Víðir - 02.10.1943, Blaðsíða 1

Víðir - 02.10.1943, Blaðsíða 1
XIV. Vestmannaeyjum, 2. október 1943. 17. tbl. Iþróttafélagið þór 30 ára. Fyrir 30 árum, þann 9. sept- ember, var íþróttafélagið Þór sÉofnað. Á þeim árurn var ég litið kutinugur hér, en þó vissi ég að nokkrir ungir menn höfðu þá fyrir nokkrum árum mynd- að með sér félag, er þeir nefudu Knattspyrnufélag Vestmanna- eyja og höfðu iðkað knatt- spyrnu nokkuð. Á þesBum merku tímamótum í íþróttastarfi Þóra finst mér vel við eiga, að birta í Víði svör við nokkrum spurningum, sem ég lagði fyrir einn elsta ábugamann íþróttanna hér, Georg [Gíslason, er ég nýlega átti samtal við hann. Georg var lengi helsti for- vigismaður Þórs og talinn dug- legur knattspyrnu- og glímu- maður og iðkaði þær íþróttir lengur en nokkur annar hér. Þegar ég átti tal við Georg voru spurningarnar og svörin á þessa leið: Hvað geturðu sagt mér um íþróttir hér áður en Þór var ¦tofnaður? „Knattepyrna hafði verið iðk- uð nærri áratug þegar félagið var stofnað. Hafði verið mjög mikill áhugi fyrir henni frá því hún hófst og til 1912. En það ár fór fiokkur úr K. V. til Reykjavíkur og tók þátt í knatt- spyrnumóti þar. Var það fyrsti knattspyrnuflokkur utan af landi, sem tók þátt í slíku móti í Reykjavík. Dofnaði nokkuð yfir henni eftir heimkomuna, enda höfðum við verið óheppn- ir. Eftir fyrsta kappleikinn við K. R, voru aðeins 8 menn af 12, sem fóru, leikhæfir, hinir meira og minna meiddir svo að aldrei varð úr keppni við Fram. En þe8Si 3 félög tóku þátt í mótinu. ÍBlensk glíma var töluvert iðkuð meðan Ungmannafélag Vestmannaeyja starfaði, enda var allmikiil áhugi meðal fé- lagsmanna þar á tímabili. Frjálsar íþróttir voru ekki iðk- aðar að staðaldri, en þó voru t. d. hiaup löng og stutt meðal þeirra iþrótta, sem kept var í á Þjóðhátíðinni og aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, sem félagið stóð fyrir. En þetta félag var nú hætt störfum. Sund var alltaf iðkað og má þakka það sundkenslunni hér árlega. Voru hér margir ágætir sundmenn" Var ekki íslen&ka gliman á stefnuskrá Þóra jafnhliða knatt- spyrnunni? „I stefnuskránni stendur, „til- gangur félagsins er, að iðka alskonar íþróttir og glæða áhuga manna á þeim." Guðmundur Sigurjónsson glímukappi var aðaJhvatamaður að stofnun Þórs. Það var því engin tilviljun að gliman var fyrsta iþróttin, sem við lögðum stund á. Enda ekki um aðrar íþróttir að velja liaust- og vetrarmanuðina. Höfðum við bæði glímusýningar og kapp- glímur næstu ár. En mest varð kappið í glímunni þegar glímu- félaglð Pramsókn var atofnað. Keyptu félögin í samehiingu glímubikar úr silfri til þess að keppa um árlega og Bkyldi hand- hafi hans bera nafnið glímu- kóngur Vestmannaeyja. Var sá bikar eign Þórs." Hver var helsti forvígismað- ur iþróttanna hér áður en þú komst til skjalanna? „Árni bróðir minn og Jóhann Bjarnasen voru mjög framar- lega i íþróttum hór, báðir góð- ir hlauparar, bestu knattspyrnu- menn í framherjalínu K. V. og auk þesa var Arni góður gllmu- maður. Þessir mean höfðu ver- ið með þeim fremstu i íþróttum og unnu mikið að þeim bæði í K. V. og í Ungmannafélaginu. Þúhlýturað hafa haft óvenju mikinn íþróttaáhuga, þar sem þú hefur verið þátttakandi í íþróttakeppni til skamms tíma, eða er það ekki? Ja, ekki vantaði áhugaDn og eimir nokkuð af honum enn. Ég tók þátt i fyréta landsmóti í knattepyruu 1912 og keppti árlega í henni í 25 ár samfleytt. Ég tók þátt í öllum kappglím-_ um ÞórB frá 1913—1923, og ís- landsglímunni 1921. Þá hefi ég keppt fyrir Þór í hlaupum 100 og 800 mtr., sundi, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti o. fl. í fyrra, réttum 30 árum eftir að ég tók fyrst þátt i landskeppni í knattspyrnu, tók ég þátt í Framhald á 2. síðu. Frú Jóhanna Látusdóttir á Grund 75 ára. Hún var fædd 28. sept. 1868, dóttir hjónanna Lárusar Jónssonar hreppstjóra á Búastöðum og konu hons Kristínar Pétursdóttir frá Pét- ursey, og því alsystir Gísla heit- insi Lárussonar í Stákkagerði hér O'g þeirra systkina. Rúmlega tví- tug lofaðist Jóhanna Árna Árna syni á Vilborgarstöðum, sem var fóstursonur Árna hreppstjóra. og alþm. Einarssionar og Guðfinnu konu hans. En þau voru foreldr- ar Sigíúsar Árna&onar á Löndum og þeirra bræðra. Um það leyti voru mannflutn. inga,r miklir til Ameríku og fóra margir héðan. Meðal þeirra var Árni. Næsta ár fór svo Jóhanna tií hans og giftust þau í Utah. þar voru þau í 6 ár og komust vel af. Arna leiddist þar og átti auk þess við nokkra vanheilsu að stríða. Tóku þau því það ráð að koma heim aftur til Eyja. Árni var hinn vaskasti maður, einn af slyng- usitu f jalla og veiðimönnum hér og ágæt skytta. Hann andaðist árið 1924, 53 ára gamall, eftir langa og þunga vanheilsu. Sex börn eignuðust þau hjónin. Dóu tvö' í Ameríku,, en á lífi eru: Lárus, bílstjóri, iæddur í Utah Bergþóra, Árni símritari, öll gift og búsett hér, og Guðfinna hús^ frieyja í sveit. Hagur GrundarKeimilisin& hefif víst oft verið allþröngur, og lík- lega oft erfiðari en Jóhanna lét á sér skilja. En þrátt fyrir það tóku þau hj'ónin tvö stúlkuböm til fóst urs og ólust þau upp á Grund, frá fyrstu bernsku til 10 og 17 ára aldurs. 1 félagslífi Eyjanna hefir Jó hanna tekið drjúgan þátt og góðan t. d. fylgt gt.stúkunni Báru um hálfrar aldar skeið, og hefir húa mí verið gerð að heiðursfélaga þar Kvenfél. Líkn hcfir hún einn- ig reynst tryggur förunautur og þrátt fyrir heimilisannir og erf- iðleika geíið sér tíma til að vinna í þágu félagsins og sækja fundi þess og samkomur, fullt eins vel og þær, sera betri höfðu ástaeð urnar. þessi aldraða kona hefir $itt- hvað reynt í lífinu, eiins og marg» ir, sem hennar aldri ná. Auk þess sem hún missti börn sín tvö ung og mann sinn á góðum starfsaldrí missti hún vofeiflega fyrir nokkr- um árum, elsta sön sinn, Arna Oddsson, sem hún eignaðist áð- ur en hún giftist Hiann fórst í eídsvoða er hús hans brann. þrátt fyíir allt er Jórianna á Grund enn hress í bragði. það er eins og skapgerð hennar sé sam bland af rólyndi og glaðværð sem ekkert bítur á. Um 20 ára bil var ég í nábýli við Grundarheimilið Mér fanst húsfreyjan þar góður nágranni, afskiptalaus um annara hagi og að því er virtist, ánægð með sitt hlutskipti. Vafalaust hafa börn hennar verið henni nokkuö til aðstoðar, þegar erfiðast gekk, en einkum mun Árni símritari hafa stutt hana vel um það leyti, tem hún missti manninn. þrátt fyrir aldurinn gengur Jó- hanna á Grund enn að sínum dag« lcgu störfum og fer ferða sinna um bæinn líkt og áður. Vonandi verð| ur æfikvöld hennar hlýtt og nota- legt. ' M. J.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.