Víðir


Víðir - 29.01.1935, Blaðsíða 2

Víðir - 29.01.1935, Blaðsíða 2
V I Ð Tft Kemur lít einu sinni í viku. Ritfltjóri: MAGNÚS JÓNSSON Afgreiðslumaður: JÓN MAGNÚSSON Sólvangi. Sími 58. Pósthólf 4. hennar, raeð það að taka að flér flutning þesaa. máls, eða gerast meðflutningsmenn þesa. þá segir meirihl. í áliti sínu : „Sjálfstæðismenn héldu fast við að t.aka sem mest af útgerðinrii og helst alia, undir skuldaskil" — „Meirihi.n. hélt heinsvegar fast. við að skoðun atvinnumálaráðh., að smáútvegurinn og vélbátaút.vegur- inn skyldu styrktir af ríkinu, til þess að ná skuldasamningum". Og enn segir i þessu meirihluta áliti, að meirihlutinn hafi boðið minnihlutanum samvinnu um lausn skuldaskilamálsins en „minni hlutinn neitaði þessu samkomu- lagstilboði". Sannleikurinn er sá, að meiri hlutinn heflr aldrei haldið fast við neitt annað, en að veita frum- varpinu mótstöðu í öllum grein- um. Svo tilhæfulaus ösannindi eru það, sð meiri hlutinn hafi haldið fast við það að styrkja bátaútveg- inn tfl skuldaskila eða boðið sam- vinnu um nokkurn skapaðan hlut í þessu máii, að hann heflr ekki einu sinni ansað málamiðiun minni- hlutans er gekk í þá átt, að geia fyrst skuldaskil fyrii bátaútveginn. Minni). lét einmitt gera áætlun um það fyrir atvinnumih. hve mikið fé myndi þurfa til þess að gera skuldaskil fyrir bátaútveginn séistaklega. Þessa áætlun sendi minnihl. einnigform. sjávarútvegs- nefndar en meirihl. fekst ekki einu sinni t.jl að ræða það efni. Á bls. 3—4 í áliti meirihl. er talað um skýrslur milliþinganefnd- arinnar. Eru ummæli meiiihlutans um skýrslurnar alveg furðuleg, því ég hefl ekki fundið þar eitt einasta átriði, sem rétt sé með farið, en í þess stað er þar mokað saman haug af blekkingum og beinum ósannindum. Það er saunast að segja heldur óskemtilegt veik að grafa í þann haug, en þó er ég til neyddur að hnekkja grófuatu ósannindunum. Ummæli sín um skrýrsluna byrjar meiiihl. á því að staðhæfa, að miliiþinganefndin hafl lítinn eða engan gaum gefið rekstratafkomu út.geiðarinnar. Á verkefni þau, er að þessu lúta, er aðeins drep;ð mjög lauslega i skýislu milliþinga- nefndarinnar", segir meirihlut- inn. Ég geri réð fyrjr, að allir háttv. þingdeildarmenn hafi athugað meira og minna gaumgæfilega skýrslur og álit milliþinganefndarinnar, og hafl því allir séð með eigin augum, að mikjll meiri hluti af skýrslum hennar og álitsgjörðum er um rekstrarafkomu útgerðarinnar. Þarf ég því ekki að svara þessum þvætt- ingi öðru en því, að vísa til nefndarálitsins sjálfs og frumvatpa nefndatinnar með gteinargerðum. Þá segir meirihlutinn : „Aðstöðu út.gerðarinnar til verslunarinnar sýnist milliþinganefndin alls ekki hafa rannsakað". Einrtig segir í þessu dæmalausa meirihl. áliti, að hinn mikla mismun á verði á út- gerðarvörum innanl. „minnist nefndin ekkj á svo séð verði*. Og ennfremur, að þó milliþinganefnd- inni sé Ijóst; hið háa v«rð á út- gerðarvörum, „kemur hún ekki með neinar frambærilegar cillögur um að færa þetta til leiðiótting- ar“. Alt þetta eru hin grófustu ó- sannindi, og án efa vísvitandi, því allir meirihlutamennirnir höfðu skýrslur og tillögur milliþinga- nefndarinnar fyrir sér, þegar þeir settu þetta álit saman. En þar má sjá, að milliþinganefndin lét gera töfiur, er sýna hver hundraðs- hluti af utgerðarkostnaðinum hver utgjaldaliður vaið í 4 ár, sérstak- lega fyrir hveit árið, að nefndin afiaði upplýsinga um veið á út- gerðarvörum erlendis og hér, og birti samanburð á því, að nefndin lagði svo mikla áherslu á að bæta verslunina fyrir útgerðina bæði í kaupum og sölu, að hún samdi frumvarp um rekstrarlánsfélög, þar sem gert er ráð fyrir öflun rekstrarlána, til þess að stað- greiðsla á útgerðarvörum get.j átt sér stað, svo hjá smáútgerðar- mönnum sem hinum stærri, þar sem gjört er ráð fyrir félagsinn- kaupum útgerðai vara og félags- sölu afuiða, alt til þess að l.ryggja útgerðinni hið lægsta verð á út- geiðarvörum og hið hæsta verð á afurðum. Eg nenni ekki að eltast vjð fleiri ósaunindj í kaflanum um skýrslur og álit milliþinganefndar- innar. En ég vil, um leið og ég skil við það atriði í áliti meiri- hlutans, taka það fram, að það er dálítið skoplegt, þegar meiri- hlutamennirnir þykjast bera um- hyggju fyiir bættri veislunarað- stöðu smáútvegsmanna því einmitt þes3ir þremenningar í meirihlufan- um hafa allir neitað að vera með- flutningsmenn að frumvaipi milli- þinganefndaririnf r um rekstrar- lánafélög, þrátt fyrir það að at- vinnumátaráðherra mæltj með því, að sjávarútvegsnefnd flytti það. þá segir meiiihlutinn að mjnni- hluti sjávarútvegsnefndar vilji velta skuldum útgerðarinnar yfir á ríkissjóð, án þess að gera ráð- stafanir til þess, að skipin verði endurnýjuð. Bæði þessi atriði eru bein ó- sannindi, og sannanlega vísvit- andi. í frpmvarpinu um skuldaskila- sjóð útgerðarmarma er ekki gert ráð fyrir að ríkistjóður leggi fram einn einasta eyri til skuldaskil- anna. Éar er gert ráð fyrir að útgerðin leggi fram alt stofnfé Wkuldaskilasjóðs, að undanskilinni Vé milj. króna sem Fiskivejða- sjóði er ætlað að leggja fram, en útgerðin greiðir honum aftur. Hitt er annað mál, að geit er ráð fyrir að hætt sé að taka útflutn- ingsgjöld í rikisajóð af útgerðar- vörum. hvort sem skuldaskjlasjóð- ur er stofnaður eða ekki. Jafn gróf ósannindi eru það, að ekki sé geit ráð fyrir því, að út- gerðartækin verði undurnýjuð. Um það hlýtur nefndarmönnum í meirihlutanum að vera kunnugt, því ekki er svo langt siðan þeir neituðu að vera meðflutningsmenn að frumvaipi milliþinganefndar- innar um Fiskveiðasjóð íslands. En með því frv. eru gerÖar ráð- stafanir til endumýjunar alls fiski flotans. Ég hiiði ekki að svara níði því um útgerðarmenn, sem hnoðað er inn í þetta álit meirihlutans. Það er litið annað en upptugga gam- alla blaðalyga, sem löngu eru kveðnar niður af staðreyndunum sjálfum. En ekki get, ég stilt mig um að benda á ösamræmið hjá þeim, sem lagt hafa það fyrir sjg að rógbera atvjnnurekstur útgerð- armanna. Fram til þessa heflr það verið aðalkraftur þess rógburðar, að út- geiðarmenn væru auðkýfingar. Éeir rökuðu saman fé, og notuðu það til að kúga alþýðuna og níð- ast á henni. Með þeim rökum hafa menn verið eggjaðir til öfundar og fjandskapar í garð úrgerðar- manna. En nú þegar það er ómót- mælanlega sannað, að útgerðar- menn eru íélausir menn, sem beijast vonlít.illi baráttu fyrir Jifl sínu, og fyrir þvi, að halda uppi atvinnurekstri, sem stendur nær því einn undir búrekstri ríkisins og brauðfæðir nál. helming þjóðar- innar, þá er snúið við blaðinu og þeir rægðir fyrir það, að þeir séu öreigar og ætli að verða rík inu til þyngsla. Þessar rökleysur væru til stór- minkunnar hverjum þeim sem nokkum sóma hefðj að glata. Mér er það ljöst, hveija af- greiðslu þetta frv. fær í þetta sinni. Éað verður ekkí samþykt á þessu þingi. Þó getum við flutningsmenn þess að nokkru leyti hrósað sigri. Þúsundir manna um land alt hafa gerst meðflutn- ingsmenn þess að vissu leyti, hafa sent þinginu fastar áskoranir um að samþykkja það. Fólkið við sjávarsíðuna heflr t.ekið málið að sér, og mun vissulega brjóta þrjósku og óvild stjórnarliðsins á bak aft.ur. Báðir bankarnir, Lands- bankinn og Útvegsbankinn, hafa öbeinlínis tjáð sig málinu fylgj- andi, og Landsbankinn hefir sér- staklega lofað því, að sýna út- gerðarmönnum biðlund, þar til Alþingi sinnir þessum kröfum þeirra. Stjórnarliðið heflr og skilið ó- sigur sinn, og lofar þvj nú, að ganga flutningsmönnum til handa á næsta þingi. Okkur flutnings- mönnum hefir tekist að hræða andstæðingana, og það eigum við að þakka drengilegri liðsemd fólksins við sjávarsiðuna. Um dagskrártillöguna, sem fyrir hendi liggur vil ég ekki verða því mótfallinn, að þingið fyrirskipi stjórninni að sinna málefnum út- vegsins, þar á meðal að undirbúa skuldaskil bátaútvegsins. En sök- um þess, að ég tel að meðferð þingsins á þessu stórmáli hafl ver- ið alveg óforsvaranleg, og að frá- vísun þess sé áframhald þeirrar alveg ósæmilegu meðferðar ámál- inu, mun ég ekki greiða dag- skrártillögunni atkvæði. TMorgunblaðið.] Bókasafn Vestm.eyja. Ég get ekki látið hjá liða, að minnast á safn þetta, stjórn þes« og annað í því sambandi eftir að mér var sagt að Ágúst Ámason kennari í Baldurshaga hafði sótt um að gæta safnsins, en ekki fengið. Ég trúði þessu ekki fyrst, en sá þó brátt að rétt mundi vera, þar eð þann er mér sagði, rengi ég ekki og veit að hann fer með rétt mál. Við hér, sem höfum eitt þeim hluta æfl okkar, sem liðin er, á Eyjunni, við sem þekkjum Ágúst og hans góðu eiginleika og fram- úrakarandi bókahneygð og fróð- leiksþorsta, — við hljótum að veiða undrandi við slíkar fréttir. Pað er síður en svo, að.ég, á neinn hatt, sé að lasta þann er nú heflr gæslu safnsins. En þó verð ég að segja að betur gæti safnið litið út. En það er e. t. v. ekki bókaverði að kenna. Ágúst gætti þessa safns, nálægt eitt ár, tók við af Hallgrími Jón- assyni kennara, er hann fór héð- an. Hallgrímur hafði þá gætt safnsins undanfarin ár. Það heflr verið venja, að þeg- ar um veitingu ýmsra starfa er að ræða, að þeir, sem starfinu hafa gegnt í einhverju millibils- ástandi, séu látnir sitja fyrir, ef þeir á annað borð óska eftir að fá starflð og þeir séu þess megn- ugir. Þessu starfi óskaði Ágúst eftir, hann hafði verið við staifið í eitt ár, hann er — fullyrði ég — manna hæfastur til þess. En hann fékk ekki að gæta safnsins, Eyja- mönnum til gagns og stórsóma,

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.