Víðir


Víðir - 13.09.1930, Blaðsíða 2

Víðir - 13.09.1930, Blaðsíða 2
\ á - Kemur út einu sinni í viku. - Ritstjóri: Q . EOQERZ.’ Afgreiðsiumaðurl J ÓN MAQNÚSSON! Sólvangi. Sími 58. Pósthólf 41 Verð: Innanbæjar kr. 0.50 á mánuði, úti um land kr. 6.50 árgangurinn: Auglýsingaverð: krl 1150 cml Hn svarið virðist enn ókomið í stað þess hefur *Víðir“ Hutt greinar eftir læknirinn í 40, og 41. blaðinu, en þær greinar eru um alt og ekkert, nokkurskonar gamburmosi óviðkomandi áður nefndum greinum frá mér. Eg lasta það ekki. En þess vildi eg aðeins geta, að mér finst læknirinn ekki of vandaður í matseld sinni, þeirri er hann reiðir fram fyrir almenn- inð í áðurnefndum blöðum, því að hann býr þar til allmikla klausu er hann setur innan tilvitnunar- merkja og segir að eg hafi talað þau orð er þar standa. En í klausu þessari er ekki eitt ein- asta orð rétf eftir mér haft. þvílík aðferð er ósæmileg. Mér finst læknirinn hefði á virðulegri hátt, getað tekið eitt- hvað aftur af því sem hann hafði oftalað í reiðilestri sínum, en þann að gera mér upp orð, sem eg hefi aldrei talað. Ekki hefi eg heldur eins og læknirinn segir, skorað á hann að reisa aðgerðarhús. Sei, sei, nei. Öðru nær. Eg ætlast ekki til neins af hon- um í þá átt frekar en af öðrum. En í greinum mínum sagði eg það sem satt er, að úrþvílækn- irinn deilir svo hart ogfljótfærn- islega á aðra fyrir framtaksleysi, þó ætti ekkert betur við en að hann sýni í verkinu hrað hann getur, því að »hér duga hvort sem er ekki orðin tóm“. í þessu fólst engin áskorun. Eg hélt að hann vissi það. Orða- skvaldur er aldrei einhlítt í fram- kvæmdalífi manna. O. Ó. Reglugerð sjúkrahússins. Á bæjarstjórnarfundi á fimtu- daginn var, var loksins afgreidd reglugerð fyrir sjúkrahúsið. Fyr- irkomulagið með iæknishjálp verður þannig, allir læknar hafa aðgang að spítalanum meö sjúk- linga sína, svo innanbæjarmenn ráða sjálfir, hvaða læknir, stund- ar þá þar. 'Aðkomusjúklinga á spítalalæknirinn að stunda og hafa auk þess eitt þúsund krón- ar í föst laun fyrir umsjón með rekstri sjúkrahússins. Fyrirkomu- lag þetta er frjálslegra bæði fyr- Vl^ ir lækna og sjúklinga heldur en á nokkru öðru sjúkrahúsi hér á landi, sem rekið er af því opinbera, því að á þeim hinum öllum fær enginn læknir aðgang til að stunda sjúklinga nema spítalalæknirinn. Auk þess er þetta bænum mjög ódýrt. Til samanburðar má geta þess, að á Siglufirði borgar bærinn spítala- lækninum fjögur þúsund krónur fyrir umsjónina, en auk þess fær hann fulla borgún fyrir hvern sjúkling og hefur einn alla sjúk- linga, sem á sjúkrahúsið leggjast. Reglugerðin var samþykt um- ræðulaust. Spítalalæknisstaðan verður auglýst laus til umsókn- ar, og umsóknarfrestur til 15. október. Bæjarbúar munu yfirleitt una þessum úrslítum vel og fagna því, að nú er loks bundinn end- ir á þetta þrætumál. r Víðir hefur verið beðinn að taka eftirfarandi tvær greinar um skólana hér í vetur. Gagnfræðaskóli Vestmannaeyja. í nokkur ár hafa ýmsir af víðsýnni mönnum þessa bæjar* félags kostað nokkurs kapp um að koma á fót gagnlegum fram- haldsskóla fyrir æskulýð Eyjanna. Unglingaskólinn hefur verið við- leitni í þá átt. Hann var sprott- inn af skilningl þessara manna á gagnsemi og nauðsyn aukinnar hagnýtrar þekkingar, sprottinn af umhyggju fyrir æskulýð bæjarins, fyrir gæfu hans og framtíðar- gengi. Gamla fólkið sagði, að „bók- vitið yrði ekki sett í askana“. Eu það er staðreynt, að það veróur sett í askana; það erstað- reynt, að mentun og þekking er hverjum manni sá máttur, það afl, sem hann getur ekki án ver- ið í lífsbaráttunni, hvorki um efnalegk afkomu né andlegan þroska, Á síðasta þingi voru samþykt lög um gagnfræðaskóla í kaup- stöðum. þar er Vestmannaeying- um gert að skyldu að starfrækja gagnfræðaskóla hjá eér. Nú er Gagnfræðaskóli Vestmannaeyja stofnaður og ákveðið að hann taki til starfa 1. okt. næstkom- andi. (Sjá aulýsingu á öðrum stað í blaðinu). Markmið skól- ans er að veita ungmennum, sem lokið hafa fullnaðarprófí barna- fræðslunnar, kost á að afla sér frekari hagnýtrar fræðslu, bók- legrar og verklegrar, gera þá nýtari þegna þjóðféiagsins, hæf- ari til verklegra og andlegra starfa. Tilgangi sínum vill skólinn ná, með því að veita nemendum sín- um gagnlega almenna fræðslu í samanlagt 12—15 mánuðl. Skulu j j / 1 ' * * i ' Lf þeir þá, samkv. gagnfræðaskóla- lögunum ljúka gagnfræðaprófi hinu minna. þá greinist skólinn í ýmsar framhaldsdeildir, svo sem iðnskóladeild, sjómanna- skóladeild, vélskóladeild og beina framhaldsdeild (3. bekk) gagn- fræðaskólans. þannig mun skól- inn ná því marki að geta á einn hátt orðið lyftistöng atvinnulifs Eyjabúa beint og óbeint. Aðeins vísar af sumum þessum framhaldsdeildum hafastarfaðhér áður, svo sem vélanámskeiðin, lðnskóladeildin sem starfrækt var hér í fyrra vetur, og sú viðleitni, sem sýnd hefur verið í Unglinga- skólanum um að kenna drengjum að stanga saman kaðla, hnýta ýmsa hnúta og skilja og þekkja á áttavitann. Við vitum, að æskulýður Eyj- anna tekur feginshendi við þess- ari gjöf, gagnfræðaskólanum, og hagnýtir sér hann svo sem föng eru á. Bæjarfélagið mun svo fljótt sem tök verða á, skapa honum sem best vaxtar og starfsskilyrði í þeirri trú og von að ungmenn- in hér sýni nú fullan vilja á að sækja skólann og rækja hann. Foreldrar! Hvetjið börnin ykkar til þess. Sú hugsun sem liggur að baki stofnunarinnar. óg starf- rækslunnar er velvilji til barnanna ykkar og innilegar óskir um, að þau megi síðar verða ykkur og þjóð sinni nýt sóma- og gæfu- börn. Vinnum saman að því markí. Þorsteinn Þ. Vígluadsson. Unglingaskóii Vestmannaeyja. Ein stærsta meinsemdin á ís- lensku þjóðfélagi, öld eftir öld, hefur verið almennur mentunar- skortur. En með nýjum tímum og nýjum kynslóðum aukast kröfurnar til aukinnar mentunar og þar af leiðandi aukinnar menn- ingar f landinu. Skólar hafa verið stofnaðir víðsvegar um land og enginn neit- ar hinum góða árangri, sem þeir hafa borið. í hverju héraði hafa verið menn, sem fundið hafa hina knýjandi þörf aukinnar mentunar. Fyrir nokkrum árum réðust nokkrir áhugnsamir menn hér bæ, í þaö að gangast fyrir stofn- un unglingaskóla hér. Unglingaskóli Vestmannaeyja hefur barist harðrí barátfu fyrir tilveru sinni, nú um Ungt skeið. það er kunnara en frá þurfl að segja, að algerlega er undir al- menníngi komið, hvort skólinn lifír áftam. Foreldrar hér í bæ hafa verið óskiljanlega tregir á að láta börn sín í skólann. Ég mun ekki trúa því, að Vestm.ayingum þyki vansalaust að láta slíka stofnun sem þessa deyja í fæðingunni. Ef menn eru hræddir um, að börn þeirra fái ekki fullkomna kensln f Ungiingaskólanum, þá get ég fært sönnur á hið gagn- stæða. — Skólastjóri Gagnfræða skóla Reykvíkinga, próf. dr. phil. Ágúst H. Bjarnason lýsti yfir því á sfðastl. vetri, að Unglingaskóli Vestm,eyja hefði reynst sér best til undhbúnings, af skóltim út um land. þessi yfírlýsing prófessorsins ætti að vera mönnum hvatning til þess að láta börn sín á Ung- lingaskólann. — Til samanburð- ar við aðra skóla, má geta þess að tjeðan Gagnfræðaskóla sóttu nemendur af Akureyri og ísafirði auk nemenda úr Vestmannaeyj- um. Samkyæmt lögum frá siðastl. þingí, skal vera gagnfræðaskóli í Vestmannaeyjum. Og nú á komandi vetri mun Unglingaskóli Vestmannaeyja fá nafnið Gagn- frœðaskóli Vestmannaeyja. Breyt- ingin verður fólgin í meiru en nafninu tómu, því auðvitað mun kensla og kensluaðferðir verða miðað við gerðar kröfur um kenslu í Gagnfræðaskólum. þar sem Unglingaskólinn hef- ur reynst svo vel, þá getum við búist við enn betri árangri af hinum nýja Gagnfræðaskóla Vestraannaeyja. Vil ég hvetja menn til þess að íhuga þetta vel og gefa börnum sínum kost á að njóta góðs af skólanum. Vænti ég þess, að bæjarbúar taki nú höndum saman um að hlúa sem best að þessu óska- barni bæjarins, Gagnfræðaskól- anum. Á> Q> Hreint neysluvatn* Brunnsíur. Rigningavatnið er hreint og tært þegar það kemur á húsþök- in en tekur þar með séralskyns óhreinindi sem berast af þakiog í brunnana. Áður var sá siður hér í Eyj- um, að taka rennur úrsambandl við brunna og láta vatnið renna niður, ef lángvarandi þurkar voru undanfarnir og mikil óhrelnindi á þökum. Með því móti má bú- ast við vatnsþurð á heimilum, og fátt er verra en vöntun á neysluvatni. Til að hreinsa öll óhreinindj úr vatninu sem því mætirafþakl í brunn, eru hafðar brunnsíur, en þær verða að vera vel og skynsamlega gerðar, ef að haldi eiga að koma, svo aðeins tært vatn renni í gegnum. Eftir komu mina hingað í hér- aðið fór eg að brýna þá nauðsyn fyrir mönnum að hafa brunnsíur, og hafa ýmsir tekið þær upp, en því miður eru þær óvíðast eins góðar og vera þyrftu, þó betri séu en ekki. Eg hefi séð brunnsíur á tveim stöðum hér; i bæ, sem Hermansen á Ásbyrgí

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.