Víðir


Víðir - 04.09.1937, Blaðsíða 1

Víðir - 04.09.1937, Blaðsíða 1
þjóðhátíð Vestmannaeyja og vínnautnin. Stétt gegn stétt. Óþörhisttimenn hversbygðarlagsera þeir, sem spilia vinnufriðí fólksíns. Rauðliðar á íslandi hafa lengi bjástrað við og lagt ekki svo lítið erfiði í það, að eggja stétt gegn stétt. Er það næsta und- arlegur hugsunarháttur, því heil- skygnum mönnum er það sjá- anlegt, að engin stétt þjóðfé- lagsina getur án hinnar verið. Það er aldagamall siður hér á landi, að sveitabændur sæki fiskæti í sjávarplássin og ut- vegsmenn aftur á móti tfengið búsafurðir bænda í staðinn. Þessi viðskipti fóru venjulega vel fram og höfðu hlutaðeig- endur þægindi af og oft fjár- hagslegan stuðning. Þessar stétt- ir hafa því langalengi lifað hvor á annari, að nokkru leyti. Og svo er það enn. Eða hvað yrði um alla mjólkurframleiðslu sveit- anna ef sjávarplássin þyrftu heDnar ekki með? Þá eru útvegsmenn og sjó- menn. Þó að rauðskinnabrodd- ar telji þá tvær stéttir, þá eru hagsmunir þeirra og íífsfram- færi svo nátengt, að segja má að þær stéttir lifi hvor á ann- ari. Svipað má segja um vinnu- veitendur og vinnuþiggjendur í landi. Því færri sem vilja hætta fé sínu í atvinnufyrirtæki, þess minnahefir verkafólkið að starfa. Það er því illa gert að æsa til ósamlyndis þá, sem þurfa að vinna saman í bróðerni til góðs gengis fyrir land og lýð. Hin heimskulegu orð: „stétt gegn stétt“, sem virðast vera kjörorð foringja hinnar rauðu samfylkingar hér á landi, eru því átumein í hagsæld einstakl- inga og þjóðarinnar í heild, engu síður en sauðfjárpestin, sem nú geysar, er sveitabú- skapnum hið ógurlegasta tjón. Hér í Vestmannaeyjum má segja að allir lifi hver á öðrum. Máttarstólpi og aðalundirstaða lífsframfæris allra er sjávarút- vegurinn. Sjómennirnir fiska, útgerðarmennirnir leggja tækin til. Og þó að foringjar sósíalista og kommúnista hafi reynt að spilla fyrir velgengni útvegsins með verkföllum o. fl., þá hefir þeim löngum þótt gott að fá fisk í soðið. — Ekki getað freinur en aðrir lifað án sjávarútvegs- ins. Verslanirnar útvega fólki nauðsynjar sem flytja þarf inn í plássið. Ekki myndu þær lengi verða háir gjaldendur til al- menningsþarfa, ef afla sjávar- útvegsins ekki nyti við. Þar eiga kaupfélög og kaupmenn alveg óskilið mál. Að þessu sé svona farið, eins og hér er sagt, eru skynsamir menn, sem áður töldust til rauð- liða, farnir að sjá, og glotta nú við tönn er þeir minnast á mál- æði nbroddannau, og tilraunir þeirra til að hnekkja sjávarút- veginum, helsta lífsframfæri fólksins hér. Kjörorðið þarf að vera: stétí með stétt. Þá mtm öllnm betar vegna. Það er eftirtektarvert — jafn- vel hlægilegt ef nota á svo gáskafult orð um jafn alvarlegt efni — hve mjög margir hverjir láta sér í léttu rúmi liggja, hina miklu vínnautn, sem höfð er um hönd á útisamkomu þeirri hér, sem hingað til hefir borið hið öfuga heiti „Þjóðhátíðu. Svo eðlileg og sjálfsögð finst mönnum vínnautn á þeim tylli- degi, að það er síður en svo, að tekið sé til þess, þótt ölvuð ungmenni sjáist reika um „há- tíðaru-svæðið og auglýsa þar á- stand sitt bæði í orði og æði. Jafnvel einn af kennurum barna- skólans — máske er hann einnig kennari við gagnfræðaskólann ? — fer í útvarpserindi ofur góð- látlegum orðum um ölæðið á „þjóðhátiðunum“. Tilfinningþessa kennara fyrir sómasamlegu fram- ferði, er ekki næmari en svona. Svo sofandi eru menn hér fyrir þessum héraðslesti, að ekki mun örgrant um þá raunalegu staðreynd, að nánustu ættingjum og vinum sé leyfilegt að drekka frá sér vitið á þessum degi, Ef tekið er svona mjúkum höndum á vínnautn innan fjöl- skyldnanna sjálfra, þá er ekki óeðlilegt, að þeir sem fjær Btanda; Btandi alveg á sama. Því þegar til kastanna hefir komið, þá Bannast enn í dag nærriundan- tekningarlaust á hverjum manni: „hver er sjálfum sér næsturu. Enda er það svo hér, að þrátt fyrir alt bróðurhjalið og „félagau- daðrið, þá stendur „méru ná- kvæmlega á sama um „minnu elskulega „bróður“ og „félagau, ef framferði hans gerir „méru persónulega ekkert tjón. Sannleikur er það, að „Þjóð- hátíðu Vestmannaeyja er gróðr- arstia vínnautnar og þess ómynd- arskapar, sem af henni leiðir meðan hún stendur yfir. Þau munu ekki vera svo fá ung- mennin, sem fengið hafi sér fyrsta staupið á „Þjóðhátíðu Vest- mannaejija og sem þá um leið hafa lagt inn á þá óhellavæn- legustu biaut, sem nokkurmað- ur getur valið sér. Síðasta „Þjóð- hátíðinu mun engin undantekn- ing frá þeim fyrri. Til þess því að „Þjóðhátíðinu komi að þeim notum, sem ég þykist vita að forstöðumenn hennar ætlist til, þá þarf að vinna að því af alefli, að breyta áliti manna á þessu „skemtiat- riði“ hátiðarinnar, sem jafnvel „kennarau Eyjanna finst svo saklaust og hugðnæmt. Þegar vínnautn er að fullu útrýmt af samkomunni, þá loks verður hún öllum til ánægju. Það er sagt um Kínverja, að þeim finnist ekki meira um það, þótt þeir á alfaravegi gangi yfir deyjandi mann og ofan á hon- um, heldur en okkur að ganga yfir grasblett, þótt við vitum, að við með því fótumtroðum og deyðum fjölda lifandi vera. Svo lítils meta Kínverjar manns- ífið. En nú spyrég: Hve miklu fremri erum við íslendingar þessari hálfviltu þjóð ? Sjáum við ekki daglega meðsystkini okkar liggja litt sjálfbjarga — og ósjálfbjarga — í feni of- drykkjunnar og þeas eymdar- skapar, sem af henni leiðir, án þess við leggjum fram fylstu krafta okkar til liðsinnis þeim ? Spíg8porum við ekki kringum þessar hjálparvana manneskjur og ofan á þeim, með glott fari- seans á vörum og þakkarávarp hans í hjarta: Dro^inn ég þakka þér, að ég er ekki eins og þetta fólk ? Svona er framkoma heildar- innar í þessu máli, þjóðfélagsins. Einstaklingnum er ætlað að bjarga einstaklingnum, og hepn- ist honum það ekki, sem því miður verður of oft, þá má sá fallni liggja þar sem hann er kominn, og deyja drottni sínum. Maður hét Brandur, kallaður Vöðu-Brandur. Ungur þötti hann óþjáll í lund og mun þess vegna hafa lilotið „vöðunafnið“- Hann ferðaðist til Noregs eins og svo margir íslendingar á þeim árum. Stór verðlækkun! Frosið dilkakjöt aöeins Ci>Ci) aura pundið bæði i súpu- og steikarakjöti. fSMÚSIIED.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.