Víðir - 13.09.1930, Síða 1
II. árg. Vestmannaeyjum, 13. sept. 1930, 44. tbl.
Frú Sigríður Johnsen.
Laugafdagínn 30. ág. síðastlið-
inn barst sú fregn um bæinn, að
ekkjufrú Sigríður Johnsen ftá
Vestmannaeyjum hefði látist þá
ttnij morguninrt. Nánustu vinum
hennar og vandamönnum kom
það að vísu ekki á óvart, því um
nokkurn undanfarinn tíma hafði
hún þjáðst mjög af sjúkdómi
þeim, er að lokum dró hana til
dauða, en mörgum vina hennar
mun þó hafa fundist orðiðskarð
fyrir skildi við fráfall hennar, og
ekki síst Vestmannaeyirtgum, því
þaf hafði hún dvalið mestan hluta
æfi sinnar og þar var oftast nœr
hugur hennar allur. þar hafði
hún um tugi ára eytt starfskröft-
um stnum og áunnið sér ást og
virðingu allra, sem kyntust henni,
og þeir voru margir. Og það
var ekki aðeins við heimilisstörf,
uppeldi barna sinna og umhyggja
fyrir ástvinum sínum, að mikið
þótti til starfa hennar og athafna
koma, heldur einnig við útgerð
og búskap og aðrar framkvæmd*
Ir, sem hún rak um langt skeið
og lét síg mjög skifta. Hafði hún
míkinn hug á umbótum öllum
og framkvæmdum og beittistþar
að, og ávann sér þar sem ann-
arsstaðar traust og virðingu allra,
bæði þéirra, er hún áttl yíir að
segja og annara meðborgara
sinna.
En þótt frú Sigríðar sé sakn-
að af mörgum, þá er það ekki
vegna þess, að hún hafi fallið í
blóma lífs síns. Hún var ekki
ung kona lengur þótt fiestum
mundi sýnast svo fram til bana-
legu hennar. Hún var 75 ára og
12 vikum'betur er hún dó, fædd
6. júni 1855 í Papey í Suður-
Múlasýslu, en fluttist þaðan að
Hofi í Öræfum er hún var tveggja
ára gömul, og ólst þ’ar upp. Voru
foreldrar hennar þau Árni þór-
arinsson, bóndi á Hofi í Öræf-
um, af Svínafells- og Skaftafells-
ættum Öræfinga, og kona hans
Steinun Oddsdóttir frá Búlands-
nesi við Berufjörð, Gunnlaugs-
sonar lögréttumanns Oddssonar,
sama staðar, er var fimti maður
frá séra Einari Sigurðssyni í Ey-
dölum. Var búnþví af góðu bergi
brotin í báðar ættir.
Frá Hofi fluttist Sigríður sál.
með foreldrum sínum til Vest-
mannaeyja þegaf hún var innan
við tvítugt, og giftist þar Jó-
hanni Jörgen Johnsen, út-
Jarðarför móður okkar frú Sigríðar Johnsen fer fram
í dag, laugardaginn 13. september og hefst athöfnin að
Breiðabliki kl. 3 e. h.
Gísli J. Johnsen.
Sigfús M. Johnsen.
Lárus J. Johnsen.
Árni J. Johnsen.
vegsbónda, er hélt Kirkjubœjar-
jörð í Eyjum, syni Jóhanns John-
sen, kaupmanns og Guðfinnu
dóttur séra Jóns Austmanns að
Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Jó-
hann mann sinn misti hún frá
ungum aonum þeirra árið 1893,
og síðari maka sinn, Sigurð Sig-
urðsson, misti hún eftir fá ár í
sjóinn árið 1911.
þegar Jóhann Johnsen maður
frú Sigríðar dó, var elsti sonur
þeirra, Gísli 12 ára, og varð
henni brátt mikill styritur að
honum, því hann var flestum
ungmennum bráðgjörari. En ekki
hefði það verið á allra fœri, að
sjá um stórt bú, útgerð og fjöl-
ment heimili, oftast um og yfir
20 manns og eitt hið fjölmenn-
asta í Vestmannaeyjum, og allra
síst einstæðings ekkju með ung
börn. Alt fór það þó vel úr hendi
frú Sigriðar. Kom sér þar vel
framsýnl hennar og framtakssemi
elja og atorka. Má svo heita að
hún hafi ein orðið að annast upp-
eldi sona sinna og koma þeimttl
manns, og hversu vel það hefur
tekist, sýnir best dugnað hennar
og kyngæði. En hún var meira
en stjórnandi atvinnufyrirtækja
sinna og húsraóðir á heimilinu.
Hún var vinur starfsfólks síns og
heimilisfólks, ráðgjafi þess og vel-
unnari.
Frú Sigríður Johnsen var fríð
kona sýnum, tíguleg í vexti og
höfðingleg á svip. Hafði hún þá
fegurð til að bera, sem fyrst vek-
ur athygli og lengst liíir í minni,
bjart hörund hreint og farðalaust.
Minnist eg þess, er eg sá hana
fyrst og þá roskna að aldri, hve
glæsileg mér þótti hún sýnum.
Hún var greind kona og ræðin,
og skemtileg í tali, minnug og
fróð um íslenska háttu og hagi.
Trúhneigð var hún, gestrisin og
trygg vinum sínum; stilt mjög r
lund og róleg og prúð t fram-
komu. Verkhög var húnmeð af-
brigðum og listfeng, og kunni
alskonar vefnað, fóskap oghann-
yrðir, svo orð fór af, og féll aldr-
ei verk úr hendi. Munu og marg-
ar af stúlkum þeim, er hjá henni
voru, hafa notið góðs af og lært
meira á heimili hennar en víða
annarstaðar.
Synir frú Sigrfðar eru þeir
Gísli konsúll, hinn þekti athafna-
tnaður frá Vestmannaeyjum, nú
búsettur í Túngötu 18 hér í bæ
Lárus, hollenskur vicekonsúll í
Vestmannaeyjum, Sigfús, stjórn-
arráðafulltrúi og hæstaréttarritari,
Sóleyjargötu 7 í Reykjavík, Guðni
kaupm. og útvegsbóndi í Ásbyrgi
i Vestmannaeyjum, dáinn 1921,
Árnl, bóndi og verslunarm. og
Jóhann Slgurðsson teiknari í
Ameriku.
Allmörg síðustu ár æfl sinnar
var Slgríður sál. hjá Gísla syni
sínum og naut góðrar umönnun-
ar og aðhlynningar sonar síns og
tengdadóttur. Síðasta árið lá hún
að mestu rúmföst. H.
Mlnningarorð þessi eru tekin
upp úr Morgunblaðinu 10. sept.
1930 og þykir réttast að prenta
þau hér, því öllum þeim er þektu
þessa prýðiskonu, sem bjó hér
í Eyjum mestan hluta æfi sinnar
munu geta tekið undir það sem
þar er sagt, enda var hún með-
al merkustu og mætustu kvenna
í þessu bygðarlagi.
Lík hennar var flutt hingað
með e.s. íslandinu frá Reykjavík
11. þ. m. og er jarðsungið hér í
dag. Býður Eyjan hana velkomna í
skaut sitt.
Lítil
athugasemd.
í 39. tbl. »Víðis« tilkynti Kolká
læknir að hann mundi svars grein-
um mínum, þeim er staðið höfðu
i 37—39. blaði »Viðis“,