Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.11.1966, Page 5

Alþýðumaðurinn - 17.11.1966, Page 5
Nenni hinn ílalski hafnaði kommúnisma. Hannibal gerist enn flekafugl í atkvæðaveiðum fyrir kommana STAKAN okkar NENNI hinn ítalski kom heim aftur eftir reynslu sína af sam- starfi við kommúnista en „Nenni“ hinn íslenzki, Hannibal, er barðist vígreifur hér áður fyrr gegn kommúnisma hefir ei kjark til þess að fota í fótspor Nennis hins ítalska og gerist því enn fleka- fugl í herbúðum kommúnista og þar með sterkasta hækja íhalds •g auðvalds á fslandi. AM birtir hér á eftir grein eftir Jón Þor- steinsson alþingismann, þar sem hann ræðir um síðasta skrípaleik kommúnista, landsþing Alþýðubandalagsins. lagið, mættu einnig vera félag- ar í Alþýðubandalaginu. Þar er auðvitað átt við meðlimi Sósíal istaflokksins og þannig var yfir ráðaréttur kommúnista lög- Alþýðubandalagið var upp- haflega bandalag Sósíalista- flokksins og Málfundafélags jafnaðarmanna (Hannibalista). Þegar fram liðu stundir logn- aðist málfundafélagið að mestu útaf, en eftir stóðu Hannibal og synir hans. Alþýðubandalaginu tókst að bæta sér upp þessa hnignun með því að fá hálfan Þjóðvarnarflokkinn til liðs við sig. Eftir sem áður höfðu þó kunnustu forystumenn komm- únista öll tögl og haldir innan bandalagsins. Smátt og smátt rann það upp fyrir ýmsum mæt um lýðræðissinnuðum mönnum innan Alþýðubandalagsins svo Sem Gils Guðmundssyni, Hanni bal Valdimarssyni og Birni Jónssyni, að þetta skipulags- lausa bandalag gæti aldrei aflað sér nægjanlegs trausts meðal íslenzkrar alþýðu. Þeir blésu í lúðra og boðuðu mikil tíðindi: stofna skyldi nýjan stjórnmála flokk eða að minnsta kosti gera Alþýðubapdalagið að raunveru legum stjórnmálaflokki. Margir skyldu þennan boðskap svo í fyrstu, að þessir menn hefðu einlægan áhuga á því að losa sig undan áhrifavaldi kommún ista, en nú hefir reynzlan því miður sýnt annað. Við þessi tíðindi brá komm- únistum nokkuð í brún. Þeir höfðu reyndar aldrei haft neitt á móti því að endurskipuleggja Alþýðubandalagið svo framar- lega sem áframhaldandi völd þeirra innan bandalagsins væru tryggð. Upphófst nú mikið samningaþjark, sem aðallega beindist að stofnun Alþýðu- bandalagsfélags í Reykjavík og spurningunni um það, hvort Sósíalistafélag Reykjavíkur gæti sem heild gengið inn í þetta nýja félag. Var því að lokum hafnað, enda sá meiri- hluti kommúnista að blekking- in var annarskostar of augljós, þótt enn væri það látið viðgang ast úti á landsbyggðinni, að sósíalistafélög væru aðilar að Alþýðubandalagsfélögum. Boðað var til landsfundar A1 þýðubandalagsins nú í haust, og er honum nýlega lokið. Und anfari hans var stofnun nokk- urra nýrra Alþýðubandalags- félaga. Kommúnistar höfðu nú áttað sig vel á öllum aðstæðum og lögðu það á sína menn að vera í tveim félögum þar sem þess þurfti með, þ. e. sósíalista- félagi og alþýðubandalagsfélagi. Uppskeran brást ekki. Yfir- gnæfandi meirihluti fulltrú- anna á landsfundi Alþýðubanda lagsins voru flokksbundnir sósíalistar, enda bái-u samþykkt ir fundarins þess glögg merki. Reyndar komu flestir þessara manna aftur saman til fundar nokkrum dögum seinna og héldu flokksþing Sósíalista- flokksins. Á landsfundi Alþýðubanda- lagsins báru nokkrir ungir þjóð varnarmenn fram tillögu um að gera Alþýðubandalagið að stjómmálaflokki, en hún var kolfelld. í stað þess var sam- þykkt lagaákvæði þar sem seg- ir, að Alþýðubandalagið sé „landssamtök um stjómmál“ — og til þess að fyrirbyggja allan misskilning — „sjálfstæð og óháð“. Á öðrum stað var því svo laumað inn í lögin, að með- limir annarra stjómmálasam- taka, sem styðja Alþýðubanda- Jón Þorsteinsson. helgaður. Þá segir einnig í lög- um Alþýðubandalagsins, að eigi sé skylt að halda landsfund nema fjórða hvert ár. Mun kommúnistum þykja óþarft að viðhafa þennan feluleik oftar en einu sinni fyrir hverjar al- þingiskosningar. Kjörnir voru á landsfúndi A1 þýðubandalagsins 25 menn úr Reykjavík í miðstjórn. Af þess um 25 mönnum eiga 16 einnig sæti í miðstjórn Sósíalistaflokks ins. Þarf því enginn að fara í grafgötur með það hver völdin hafi í bandalaginu. Eftir sem áður mun Þj^ðyiljhuj ver$a aðalmálgagn ' AlþýíSibanda- lagsins — útgefandi Sósí- alistaflokkurinn. Staðhæfingin um óháð og sjálfstæð landssam. tök um stjórnmál er því hreint öfugmæli. , .... Nú er ljóst orðið að d^aumyr Gils Guðmundssonar að gerá Alþýðubandalagið að, „rúmgóð um og kreddulausum flokki“ ætlar ekki að rætast. Að vísu má segja að bandalagið sé rúm- gott, þar sem það hefir innan sinna vébanda menn eins og Einar Olgeirsson, Brynjólf Bjarnason og Magnús Kjartans son, en um ki'edduleysið og flokksgildið má fremur efast. Sannarlega ber að harma, að kommúnistum hefir tekizt að efla yfiri'áð sín yfir Alþýðu- bandalaginu, þótt reynt sé að dylja yfir það með lagakrókum. Hörmulegra er þó, ef lýðiæðis- sinnaðir menn innan bandalags ins láta sér þetta lynda. Furðu seint ætlar ýmsum nýtum mönnum að skiljast sá einfaldi sannleikur, að í samstarfi við kommúnista vei’ður aldrei unnt að sameina íslenzka alþýðu. j; s Búfjárfræði Gunnars Bjarnasonar er komin úf NÝLEGA hefur Bókaforlag Odds Björnssonar sent frá sér merkilega og nýstái'lega bók, en það er Búfjárfræði eftir Gxmnar Bjarnason, ráðunaut og kennara á Hvanneyri. í fyrsta sinn gefst nú íslenzk um bændum kostur á að eign- ast alhliða búfjái'fræði, því þótt ótrúlegt megi virðast, þá hefur slík bók aldrei verið samin né gefin út hér á landi fram til þessa. Búfjái-fræðin skiptist í 15 aðal kafla, en þeir eru: Um útgáf- xma, Irmgangur, Erfðafræði, Kynbótafræði, Lífeðlisfræði, Fóðuxíræði, Nautgriparækt, Sauðfjárrækt, Hrossarækt, Svínarækt, Hænsnaiækt, Önn- ur nytjadýr, Fóðurgildistafla, Upplýsingablöð, Heimilisskrá. Bók, sem aldrei verður úrelt! Bókin er bundin í afar stei'kt og fallegt lausblaðabindi, og verður því hægt að bæta inn í hana nýjum köflum, jafnóðum og markverðar nýjxmgar vei'ða kurrnar. Aftast í bókinni eru mai'gs konar skýi'slur um í'ekstur bús ins, sem geta fengið ómetanlegt gildi fyrir hagsýnan bónda, sem fyllir þær út árlega, og geta þær gei-t bókina því vei'ðmæt- ari sem lengra líður og gleggra yfirlit fæst yfir lengra tímabil, þar sem bókin geymir þannig persónulega reynslu eiganda. Hin nýja Búfjárfiæði Gunn- ars Bjarnasonar er nær ótæm- andi fróðleiksforði, sem baéndur geta leitað til hvenær sem þeim sýnist um svör við ýmsum vandamálum, sem þeir þui'fa að glíma við nær daglega allan árs ins hring. FYRSTA vísan í þættinum í dag er eftir Ármar. Hrelldar sálir, lijörtu þreytt hringla um lífsins sjá. Ahuginn við ekki neitt alla virðist þjá. Næstu 2 vísurnar eru eftir Bencdikt Valdemarsson frá Þröm. Ei' hin fyrri vorvísa. Ljósið kallar lífið á — leysist allur snærinn. Voga, hjalla, stein og strá strýkur fjallablærinn. Hin síðari er ástarvísa. Gleðin flaug um gróin reit — glampi í augum hlýnar. Ástin smaug svo ung og heit, um allar taugar rnínar. Þá koma 2 vísur eftir Ingu Skarphéðins á Blönduósi. Hina'fyrri nefnir hún „Hann gerði það reyndar“. Tæpast þótt ég trúi um sinn, teljist þú með vinum. Vertu alltaf velkominn, ég veiti þér eins og hinum. í formála fyrir seinni vís- unni segir Inga: „Stundum þegar sorgin þrengir að, kem- ur hljótt eins og andvari, huggun í harmi. Við spyrjum: Hvað er það? Sorgin hljóð í barmi byrgð, bakar kvöl um nætur. — Koma oft úr órafirð — andans sárabætur. Svo kemur hér vísa í tilefni af kosningum í Rússlandi. Kosningáþátttaka var sögð eins og venjulega 99,9% en nokkrir þorðu að skila auðu. Hjá Rússum komast allir að, englar þeirra rauðu. Krutsjov átti að krossa á blað, en karlinn skilaði auðu. N. N. sendir eftirfarandi vísu: Brátt lokar vetur vegi — vaknar í brjósti mér tregi, að leið muni lokast þangað, er líf mitt allt hefir fangað. Þessi staka er eftir Svein-« björn Beinteinsson, Okkur bæði Ijóðið leiddi, lokkuð fræðin dul og há. Rokkið næði nóttin breiddi nokkrar kvæðastundir á. Hittumst svo heil í næsta blaði. 1 >*######################I#^W^I

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.