Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.10.1966, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 27.10.1966, Blaðsíða 7
- HEYRT, SPDRT... (Framhald a£ blaðsíðu 4). falla niður, eftir að þær birgðir sem fyrir hendi eru nú væru uppseldar, og biður AM að spyrja hvort þetta sé rétt og gerir blaðið það hér með og væntir þess að fá spumingunni svarað í næsta blaði. ¥>ORGARI á Akureyri sagði " að sér þætti dýrt verðlagið á Hótel Blönduós og sýndi blað inu til sannindamerkis reikning frá liðnu sumri yfir veittan beina á nefndu hóteli. Reikn- ingurinn er dagsettur 5. sept. Á honUm stendur, 4 mjólk 80 kr. 3 brauðsneiðar 75 kr. og það gerir samtals 155 kr. AM lætur lesendur sína um að dæma hvort þetta er dýrt eður eigi, en blaðið hefir reiknmginn und ir höndum, ef einhver 'skyldi rengja það um verðlagið á Blönduósi. ¥ TNGIR Framsóknarmenn ^ héldu kvöldverðarboð ný- verið og var Sigurður Óli Brynj ólfsson bæjarfulltrúi heiðurs- gestur fundarins. En AM hefir fregnað það að fundarmenn hafi skútað Sigurði Óla, vegna lok- un kvöldsalna í bænum. En hvort rétt er eða rangt, ásaka bæjarbúar Sigurð Óla fyrir að vera höfund þessara bannlaga. BLESSUNIN liún Magga hringdi í AM núna í há- deginu og kvaðst hún bara vera móðguð yfir þeirri full- yrðingu ritstjóra íslendings, að hún væri eingetin. „Ég spurði bæði pabba og mömmu“, sagði Magga, „en þau spurðu í stað- inn, hvort ég væri orðin eitt- hvað verri“ og horfðu svo hvort á annað hálfgerðum rann sóknaraugum. „Nær hefði rit- stjóranum verið að birta fallega mynd og flikka með því upp á blaðið í stað þess að þvugla um það að ég hefi orðið til á ein- hvem annan hátt en aðrir“, voru lokaorð Möggu. - Æskan er framtíðin (Framhald af blaðsíðu 1). lýðsheimili í bænum og skorar á bæjarstjórn og félagasamtök til virkra aðgerða í þessu nauð synjamáli. Lokun kvöldsölubúða mótmælt. Aðalfundur F.U.J. mótmælir lokun kvöldsölubúða og telur slíkar aðgerðir skerðingu á þjónustu við bæjarbúa og hafi ekkert jákvætt í för með sér. Kvöldsölubannið leysi á engan hátt úr þeim vanda er útivist barna og unglinga vissulega er, og stuðli fremur að því að ung menni leyti inn á veitingahús bæjarins. Telur fundurinn að fullkomið æskulýðsheimili sé leiðin í þessu vandamáli, en ekki bann við kvöldsölu. Laust starf Staða slökkviliðsmanns í Slökkviliði Akureyrar er laus til umsóknar. Ráðning gildir um eins árs skeið frá 15. nóvember 1966 til jafnlengdar næsta ár. Umsóknir sendist bæjarráði Akureyrar fyrir 3. nóvember n.k. Laun samkv. launakerfi opinberra starfsmanna. Bæjarstjórinn á Akureyri, 26. október 1966. MAGNÚS E. GUÐJÓNSSON. /= RAUSNARLEG GJÖF GUÐNI JÓNSSON, nú vist- maður á Elli- og dvalar- heimilinu Skjaldarvík, hefir með bréfi dagsettu 20. fyrra mánaðar gefið Elliheimili Akur eyrar Lækjargötu 2 B, Akur- eyri, frá 1. þ. m. að telja. Gjöfin er einnig gefin í nafni látinnar seinni konu hans, Soffíu Óla- dóttur. Gefandinn óskar þess, að gjöfin „verði hagnýtt til styrktar göfugu hlutverki Elli- - Sænsk skáldkona (Framhald af blaðsíðu 8). vík auk M. F. í. K. Fyrsta fyrir lesturinn um för sína og dvöl í Viet Nam mun hún flytja á Akureyri fyrir forgöngu Akur- eyrardeildar M. F. f. K. næst- komandi föstudag, 28. okt., kl. 8.30 að Bjargi. Erindið verður túlkað á ís- lenzku og einnig verður sýnd kvikmynd frá Viet Nam. Eru bæjarbúar hvattir til að fjölmenna á fund þennan, sém er opinn og öllum heimill að- gangur. (Fréttatilkynning) Á að opna landhelgina? (Framhald af blaðsíðu 8). Hvemig finnst þér ríkisvald- ið búa að togaraútgerðinni? Afleitlega og ég vænti þess, að innan tíðar láti það ásannast að það telji togaraútgerð á ís- landi ekki eigi að heyra for- tíðinni til. AM tekur undir þessi um- ' mæli Vilhelms Þorsteinssonar og vill jafnframt óhikað full- yrða að Akureyringar hafa ekki efni á því að varpa moldu á það fyrirtæki er U. A. nefnist. Um hitt má deila, hvort æski- legt sé að opna landhelgi fs- lands fyrir togveiðar. AM vill leggja áherzlu á það, áður en það skref yrði stigið að utan- ríkisráðuneyti okkar kannaði álit erlendra þjóða á málinu. íslendingum er lífsnauðsjm að ná lögsögu yfir landgrunninu öllu. Allt það sem tefur að við náum þeim rétti er neikvætt fyrir framtíð þjóðar okkar. En í lokin vill AM leggja áherzlu á, að væntanlegt til- raunaskip ríkisins verði falið Ú. A. til útgerðar. s heimilisins“, eins og stendur í gjafabréfinu. Fyrir hönd Elliheimilis Akur eyrar eru Guðna Jónssyni færð ar beztu þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Stjóm Elliheimilis Akureyrar. - Betra skipulag (Framhald af blaðsíðu 1) ákveðnar af bæjarstjórn eigi síðar en í nóv.—des. árinu fyr- ir, svo að allgóður tími gefist til efnispantana og undirbún- ings. Þá leggjum við til, að ráðinn sé fær maður sem verkstjóri að vatnsveitunni, svo að vatns- veitustjóra sé ekki lengur í- þyngt með verkstjóm ofan á öll önnur störf sín, en geti helg að sig meir en nú skipulags- málum vatnsveitunnar og ný- framkvæmdum. Áherzla sé lögð á, að sam- vinna rafveitu, vatnsveitu og gatnagerðar sé sem nánust varðandi allar samverkandi framkvæmdir þeirra. Loks leggjum við til, að Ak- ureyri taki í eigin hendur skipulagsmál bæjarins og ráði til sín lærðan og færan arkitekt til að annast þau, en bygginga- mál á vegum bæjarins lúti og undir hans yfirstjórn, en bygg- ingarfulltrúi framkvæmdastj óri hans um þau“. „Bæjarstjórn Akureyrar bein ir þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar, að hún feli Útgerðarfélagi Akureyringa h.f. fyrirhugaða tilraunaútgerð á togara þeim, er hún mun hafa í hyggju að taka á leigu og láta gera út tiltekinn tíma til at- hugunar á, hvaða stærð og gerð togara muni bezt henta lands- mönnum við núverandi að- stæður, sérstaklega hvað hrá- efnisöflun fyrh hraðfrystihúsin snertir. Bæjarstjórnin minnir á, að undir þeim erfiðleikum, sem togaraútgerð hefir átt við að etja nú um árabil, hefir ekki önnur togaraútgerð hérlendis sýnt meiri hagsýni og aðgæzlu í rekstri en Ú. A. né skilað hlut fallslega hagfelldari hlut á land“. S BARNASAGA A L Þ Ý.Ð UMANNSINS Fjallgangan eftir MA SNÆDAL 26 CjlGURÐUR bóndi var snöggur að taka ákvörðun. Hann sá að drengurinn er fórnaði höndum móti honum þurfti skjótrar umönnunar við, því að auðséð var að hann var að niðurlotum kominn, bæði vegna þreytu, vosbúðar og meiðsla. Hann tók drengínn í fang sér og hrjúfar hendur hans struku milt um höfuð Geirs. „Já, já, góði minn,“ sagði hann, „ég skal bjarga Gunnari, ég ætla fyrst að hlaupa heim með þig og líka að ná í reipi, svo að fljótlegra reynist að bjarga honum“ og án þess að bíða eftir svari hins ókunna drengs, hóf hann Geir upp á arma sér og hljóp fremur en gekk niður bratta hlíðina,. og áður en hann náði bænum með byrði sína var drengurinn sofnaður í fangi hans. Hann fól konu sinni að annast Geir og var án lítillar stundar lagð- ur á stað á ný upp með Skuggá með reipi um öxl sér, og meðferðis hafði hann einnig kjötöxina sína, með henni ætl- aði hann sér að höggva fótspor í jökulinn. Sámur gamli hafði enn forustu sem. í fyrri ferðinni og það var auðséð á honum að enn reiknaði hann með tíðindum upp með Skuggá. ' Framhald. NÝKOMIÐ: KULDASKÓR karlmanna, leður að neðan, tau að of an KVENINNISKÓR, mjög fallegir og ódýrir BARNAINNISKÓR, margar gerðir KARLMANNAINNISKÖR KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Skóbúð Almennur umræðuftmdúr Stúdentafélag Akureyrar efnir til umræðufundar um VANDAMÁL DREIFBÝLISINS mánudaginn 31. okt. kl. 20.30 að Hótel REA. Framsöguerindi flytja: Hjörtur E. Þórarinsson bóndi Tjörn og Lárus Jónsson bæjargjaldkeri Ólafsfirði. Allir velkomnir á fundinn. Sauðfj ár slátrim Slátrað verður sauðfé í sláturhúsi voru fimmtudaginn 3. nóvember n.k. Þeir bændur sem kynnu að eiga fé, er þeir óskuðu að fá slátrað, eru góðfúslega beðnir að gera oss aðvart með eins dags fyrirvara. SLÁTURHÚS K.E.A. SÍMI 1-13-06

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.