Víðir


Víðir - 09.03.1934, Blaðsíða 2

Víðir - 09.03.1934, Blaðsíða 2
-iáú VlÐIÉ r þjódskipulag Islendinga. Kenslubók handa alþýðuskólum og í heimahúsum. Eftir Eenedikt Björnsson. I*«tta er bókin, sem um var getið í niðurlagi greinarinnar Kenslubœkur í síðasta tbl. „Viðis". Var því heitið að nokkrir kaflar úr bók þessari skyldu birtir og verður það nú efnt. En því verða þó að fylgja ýmsar athugasemdir og smærri tilvitnanir. Sá, sem ætlar að segja frá ver- andi þjóðskipulagi í ákveðnu landi, þarf ekki til þess mikið annað en þekkingu á efninu, og hæfi- leika til þess að aegja frá blátt áfram. Höfund þeBsarar bók- ar skortir nokkuð á það fyr talda, en á það síðara skortir hann 100% eftir bókinni að dæma. Með efnið er víða rangt eða ónákvæmlega faiið, sumpart af þekkingarleysi, sumpart af mis- Bkilningi, sumpart af þvi, að höf- undurinn þarf að koma að sínum eigin pólitísku skoðunum. En frásögnin er víða slíkur orða- vaðall, að efnisatriðin drukkna í rakalausri, ósmekklegi skrúðmœlgi. 1. Kaflinn í bókinni heitir Ein- staklingar. Hann byrjar svona: „1. Einstakiingurinn á bágt, ef hann lendir í skipreika og berst að óbygðu landi. Hann er ein- stæðingur, sem skortir samhjálp og samvinnu við aðra. Hann verður að annast öll þau störf, sem megna að bjarga lifi hans og tryggja það. Hann er einn á verði til sóknar og varnar. Eng- inn mælir orð við hann, enginn strýkur honum hlýtt um kinn, þegar hugurinn angrast, enginn hagræðír honum, ef hann verð- ur sjúkur, óg enginn lokar aug- um hans, ef dauðann ber að höndum. (Sbr. Robinson Krúso) ...................Honum verður innan brjósts líkt og manni, sem örmagna af hungri liggui á haf- ísjaka með fulla pyngju gulls í vasánum. Hann er frjáls og ó- bundinn af gæðum og hagsmun- um annara manna, eu hann er ófrelsi bundinn og áþján þess umhverfis og þeirrar náttúru, sem honum einum er um megn að sigra*). Sá veit gerst sem reyn- ir. Hann þráir samneyt.i og sam- viBtir við aðra menn. Hann skil- ur að „maður er manns gaman' og meira en það. Hann veit, að hann muni verða öðrum mönrum góður og hjálpfús, e( honum mætti auðnast að ná fundi þeirra. Hon- um skilst, hvað samvinnan þýðir, og borgaralegar dygggir þróast". Rað þarf víst ekki að efa, að höfundurinn hefir verið allvel ánægður með sjálfan sig, eftir þessa fyrstu orðabunu. Én hitt er óyissara, að nemöndunum verði alveg ljóst, hvert hann er aÖ fara. Hvað á hann t. d. við með þvi, að maðurinn á jakanum sé ,frjáls og óbundinn af gæðum annara manna?“ Og að „honum skiljist hvað samvinnan þýðir", þegar hann er að deyja úr hungri? Maður á erfitt með að trúaá þann samvinnuskóla. fá et það nýstársleg kenning, að „borgaralegar dyggðir þróist* bezt þegar maðurinn er að far- ast af likamlegum sulti. Flestir munu hafa heyrt hitt sagt., og sumir kanske sjálfir reynt, að þegar maður er að bana kominn af sulti, verður maður sljór og kærulaus fyrir flestu öðru en að stilla hungur sitt, og er jafnvel albúinn þess að gera það á rudda- legan hátt og án allra heilabrota um „borgaralegar dygðir". En nú er best að láta höfund- inn halda áfram : „2. A annan veg íeynist að- staða einstaklingsins til llfsins í þéttbýli eða þar, sem fleiri menn eru saman komnir. Leikni hugar og handa er hverjum manni gef- in i misjöfnum mæli. Einn er hæfur til þessa annar til hins, og gagnkvæm hjálp og samvinna efl- ir hagsmuni beggja eða allra, þeg- ar þeir skilja afstöðu sína hvor eða hver til annais á réttan hátt. Sókn og vörn veiður léttari í baráttu lífsins, sigurvon meiri og sigurgleði tíðnr gestur þeim til föruneytis. TJppspiettur að yndi og samnautn lífsins opnast og reyoast heilsubað og aflgjafi, lind- ir að nýjum þrám og vonum. Að „leikni hugar og handa“ sé „hverjum manni gefin í mis- jöfnum mæii“: er ekki vel skilj- anlegt. Hefir og höf eflaust ætl- að að segja, að vit og kunnátta 8é gefið mönnum 1 misjöfnum mælí. En mærðin fer með hann í gönur, svo að það, sem hann segir verðnr vitleysa. — Það er sagt, að menn geti oið ið svo rammviltir, að þeim sýn- ist vatn renna upp í mót.i. Retta hefir hent höf. Hann verður svo ringlaður í sinni eigin mœlgi, að hann lætur lindina renna til upp sprettunnar. Pbr. „lindir að nýj- um þrám og vonum". m þessum kafla skilgreinir höf. eignaréttinn með eftirfarandi orð- um : „Eignarrétturinn er fólginn í þvi, að einstaklingurinn má eignast verbmæti á þrennan hátt: 1.) að erfðum, 2.) að gjöf, og 3.) með kaupi“. Þarna verður höf. það ð, að í stað þess að skilgreins, í hverju eignanétturinn er fólginn, skýrir hann frá því, hvernig menn mega eignast verðmæti, en fer þar þó rangt með, er hann segir að menn megi aðeins eignast verð- mæti á þann þerennan hatt, er hann telur upp, en sleppir því, sem þó er mest um veit, að menn megi eignast. verðmæti með þvi að afla þeirra beint úr skauti náttúrunnar. Þegar höf. talar um hvernig menn geti fengið verðmæti með kaupi, telur hann vöruskiftáversl- un. En er hann ætlar að nefna dæmi um vöruskifti, man hann ekki eftir öðru en hnífakaup- um ! — Höf. er ákaflega l.amt að skil- greina hugtök. En hætt er við, að nemendur þeir, sem nota eiga bókina, verði litlu nær því að skilja hugtakið eftir lestur þess oiðaflaums, sem oftast kemur í stað látlausrar skilgreiningar. II. kafli bókarinnar heitir Heim- ilið. Þar telur höf. ýmsar tegund- ir heimila, og segir meðal annars : „En algengast og örlagarikasta tegund heimilis er sá staður. þar sem tveir menn eða fleiri hafast við að staðaldri og eiga sér þar duk og disk, þ. e. hafa matseld og mötuneyti...........Heimilið er vermireitur og gróðrarstöð eðlis- þátta vorra. Og siðan þetta : Heimilið er hyrnlngasteiun og vermireitur gróandi þjóðlifs. Þar dafna og treystast dýpstu rætur þess og veita frjóvandi straumum nm æðar þess. Þar eru best skilyrði fyrir siðgæðisþioskann, þar skapast þjóðernið". Það er alveg sama, hvaða efni það er, sem höf. ætlar að segja frá. Það drukknar allt í mærð, og hann virðist alls ekki geta sagt frá með latlausum oið- um. Hversu þungt og einfalt sem efnið er í eðli sínu, vefur hann það í mærð og rósahnútum, þangað til það er nemandanum hoifið í hringiðu oiðaflaumsins. Fegar hann á að segja frá stjórnskipun landsins, dettur hon- um ekki í hug að vitna í stjórn- arskrána. Oið hennar eru alt of einföld og blátt áfram. Þar stend- ur ekki: Konungurinn er hæsti tindur rikisvaldsins". „Kosninga rétturinn er næsta dýrmætur og örlagaríkur". „Alþingi er virðu- leg stofnun og þjóðinni örlagarík". Stjórnarskráin talar um kjördæma- kosna þingmenn og landkjörna þingmenn. En höf. nefnir ekki svo „simpla" þingmenn á nafn. Hjá honum er alþingismenn „ser- kjörnir* og „samkjörnir". Sérkjörna og samkjörna þing- menn kannast enginn maður við hér á landi. „Samkjörnir" er lika hugsanarvilla, því það á hjá höf. að þýða aðeins landkjörnir. En til þess að merkingin se rökrétt yrði það að þýða alla þá þing- menn, sem kosnir eru fleiri en einn í senn af sömu kjósöndum. Þingmenn Reykjavíkur og þing- menn tvíinenniBkjö) dæma eiu engu síður samkjörnir, heldur en þeir landkjörnu. Pað mundi lengja þetta mál alt of raikið, ef tekin væru mörg dæmi um skrúðmælgi höfundar. En af nögu er að taka. Hér skal því aðeins bætt við upphafi VI. kafla, er hann kallar Þjóð- arhagir: „1. Grundvöllur sá, sem allt. athafnalíf þjóðarinnar byggist. á, er eignarréttur einstaklingsins, og or honum nokkuð lýst í I. kafla. Á þessum grundvelli hvílir allt stjórnskipulag þeirra athafna, er skapa hinar beinu nauðsynjar lífsins; fæði, klæði, hús o. s. frv. Éessar athafnir eru atvinnuvegir einstaklínganna framleiðsla þeirra og peningavelta. Skiftir það miklu fyrir efnalegt og andlegt sjálf- stæði manna, þrifnað þeirra allan og þroska, að skilyrði þeirra séu í góðu lagi. Og er þó eigi stefnt til þroska, ef árangur þessara skilyrða er eigi notaður á réttan hátt til sannrar farsældar á ham- ingjuleið. Jarðyrkjuvélar, iðjuver eimskip, jáinbrautir, búar og flug* vélar eru t. d. ekki menning f sjálfu sér og ekki leikni sú, er mönnum lærist í ytri umbótum með notkun þeirra, heldur lífrænn gróður hjá mönnunum sjálfum, er af þessu getur sprottið, heilbrigði líkama og sálar, þróún samúðar og hjálpfýsi, glæðing vonar og trúar, fögnuður og samnautn há^ leitra efna, þjónusta í þarfir lífs en ekki dauða. Sé innihald menn- ingar tækni ein, sé hún vélgeng- ar hamfarir í blindu kapphlaupi um efnisgæði, þá verður hún mönnunum hefndargjöf, verður til þess að skapa þeim bölvun en ekki blessun. Þá er betra að vera Robinson Krusó á eyðiey, frjáls og þó bundinn örmum vilLiar náttúru. Öll hin mikla tækni nú- tímans, allar íramfarir hans á sviði framkvæmda og vísinda eiga því að vinna i þarfir láns oglífs*. 1 þes8u 1. atiiði VI. kafla ægir mörgu saman. Rað eru huðleið ingar um eigriarrétt, stjórnskipun athafnalif, vélmenningu og aið- menningu, allt í hringiðu og á floti í mælgi. Ekkert er höfuð- atriði eða stendur upp úr, svo nemandinn geti fest hönd á því. Það væri kannske helst „sam- nautn háltitra efna*. En hvað meinar höf. með þvi ? Veit hann það sjálfur? — Meira. Barnavagn til sölu. Uppl. á prentsmiðjunni. AUGLÝSIÐ I VÍÐX

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.