Víðir - 30.10.1943, Blaðsíða 1

Víðir - 30.10.1943, Blaðsíða 1
XIV. Vestmannaeyjum, 30. október 1943. 19. tbl. Vetur o g sumar. Fyrir yiku síðan, þann 23. þ. m. gekk veturinn í garð og heilsaði falíðlega með logni og 10 Bt. hita. Það er aldagaroall aiður á fyrsta sumardegi, að fcunningj- ar takist í hendur og óski hvor öðrum gleðílegs sumars. En það hefir ef til vill aldrei verið aið- ur hér á landi, að menn væru að flytja hvorir öðrum heilla- óakir á fyrsta vetrardegi. Þai sem Blíkar heillaóskir eru af mörgum fluttar af hjartans ein- lægni og í góðri trú á að þœr hafi nokkurt gildi, þá er það næstum undarlegt að það akuli ekki hafa orðið landlægur siður hér að óska hvor öðrum góðs vetrar eða gleðilegs vetrar. Það er þó alkunna, að is- lenski veturinn hefir margan hart leikið. Hafa menn kannsko álitið vetur konung bvo vold- ugan og harðlyndan að einskis góðs veeriaf iionum að vænta? Vist er það, að íslenski vet- urinn hefir oft veriö grimmur, þó að aðeins elstu menn nú muni grimd hans í f ullum mæli, t. d. veturiun 1881—'82, þegar hafísinn, „sá forni fjandi," um- kringdi tandið á þrjá vegu, austan, vestan og norðan,. og snjóKÍngi og frosthörkur eyddu búfénaði landsmanna i stórum ¦tíl. Að þi hafi verið erfitt að lifa á íslandi skyldi yngri kyn- elóðin ekki efa, þó. að varla hafi hún vetur séð og ekki séð í líkinga við ósköp þau, er þá lömuöu land og þjóð. Þeir gerðu það ekki að gainni sínu, bændurnir íslensku þá, sumir með fullt hús af börn- um, að taka saman pjönkur sínur og flytja með skyldulið ¦itt vestur um haf til Ameríku, eftir að hafa mist framfærslu- eignir sínar að miklu leyti: En þeir voru dugandi menn, þó að félausir eða fólitlir yrðu, og ¦ennilega álitið vesturförina síð- ustu tilraun til að bjarga fjöl- skyldu sinni frá aðsteðjandi vesaldómi. Við skulum vona að slíkur hörmungavetur og fyr var nefndur, komi aldrei aftur. Og einnig skulum við vona, að hinn nýbyrjaði vetur, sem heils- aði svo vingjarnlega, að minsta kosti hér um elóðir, verði okk- ur góður. —o— Sumarið, sem nú er nýliðið, sýndi sig í mismunandi gerfum á okkar litla landi. Á Vestur- Norður- og Austurlandi var veðráttan harðskeytt, úrkomu- söm og köld. Grasspretta var í minna lagi og heynýting slæm í þessum landshlutum, einkum þó á Norðurlandi og garð- ávextir nær engir viða. Þegar haustaði, eða um 20. september kom harðviðri og fannfergi avo mikið um fyrnefnda laudshluta, að fé fenti i Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, og norðar- lega á Austfjörðum var einnig snjókoma þá með 10—12 st. frostí. Sem betur fer var þetta áfelli ekki langt, og mun veðurfarið mikið hafa lagast. Á Suðurlandi var sumarið yflrleitt gott og ágætt í aumum sveitum, en heyafli þó líklega í minna lagi víða, af ýmsum ástæðum. Grasspretta sumsstað- ar í minna lagi, fólksfæð o. s. frv. Hér í Vestmannaeyjum var hið nýliðna sumar eitt hið veð- urblíðasta, sem menn hér muno, * yfirleitt hægviðri og sólskins- dagar i flesta lagi. Heyfengur líkur því sem hann hefir áður verið, en garðávextir í minna lagi hjá'flestum. Margir líta þvi léttum huga fram á veturinn og eru þegar farnir að búa sig undir stóra átakið, vetrarvertíðina. Samtal Árna og Bjarna. Framhald „Það er mikið að við hittumst aftur, Árni, hvar hefurðu eigin- lega verið?" -- „Það er nú saga að segja frá því, Bjarni litli, ég var svolítið að dútla fyrir sjálfan mig. Það hafði einhver brotið rúðu í skúr- skrifli, sem ég á, og dálitið meira þurfti ég að lagfæra hann. Það kostaði satt að segja fjög- urra daga vinnu." — „Þú ert þá smiðtir, en vinnur fyrir venjulegt verka- mannakaup hjá. öðrum, allsfcon- ar vinnu." — „Það er víst heldur mikið sagt að kalla mig smið, en lengi hefi ég verið álika klambrari og sumir, sem haldið geta á hamri og sög og kall- ast smiðir. Það sagði mér einn smiðurinn, að það myndi vera allt að vikuverk að dytta að skúrnum, og þeir eru sjaldan búnir með verkið á undan á- ætlun, eða fæstir þeirra. Áþessu sérðu að ég hefi haft góðar tekjur þessa fjóra daga. Ég lét mig hafa það að vinna í 10 klt. á dag og er alveg jafn góður eftir." — „Það er líklega avo, að margur gerir helat til lítið að því að hjálpa sér sjálfur. Mér hefir verið sagt að fjöldi norakra verk&manna geri við akó sína sjálfir og spari sér þannig mikil útgjöld." — „Já, því ekki það. Þeir eru viðburðasamir og líklega nýtnari en við. Það er sagt að hverjum verði að list, sem hann leikur, en sá, sem aldrei byrjar á neinu, frarakvæmir vitanlega aldrei neitt. Við gætum áreið- anlega sparað okkur talsverð útgjöld með því, að hafa ein- lægari vilja til þess að hjálpa okkur sjálfir." — „Þetta er víst nokfcuð rétt hjá þér. En meðal annars, hef irðu ekki iðulega hluslað á' þingfréttirnar í haust. Eitthvað hljóta þessir 52 Alþingismenn að vinna, ég meina til gagns- En þó ég heyri hina góðkunnu Hjörvara rödd, þá fer hún inn um ánnað eyrað og út um hitt, án þesa að ég finni nokkur þingafrek þar eftir." — „Manstu ekki einu sinni hið mikla kraftaverk þeirra, að hamra í gegn á einum degi gífurlega verðhækkun á áfengi og tóbaki. í svipinn sáu þeir ekki annað ráð vænlegra til að halda niðri dýrtíðinni á papp- írnum. Já, bara á pappírnum, því ekki mun það léttara fyrir tóbaksnotendur að borga verð- hækkun tóbaksins inn í einok- unarveralun heldúr en láta jafn háa upphæð beint til framleið- enda þeirrar vöru, sem yerð- bæta skal. Nú er það ekki neraa tiltölulega litill hluti fullvax- inna karla og kvenna — að minsta koati i kaupstöðum og kauptúnum landsins, sem ekki notar tóbak. Það er aðeins sá iitli hiuti, sem nýtur góðs af þessaii verðhækkun, og svo þeir, sem aldrei kaupa vín. En ólíklegt er að þeir séu van- máttugri til að borga fullu verði það, sem þeir þuifa að iil'a á en hinir. Annars er tóbakið á- líka nauðsynjavara og kaffið. Hvort tveggja einskis virði þeim, sem aldrei hafa vanist því. Og þeir spenna bogann hátt til að hitta þá, sem hafa vanið sig á þessar nautnir. Það væri stór heiður fyrir okkur burðarkarlana, sem af gáleysi höfum vanist á þennan óþarfa, ef við gætum svolítíð haldið í hemilinn á hinni oft aefndu dýrtíð, þegar hinir hreinlifari sjá sér það ekki fært. Þegar útvarpið tilkynti þessa verðhækkun, heyrðist mér hjóma frá svölum Alþingis: Notið sem mest tóbak og brennivín svo þjóðarbúið gangi ekki ur skorð- um. Það er ekki öll vitleysan eine. Veitu sæll. Við sjáumst kannske aftur. Dánarfregn. Nýlega er látinn hér á Sjúkra- húsinu Sæmundur Jónsson vérka- maður, rúmlega íertugur að aldri. Lætur eftir sig konu og tvö börn.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.