa Margir kappleikir í handknatileik við utanbæj- arlið háðir á Akureyri í vetur 10. ÁRSÞING Handknattleikssambands íslands var háð í Reykja- vík um sl. helgi. Fulltrúar Akureyrar á þinginu vom Hermann Sigtryggsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Svavar Ottesen for- maður Handknattleiksráðs ÍBA. AM kom að niáli við Svavar og innti hann eftir fréttum af þinginu og hverjar horfur væru nú á um skilyrði til æfinga og fleira á Akureyri. Fréttir frá þingintt í stórum dráttum Svavar? Á þessu 10. ársþingi HSÍ komu fram mörg mál til um- ræðu og afgreiðslu, en það merkasta fyrir okkur Akureyr inga var það, að samkomulag náðist um að þau lið, sem þátt taka í 2. deild íslandsmóts í ár leiki annan leikinn í íþrótta- skemmunni hér nyrðra. Miklar. umræður urðu um leigu á Laug ardalshöllinni í Reykjavík fyrir íþróttamót, en eigendur hafa ákveðið að lægsta gjald fyrir hvert skipti, sem þar er leikið verði kr. 5.000.00, og verður því erfitt um vik fyrir þau íþrótta- félög, sem hafa þröngan fjárhag að taka Höllina á leigu, því ekki er t. d. gott að segja fyrir hve margir áhorfendur verðh að 2. deildarleikjunum, og gæti þá orðið um tap að ræða. Eðlilegra hefði verið að húsið tælci visst prósent af innkomu í hvert skipti, eins og íþróttavellir gera en- heimta ekki lágmarksupp- hæð, sem gæti orðið erfitt að greiða, ef fáir keyptu sig inn. Eftirfarandi tillaga var því samþykkt á þinginu. • „Ársþing HSÍ haldið 21. og 22. okt. 1966, samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til að gera tillögur um nauðsyn- legar breytingar á reglugerðum HSÍ um handknattleiksmót, með tilliti til breyttra aðstæðna varðandi framkvæmd íslands- móta. Er einkum átt við skipu- ]ag, framkvæmd og fjárhag mótanna“. Þess má geta í þessu sam- bandi, að ef um stórleiki er að ræða í Höllinni þá er annað upp á- teningnum, þá er tekin viss prósent af innkomunni. Og t. d. í landsleik við Dani í apríl sl. var húsaleigan 103.225.00 kr., og þar sem íþróttamannvirki eru ekki rekin með það í huga að græða á þeim, er þetta ein- kennileg afstaða. Þetta mál hef ur mikið verið rætt í dagblöð- um undanfarna daga og finnst mönnum þetta langt gengið, þar sem fyrirsjáanlegt er að margir flókkar í íslándsmóti verða að keppa áfram að Hálogalandi, ef ekki fæst breyting á þessu. Svavar Ottesen. íþróttaskemman verður ekki tilbúin fyrr en um áramót. Eru þá ekki slæmar horfur með að handknattleiksmenn okkar geti nokkuð æft fram að þeim tíma? Vonir standa til að skemman verði fullbyggð ekki síðar en um át'amót, e. t. v. eitthvað fyrr. Ekkl ér útilokað að æfing ar. í meistáraflokki karla geti hafizt bráðlega, og vona ég að svo verði, og ættkekki að þurfa að tefja framkvæmdir þó einn flokkur fengi áð fara þar inn t. d. um helgar, enda er það mjög nauðsynlegt fyrir liðið að geta byrjað æfingar sem fyrst. Ég vil biðja aí-la handknattleiks menn að vera tilbúna þegar kallið kemur, og vona að allir verði með sem æft hafa undan- farna vetur. Þú fagnar eflaust væntanleg- um kappleikjum hér í vetur? Já, ég fagna því, að sú að- staða skapazt hér í bæ að við getum boðið liðum heim til keppni. Og ég get upplýst það, að mörg lið hafa hug á að sækja okkur heim í vetur, þar á meðal íslandsmeistararnir frá Hafnar firði, og kannski mæta þeir hér fyrstir liða, þegar skemman verður opnuð formlega. Eitthvað meira um framtíðar starfsemina? Fyrirhugað er að ljúka dóm- aranámskeiði, sem Hannes Þ. Sigurðsson stjórnaði hér sl. vetur, eða taka próf. Og verður það auglýst. Þá er fyrirhugað þjálfara- námskeið á Akureyri. Það verð ur einnig auglýst síðar. Eitthvað er þú vildir leggja áherzlu á í lokin? Ég vil þakka bæjarstjórn fyr ir þetta framtak, að koma húsi þessu upp á svo skömmum tíma. Það vita þó allir að þetta hús er ekki til frambúðar, enda ekki litið á það sem íþrótta- mannvirki, og þar af leiðandi ekki styrkhæft úr íþróttasjóði ríkisins. Það verður því að vinna áfram af fullum krafti að undirbúningi íþróttahúss Akur eyringa, sem tekur á móti vax- andi fjölda æskufólks úr skól- um bæjarins, sem þarf að fá sína fimleikakennslu. Skemman kemur samt að fullum notum fyrir bæinn sem áhaldahús og birgðaskemma, og er það ágætt. Þá vil ég hvetja handknatt- leiksfólk til mikilla afreka í vet ur. Og að lokum vil ég víkja örfáum orðum til íþróttaunn- enda í bænum. Það er ekki sízt undir ykkur komið hvernig til tekst um fjárhaginn. Og ég treysti því að þið eigið eftir að fjölmenna í íþróttaskemmuna í vetur, og með því stuðla að fjölbreyttara íþróttalífi hér í.bgq. en verið hefur. AM þakkar Svavari Ottesen fyrir greið svör og vill um leið hvetja handknattleiksmenn okk ar til dáða í vetur. s. j. =s ATTRÆÐISAFMÆLI láANN 20. okt. sl. átti Kristján * Halldórsson fyrrverandi bóndi á Klængshóli í Skíðadal áttræðisafmæli. Kristján bjó á Klængshóli lengst af sinnar búskapartíðar. Kvæntur er Kristján Margréti Árnadóttur frá Atlastöðum. Eignuðust þau 7 dætur. Kristján er dugnaðarmaður, en er nú orðinn nokkuð farinn að heilsu. Þótt seint sé sendir AM beztu kveðjur heim í Klængshól til Kristjáns og ósk- ar honum fagurs ævikvölds. VETRARSTARF U.M.S.E VETR AR ST ARFSEMI Ung- mennasambands Eyjafjarð- ar er nú hafin og ráðgerir sam- bandið m. a. eftirfarandi starf- semi í nóvembermánuði. Hið árlega skákmót, 4ra manna sveitakeppni, hefst 4. nóvember og verður fyrsta umferð tefld á Dalvík. Laugardaginn 5. nóvember verður haldinn æskulýðsdans- leikur í Laugarborg í samvinnu við Samband eyfirzkra kvenna. Hin vinsæla hljómsveit Dúmbó sextett og Steini frá Akranesi sjá um fjörið á þessum dans- leik, Gefst æskufólki þarna kostur á að skemmta sér á heil brigðan hátt, því þeirri reglu verður stranglega fylgt, að áfengi verði algjörlega útilokað frá dansleiknum. Þá verður haft eftirlit með því að fólk fari ekki inn á dansstaðinn öðru vísi en snyrtilega klætt. Á undanfömum haustum hef ir UMSE gengist fyrir bindindis fræðslu í bama- og unglinga- skólum héraðsins. Verður slíkri fræðslu komið á nú í nóvem- ber. Séra Friðrik. A. Friðriks- son fyrrverandi prófastur að Hálsi og Þóroddur Jóhannsson framkvæmdastjóri sambands- ins annast fræðsluna að þessu sinni. Munu þeir flytja stutt erindi um áfengis og tóbaks- málin og sýna kvikmyndir. Seint í nóvember er svo ráð- gert innanhússmót í frjálsum íþróttum, en því varð að fresta tvívegis á sl. vetri vegna ófærð ar. Ef fyrmefndur dansleikur tekst vel, verður komið á fleir- um með líku sniði fyrir áramót. Keppni um Lindubikarinn Frá Skákfélagi Akureyrar HR AÐ SKÁKKEPPNI um Lindubikarinn fór fram fyrir skömmu. Helztu úrslit urðu sem hér segir. Gunnlaugur Guðmundss. 20 v. Jón Björgvinsson 20 v. Olafur Kristjánsson 18 v. Júlíus Bogason 16 v. Haraldur Ólafsson 15 v. Jón Ingimarsson 15 v. Gunnlaugur og Jón Björgvins son kepptu síðan til úrslita og sigraði Gunnlaugur og er því bikai’hafi sem stendur. Ólafur Kristjánsson tefldi fjöltefli sl. mánudagskvöld og fékk 11V2 vinning af 14, sem er mjög góður árangur. Þeir sem unnu hann voru Jón Ingimars- son og Jóhann Snorrason, en jafntefli gerði Jón Þ. Jónsson. S —«>0*= 11 Vetrarstarfið hafið hjá B. A. Mikil gróska er lijá félaginu VETRARSTARF Bridgefélags Akureyrar hófst með aðal- fundi í Landsbankasalnum, 27. sept. sl. Þessir menn skipa nú stjórnina: Sigurbjörn Bjarnason formað ur, Ármann Helgason ritari og varaformaður, Frímann Frí- mannsson gjaldkeri, og með- stjórnendur Karl Sigfússon og Soffía Guðmundsdóttir. Fyrsta keppni félagsins var tvímenningskeppni, 5 kvöld. Nú er lokið þrem umferðum og er staðan hjá efstu pörunum þessi: stig 1. Mikael—Baldur 538 2. Rósa—Dísa 535 3. Sigurbjörn—Sveinbjörn 519 4. Karl—Jóhann 514 5. Ármann—Halldór 503 6. Alfreð—Guðmundur 498 7. Jónas—Jóhann 493 8. Knútur—Ragnar 491 9. Angantýr—Jóhann 487 »5 - 10. Gunnlaugur—Jóhannes 483 11. Soffía—Reynir 482 12. Haki—Júlíus- 480 13. Hinrik—Hörður 472 14. Árni—Gísíi 467 Spilað er í Landsbankasaln- um á þriðjudagskvöldum kl. 8. /...... BRIDGEKEPPNI Á HÚSAVÍK Húsavík 24. okt. G. H. ÝLOKIÐ er hér tvímenn- ingskeppni í bridge og var um 3ja kvölda keppni að ræða og var keppnin á vegum Bridge félags Húsavíkur. Efstir urðu Magnús og Guð- mundur með 543 stig. 2. Stefán og Jónas með 542 stig og 3. Sig tryggur og Þorgrímur með 505 stig.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.