Víðir


Víðir - 09.03.1934, Blaðsíða 3

Víðir - 09.03.1934, Blaðsíða 3
VIÐIR Kemur út einu sinni í viku. Ritstjóri: MAGNÚS JÓNSSON Afgreiöslumaðnr: JÓN MAGNÚSSON Sólvangi. Sími 58. Pósthólf 4. Yfirlýsing. Út af umræðum þeim, sem urðu á bæjarstjórnarfundi hér í bænum, þann 23. f. m., út af meiðslum þeim er bróðir okkar Hjálmar Jónsson rafvirki hlaut, aðfaranótt 12. nóv. s. 1. og vegna ádeilu ísleifs Högnasonar og tveggjaann- ara bæjarfulltrúa á lögreglustjóra og lögregluna vlðvfkjandi rann- sókn út af meiðslum þessum, vilj- um við undirritaðir lýsa því yflr, áð ádeila þessi eða árás, er ekki að neinu leyti runnin frá aðstand- endum Hjálmars, né Hjálmari sjálfum og teljum við hana með öllu óréttmæta og álítum að lög- reglan hafl frá byijun gert alt, sem í hennar valdi stóð til þess að rannsaka mál þetta og afla npblýsinga í þvj. Og í tilefoi af því, að þvi var haldið fram á nefndum bæjarstjórnarfundi, af umræddum þrem bæjarfulltrúum, að ekkert hafi verið gert til þess að rannsaka mál þetta, fyr en réttaihöld þau byrjuðu, er fram fóru í s. 1, mánuði, viljum við taka fram, að þetta er alls ekki rétt. Undirritaður Macthías kom á skiifstofu bæjaifógeta um kl. 1,30 e. h. mánudaginn þann 13. nóvember s. 1. og átti tal við Jón Hallvarðsson, fulltrúa bæjar- fógeta, um mál þetta og þar eð við töldum líklegt að Hjálmar kynni að hafa hlotið meiðsli þessi af manna völdum, brá fulltrúinn þegar við og fór ásamt með lög- regluþjóni og athugaði staðhætti þar sem Hjálmar hafði fundist og yflrheyrði fólk það, er fyrst hafði orðið Hjálmars vart (að því er vitað var) og kom að honum, er hann hafði hlotið meiðslin og spurðist fyrir um hjá héraðslækni, hvort mætti yfirheyra Hjálmar sjálfan, en læknirinn taldi það alls ekki mögulegt eða óhætt og ekki útlit fyrir, að það mætti gera fljótlega og bað fulltrúinn þá læknirinn um, að komast eftir þvi hjá Hjálmari, eftii því sem unt væri, á hvern hátt har n hefði hlotið meiðslin og hver væx1; vald- ur að þeim, ef þau væi i af manna- völdum og gorði læknirinn það, en án árangurs, þar eð Hjálmar tjáði lækninum, að hann vissi ekkert um, hvernig hann hefði hlotið meiðslin. Auk þess bað fulltrúinn undirritaðan Matthías um, að reyna að komast eftir hinu sama hjá Hjálmari og að láta lögregluna vita. um alt, er hann eða aðrir aðstandendur Hjálmars kynnu að veiða áskynja í máli þessu og fylgdist lögreglan jafnan með í öllum sögusögnum, sem gengu um bæinn, viðvikjandi máli þessu og aflaði eftir föngum upplýsinga um hvað hæft kynni að vera í þeim sögum. Það skal tekið fram, að bæjar- fógetafulltrúinn gerði ráð fyrir því við undirritaðan Matt.hías í byijun, að rannsókn út af um- ræddum meiðslum Hjálmars yrði utam éttarrannsókn, á meðau ver- ið væri að reyna, að fá einhverjar sannanir gegn þeim er kynni að hafa valdið meiðslunum og hefir fulllminn tjáð okkur, að hann hafl talið það líklegra til árangurs, einkum vegna þess að sá er kynni að vera sekur mundi frekar á einhvern hátt Ijóst.a upp um sig, ef eigi væri unnið að málinu á Eberandi hátt, Pað skal og tekið fram, að undirritaður Yilhjálmur, sem var á fundi rafmagsnefndar þann 1. f. m., er Isleifur Högnason bæjar- fulltrúi, bar fram tillögu um að bæjarstjórn krefðiat þess, að rann- sókn yrði hafin í máli þessu, lét þess getið á fundinum, að málið hefði verið tekið til rann- sóknar. Yfirlýsing þessi, óskum við að verði birtí næsta tölublaði „Víðis". Vestmannaeyjum 2. mars 1934. Mattliías Jónsson. Vilhjálmur Jónsson. Vitar og sjómerki. Nýkomin er út Skrá yflr vita og sjómerki á íslandi, samin af vitamálastjóra. í bók þessari, þótt eigi sé hún stór, er mikill fróðleikur, og nauð- synleg hverjum sjófaranda í lengri eða skemmri ferðir með fram ströndum landsins. Það er ekki nóg að líta á þessa bók, eða lesa einu sinni. Sjó- menn þurfa að kynna sér hana. Þar er nákvæm lýsing á öllum vitum og leiðarmerkjum kringum alt landið. Á siglingu með fram ströndum landsins, er ekki nóg að sjá vit- ann, maður þarf líka að þekkja hann. Og þar sem ekki er víst að allir séu svo minnisgóðir að muna á svips:undu hvernig þrssi eða hinn vitiim blossar eða leiftr- ar, þá er vissara að hafa þessa bók með í ferðinni. Einnig hefir vitamálastjóri sam- ið nokkrar Leiðréttingar og urn- bætur við Leiðsögubók fyrir fs- lenska sjómenn. Það lit.Ia kver er líka nauðsynlegt hveijum siófeiða- manni. Börnin á bryggjunum. Fyrir skömmu voru nokkrir smádrengir að leikum út i bát- um er láu við Bæjarbryggjuna. Heyrir þá maður, sem er að vinna í einum bátnum, neyðar- óp frá drengjunum: „Einn datt í sjóinn". Brá maðurinn þegar stax við og gat með naumind- um náð drengnum með því að grípa í hár hans, enda aðstaðan slæm, þvi drengurinn féll niður á milli tveggja vélbáta. Hér er svo alvarleg hætta á ferðum, að strangar gætur þarf að hafa á því, að smádrengir séu ekki að leikum niður á bryggjum né úti í bátum. En hverjir eiga að hafa þessa gæslu á hendi? Fyrst og fremst lögreglan, og bvo á hver ein- asti fullorðinn maður að gera það að skyldu sinni að reka þessa smádrengi upp úr bátun- um. — Bæjarfógetinn ætti að gefa út skipun, sem bannar börn- um innan ákveðins aldurs, alla umferð utn bryggjurnar nema í fylgd með fullorðnum. Þá vil eg einnig benda á, hvort ekki væri nauðsynlegt að hafa eftirlit með fleytum þeim, er drengirnir nota, þegar þeir eru að veiða upp úr sjónum öska þá, er falla þegar fleygt er upp á bryggjurnar. Mér sýnást þessar fleytur þau maundráps- horn, að ekki sé rétt að láta það afskiftalaust, þvi „það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í“. V. S. Molar. Á fundum bæjarstjörnar. Á fundum þeim, sem hin nýja bæjaistjóru hefir haldið, þessar fáu vikur, sem hún heflr starfað, er álitið að meira hafl verið talað en hin fyrverandi bæjarstjórn talaði á heilu ári. Ef einhver skyldi haida að meira hafi verið unnið nú en áður, á sama tíma, þá er það misskilningur. Peir, sem fund- ina lengja með allskonar málæði eru starfsmenn eigi miklir og síst líklegir til nytsemdar verka. Það er líka aldagðmul reynsla að athafnamaðurinn hugsar fleira en hann talar, en væskilmennið lætur „móðann mása" alveg hugsunar- laust. Petta sannast aþreifanlega á kommúnistunum i bæjarstjórn- inni, sem altaf þuifa að tala, allir í röð, að þvi er viiðist bara til að teygja tímann og tefja málin, vitandi það að meiri hlutinn lætur alt bull þeirra eins og vind um eyrun þjóta. Það er eins og slíkir menn eigi ekki mjög annríkt við önnur störf. Atkngun ferðamannslns. Ferðamenn tveir komu inn á hinn mikla bæjaist.jórnarfund, sem hér var haldinn á dögunum og stóð í þrjá daga. Þeir stóðu þar góða stund, en ekki sátu, því sæti voru öll upp tekin. Þegar þeir loks komust út, segir annar við hinn, — hann var ókunnugur liér, hinn þekti nokkuð til manna og málefna. •— „Mér fanst eins og þesslr miklu ræðumenn væru að tala á kjós- endafundi, svona rétt fyrir-kosning- ar, en ekki við samverkamenn 8Ína í bæjarstjórn. Og svo fanst mér áheyrendur fiestir alt öðru- vísi en ég hafði hngsað mér Vest- mannaeyinga, — mér fanst at- hafnasvipinn alveg vanta." „Glögt er gests augað," svarar sá, sem kunnugur var, „þarna hefir þú séð rétt, þeir eru altaf að biðla til fólksins um fylgi við sig, og nota nú bæjarstjörnar- fundina í þágu hinnar kommúnist- isku útbreiðslustarfsemi sinnar. það var aðalerindi þeirra í bæjar- stjórn. Um áheyrendurna er það að segja, að þeir eru flestir hið svo kallaða „fríða lið,“ fylgifiskar ísleifs & Co. Þeir eru á hveijum fundi instu koppar í búri, og láta hrifningu sína í Ijós, þegar ósanu- indi og blekkingar foringjanna keyra úr hófi fram. Slík hjörð á ekkert skilt við at- hafnamenn Eyjanna." Harðleikni. Ástarsaga. Framh. Framhald sögu þessarar hefir dregist nokkuð lengi, af ástæðum, sem óþarft er að greina. Hún end- aði síðast á því er Alla, eftir full- næging dómsins 1 pantaleiknum, stökk í reiði, sokkaleistunum á upp í bíl sinn, en kom honum ekki í gang. — Hann vill ekki af stað. Eitt- hvað hlýtur að vera að. Þig vantar kannske bensín? — Bensínið er nægilegt. Alex vissi að það vantaði bens- ín, en hann var svo hygginn að þegja yfir því. — Það er víst eins gott fyrir okkur að fara inn aftur, sagði hann stillilega. Alla hentist þá út úr bilnum og stökk upp í hans bil, seni stóð þar rétt hjá. Hún var komin niður að járnhliðinu þegar hún snéri sér við og gretti sig framan í hann. Hann brosti ánægjulega. Þetta yfirsteig allar vonir hans. Sköinmu síðar kom hann aftur inn i dagstofuna. Allir kölluðu til hans : Hvar er Alla?

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.