Víðir


Víðir - 05.01.1935, Blaðsíða 3

Víðir - 05.01.1935, Blaðsíða 3
var í veði, ef ekki var aðgert á sama augnabliki. Fulikunnugt var honum um hættuna, sem því var samfara; en hann lét það ekki á sig fá, og lokaði samstundis skifti- lásuum, en við það brann hann svo, að hann féll þegar niður með- vitundarlaus. Eftlr nokkrar lífg- unartilraunir rakriaði hann þó við og gekk óstuddur til bæjarins og á sjókrahúsið, þriggja milu fjórð- unga vegalengd, og þar andaðist hann eftir þriggja daga legu mið- vikudaginn hinn 18. s. m. Höfðu læknarnii talið hann úr allri hættu, hvað brunasárin snerti en álitu að rafgeislan, er náð hafði til hjartans, hafi dregið hann til dauða. Erlendur sál, var fæddur í Reykja- vík 28. nóvemher 1888. Voru for- eldrar hans Valdimar Oltesen vérslunarmaður í Rvík, siðar kaup- maður í Vestmannaeyjum, og Halldóra Erlendsdóttir frá Mel í Reykjavík. [Morgunblaðið.j farið. Víðast hvar er við hendina steypubað, sápa og bursti til not- kunar fyrir baðgesti þessu í augna- miði. Geri ég ráð fyrir að svo sé einnig hér. En þótt svo sé, vill stundum brenna við að boð- gestir gangi fram hjá þessu, ýmist af gleymsku eða kæruleysi Það er því nauðsynlegt að eftir- litsmaður, eða menn, laugarinnar stranglega gæti þess að ofannefnd- uin hreinlætisi eglum sé fylgt. Sá ósvífni óþrifnaður hefir og átt sér stað, að baðgestir hafi hrækt í laugina er þeir lauguðu sig. Þarf að hafa strangt, eftirlit með slíku. Vonandi sjá allir hversu slíkur óþrifnaður er ógeðslegur og ætti hver og einn að gera það að skyldu sinni, verði hann slíks var, að kæra það fyrir umsjónarmanni. Það er ekki hægt að ætlast til að einn eða tveir umsjónamenn geti haft svo auga með öllum þeim er laugina nota, að slikt ekki geti fram hjá þeim farið. Ö. £. UHiHð. Yrn8Ír tala um það nú hér i bænum, og all hátt, að nú eigi að láta skríða til skarar með útgerðina, ekkert að semja við sjómannafélagið, heldur segja „stopp". Vonandi fer ekki alt í strand, en ekki er útlitið glæsilegt, þegar duglegustu mennirnir fara að berast á banaspjótum og það jafnvel út af smámunum. Þetta er svo sem ekki undar- legt, því það er eins og löggjafar- þing þjóðarinuar mani menn til að haga sór svona — láta kné fylgja kviði í hvívetna. Þetta þykir kannske ótrúlegt, þar sem vitanlegt er að jafnaðarmenn réðu me8tu þar. Já, jafnaðar- menn. Nafnið er ekki ófagurt, en meiri ójöfnuð sýna fáir en einmitt þeir, þegar aðeins tæki- færið gefst. Það^hefir sýnt aig hin siðari ár og er alt af að koma betur og betur í íjós. Oskandi væri að jöfnuður og friður yrðu yfirsterkaii hér, þó að ekki só útlitið glæsilegt. Sundlaugar - hreinlæti. Hvar í veröld sem er meðal siðaðra manna, er þess stranglega gætt að hver sá eða sú, sem fer í laug líka eða slíka, sem okkar sundlaug hér, þvoi líkama sinn rækilega áður en ofaní laugina ar Leiklist í VestEeyjm Leiklist á íslandi er enn l æsku sinni, eins og raunar flest- ar aðrar listir og í rauninni aðeins fálm, það sem af. er. Leikhús er ekkert til í landinu, og fyrsta leikhússbygging lands- ins stendur hálfgerð í Reykja- vík. Lærðir leikendur og leið- beinendur eru aöeins örfáir. Allt þetta og margt fleira hefur berlega komið fram í leiklistar viðleitni þjóðarinnar á undan- förnum árum. Leikfélög hafa þó starfað með allmiklum blQma víðsvegar um land og hafa þar skarað fram úr Leikfél. Reykja- víkur og Leikfél. Akureyrar. Hér í Vestm.eyjum hefur starfað Leikfélag um nokkurra ára skeið og 'ýms önnur félög s. .8. kvenfél. Líkn hafa og sýnt virðingarverða viðleitni í þesa- um efuum. —Hér hefur allmikið verið leikið, og má segja að tekizt hafi mun betur en likur eru til, oft og einatt. Það hef- ur oftlega sýnt sig, að hér eru til efni í leikara, sem líklegir væru til góðs árangurs, ef aðr- ar ástæður væru að sama skapi. Hinsvegar ber ekki að neita þvi, að hér hafa oftlega „troðið upp“ menn, sem eru svo gjör- sneyddir öllum hæfileikum og skilningi á þessari göfugu liat, að hneykalanlegt hefur mátt telja. Enn er eitt, sem mjög hefur miður farið hér, en það er val leikrita. Virðist heizt, sem oft- ast haíi handahóf eitt ráðið méstú inn valið. Mest mun hafa veriö leikið hér af dönskum gamanieiki’itum, sem mörg hver eru einskis virði, og hefur þá verið gengið á snið við marga beztu gamanleiki Dana, þ. e. Comediur Holbergg. Það setur hvorki á mér eða öðium að gagnrýna stranglega leiklist hér i Vestmannaeyjum, heldur ber að viðuikenna, að öll viðleitni í þá átt er mjög svo virðingarverð og þrotlaus barátta við örðugleika og illa aðstöðu. öll aðstaða þeirra manna, sem við leiklist fást hér f bæ er svo erfið, sem verið getur. Er þá fyrst og fremst húsnæðið, sem um er að ræða. — Gúttó er al- gerlega óhæft sem leikhús, áhoi fendarými allt of lítið, bekk- irnir hreinustu píslartæki og gólfflöturinn jafn hár aftur úr. Loks'er „senau“ og allurannar útbúnaður óviðunaadi, búnings- herbergi og herbergaskipun yfir- leitt að sama skapai. öll tæki, ljósaútbúnað og annað vantar alveg — og er enda ekki hægt að koma þar fyrir, svo í lagi sé. Ymsir aðrir örðugleikar eru fyiir hendi og verður þvi eigi með sanngirni krafist mikilla afreka á sviði ieiklistar hér i bæ, eins og sakir standa. Nú er ' verið að æfa hér iSkíiigga-Svein“ eða „Útilegu- mennina* eftir Matth. Jochums- son, sem oftar mun hafa verið leikinn hér á landi, en nokkuð a-nnað ^íféikrit. —- Það er ekki hægt að segja, að »Skugga- Sveinn® sé neitt listaverk, hvorki að efni né byggíngu, en hann er skemmtilegur og befir jafnan átt miklum vinsældum að fagna. Þáð er vonandi, að bæjarbúar meti að verðleik- um allt það erfiði, sem menn þeir, er fyrir leiklistinni standa hér verða á sig að leggja og láti ekki viðleitni þeirra sér til skammar verða. Það minn- ta sem almenningur getur gert fyrir þessi mál, er að sækja öll þau leikrit, sem sýnd eru hér. Það er vonandi, að eitthvað rætist úr erfiðleikum þeim, sem leikjistin á við að stríða hér. Leiklistin er svo göfug og þroskandi list, að engin mennta- þjóð má án hennar vera — og blómleg leikiist þýðir blómlega menningu. A. G. Yélalakk og brons ódýrast og best í H. f. Úrval. Akogcs 7. jan. 1934. AUGLÝSIÐ I VIÐI Fréttir. Messað á sunnudaginn kl. 2 Betel. Samkomur á sunnudögum kl. 5 e. h. og á funtudögum kl. 8 e. h. RæÖumenn : Carl Audersson frá Svífjóð, Sigmundur Jakobsson fiá Noregi, Eric Ericson og Jónas Jakobsson. Söngur og hljóöfærasláttur. Hingað kom þann 1. þ. m. á leið til Reykjavíkur m. b. Gyllir frá Norðfirði. Bátur sá er eign Sigfúsar Sveinssonar útgerðar- manns og kaupmanns á Norð- firði en fiskimennirnir sjálfir munu leigja bátinn ytír vetrar- vertiðina. Veðráttan. Meirihluta desembermánaðar, eða alt fram á sólstöður, var veðrátta hér sérstaklega mild og stilt, en síðan hefir oftast verið austan hvassviðri. Snjór hefir varla séat hér það sem af er þessum vetri og rigning alls eigi meiri en vanalega. Nýjabrumið. Fyrstu dagana eftir að Sund- laugin var opnuð og alt fram á jól, er sagt að alt að 160 manns hafi sótt að Sundlauginni og farið í hana dagléga. Gott værí að framhaldið yrði svipað, en ósköp er hætt við, að nýjabrumið blikni. Það er líka sagt að eftir jólin hafi fáir þurft að þvo sér. Frá Seyðisfirði er skrifað, að nokkru eftir miðj- an nóvember hafi verið þar góður fiskþurkur, í nokkra daga. Mun nú mestur fiskur þar kominn í hús. Fremur er daufí yfir út- gerðinni þar, eins og víðast ann- arstaðar. Sölutiegða ætlar útgerð- ina i kút að keyra þar, eina og liér. Þeir, sem áttu Hornafjarðaifisk hafa litið losnað við af sumarafla sinum, nema Labradorfisk, Fndir greininni „Sitt afjhverju" í 38. tbl. átti að standa G. Ó. Hafða af vangá fallið niður. Trúlofanir. Nú um hátíðirnar hafa nokkrar trúlofanir farið fram. Verðurþeirra getið hér, sem blaðið hefir heyrt um : Sigriður Sveinsdóttir ungfrú og Karl Guðmundsson formaður, Þuríður Einarsdóttir ungfiú og Guðjón Þorkellsson formaður, Ósk Guðjónsdóttir ungfrú og Jóhann Pálsson sjómaður. Oddný Hall- dórsdóttir ungfrú og Jón Bjainason Enn fleiri munu hafa heitbundist um hátíðarnar, þó að Víðir eigi viti um það.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.