Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.11.1966, Page 5

Alþýðumaðurinn - 10.11.1966, Page 5
AKUREYRARSKALD KVEÐA Minnzt nýjustu bóka Kristjáns frá Djúpalæk og Heiðreks Á 5. SfÐU blaðsins í dag er getið tveggja ljóðabóka eftir akur- eyrsk skáld, þeirra Kristjáns frá Djúpalæk og Heiðreks Guð- mundssonar. AM álítur að Akureyri geti státað sig af því að eiga jafnmörg skáld og Reykjavík, eða fleiri ef höfðatölureglunni sé fylgt. AM hefir einnig grun xun að skáld Akureyrar mundi vera meira hossað af listagagnrýnendum stórborgarinnar þarna suður með sjó, ef þau væru búin að taka saman pjönkur sinar og yfirgefa Jitlu Akureyri og hefðu knúið dyra í borgríkinu við Faxaflóa. MANNHEIMAR - Heiðrekur Guðmundsson í önn blaðamennsku í smá- bænum Akureyri gefst þeim er róa einir á báti á þeirh miðum lítt tóm til hugarafslöppunnar við lestur bókmennta, aðeins flýtislestur, en svo hugsað með væntumþykju til jóla, er gæfu næðisstundir til lestrar. Það Heiðrekur Guðmundsson. var um -kvöld er mér barst Mannheimar, nýjasta ljóðabók Heiðreks, í hendur en að morgni var auglýsingasöfnun framiundan. En bók skáldsins frá Sahdi í Aðaldal var opnuð í flýti. Hún yrði þó eflaust að bíða til jóla, sem og aðrar góð- bækur. Jú, ekki var annað en hægt að opna bókina. 76. og 77. bls. birtist og efst á þeirri síðar nefndu gat að líta ljóðaheitið SKAMMDEGISKVÖLD og svo var lesið. . .... Man ég ljós á langri vöku, luktar dyr og. fennta glugga, úfna hélu út við karma, auðan blett á miðjum rúðum. Púað inn.um.gö.t og gættir, göng og eldhús full af myrkri, þekjan barin. þungum hrammi, þytur í strompi milli dúra. Bognar sperrúr, biti þversum, brunninn nær til hálfs í miðju. Skuggi manns við lampaljósið Iangur, dökkur á mig fellur. Man ég sára lestrarlöngun litils drehgs, sem var að stauta, og í rökkri út í homi-- augun hvessti og beit á jaxlinn. Hin fyrsta kynning Heiðreks á ljóðum sínum í Mannheimum greip mig fanginn, því að þessi játning hans var sem töluð eða tekin frá sjálfum mér og eftir lestur þessa Ijóðs fannst mér aðeins snertispölur milli Sands- í Aðaldal og Hlíðar í Skíðadal. Og nóttin leið og fyrir Heiðreki skal játað að hún var styttri en margar aðrar og þökk sé hon- um fyrir. Ég fann að hér fór skáld er vildi tengja saman for tíð og framtíð þjóðar við hið nyrzta haf og ég fann með hon- um þann sársauka yfir missi hólsins er hristi af sér frera- bönd vetrar og veitti barnsfót- um yndi á vordegi, meðan land ið í kring um var hulið mjállserki. Tæknibylting hiná nýja íslands hefir nú eytt hóln um, jafnað honum yfir flesjuna er í kring var, jú, víst sáir hinn athafnasami bóndi nútímans fræi í sárið en oft eru næðingar þótt sumarsólhvörf séu á Is- landi og því vill oft erlent fræ er sáð hefur verið í skaut ís- lenzkrar moldar krókna í kuld- anum, þeim kulda er kjarn- gresið á hólnum þoldi áður. Það er auðvelt að skynja ættjarðar- ást Heiðreks í gegn um Ijóð hans en stundum er ádeila hans of einsýn í napurleika sínum, því að víst má stækka ísland með því að græða upp auðnar- urð fortíðar og einnig er það sannfæring min sem islenzks sósíaldemókrata að þar sem 2 deila sé nokkur sök beggja og því hefði hið velgerða kvæði Næturljóð frá Vietnam, gjarn- an mátt hitta í mark í fylking- um þeirra stríðandi aðila er nú lita blóði grundu þar austur frá. Hefði ekki Heiðrekur eirrn- ig mátt nefna nafn Maos í þess- ari snjöllu og hárbeittu vísu. Nóttin líður, bráðum birtir, barnið mitt og stundin nálgast. Ekki þarf að eyða gasi eða nýrri sprengju á, mig. Ég er svöng, en sjúgðu meira. Sígur á mig höfgi þúngur. Ég er að deyja drottni mínum, — Johnson verður að hugga þig En hver finnur ekki skyld- leikann milli föðursins og son- arins frá Sandi í þessu ljóði? Hin hárbeittu og miskunnar- lausu ádeilukvæði Heiðreks hitta vissulega í mark, en þó vill undirritaður vera svo djarf ur að benda skáldinu á það, að í þeim gætir nokkurs bláþráð- ar. íslenzk þjóð heyjir lífsstríð ■sitt milli tveggja póla og vöku verður að halda á tvennum víg- stöðvum, ef vel á að fara, en þessi skoðanamunur er aðeins lítil vík milli vina. En þótt mörg um finnist ádeilukvæði Heið- reks bitur, munu þó allir geta skynjað sem nenning hafa að undir vopnabrynju slær hjarta skálds heitt og viðkvæmt, er kennir til í byljum okkar sam- tíðar. „Skáld hlæja og gráta“, kvað skáldjöfur og hvar væru skáld á kringlu okkar nú ef þær eigindir væru útþurrkaðir á öld þeirri er kennd er við atom og helryk yfir Nagasaki. Þótt lítt geigi Heiðreki að merkja skotskífu í ádeilukvæð- um sínum, nær hann þó lengra í þeim ljóðum þá er hann gleym ir morðum í Vietnam, valda- græðgi náungans og hrævareld um er hann sér á lofti yfir ís- landi í dag. Þá er hann leitar á vit fortíðar, er sem mildist strengurinn í fiðlu hans og þá um leið nær skáldið nokkrum fótmálum lengra að hásætinu í höllu Braga og e. t. v. finnst mér ég þekkja skáldið bezt í gegn um I. kvæði bókarinnar er ber heitið „10 ára“ og víst skyldi ég þau sannindi er í síð- ustu vísunni felast, þá er hlaup ið er út í bylinn til föðurhúsa. En vikurnar liðu að lokum samt. Og léttur sem hind í spori ég hljóp út í bylinn, sem brostinn var á og beljandi í kring um mig þyrlaði snjá. Og þá var ég fljótur í förinni heim. Því frostið var hlýtt og hríðin sem vindblær á vori. Framansögð orð mín má eigi skilja sem ritdóm, fremur leik- mannsþanka, því að eigi er und irritaður þeim hofmóð haldinn að þótt hann hafi kannski séð 1 fölnað laufbíað faþa í skógi. Heiðreks að hann kenni sjg mann til að fordæma mörk hans alla, kannski er það pinkenni lítils *anda í litlum bæ, er rit- dómendur Stór-Réykjavíkur- blaða séu blessunarlega lausir við að geti því í stprbprgara- mennsku sinni fordæmt skóg- inn allan fyrir 1, fölnað blað. Mín lokaorð ieru: Þökk fyrir vökunóttina Heiðrekur.-Leggðu meiri rækt við-jnildu .Strengina í hörpu þinni, þeir hæfa betur heitu og viðky.æmu. hjarta þínu. Þú verður í engu;rainni íslend,- ingur eftir en áður, s. j. 7x7 TILBRIGÐI VIÐ HUGSANIR Kristján frá Djúpalæk Það hefur um Iangan aldur verið vinsælt deiluefni meðal ís lendinga, hver sé skáld og hver ekki. Hefur oft verið gripið til biturra vopna í þeim sennum, og mætti oft ætla að farið sé eftir þeirri meginreglu, að til- gangurinn helgi meðalið. Keyrt hefur þó úr hófi á seinni árum, eftir að ljóðskáld fóru að taka viðfangsefni sín frjálsari og óbundnari tökum, eh áður þekktust. Hvaðan mönnum kem ur sá réttur; að skipa sig í dóm arasess og hafna einu formi túlkunar, en hefja annað til vegs mun aftur á móti ókannað mál. En hvað sem um þessar form deilur má segja, mun það þó víst, að kvæði K. f. D. eru yfir þær hafin, og mun skáldgáfa hans naumast af neinum dreg- in í efa. Með þessari bók — 7x7 til- brigði — hefur Kristján loks rofið langa þögn, og verður það þagnarrof honum sízt til van- sæmdar. Listamönnum öllum mun svo farið, að þeirra þroska tími nær yfir langt árabil, og sé litið í fyrri bækur K. f. D. t. d. „Lífið kallar“ 1950 eða „Þreyja má þorrann“ 1953, sér á að nú yrkir þroskandi skáld, sem tek ur viðfangsefni sín ákveðnari og jafnframt mýkri tökum en fyrr. Ljóðræna og mýkt forms- ins á flestum kvæðum bókar- innar, er slík ,að: manni hættir til að líta á það, sem sjálfsagðan og óumflýjanlegan hluta kvæð- isins. Þó er mér þetta áður óþekkt tilfinning,, við lestur bók ar eftir K. f. Eþ^Það verður að teljast smekksatriði _ - hversu Kristjáni hefur tekizt. yið uppr setningu þessarar bókar, /en henni skiptir hann--í 7;kafln,: pg eru 7 kvæði, í.hverjum, Köfl- pnum er gefið n,afn. .ep, kvæð- unum ekki, að undanskyídum 7 eftirmælum, en þá eru eftir 42 nafnlaus kvæði í 95 bls. bók. Kristján frá Djúpalæk. I öðrum kafla „Myrkur“ þykir mér kvæðin öll góð. Af bera þó 3. og 7. kvæði, en hið siðara er einskonar samnefnari kaflans, og hrein perla. Sjáir þú í myrkrið mæna mann, sem greinir engan veg, þreytulotinn, þöglan, einan. Það er ég. Mann, sem hefur langveg leitao Ijóss, er öðrum skærra brann, ævinlangt en ekki fundið. Ég er hann. Eru frosin orð á tungu, augu sljó og brosin treg? — Þú munt ekki þekkja manninn. Þetta er ég. Kristján yrkir mikið í ávarps formi. Hann ávarpar beint og opinskátt lesandann, Guð éða landið, eftir því, sem verkast vill. Aldrei ég, fjara, unaði þínum gleymi. Glóðheitur sandur um greipar sem tíminn rann. Og dásamleg undur frú djúps- ins óræða heimi, öll dýrustu gull minnar ævi, ég hjá þér fann, En hann er ekki alltaf jafn blíður, og þegar hann hverfup á vit fjörunnar sinnar. Væntið þér eigi verkalauna, veraldargengis, meina, — bótar, bjartari tíða, né betri hags. Hugsun vor hver sé heygð, Kelur börk, bognar greinar, blóð frýs. Fast kneppir lífið feigð. Ekki er nema eitt kvæði bóK arinnar algjörlega órímað, þó ekki sé hægt að segja að hann einskorði sig við rím. Bezt þyk- ir mér hann þú ná til lesend- ans með þeim Ijóðum, sem fasð (Framhald á blaðsíðu 7),

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.