Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.11.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 24.11.1966, Blaðsíða 8
ÞAÐ BEZTA ER ÓDÝRAST # Valbjðrk h.f. Akureyrí Mörg mál lil umræðu á ráðstefnu F.lB. UM SL. HELGI hélt FÍB ráð stefnu í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli en félagið hafði boð að umboðsmenn sína til fundar ins víðsvegar að af landinu, en þetta er fyrsti fundurinn sinnar tegundar er félagið heldur. — Fundarstjóri var kjörinn Árni Guðjónsson hæstaréttalögmað- ur, en ritarar þeir Sigurður Sig urðsson frá Akureyri og Björn Egilsson Gufuskálum. Formaður félagsins, Arin- björn Kolbeinsson, flutti fróð- legt ávarp. Kom þar fram að og benti fundurinn á tvö úr- félagsmönnum hefði fjölgað mjög hin síðustu ár og eru þeir nú um 12.000. Formaður minnt ist á hina kunnu þjónustu er FÍB heldur uppi úti á þjóðveg- unum, þá er umferð er mest yfir sumarmánuðina. Aðalmál fundarins voru vega mál, öryggismál og þjónusta við félagsmenn. Gerði fundurinn margar ályktanir varðandi ör- yggis- og vegamál og kom fram réttlát gagnrýni yfir því hve hægt miðaði að koma vegakerfi landsins í viðunandi ástanda, ræði til bóta í þessu efni. 1. Að öllum eða mesf'Uum tekjum ríkisins af bifreiðum og rekstrarvörum til þeirra verði um nokkurt árabil varið til vegamála, og þar af stór* m hluta til hraðbrauta. 2. Að tekin verði erlend lán og byggðir vandaðir vegir á hir um fjölförnu leiðum af verk- tökum samkvæmt útboði á heimsmarkaðinum. Fram- kvæmdir þessar verði greiddar með sérsköttum af umferðinni svo sem leyfisgjöldum o. fl. Frá ráðstefnu FIB í Skíðahótelinu. "s Tvær nýjar Bókaforlagsbækur MGAT UM 5 nýjar bækur frá Bókaforlagi Odds Björnssonar í síðasta blaði. Nú hafa blaðinu borizt til viðbótar 2 nýjar bækur frá forlaginu. Veislan í farángrinum eftir Emest Hemingway, og Feðra- spor og fjömsprek eftir Magnús “s Mótmæla togveiðum í landhelgi Ólafsfirði 23. nóv. J. S. BÆJARSTJÓRN Ólafsfjarðar mótmælti einróma að land helgin yrði opnuð fyrir togur- unum og varar stjórnarvöld ein dregið við slíkum aðgerðum. Sigurbjörg kom í gær inn með 130 tonn af síld og fer afl- inn að mestu í frystingu. Afli báta hefir verið allsæmilegur, þá er á sjó hefur gefið, en gæfta leysi hefur verið mikið. Málavegur mun íhafa verið opnaður í dag, en hann hefur verið lokaður að undanförnu. Bjömsson á Syðra-Hóli. Veislan í farángrinum er síð- asta verk Nóbelsskáldsins Em- est Hemingway og fannst hand- ritið að honum látnum. Er hér um endurminningar skáldsins að ræða frá Parísarárum. Bókin er þýdd af Halldóri Laxnes og eigi er að efa að þetta verk hinna tveggja meistara verður íslendingum aufúsugestur. Bókin Feðraspor og fjöru- sprek eftir hinn kunna fræði- mann Magnús Bjömsson á (Framhald á blaðsíðu 7) ALÞÝÐUMAÐURINN XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 24. nóv. 1966 — 41. tbl. FJÖLSKYLDUBÆTUR HÆKKA Á FUNDI tryggingaráðs Tryggingastofnunar ríkisins var nýlega 1 samþykkt, að tilmælum rikisstjórnarinnar, að hækka fjöl- skylHubætur um 14,56%. Gildir hækkunin frá 1. nóvember síð- astliðnum, en verður greidd með fjölskyldubótum fyrir fyrsta árs- fjórðung 1967. Ákvö-ðunin um hækkun fjöl- skyldubótanna er liður í þeim aðgerðum ríkisstjórnarinnar að létta undir með almenningi í þeim erfiðleikum, sem verð- bólgan skapar. Þessi hækkun fjölskyldubótanna kemur að sjálfsögðu að mestum notum fyrir þær fjölskyldur þar sem börnin eru flest. Eins og kunnugt er hafa líf- eyris- og bótagreiðslur trygg- inganna hækkað töluvert á ár- unum 1965 og 1966, en fjöl- skyldubæturnar hafa jafnan verið undanþegnar þeim hækk- unum. Áætlað er, að kostnaður við þessar hækkanir fjölskyldu bótanna verði um 43 milljónir króna fyrir tvo mánuði í ár og allt næsta ár. Þarf því að hækka framlag ríkissjóðs til lífeyristrygginganna um þá upp hæð. Grunn-fjölskyldubætur hafa verið þrjú þúsund krónur á ári með hverju barni, en verða væntanlega eftir þessa hækkun og með vísitöluuppbót 3961 kr. á ári með hverju barni. s B BOKAMARKAÐUR ÓKAVERZLUNIN EDDA hefir haft í þessari viku mjög fjölbreyttan bókamarkað hér á Akureyri. Þar er margt góðra bóka völ á ótrúlega lágu verði, og því vill AM óhikað hvetja bókavini til að kynna sér verð og gæði bókamarkaðsins í Eddu. 500CV =s Sýning á Volvobílum FYRIRHUGUÐ er sýning á Volvobílum nú um helgina á vegum fyrirtækisins Gunnars Ásgeirssonar h.f. í Reykjavík, en umboðsmaður þess á Akur- eyri er Magnús Jónsson verk- stjóri á Þórshamri. Sýndur verður þar m. a. Volvo 144, 5 manna fólksbifreið er mikla at- hygli og aðdáun hefur vakið er lendis. Má í því sambandi geta þess hverjar viðtökur Volvo 144 hefur fengið á ■ Norðurlöndum, að enn hefur eigi reynzt unnt að anna eftirspurm í sambandi við Volvo sýninguna hér munu verða sýndar kvikmyndir af framleiðslu þessarar bílategund ar og einnig í sgmbandi við notkun þeirra og öryggi í akstri. =00^ =s 6000 kr. til Helgu 17111 HÍ£L|,r fjölmcnna æsku ' 'JJ iýðsskemmtun síðast- liðinn sunnudag. Spilað var bingó, 10 umferðir, en að því loknu spilaði hljómsveitin Comet fyrir dansi. Var skemmt unin mjög vel heppnuð. Ágóð- inn af skemmtuninni, 6065 kr., rennur til hjálpar Helgu litlu Einarsdóttur. 1 N Ný verzlun GÆR var opnuð ný verzlun hér í bæ, Matarkjör, éigandi hennar er Ásbjörn Magnússon. Er hin nýja verzlyn til húsa í Kaupvangsstræti .4. Hér er aðal lega um matvöruýerzlun að ræða, en einnig verða þar á boð stólum hreinlætisyörur, tóbak og sælgæti o. fl. Húsakynni verzlunarinnar eru mjög aðlað- andi og vistleg. Ljósm.: Níels Nansson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.