Víðir


Víðir - 04.09.1937, Qupperneq 2

Víðir - 04.09.1937, Qupperneq 2
$ 7Hð£r . kemur lít vikulega. Ritstjóri: MAGNÚS JÓNSSON Sími 58. Pósthólf 4 Afgreiðslumaður: BJÖRN GUÐMUNDSSON Faxastíg 18. Hélt hann til hjá manni sem Hárekur hét. Hárekur vildi neyta húsbóndaréttar síns og ætlaði að neyða Brand til að drekka til móts við sig, en Brandur neitaði: „liefi ek vit eigi of mikið, þótt ek drekki þat eigi frá mér, sem ek hefi áður; muntu ok þurfa vit þitt alt, at því er mér líst á þigu. Hárekur spottaði Brand, en Brandur launaði honum spottið á þann veg, að hann „keyrði öxi í höfuð honum okváhann“. Vöðu-Brandur varð nytjamaður og mundi vel það, sem honum var drengilega gert. Ég vil óska þess, að þegar „óvitinn“ fullorðni ætlar sér að neyða ungmennið saklausa til að neyta fyrsta ^taupsins, að því þá detti þessi fallegu orð Vöðu- Brands í liug og hrindi öllu frá sér,‘óvitanum ogbikarnum. Væru menn meira gæddir viljaþreki og einbeitni Vöðu-Brands en menn eru, þá myndi alþjóð minni raun að böli vínnautnar- innar. V 1 Ð I K Og við, hinir bindindissinn- uðu menn, ættum að taka upp öxi Brands og keyra hana upp að skalla — ekki í höfuð vín- neytandanna, því mannvig vilj- um við ekki — heldur í hinn ramma haus ófreskju þeirrar, sem Alþingi og ríkisstjórn hafa sett til höfuðs sóma íslands og velferð. Gæturn við unnið þann óheillavætt að fullu, þá væri allra þeirra hefnt sem fyrir hon- um hafa fallið. B, J. asta Alþingi. Og utan þings létu Kommarnir „móðann mása“ þeim til stuðnings. Þetta munu sjómenn og síld- arútveg8menn lengi muna, því þeir hagnast vel á því í sumar að auðna landsins og athafna- orka eigenda Kveldúlfs bar sig- ur úr býtum, og kom verk- smiðjunni upp í tæka tíð. Einstaklingsframtakið lengi lifi. ------0»C*mS<--- Jaimalæti". Það er sagt að einhver vesældarlegur kommúnisti, sem þykist heita Keli, segi í Degin- um þeirra, að andstæðingar nú- verandi stjórnarflokka hafi frá öndverðu barist á móti nýjung- um í sjávarútvegsmálum. Kommúnistar, sem allra manna minst þekkja til atvinnu- málanna, vita því ekki, að and- stæðiagar núverandi stjórnar- valda og komma ekki síður, eru upphafsmenn þeirra atvinnu- greina, sem manntetrið nefnir og eignar hinum rauðu. Til þess að þakka Kommum og Krötum afkomu síldarútvegs- ins í sumar, þarf meiraeumeð- al heimsku. Það er alkunna að höfðingjar Krata börðust eftir megni á móti byggingu nýrrar verksmiðju á Hjalteyri, þegar það mál var til umræðu á síð- Síldveiðin. Afli Vestmannaeyjabátanna var s. 1. laugardag, samkvæmt skýrslu Fiskifélagsins sem hér segir: Salt bræðslu tn. Ágústa 1048 Garðar 581 Gotta 1868 Leó 1258 Skúli Pógeti 1806 Þorgeir Goði 645 Dr. & Veiga 1646 Erl. I. & Erl. II- 2004 Ereyja&Hilm. 1627 Herj. & H. lóðs 1916 Lagarf. & Frigg 1241 Ófeig. & Oðinn 1848 mál 4921 8702 3268 3747 4495 5456 4303 8797 5340 3078 6170 4451 Bræðslusíld var þann 28. f. m. orðin nær helmingi meiri en á sama tíma i fyrra. Söltun um 190 þús. tunnur. AUGLÝSIÐ I VÍÐI Reknefasííd er nú allmikil í Faxaflóa og hafa nokkrir Akranesbátar feng- ið góðan afla. En langt er síld- in sótt, um 60 mílur suðvestur af Skaga. LínuVeíðarí sekkar. Síldveiðiskipið „Drangey,, frá Akureyri sökk 28 f. m. skamt undan Raufarhöfn. Skipshöfnin bjargaðist á nóta- bátunum til Raufarhafnar. Mik- ið var af síld í skipinu, og ó- stöðvandi leki hafði komið að þvi. Skipið var tréskip 23 ára gamalt. Sundafrek. Þess er getið í Mbl. að sund- kappinn Pétur Eiríksson hafi á Þjóðhátíð Vestmannaeyja synt hið lengsta sund sem synt hafi verið við Vestmannaeyjar. Þetta er ekki allskostar rétt. Fyrir mörgum árum synti Ólafur sál. Ólafsson frá Reyni hér, innan úr Botni og út að Klettsnefi. Er þaö drjúgum spöl lengra en úr Klettshelli og utast í Læk- inn. Þó að munur sé á vegar- lengdinni, er aðalleiðin hin sama. Veðríð hér þessa viku hefir verið á- framhaldandi óþurkur og oft mikil rigningi Margir spáðu því að breyta myndi veðurlagi með höfuðdeginum, þ. e. a. s. um síðustu heigi, en ðvo varð ekki. Aðrir spá breytinguhni um komandi helgi. Hver veit nema þeir verði sannspárri. Fiskveikr i Vestmannaeyjum fyrír og eftír síðustti aldamót. Helgi S. Scheving stud. jur. ritaði. Framh. verk fyrir þá. Matvæli (kjöt og garðávöxt) fluttu þeir með sér, en mest notuðu þeir fisk (soðningu) til matar sem Eyjamenn. Allan þann fisk, er þeir veiddu lögðu þeir inn «pp úr sjónum til kaupmanna, sem létu verka hann. Það var nefnt að draga út, að fara fyrsta ióðurinn. Flestir drógu út á Kynd- ilmessu, því bæði var það æfagömul venja og svo höfðu formenn ótrú á þvi, að draga út á öðrum dögum. Formaður fór að heiman frá sér um kl, 2 á nóttunni til þess að kalla háseta sína til skips. Hann varð að fara svo snemma, því hásetarnir áttu oft heima á víð og dreif um eyjuna. Um kl. 3 voru allar skipshafnirnar mættar niður í Hróf- unum við skipin. Þær voru misjafnlega fjölmennar og fór það mikið eftir stærð skipanna. Venjulega voru 18—20 menn á áttæringum, en 20—21 á teinæringum og nokkru fleiri á tólfæringum, sem gerðir voru út í Vestinannaeyjum á fyrri tímum. Flestir voru fullgildir hásetar, sem fengu heilan hlut í.kaup. En á hverju skipi voru nokkrir unglingar, sem fengu helminginn af því, sem þeir drógu á sín færi. Þeir voru nefndir hálfdrættingar. Byrjuðu flestir að sækja sjó sein hálf- drættingar. Um aldamótin var það einnig nokkuð algengt, að menn réri einn og einn róður á sama skipinu. Báðu þeir for- menn að lofa sér að fljóta með, einn og einn róður. Formönnum hefir efalaut ver- ✓ ' ið illa við að leyfa þetta, eu oftast gerðu þeir það, er bágstaddir menn áttu í hlut. Er menn voru komnir í naust, var tekið að sjóklæðast, farið í stakka, bræk- ur og sjóskó. Síðan voru skipin sett nið- ur úr Hrófunum og róið yfir Botninn og inn undir Löngunef. Langa er allmikill sandur neðan undir Heimakletti og var þar kirkja og kirkjugarður til forpa. Giss- ur hvíti byggði þar Hörgaeyrarkirkju, þá þriðju á íslandi. Er skipin voru komin undir Löngunef, en þar slútir IJeimaklett- ur fram yfir sig, létu formenn hafa uppi árar. 3vo tók skipshöfnin ofan ejóhatta sína og formenn lásu upp sjóferðabæn við ljós, sem tendrað var á lukt. Báðu þeir drottinn um að halda líknarhendi sinni yfir þessari sjóferð og öllum öðrum. Síð- an sögðu þeir hásetum sínura, að setjast undir árar og róa út á miðin í drottins nafni. í hvert skipti, sem farið var á sjó var lesin bæn En elcki var farið undir Löngunef, nema á útdráttardaginn. Er skipin voru komin á flot, lásu formenn bænina og lilýddu allir berhöfðaðir. Síðan settust hásetar undir árar og héldu út á miðin. Á vetrarvertíð var aðallega róið út í Landeyjasjó eða austur í Eyjafjallasjó og var þaé nefnt að róa undir Sand og austur í Fjallasjó. Voru fl8kimið þar góð og fiskaðist oft mest sem grynnstu vatni. Algengt var líka að á róa suður fyrir Eyjar og setjast undir færi milli Stórhöfða og úteyja (Suðureyjar og Álseyjar), Einnig voru ágæt fiskimið innan við Austureyjar (Elliðaey og Bjarn- arey). Voru formenn mjög misjafnir að velja fiskimiðin, því fiskurinn er oftast á líku svæði, hraunum eðá grunnum. Af þessum stöðum voru tekin mið til þess að ætíð væri hægt að finna þau. Mið voru þannig tekin, að tveir fjallshnúkar voru látnin bera í aðra tvo. Eitt dæmi mætti nefna til þess að sýna hvernig komist var

x

Víðir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.