Víðir - 09.03.1946, Blaðsíða 2

Víðir - 09.03.1946, Blaðsíða 2
2 VÍÐIR kemur út vikulega. Ritstjóri: EINAR SIGURÐSSON Sími 11 & 190. — Pósthólf 3 Prentsmiðjan Eyrún h.f. Gegn befri vitund Fyrir kosningar reyndu and- stæðingar Sjálfstæðisflokksins að blekkja almenning hér sem mest þeir gátu, og héldu því meðal annars fram, að fjárhagur bæjar- sjóðs væri slæmur. Á þetta var litið eins og hvern annan kosningaáróður, og að minnsta kosti, að bæjarfulltrú- arnir, sem kunnugir voru þess- um málum, mæltu gegn betri vitund, þegar þeir héldu slíku fram, því að þrem dögum fyrir kosningar samþykktu þessir sömu bæjarfulltrúar reikninga bæjar- sjóðs fyrir árið 1944. Og hvað sýna svo þessir síð- ustu fullgerðu reikningar? Tneggjd milljón króna skuld- lausa eign bœjarsjóðs. Bæjarsjóð- ur bætti svo hag sinn verulega á síðasta ári, það vita þessir full- trúar líka mæta vel, svo mikil gögn liafa þeir í höndunum, þó að reikningunum fyrir árið 1945 sé ekki lokið enn. Á sama tíma var, samkvæmt síðustu reikningum sem tilbún- ir eru, skuldlaus eign hafnar- sjóðs einnig tvær milljónir kr. — Hafnarsjóður hefur einnig stór- bætt hag sinn á árinu sem leið. Það var því furðulegt, þegar mál- efnasamningur „flatsængurinn- ar“ kvað svo á, að „fjárhag bæj- arins skyldi komið á réttan kjöl“. Vissulega veitir kommúnistum ekki af eyðufylli í hinn snubb- ótta málefnasamning, þar sem að eins eitt sjónarmið hefur verið ráðandi: Nógu loðinn. Dylja þurfti svikin á kosninga- loforðunum, því að ekki er minnzt á í honum, að næsta kjör- tímabil eigi að snerta á bygg- ingu elliheimilis, né nýs sjúkra- húss, svo að aðeins sé minnzt á tvö af loforðunum, sem not- uð voru fyrir kosningar til að svíkja sér út atkvæði með. Almennirigur er svo vel kunn- ur fjárhag kaupstaðarins og fram kvæmdum síðasta kjörtímabil, að blekkinga- og ósannindavað- all Eyjablaðsins er hverjum ein- asta manni augljós, enda tala staðreyndir bæjarreikninganna sínu máli. En betur færi, að Eyja blaðið þyrfti ekki áður en líkur Magnús Framhald af 1. síðu. hann nokkru stærri en „Pipp“ hafði verið. Með „Herjólf“ var Magnús til vertíðarloka 1932, en þá hætti hann að mestu sjósókn, 57 ára gamall. Tveimur árum eftir að þau hjón fluttu hingað missti Magn- ús Hildi, konu sína. Þau höfðu eignazt 11 börn, en 4 þeirra voru dáin, og nú stóð Magnús einn uppi með allan barnahópinn, sjö að tölu, og öll eða flest innan fermingaraldurs. Nú hvíldi uppeldi barnaltóps- ins á honum einum, en hann lét ekki hugfallast, og ætla ég, að engir hafi séð honum bregða. Stillingin og þrekið höfðu yfir- höndina, eins og jafnan fyrr og síðar hjá þessum manni. Börnin voru öll góðum gáf- um gædd og mönnuðust vel, bæði í skólum og undir hand- leiðslu föðurins, og hefur Ólafur Hvanndal í áðurnefndu Morg- unblaði greint nöfn þeirraö, sem enn eru á lífi, og stöðu þein-a hvers fyrir sig. Ég greini það þar af leiðandi ekki nánar hér. Árið 1920 byggði Magnús, eða öllu heldur lét byggja fyrir sig, og fjölskyldu sína, stórt og mynd- arlegt íbúðarhús, er hann nefndi „Sólvang", og var hann' upp frá því við húsið kenndur, og nefnd- ur Magnús á Sólvangi. Þetta var viðkunnanlegt kenn- ingarnafn og vel viðeigandi. Þó að Magnús yrði, eins og svo margir aðrir, að kenna á skugga- hliðum lífsins, þá held ég að yf- irburðir hans, hin frábæra still- ing hans og þrek, á hverju sem gekk, samfara miklum gáfum og óskiptu áliti samborgaranna og annara, er honum kynntust, hafi rétt álitið, sett hann sólarmegin alla ævi. Eins og áður er sagt, Magnúsi var fleira lagið en sjósóknin. — Manni virtist, að eiginlega léki allt í höndum honurn. Hann var prýðilega hagmæltur og orti meðal annars tækifæriskvæði, þeg ar svo bar undir. En hann fór fremur dult með þetta, lét lítið yfir sér í þessu eins og öðru, og orti jafnan, eða sem oftast, undir dulnefninu „Hallfreðr". á öllu sínu að halda — ósann- indunum líka — til að verja fjár- málastjórn núverandi meirihluta bæjarstjórnar. Sjálfstæðismönnum er það vissulega ekki á móti skapi, að fá tækifæri til þess að ræða á- fram fjárhag kaupstaðarins og af komu síðasta kjörtímabils', og verður það gert á næstunni. Jónsson Sennilegt þykir mér, að eftir hann liggi í handritum talsvert af kvæðum, sem enginn hefur, fram að andláti hans haft aðgang að, og ætla ég, að það sé þess fyllilega vert, að því sé gaumur gefinn nú, þegar hann er dáinn. Þess má enn geta, að Ólafur, sonur Magnúsar, gekk mennta- veginn svonefnda, og varð stúd- ent og stundaði nám í læknis- fræði við háskóla landsins í nokk ur ár. En heilsan bilaði, og allt var gert til þess, sem hægt var, að rétta heilsuna við aftur á Víf- ilstaðahæli. En það gekk ekki eftir óskum, og Ólafur varð að leita heim aftur, og bíða þess, er verða vildi. En til þess þó að sitja ekki auðum höndum, í hinni þögulu baráttu við veikindin, stofnaði hann, árið 1928, blaðið „Víðir", og þótti mönnum, að honum fær- ist ritstjórn þess einkar vel úr hendi, enda ekki við öðru að búast hjá þessum gáfaða manni. Mér hefur borizt fjöldinn all- ur af bréfum, og þakka ég hér- með fyrir. — Rúmsins vegna er ekki hægt, eins og er, að birta nema dálítinn hluta af þeim. — Bréfin eru um hin ólíklegustu efni. — Fjórar ungar blómarósir skrifa mér og finnst þær órétti beittar. — Ég gef þeim hérmeð orðið: „Kæri Skeggi. Við kvenfólkið höfum alla tíð verið órétti beitt. En nú langar okkur til að koma með smá nýj- ung í „kvenréttindamálunum“. Það sem við erum að hugsa um að þessu sinni, er smá gaman- söm breyting í skemmtanalífi hér í bæ. Okkur finnst órétt, að við skulum alltaf vera skyldugar til að dansa við hvaða ,,delerant“ sem þóknast að bjóða okkur í dans, og svo mega sumar stúlkur velgja bekkina öll böll. (Samt sem áður erum við ekki einar af þeim). Viltu nú ekki, kæri Skeggi, koma því á framfæri við rétta aðilja, að dömurnar fái að bjóða herrunum, sem þær hafa augastað á, í dans, með öðrum orðum, hafa „dömufrí,, annað hvort kvöld sem kaffihús er hald- ið. Við heimtum jafnræði. Svo er það eitt enn. Það tíðkast. í öllum bæjum, nema Vestmannaeyjum, En veikindin hertu að og Ól- afur andaðist á vetiarvertíðinni 1930. Þá kom það fram, cr mönn um hafði ekki áður til hugar komið: Magnús, faðir Ólafs, tók merkið upp og hélt blaðinu á- fram, jafnframt því að hann sótti • sjóinn, að því er mér virtist, með auknu afli. Þessi vertíð, 1930, var sú allra mesta aflavertíð, sem hér hefur enn þekkzt, og gæftir óvenjulega góðar. En sjófcóknin tafði ekki útkomu blaðsins. Ég hafði orð á því við hinn nýja ritstjóra blaðsins, skömmu eftir að hann tók útgáfu þess í sínar hendur, hvernig hann kæmi þessu af núna á vertíðinni, þegar alltaf væri rórð dag eftir dag. „Það er ekkert", sagði Magn- ús, og lét hann eiginlega þar við sitja, enda krafði ég hann ekki fleiri sagna um það. Ég vissi, að hann var allflesta. daga á sjón- um frá óttu og til sólseturs, eða kannske lengur, og að hann hlaut því að vinna að blaðinu eftir að Framhald á 3. síðu. að það sé haft smáhlé á eftir hverja þrjá dansa. Svo gæti þessi svokallaða hljómsveit þolað það, þótt hún yrði svolítið endurbætt, því að hún er blátt áfram til skamnrar. Nú ætlum við að sjá, hversu þú ert mikils megnugur. * Jæja, stúlkur mínar, ég er nú lítils megnugur, en þó kann ég eitt ráð við því að losna við að dansa við „delerantana" og það er blátt áfram að neita um dans- inn. Það er óvinsælt en óbrigð- ult. Að öðru leyti vísa ég þessu bréfi ykkar til réttra aðilja, þeirra, sem einkum standa hér fyrir dansleikjum. Þó er eitt, sem um getur í bréfi ykkar, sem gaman væri að komá að seinna, og það er hljómsveitin, sem okk- ur hefur verið boðið upp á að undanförnu. * Þá er að lokum, þetta: Haldið áfram að skrifa mér, og ég reyni að birta það sem liægt er. Hins vegar er ékki hægt að taka til birtingar bréf, sem mér berast og eru algjörlega nafnlaus. Þið get- ið skrifað undir dulnefni í blað- ið, en sá sem þetta ritar, verður að fá að vita um höfundinn. — Auðkennið bréfin „SKEGGI“,_ „Víðir“, og látið þau í {DÓstkass- ann. Skeggi skrifar: Urn daginn og veginn f

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.