Víðir


Víðir - 18.05.1929, Blaðsíða 1

Víðir - 18.05.1929, Blaðsíða 1
I. árg. Vestmannaeyjum, 18, maí 1929 26. tbl. areinokunin. Snemma á þessu þingi fluttu þeir Erl. Friðjónsson og Ingvar Pálmason frv. um breyiing á síld- areinkasöiulögunum frá í fyrra. Átti nú að herða allmjög á ein- okunarhlekkjunum. — þannig á einkasalan, samkv. lill. þein a Er- lings og Ingvars, að fá heimihi til þess að taka í sínar hendur alla verkun síldar og draga ríkissjóðinn í áhættuna, þar sem honum er ætlað að ábyrgjast lán til stofnunarinnar. Engar lagfæringar fengust á frv. þessu í Ed.; og stjórnarlið-, ar í Nd. vilja ganga að frv. þessu óbreyttu, eins og það kom frá Ed. íhaldsmenn í Nd. vilja hins- vegar gera víðtækar breytingar á frv. Vilja þeir umturna einka- sölulögunum og leggja til að stofnað verði upp úr reitum einkasölunnar Síldarsamlag /s- lands, er hafi einkarjett til út- Hutnings síldar, og sjeu þeir taldir fjelagar samlagsins, er lagt hafi inn a, m. k. 100 tunnur næsta ár á undan. — Nefnd fimm manna á að hafa yfir srjórn Síldarsamlagsins, þrír kosnir hlulfallskosningu í samein'uðu þingi til þriggja árá, en tveir á aðalfundi Slldarsamlagsins til eins árs í senn. — Ræður síð- an útflutningsnefnd 3framkvæmd- arstjóra. — Till. þeirra íhalds- manna voru fram bornar við 2, umr. málsins í Nd. og voru flm. þeir Jóhann Jósefsson, Jón A. Jónson og Ólafur Thórs. Mál þetta var rætt allan Iaug- ardag s.l. en umr. ekki )okið þá. T«l þess að almenningur geti fengið nokkurt yfirlit uffl það, sem um er deilt i þessu máli verður hjer birt aðalinntak- ið úr ræðu Jóhanns Jóscfssonar er hann mælti fyrir brtt. íhalds- manna: Meðferðin á frv. þessu í sjáv- arútvegsnefnd er óverjandi, þar sem uni svo þýðingarmikið mál er að ræða. Málið var tekið fyrir á einum fundi og afgreitt án sameigin- •egrar athugunar. Nefndin var ekki fullskipuð. þegar mállð var afgreitt, og mólmælti jegþáþeg- ar þessari meðferð. Gallarnir á skipulagi einka- söluninir hafa nokkuð komið í Ijós á síðasta ári og valdið óá- nægju meðal útvegsmanna. Álvarleg mistök urðu hjá fram- kvæmdastjórum einkasölunnar. — Veiðitregðan fram að miðj- um águst bjargaði einkasölunni frá stórtjóni af fyrirfram samn- ingnunum. Má t. d. minna óá- kvæðið um stærð sídarinnar og fyrirvarann, að Svíar skyldu ekki bundnir við samningana, ef þeir gætu fundið eitthvað að vörunni („Godkendings„- ákvæðið).Enn- fremur ákvæðið um, að kaup- endur skyldu þrátt fyrir samn- ingana sæta lægsta markaðsverði á afskipunartíma. Um tunnukaup einkasölunnar gat jeg við 1. umr,, þær urðu dýrari — seinni pöntunin — en þær tunnur sem einstaklingar fengu. þá var skifting tunnanna milli útvegsmanna ekki alveg hlut- drægnislaust af hendi leyst. Einn stærsti útgerðarmaðurinn fekk t, d. yfir 30 þús. tunnur. Annar fekk heilan farm! Einn starfs- maður einkasölunnar, sem ekk- ert skip gerir þó út, fekk 5000. það er sýnt af þessu, að „spekú- lantarnir" hafa verið í uppáhaldl hjá framkvæmdarstjórum einka- sölunnar. Frv. það, sem hjer liggur fyrir miðar að því að gera atvinnu- rekendur enn ómyndugri en þeir voru áður samkv. lögunum. Heimild einkasölunnar til þess að taka alla söltun í sínar hend- ur, miðar aö hví að fá henni ó- skorað vald yfir framleiðendum. Fyrir því eru færð þau rök að með því nái einkasalan nauð- synlegum ýfirráöum yfir verkun sildarinnar. þó að breytingartillögur okk- ar yrðu samþyktar, getur einka- salan fyrir ra'Uigöngu umboðs- manna sinna samt sem áður haft fult eftirlit með verkuninni. Samkvæmt tillögum okkar hef- ur e:nkasalan eða síidarsamlagið, eins og við viljum kalla það, all- an þann íhlutunarrjett, sem næg- ir til þess, að hún geti haft fult eftirlit með vöruvönduninni. Forstjórar samlagsins hafa al- gert úrskurðarvald, ef deila rís um vörugæðin milli framleiðenda og umboðsmanna, sem meta eiga- þetta á sjer ekki stað um aðr- ar útflutningsvörur, sem opinbert mat er á. þar sker matsmaður úr milH aðila. þess vegna er ástæðulaust, að einkasalan taki söltunina í sín- ar henduf. Hinsvegar hætt vlð að ýmsir yrðu misrjetti beittir norður þar, sem saltað hafa fram að þessu, ef einkasölustjórnin rjeði • ein yfir allri vinnu og tunnuúthlutun. Um ríkissjóðsábyrgðina er það að segja, að út á þá braut vill minni hluti ekki ganga, enda er alveg óþarfi fyrir einkasöluna að hafa ábyrgð ríkissjóðs. Hún ætti að geta eins og aðrir framleið- endur fengið lán íbönkum gegn veði í þeirri síld, er hún á hverjum tíma. Útilokun síldarútvegsmanna frá því að eiga sæti í útflutnings- nefnd er ekki til annars en þess, að í nefndina megi ekki velja menn með fagþekkingu, og nær engri átt að samþykkja slíkt. Við minni hl. menn (J.Jós og ÓTh) lítum svo á, að æskileg- ast væri og affarasælast, að reka síldarsöluna með frjálsum sam- tökum atvinnurekenda eins og aðra afurðasölu. En þar sém þessi atvinnugrein hefur nokkra sjerstöðu sökum hinna geysi- miklu og snöggu verðbreytinga á síld, þá teljum við eftir atvÍK- um hyggilegast að reyna fysst um sinn það fyrirkomulag, sem felst í brtt. þeim, er við flytjum ásamt þm. N. ísf. (Jóni Auðun.) þar er að okkar áliti komið í veg fyrir helstu skipulagsgallana, sem reyndust á einkasölunni á liðnu ári. Óánægja síldarútvegsmanna yf- ir einkasöiunni varð þess vald- andi, að kosin var nefnd til að koma fram með till. til bóta á fyrirkomulaginu. Sú nefnd samdi þær till, sem hjer liggja fyrir að mestu leyti ó- breyttar. Löggjafavaldinu ber ótvírætt að halda f'ast við þá reglu, þeg- ar gerðar eru svo víðtækar ráð- stafan'r, sem einkasölulögin á- kveða til styrktar atvinnuvegun- um, að atvinnurekendur fái sem mestan umráðarjett yfir atvinnu- greininni, þeir bera mestu áhættuna hvort sem er. Fulltrúar landbúnaðarins hjer á Alþingi ættu að hugsa sig um tvisvar, áður en þeir drepa þær till., sem við berum fram. Hvernig myndi bændum líka það ef fulltrúar sjávarútvegsins reru að því öllum árum,að gera þá áhrifalausa um það, hvernig verkun og sala landbúnaðaraf- urða færi fram ? Jeg býst við, að þeir myndu una því illa. Hjer er um rhjög áhættusama atvinnugrein að ræða. Skakka- föllin lenda fyrst og fremst á framleiðendunum. Hví er þá verið að bægja þeim frá yfináðum yfir sinni eigin at- vinnugrein, og draga þau inn- undir pólitískau flokkareipdrátt? Úr þessum höfuðágöilum lag- anna og frv. viljum við bæta með brtt. þeim, er við í minni hl. sjávarútvegsnefndar ásamt þm. N.-ísf. fiytjum. Umr. var haldið áfram á mánu- dag voru 5 á mælendaskrá, þá er umr. hófust, en þegar sá fyrsti hafði lokið ræðu sinni beita stjórnarliðar (að undanskyldum B. Sv. og Á. Á.) því óheyrilega ofríki, að skera niður umræður — banna þingmönnum að ræða málið. þessi framkoma verður ekki skýrð áannan veg en þann, að stjórnarliðar treysti sier ekki til að verja það frv., sem þeir eru reknir til að flytja. Benti Slg. Eggerz á það f ræðu, að þessi framkoma — að banna umræðuJ um mál — þektist hvergi annarstaðar en þar sem ríkti svartasta afturhald. Hjer væri líka stjórnarliðið að breiða faðminn á móti svörrustu einok- unni, þar sem taka ætti öll völd af einstaklingunum I Jóh. Jósefsson lýsti því, hvern- ig stjórnarliðar væru hjer að reka erindi kommúnista, og því til sönnunar lás hann upp um- mæli úr grein Einars Olgeirs- sonar í Rjetti; en þar lýsir E. O. því hver sje „andi og takmark» kommúnismans í þessu máli og þræðir frv. stjórnarliðabrautEin- ars. Var því næst gengið til atkv. um málið. Voru allar brtt. í- haldsmanna feldar, að einnt smá- vægilegri undanskildri og frv. afgr. til 3. umr. 14 : 11 atkv. (Ihaldsm., S. Eggerz og G. Sig. á móti). (Að mestu eftir Morgunblaðinu), Vinnudómurinn. Eins og sjá má í frjettaskeytl á öðrum stað hjer í blaðinu var vinnudómsfrumvarpið afgreitt til 3. umræðu í Nd. 10. þ. m. —

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.