Víðir


Víðir - 19.10.1929, Blaðsíða 2

Víðir - 19.10.1929, Blaðsíða 2
V f»i r ViMr> - Kemur dt einu sinni í viku. - Ritstjóri: ÓLAFUR MAQNÚSSON. Sími 58. Pósthólf 4: Verð: Innanbæjar kr. 0.50 á mánuði, úli um land kr. 6.50 árganguiinn: Auglýsingaverð: kr. 1.50 cm. formaður nefndarinnar, þessarar frægu nefndar, sem sat rúmt hálft ár, án þess að gera nokk- uð í málinu. — þegar þraut- reynt var um að þorbjörn kall- aði ekki nefndina saman til fund- ar — og að ekkert yrði gert, tók bæjarstjórn málið aftur fyrir a fundi í sumar og samþykti að hafa sjerstakan spítalalækni, og dembdi málinu svo á fjárhagsn. — og verður sú ráðstöfun bæj- stjórnar, sem álítur þetta hags- nninamál læknanna, að te'jast undarleg, þar sem annar læknir- inn (Kolka) er í þeirri nefnd. Skiiaði svo fjárhagsn. frv. á síðasta fundi, sem fyr er sagt. En þá bregður svo við, að etnn þeirra, sem viö samning frv. var, ísteifur, var á alt öðru máli er á fundinn kom. Frv. þetta verður að teljast ó- viðunandi með öllu í sumum at- riöum. þar er t. d. gert ráð fyr- ir að innanbæjarmenn ráði vali á læknum þeim, er stunda þá á sjúkrahúsinu, og má það teljast gott eftir atvik'um (innlendir menn aðrir eru ekki tilgreindir), en úí- lendingum á að skifia þannig, að hjeraðslæknir hafi lyflæknissjiikl. en spítalalæknir handlæknissjúk- linga. — Hjer er enn litið á þetta sem hagsmunamál Iæknanna — og á þetta víst að vera samkomu- lagstilraun, sem þó er bygð á þeim grundvelli, að til stöð- ugra óeirða gæti orðið, ef við- komandi læknar yrðu ekki blíð- ari hvor í annars garð, en Ól- afur og Kolka eru. Mergur málsins mun vera sá, að fæstir bæjarstjórnarfulltrúanna munu hafa gert sjer nokkuðljóst í þéssu efni, þegarþeir samþyktu að'hafa sjerstakan spítalalækni. þess vegna eru þeir nú í vand- ræðum. þeir vildu hafa sjerstak- an spítalalækni launaðan af bænum, en um starf hans hafa þeir minna hugsað, hvort hann ætti að hafa einn aðgang að sjúkrahúsinu eða nokkurn hluta sjúklinga þar — eða þá enga, heldur aðeins að vera einn alls- herjaryfirráðsmaður starfsfólks og áhalda. Ef bæjarstjórn ætlar að halda þeirri ákyörðun sinni, að ráða sjerstakan spítalalækni, verður hún að velja á milli þess: 1. Að ráða spítalalækni, sem einn stundi alla þá sjúklinga, er á sjúkrah. kunni að vera (sjerfræð- ihgar fái þó að leggja þar inn sjúk- linga). — þetta yrði þó vafalaust illa sjeð ogkrefjast jrði aðekk- G J. Johnsen AHskoiiar nýtísku vörur innkeyptar í síðustu ferð minni beint frá verBlunarhúsum í Ilretlandi, IIoll- landi, Frakklandi og Danmörku koma með næstu ökipum. Hvergi smekklegra úrval nje lægra verð — vörur við allra ha'fi. Versl un Gr. J. Johnsei) ert yrði sparað í því tilfelli, til þess að fá sem allra hæfastan mann. 2. Að ráða spítalalækni, sem hefði þá sjúklinga, sem sjerstak- lega til hans leituðu, einnig sjúk- Iinga þá, sem bærinn og ríkið lætur læknlshjálp i tje, ef þeir þá ekki óska annarsjhann hefði Rönfgen-tækin til umráða og ljós lækningar, sem bráðlega hljóta að verða notaðar í spítalanum, ekki síst ef Kolka leggur niður sína ijóslækningastarfsemi. Ef bæjarstjórn vill gera ein- hverjar sjerstakar ráðstafanlr með útlendinga, þá geta þær tæpast orðið áþeim grundvelli, sem frv. fjárhagsn. gerir ráð lyrir, nema að sjerfræöingar ættu í hlut. Bæjarstjórn verðurþáað ákveða, að ailir útlendingar, sem á sjúkra- húsið eru lagðir, sjeu stundaðir af spítalalækni, en hún mun hinsvegar að öðru leyti engu um það ráða hvort nokkur eða enginn kemur. Bæjarstjórnin hefðí ekki áttað samþykkja, að hafa sjerstakan spítalalækni ef hún veit svo ekki hvað við hann á að gera, því iíklega yrði hann nokkuð dýrt „stofustáss" á sjúkrahúsinu. Sigurður Skagfield söngvari söng hjer síðastliðinn laugardag í Nýja Bíó. Viðfangsefni hansvoru eftir marga helstu söng- lagahöfunda erlenda og innlenda. Má meðal annars nefna þá Edward Grieg, Aug. Södermann, Puccini og Bizet, og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigf'ús Einarsson fsólí Pálsson. Geta menn af þessu sjeð, að ekki heiur verið valið af verri end- anum. Sigurður hefur blæfagra og þróttmikla rödd, er nýtur sín best við erfið viðfangsefni. Söng hann fyrir fullu húsi og fekk ágætar viötökur. Varð hann að endurtaka mörg af lögum. Söngskemtunina endurtók hann á mánudaginn var. Miðllsfundar í Vesimannaeyjum getið í ensku blaði. í nýkomnu tbl. af enska blað- inu „Light" útgefnu 14. sept s. 1. er m. a. grein eftir hr. Kr. Línnet bæjarfógeta. Getur þar um merkilegt atriði frá miðilsfundi, er haldinn var á heimili hans síðastliðið vormeðensku mæðg- inunum mr. Florizel von Reuter og móður hans, sem er miðili. þegar mr. von Reuter kom til Londoní vor fluttl hann fyrírlest- ur um ferð sína til íslands og ljet hið besta yfir. Gat hann þar ýmsra atriða úr förinni, m. a. margs þess sem gerst hafði á mið- ilsfundum, er pau hjeldu mæðg- inin bæði í Rvík. og hjer í Eyj- um. Er í grein bæjarfógeta skýrt nánar frá einu slíku atriði, sem fyrir kom á fundi með þe'm og sem einna sterkast bentt og ótví- ræðast á tilveru ákveðinna lát- inna ættingja greinarhöfundar. Light er eitt hið merkasta og víðlesnasta blaðið, sem við Bálræn málefni fæst og út er gefið í Englandi,endaer ritstjóri þess Mr. Davíð Gou viðurkendur meðaf- brigðum gagnrýninn og gætinn maður. Hallgrlmur Jónasson. Sannleikurinn er svarinn óvinur Vikunnar. Vikan segir frá síðasta bæjar- stjórnarfundi og segir fátt satt. Byrjar Vikan á þvi, að jeg hafi verið á móti nýbyggíngu K.f. „Bjarma" og þar aulast greinar- ritari við að segja nokkurn veginn satt. Jeg var á mótibyggingunni eins og hún var formuð og jeg er á móti sömu byggingu eins og hún er formuð. En hjer er engu hægt um að þoka. Byggingar- nefnd og bæjarstjórn hafa fyrlr löngu, og áður en jeg kom í bæjarstjórn, samþykt skipulags- uppdráftinn í heild sinni og ís- leifur dansaði með. Byggingar- nefnd og bæjarstjórn samþykkir nýbyggingu K f. „Bjarma". Fyrst á fundi byggingarnefndar, og ís- leifur dansaði með, svo á fundi bæjarstjórnar og ísleifur dansar með, en á fundi bæjarstjórnar, sem Vikan tönnlar á og tyggur, jórtrarog jetur, snýst ísleifur öf ugur og vill með engu móti leyfa ,Bjartna‘ að byggja,ekki einu sinni á sinni e'gin lóð og eftir uppdrætt- inurn. Hvað heitir þetta ? Jeg veit ekki. Líklega að snúast rangsælis, eins og forneskjur gerðu í gamla daga, er vekja skyldi upp drauga, og með þessari snúningsaðferð snúast þeir þorbjörn og Guð- láugur. Tillaga Jóns Sverrissonar og samþykt henrtar var og er í fullu samrærni við ályktun og bókun veganefndar 3. okt. s. I. Ef umrædd bygging hefðiekki verið samþykt með þeim breyt- ingum, sem urðu, þá hefði lík- lega mátt tefja „Bjarma* og byggingu hans um tíma og gera viðkomandi fjelagi óleik, en bæj- arfjelaginu ekkert gagn, og þar virtist „hundurinn grafinn* hjá minni hluta. Greinarhöf. eyðir nokkru efni og tíma til að tala um hlátrasköil fjelaga sinna á fundi þessum, og þykir vitanlega sómi að, en jeg varð ekki var við annað þess háttar, en hið alþekta og ógeðs- lega „fliss“ ísleifs Högnasonar. Að jeg sje mjög óupplitsdjarf- ur, eða feiminn við stórmenni slík, sem þriðja Viku-ritstjórann læt jeg hann skemta sjer við, en hvert jeg renni augunum fær itann engu um ráðið. Hann get- ur skólaö sín eigin kiðulömb, en jeg verð aldrei í kjöltú hans. Hvað margir Jónar verða t næstu bæjarstjórn, hafa Viku- vikadrengirnir líklega meiri á- hyggjur út af en jeg. En yrðu vikadrengír Vikunnar miklu ráðandi um bæjarmál, þá myndi fyrsta afrek þeirra verða, að koma sjer upp „hringekju" á bæjarins kostnað, svoþeir hefðu minna fyrir því að snúast kring- um eigin hagsmuni. J. J. Hlið.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.