Víðir


Víðir - 05.01.1935, Blaðsíða 2

Víðir - 05.01.1935, Blaðsíða 2
.----» .......................... ■■ ... Rangæingamót i Yestmannaeyjum 17. nóv. 1934. Þú, Rangárþing fagra með fosBanna uið og fljótið hið breiða og etanga, við heyrum í anda þann æsandi klið, sem ómar um bygðina langa, er haföldur stórvaxnar hamast við sand og háreistar falla er nema þær land. Við minnumst þín frægasta fornsagnaláð, þú, feðranna bygð, sem við unnum, Við raunum þig blikandi blómknöppum stráð, í blómgandi hlíðum og runnum. Frá árdegi lífsina við elskum þig heitt og aldrei þér gleymum, því verður ei breytt. Er vorgeislinn lék sér um lautu og hól og ljómaði um fjallanna bungur, það fanst okkur börnum eins fagurt og jól, þá fagnaði hugurinn ungur. Já, bernskan er fundvís á birtu og yl og björtustu geislanna leitar hún til. Við óskum þér hagsældar blómlega bygð, sem brosir við dætrum og sonum, er áður þú fæddir og eyðandi hrygð þú auðgaðir glæstustu vonum. Svo lengi að bárurnar brotna víð strönd, þér búsældir aukist og fríkki þín lönd. Hallfreður. að hegna stórafbrotamönnum með fangahússvist, en þó eru sum af- brot manna þess eðlis að oft mundl réttara og ég vil segja praktískara að léttilega væri á þeim tekið. Dæmin sýna og hafa jafnan sýnt, að ýmsir, jafnvel góðir menn hafa sjálfrátt, eða mér liggur við að segja ósjálfrátt, orðið fyrir því óláni að gerast brotlegir við hegn- ingarlögin. Þeim, sem þannig er ástatt fyrir ber að vægja, enda er það ef tilvill stundum gert. Með- vitund slikra manna minnir þá sí og æ á hvað þeir hafi gertoghve mikinn hnekki þeir hafa beðið í áliti samborgaranna, að það eitt útaffyrir sig mundi sumum næg refsing, þött þeir ekki fái „tukt- hnsmerkið" í viðbfit. En því mið- ur á þetta ekki við alla, allra síst þá er eins og leita séi hröss i því að gera sem mest. ilt af sér. Slikir menn eru vitanlega pest í þjóðfélaginu og mun þvi í flestum tflfellum létt,, að hegna þeim með fangahússvist. En slíkir menn og þvilikir eiu enn ekki svo margir, að það þurfi að fjölga fangahúsun- eða stækka þau þelrra vegna. Jónas frá Hriflu fór að dæmi Albeitis hins danska. Hann jók husiúmið fyrir fanga og skrifaði margar framsóknargreinar um þessa mestu þjóðarnauðsyn fanga- húsin. Hann gerði og mifeið til þess að fá andstæðingana í þessar byggingar svo að þær urðu of litlar vegna þess að vinirnir og samverkamennirnir áttu engu síð- ur leið í þessi „virðulegu" hús en andstæðingárnir. Þannig fer stundum öðruvísi en ætlað er. Það mun talið sjálfsagt að þessi hús séu til og verða þau þá að vera holi og rúmgóð. En þó það sé gott að eiga þessar stofnanir, þá væri þó hitt betra, að sem sjaldnast þyifli að nota þær og að þar væru aldréi notaðar nema fyrir óbótamenn, en þeir eru ekki, enn sem komið er, mjög margir rétt á litið. Ef menn eínhverntíma á kom- andi öldum læra að gæta þess, að virða sjálfa sig svo mikils, að þeir ekki geri það, sem þeim þykir Ijótt hjá öðrum eða það, sem þeir ekki vilja láta gera við sjálfa sig, þá fækkar þeim, sem „tukthúsin* skipa, enda er þess þöif. Ég held það veiði aldrei keppikefli fyrir þessa fámennu þjóð, að eiga sem flesta „tukthúsgengna* heldur þvert á móti. Og til þess að korna í veg fyrir það, þa’f hugsunarháttur KAUPIÐ VÍÐI manna að breytast, og að þvi ættu leiðtogarnir að vinna og allir góð- ir menn. Það er þjóðarnauðsyn. G. Ó. Er það satt? Frá Reykjavík hefir borist hing- að saga sú, að lögreglustjóri okk- ar Eyjabúa hafi beðið landstjórnina að lána hingað, snöggva ferð, eitt varðskipið, til að flytja héðan til Reykjavíkur 100 — eitt hundrað — stykki sökudólga. Jafnframt er þe8s getið, að beðið hafi verið um pláss fyrir þá á Letigarðinum. Sakir þær, sem um er að ræða eru víst langflsBtar ögreiddar sektir fyrir brot á Fiskiveiðasamþyktinni, og svo nokkrar sektir fyrir fylliri. Það er ekki líklegt að pláss sé til handa öllum þessum hóp í einu> þó að ríkisstjórnin verði svo greið- vikin að lána skipið. Hvort hinir seku eiga að vera á hinum kunna Letigarði, í eina- konar jólafrii, eða úttektinni v*rð- ur frestað t.il vertíðar, minnist fréttin ekki á. Hið fyrra virðist nokkuð ömur- legt, en hið síðara gæti orðið kostnaðarsamtfyrir hlutaðeigendur. Sé þetta satt, og hvenær sem það skeður, þá verður það ekki öfríður hópur sem stígur á land í Rvik, á leið til LetigarðsinB. öaðgætni - kæruleysi. Það var þann 22. april s.l, að Finnbogi Finnbogason for- maður á v.b. „Veiga“ sigldi 1 kaf v.b. „Brimil og olli drukn- un James White Halldórssonar. Það var í ekki verra veðri, en að „trillubátar" voru að korna af sjó, og v.b. „Brimill" gat farið i kringum klettinn. öll ljós voru á báðum bátunum, svigrúm nægilegt, svovartverð- ur hér um öðru kent en óað- gætni og kæruleysi. Ekkert virðist hafa verið gerí til að afetýra árekstri, ekki einu sinni hægt á vél m.b. „Veigu“, er áreksturinn varð. Að vísu er talíð upplýst að F. F. hafi eitt- hvað leitað eftir slysíð, en hversu langur tími fór í það, er ókunnugt, a. m. k. var það ekki langur tími. — V.b' Her- jólfur“ var í kjölfari „Veigu*. Hafa hásetar þar og formaður bátsins „Herjólfur* boriö fyrir rétti, að þeir hafi séð mann í sjónum, heyrt köll (ueyðarköll), Kemur út einu sinni í viku. Ritstjóri: MAGNÚS JÓNSSON Afgreiðslumaður: JÓN MAGNÚSSON Sólvangi. Sími 58. Pósthólf 4. en ekkert getað gert til þess að reyna að bjarga þeim nauð- stadda, vegna þess að „Herjólf- ur“ var svo hlaðinn flski! I Hefir nokkurntima annað eins heyrst. Formenn hlaða svo báta sína, að ekki er unt að bjarga manni, falli hann fyrir borð. Er slíkum mönnum trúandi fyr- ir mannslífum? Það er harla óliklegt að bát- ur þessi, hafi verið svo hlað- inn, að hætta stafaði af þótt hann hefði hægt á vélinni, eða »bakkað«, til þess að reyna ná manninum. Einnig hefði verið hægt að riðja fiski af þilfarinu. Þetta er a. m. k. álit þeirra er vit hafa á. En — ætli hér hafi ekki einnig ráðið hið.al- þekta kæruleyBi margra for- manna hér? Daginn eftir slysið fór svo F. F. aftur til fiskjar, eins og ekkert hefði í skorist. Þetta alt er fáheyrt og mundu fáir trúa, en sannleikur er það samt. Hér er um svo mikilvægt at- riði að ræða, að skömm er ef ekki varður athugað frekar en gert hefir verið, þegar líka er litið á um leið hversu mörgum mannslifum James sál. White, var búinn að bjarga um dag- ana, og hversu margan greiða hann var búinn að gera sjó- raönniim hér. Halldór Halldórsson. R&furmgn verður Islendingi að bana. Sunnudaginn hirin 15. júlí síðastl. vildi að sorglega slys til í verk- smiðjubænum Ocean Falls í BritiRh Columbia, að Eilendur Erlendsson rafyrkjumaður, varð fyrir bruna af völdum rafurmagns, er hann var að vinna í oikuveri bæjarins. Hafði hann opnað skiftilás á afl- síma er honum hafði verið tilkynt að orkuneyslu hefði verið létt af, en af því svo hafði ekki verið, skaut þegar út rafloga svo sterk- um, að hann brann all mikið á höndum og andliti. En hér var enginn timi til umsviía. Orkuverið

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.